Hvaðan sprettur illskan?

Minningarathöfnin um fórnarlömbin 22. júlí 2012 á Útey var falleg og einlæg. Þetta var í miðbæ Stavanger. Í lok athafnarinnar fleytti fjöldi fólks rósum á tjörninni til minningar um fólkið sem missti lífið í þessari grimmu, köldu og þaulskipulöguðu árás. 
 
Aðeins eitt orð virðist geta lýst því sem við upplifum við umhugsun um slík voðaverk: illska
 
Illsku er hægt að skilgreina sem vísvitandi og samfellda ætlun til að valda skaða, og fylgja þessari ætlun eftir í verki, oftar en einu sinni.  
 
Hvaðan ætli slík illska spretti?
 
Spinoza sagði í siðfræði sinni: "...ef mannshugurinn hefði ekkert annað en nógu góðar hugmyndir, þá myndi hann ekki forma neina hugmynd um illsku."
 
Þá mætti hugleiða, hvort að menntun sé meðal annars ætlað að útrýma hugmyndum um illsku, þar sem menntun vinnur að innleiðingu góðra hugmynda í huga sérhverra manneskju á heildstæðan hátt, hugmynda sem byggja á þekkingu, hinu sanna, hinu góða, hinu fagra og heilsteyptri heimsmynd.
 
Þegar heimsmyndin skekkist í hugum okkar, þegar hún er löguð að einfölduðum hugmyndum um heiminn, í stað þess að vera í takt við veruleikann og heilbrigt samfélag, þá getur hvað sem er gerst. Það er þá sem við gerum mistök. Ef við áttum okkur ekki á að mistök okkar voru mistök, og endurtökum þau, erum við þá ekki ill?
 
Illskan sprettur upp bæði í heilbrigðum og spilltum samfélögum. Einhvern veginn virðist illskan vera sjálfsagðari þar sem spillingin er meiri. En í heilbrigðu samfélagi, þar sem spilling fær ekki að skjóta rótum, verður illskan meira áberandi og erfiðari viðfangs, enda engar auðveldar lausnir til á illsku í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir henni.
 
Sjálfsagt er mörgum spurningum ósvarað í þessari stuttu hugleiðingu um forsendur voðaverkana í Útey fyrir ári og Bandaríkjunum fyrir fáeinum dögum, en ég er viss um að svarið er ekkert einfalt. Í mörg þúsund ár hefur mannvonska, grimmd, og hrein illska verið mannkyninu ráðgáta, sem engin vísindi eða fræði geta svarað endanlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hulgleiðing hjá þér Hrannar! Guð er kærleikur. Andstæða Guðs er Illska. Sá sem hafnar Guði er illur. Svo einfalt er það. Maður þarf að bera sig saman við Guð til að skilja hvað maður sjálfur er ófullkominn og biðja Guð um að hjálpa sér í ófullkomleikanum. Nota fyrirgefðu oft.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 20:05

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sókrates vildi meina að íllska væri fáfræði! Um leið og maður vissi betur um eitthvað ákveðið, myndi maður breyta rétt.

Sem sagt "hið illa, fáfræðin,  er skortur á hinu góða, sem væri viska.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.7.2012 kl. 20:33

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jón bóndi, fyrirgefðu, en eru trúleysingjar þá allir illir? Þeir hafna guði algjörlega. Ég hef samt kynnst trúleysingjum sem eru bestu menn, jafnvel mannvinir. Já, og fyrirgefðu aftur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2012 kl. 23:09

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sigurður Þór: Mér sýndist Jón Bóndi segja að þeir sem hafna kærleika séu illir. Trúleysingjar hafna ekkert endilega kærleika þó að þeir hafni hugtakinu "Guð". Það er lögð ólík merking í "Guð" af ólíkum trúarbrögðum. Kærleiksrík manneskja getur hafnað "Guði" án þessi að hafna kærleika.

Anna: er þekking ekki andstæða fáfræðinnar, en viska síðan eitthvað annað?

Hrannar Baldursson, 23.7.2012 kl. 05:05

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enn eitt stórskemmtilegt tema hjá þér Hrannar!

Illska er alveg sjálfstæður kraftur eða orka og trúfólk er búin að rugla alla hugmyndafræðinna um illsku í gegnum árinn.

Illska er óhugnanleg orka sem er allt í kringum fólk, enn fólk leyfir sér mismikinn aðgang að henni. Það er margar tegundir av illsku og sé versta er sú sem fylgir valdagræðgi. Svo kemur peningagræðgi, afbrýðissemi og ásókn í frægð eins og þessi Noregsmaður er haldinn. Allri græðgi fylgir ofbeldishneigð.

Hann er ekkert gegjaður að mínu mati bara gráðugur.

Þetta kemur Guði eða því illa ekkert við og það er algjör fyrra að trúleysingjar séu illir. Það mætti flokka það undir illsku og kanski frekju að reyna að hræða fólk sem veit lítið um illsku, til fylgis við sig á þann hátt sem trúmenn gera sig seka um, í Guðs nafni auðvitað.

Alla vega er kærleikur oft skilgreindur sem ljós, og illska sem myrkur sem er góður metafor. Það þarf bara pínulítið ljós til að eyða miklu myrkri...

Barn sem ekkert skilur og ekkert veit er ekki vont, það kann engin fræði né hefur neina menntun. Svo er það líka um megnið af jarðarbúum. Menntun er misskilinn máttur og menn verða ekkert endilega vitrir af sjálfri menntuninni.

Á sama hátt og fólk sem virkilega trúir á Guð, þarf ekki lengur á trúarbrögðum að halda, þá er líka fullt af fólki sem lifir góðu og innhaldríku lífi án þess að nokkurtíma leiða huga að Guði, skóla eða læra að lesa eða skrifa.

