Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er góðmennskan að hverfa úr heiminum?
5.7.2012 | 15:27
Í dag hitti ég manneskju sem yfirleitt er kát, glöð og svolítið hávær. Ég spurði hana hvernig hún hefði það. Hún leit á mig, þögul. Depurðin blikaði í augum hennar. Ég settist niður og hlustaði.
Eftir samtalið sagði hún:
"Veistu hvað? Þú ert eina manneskjan sem spyr mig hvernig ég hef það, enginn annar gerir það, og ég finn að þú meinar það. Þakka þér fyrir."
Mér fannst þetta frekar óhugnanlegt hrós. Getur verið að fólk almennt sé svo sinnulaust gagnvart náunganum? Er einhver samfélagslegur sjúkdómur að herja á okkur, að éta okkur innanfrá, eitthvað sem segir okkur að betra sé að skipta sér ekki af öðru fólki frekar en að sýna umhyggju?
Samfélög hafa stofnanir sem eiga að verja góðmennskuna, styðja við siðferðilega gott líf, að við hugsum hvert um annað. Yfirleitt eru þetta trúarstofnanir, enda virðast aðrar stofnanir með tímanum verða að einhvers konar vélum þar sem starfsmenn sinna skyldum sínum vélrænt frekar en með alúð. Kannski það sé ekki rétti leiðin til að styðja við góðmennsku.
Ætli sé hægt að kenna fólki að vera gótt við náungann? Er það lærdómur sem nútímamaðurinn kærir sig um?
Er góðmennskan kannski í hættu?
Flokkur: Heimspeki | Breytt 16.12.2014 kl. 09:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Tenglar
Mínir tenglar
Áhugavert
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hrannar, ef þú ert að tala um Ísland í þessu samhengi, þá held ég að þetta sé bara millibilsástand sem stafar af gjörðum og framkomu núverandi ríkisstjórnar.
Þessa dagana eru allir pirraðir, jafnt samherjar stjórnarinnar sem andstæðingar.
Vonandi lagast ástandið eftir næstu þingkosningar ef þjóðin verður svo heppin að fá ríkisstjórn sem stendur með fólkinu, stappar í það stálinu og lætur því finnast sem það hafi einhverja stjórn á eigin lífi.
Kolbrún Hilmars, 5.7.2012 kl. 15:47
Kolbrún: Ég er því miður ekki bara að tala um Ísland.
Hrannar Baldursson, 5.7.2012 kl. 15:59
Það er slæmt. Ég sé þetta gerast hér og veit af hverju það stafar - svona yfirleitt.
En erlendis - það þekki ég ekki nógu vel.
Hefurðu einhverja skýringu á því?
Kolbrún Hilmars, 5.7.2012 kl. 16:13
Veit ekki hvort að þetta sé raunin, en vona ekki. Góðmennskan er náttúrulega meira krefjandi en afskiptaleysið, og afskiptaleysið þykir oft svalt. Kannski fólki finnist það ekki hafa tíma fyrir annað fólk? Veit ekki.
Hrannar Baldursson, 5.7.2012 kl. 16:30
Sammála þér Kolbrún, fólk er pirrað,ég er það og veit að það lagast ekki fyrr en þessi ógnarstjórn er farin frá. Þú satt segir ,,stappir í það stálinu,, skrifaði um það á fyrsta ári sjáanlegrar stefnu þessarar stjórnar,að akkurat þannig hefði Jóhanna “félagsmála” átt að koma fram fyrir okkur,en nei henni lá á að ná sér niðri á fyrrum félögum sem ætíð höfðu haft yfirhöndina,hafi hún skömm fyrir. En góða fólkið er hér enn og á ekki gott með að vantreysta stjórnmálamönnum. Þannig var mágkona mín í sambandi við Icesave,ófáanleg til að kjósa á móti,því hann X skrökvar ekki. Hún lærði sína lexíu.
Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2012 kl. 17:14
Vinstra heilahvel flestra er orðið ofuraktíft, fólk þarf að rækta með sér hjarta og hægra heilahvel til að ná jafnvægi.
Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 18:47
Einkunnarorð bloggs þíns, Hrannar
segja allt sem segja þarf um vandann:
"Við verðum að opna augun og vinna saman en ekki sundruð. Það eina sem getur sameinað okkur er traust, og traust öðlumst við ekki fyrr en við upplifum réttlæti, og réttlæti fáum við ekki fyrr en við berjumst fyrir því, og við berjumst ekki fyrir réttlæti fyrr en við vöknum."
Við erum vonandi öll að reyna að verða sú breyting sem við viljum sjá, því við vitum flest hvað er satt, hvað er rétt og hvað er sanngjarnt, en vandamálið tengist valdakerfi yfirbyggðanna, hræddu héranna, sem halda að þeir séu guðir og valdníða og skatta og okra á fólki til að viðhalda hræsni sinni um útbólginn tilverugrundvöll sinn til að valdníða ... okkur.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 22:16
Hér þarf berstrípað og heiðarlegt samfélagslegt uppgjör ... til sátta.
Mun valdakerfisflokkarnir fjórir standa fyrir því? Ég dreg það í efa.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 22:22
Þessi 71 árs gamli læknir og fyrirlesari segir að góðmennska heimsins sé síður enn svo á undanhaldi í heiminum...og ég er honum innilega sammála. Ég hef allavega aldrei hitt neinn sem hefur orðið verri af að hlusta á þennan merkilega mann.
http://www.youtube.com/watch?v=PVufTCj9JvY
Óskar Arnórsson, 5.7.2012 kl. 23:58
Takk fyrirt að deila þessari fallegu hugvekju. Þú ert góður maður. Það þarf að tala mikið meira um svona hluti, þá myndi samfélagið batna.
sál (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 00:03
Einu sinni var kona í dimmum kjallara. Hún sá ekkert nema myrkur í kringum sig. Dag einn kemur til hennar maður með vasaljós og fer að spjalla við hana. Henni er létt og segir "Veistu þú ert sá eini sem kom með ljós til mín".
En á meðan skein sólin fyrir utan. Endir.
Það sem ég er að reyna að segja er að þótt að ein manneskja finni ekki mikla góðmennsku í kringum sig, að þá sé góðmennskan yfirleitt á undanhaldi í heiminum.
Meinarðu þetta eða ertu bara að skrifa þetta til að bögga trúleysingja?
Rebekka, 6.7.2012 kl. 06:35
Heimurinn er með skársta móti í mannkynssögunni... Það er ekki bara Hrannar og trúarstofnanir sem eiga kærleika til í sér... Reyndar getum við algerlega afskrifað trúarstofnanir í kærleiksgeiranum, amk þeir sem hafa ekki búið undir steini í dimmum helli síðustu 50 ár eða svo.
Hrannar.. trúarruglið í þér skemmir flestar færslur frá þér, þú missir gagnrýna hugsun og alles þegar hjátrúin er til staðar
DoctorE (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 09:06
DoktorE er komin upp á lag með að kalla alla hugsun annara fyrir "trúarrugl" þegar hann er ekki sammála þeim ... meira kjánaprikið!
Hrannar er með einna mest lógisku hugsun allra á blogginu!. Það vita allir mbl bloggarar. Hann tekur upp "tema" sem margir ráða ekki við að lýsa og gerir það frábærlega. Hann er með báða fætur á jörðinni og trúir á góðleika mannsins.
Ég hef aldrei orðið var við að Hrannar sé með neitt trúarrugl. Enn hvaða skilning leggur DoktorE í munin á trúarbrögðum og fyrirbærið sem oftast er þekkt undir nafninu Guð? Það eina sem DoktorE segir um Guð að hann sé ekki til.
Strútar geta látið heiminn og hættur hans hverfa með að stinga hausnum í sandinn. Hver er eiginlega munurinn á rökfræði DoktorsE og hegðun strútsins? Nákvæmlega engin oft og mörgum sinnum og samt finnst DoktorE alveg yndislegur... ;)
Óskar Arnórsson, 6.7.2012 kl. 15:26
"Veistu hvað? Þú ert eina manneskjan sem spyr mig hvernig ég hef það, enginn annar gerir það, og ég finn að þú meinar það. Þakka þér fyrir."
Góðmennskan kemur innanfrá. Spurði þessi manneskja þig, Hrannar hvernig þú hefur það? Ef ekki, fórstu við það allur í baklás og gerðist þú þögull og dapur?
Góðmennskan kemur ekki frá stofnunum.
Það er eitthvað mikið að hjá fólki sem gengur um og bíður eftir því að aðrir spyrji það hvernig það hefur það.
Hörður Þórðarson, 6.7.2012 kl. 20:10
Mig grunar að vinkona þín sé orðin þunglynd. Þú ættir að spjalla við vini hennar og vandamenn og kíkja til hennar öðru hvoru. Drífa hana í ræktina og út á lífið, sýna henni að lífið er ekki alvont. Og ef það virkar ekki þá er ekkert hallærislegt að panta tíma hjá lækni í hennar nafni. ( trust me, been there. )
Óli foli (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 00:51
Viðkomandi var ekki að bíða eftir athygli, né er sérstaklega þunglynd. Það eru einfaldlega sérstakar aðstæður hjá henni þessa stundina, sem urðu til þess að þessi manneskja fór að taka eftir hverjir höfðu áhuga á henni sem manneskju. Ég get að sjálfsögðu ekki sagt hverjar aðstæðurnar eru eða hver manneskjan er, án hennar samþykkis.
Hrannar Baldursson, 7.7.2012 kl. 09:23
Hello, I like the ideas u talk about in your blog, I translated everything to English.
I think people have lost their boundaries to eachother. but why? we seem to want people to care about us and love us, but we forget that people want that too. to be loved and praised, i've seen many people trying to get this from the internet, because they feel, like only can be loved there. isn't all of this just lack of love in the world?
Sarah Waslieka (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.