Góðleiki getur gengir í erfðir á sma hátt og mannvonska getur gert það.

Ein besta manneskja sem ég hef hitt á æfinni var ólæs woodoprestur sem er blómabóndi í Asiu. Hann þarf enga skóla til að vera hamingjusamur og ég persónulega hefði fegin fórnað öllu sem ég hef lesið og lært til að geta lifað jafn fínu lífi og hann...

Menn velja oftast sjálfir hvort þeir vilja tengjast illsku eða góðleika. Margir fremja voðaverk til að verða frægir og það verður erfiðara og erfiðara að ná athygli heimsins.

Því miður erum við ekki búin að sjá fyrir endan á ofbeldisþróuninni í heiminnum...Hún lifir eigin lífi og gott fólk vill stundum ekki sjá það sem þarf að gera...

Illsku verður ekki eytt með að krefjast að sá illi hætti að vera illur...það þarf að gera allt aðra hluti.

Óskar Arnórsson, 23.7.2012 kl. 06:47

6 identicon

Við erum eitt af rándýrunum; það er ekki nein illska per se;
Sjáðu td hann Jón bónda, hann tilbiður mesta fjöldamorðingja skáldsagnanna.. hann Gudda; hvers vegna getur fólk spurt, jú Jón Bonjdi er hræddur og gráðugur, ekki illmenni en þegar menn blanda saman ótta og græðgi.. sérstaklega ef eitthvað endanlegt eins og dauðinn.. þá fara menn í svona gír; Fara að lofa ólíklegustu fígúrur, raunverulegar eða upplognar;

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 07:54

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

DoktorE. Sjáðu til smávegis um mig sjálfan,

Ég veit að Guð finnst og lika af hverju þú trúir að Guð sé ekki til.

Ég veit að dauðin er ekki til, enn dauðan trúir þú á og dýrkar eins og harðasti trúarofstækis aður.

Munurinn á okkur er að ég get sannað mál mitt fyrir flestum, enn þú getur ekki sannað þitt fyrir nema einstaka manni sem væri tilbúin að hafa þig fyrir andlegan leiðtoga... ;)

En dæmisga úr raunveruleikanum: Í fylki í USA átti að herða reglur um byssusölu og menn með svona verslanir sáu fyrir sér að .þeir þyrftu að loka þeim. Þetta var eftir árásina á Manhattan. Þá breyttu þeyr nafni verslunarinnar og skráningu og núna selja sömu verslanir ANTI-TERRORISTA byssur og þær verða aldrei bannaðar i USA órefsað.

Sama á um trúarbrögð og fanatíska sértrúarhópa. Er það ekki DoktorE? :)

Óskar Arnórsson, 23.7.2012 kl. 10:00

8 identicon

Þú getur ekki sannað guð, ef þú gætir það þá værir þú ekki að blogga á mbl, þú værir frægur mar.
Guðir eru augljóslega búnir til af mönnum.. til að blekkja og hafa stjórn á öðrum mönnum

Allt bendir til að við séum einmitt dauðir þegar við drepumst, ekkert bendir á neitt annað. Ekkert yfirnáttúrulegt hefur sannast, aldrei.
Ég skal gefa ykkur brtabrot af möguleika á extra lífi(Trúi því samt alls ekki), en guð ykkar.. hann er pottþétt ekki til, algerlega 100% öruggt að guðir eru manngerðir

This is basically it. Og já, ég tel fullorðið fólk sem er með hjátrú árið 2012 vera ruglukolla.. og það er réttmætt

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 10:32

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Líklega hefur Jón bóndi vinur minn og stórfínn náungi meint kæreikann Hrannar. En betra er að nefna þá hlutina sínum réttum nöfnum. Sammála því að þeir sem hafni kærleika eða góðvild verði illir en menn geta vel hafnað guði sem lifsskoðun án þess að vera illir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2012 kl. 13:52

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það sem ég vildi sagt hafa er það að ef menn iðka hið góða eru menn að iðka hið góða og ef menn hafna hinu góða eru þeir að hafna hinu góða en ekki einhverju öðru. Hið góða er sjálfstæð mennsk eigind og ekki nauðsynlegt að blanda guði eða æðri mætti inn í það.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2012 kl. 14:07

11 identicon

Hver sá er hefur lesið biblíu/kóran og heldur áfram að dýrka guðinn í þessum bókum; sá hinn sami er manneskja sem ekki á að treysta.. slík manneskja getur ekki verið góð manneskja.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 14:19

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður Þór er hér að benda á manngæsku, sem samkvæmt orðsins hljóðan er bundin við manninn einan en hvorki önnur jarðardýr né himnaguði.

Ekki eiga þó allir menn þessa gæsku. Þá vöntun er heldur ekki hægt um að kenna dýrum né guðum.

Kolbrún Hilmars, 23.7.2012 kl. 14:30

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jú DoktorE, ég hef sannað það fyrir mér sjálfum og það var alls ekkert sjálfsagt mál né lítið mál. Ég er nefnilega mikið fyrir staðreyndir og ekkert annað. Og einmitt þess vegna trúi ég ekki á nein trúarbrögð frekar enn Sjálfstæðisflokkinn...

Óskar Arnórsson, 23.7.2012 kl. 15:27

14 identicon

Ef Guð er kærleikur er þá ekki í lagi að trúa á hann? Hvað er ofstækisfullt við það? Dokter E Veistu að það rignir á réttláta og rangláta. Alveg sama á hvað þeir trúa.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 16:19

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja, mætur maður sagði eitt sinn: það er ekki alltaf hægt að sjá muninn á illsku og vanhæfni.

Ég fæ ekki betur séð en það sé oftast rétt.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.8.2012 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband