Er ekkert til sem ferðast hraðar en ljósið?

e-flcn-ltspd-782711

Áhugaverð sú tilhneiging að telja eina kenningu vera rétta þegar önnur kenning stenst ekki. Það rétta er að innan vísindalegrar þekkingar, eða mælanlegrar skynjunar á fiseindum, getur engin eind ferðast hraðar en ljósið. Það þýðir ekki að sú eind geti ekki verið til sem fer hraðar en ljósið.

Afsönnun einnar tilgátu sannar ekki algildi annarrar tilgátu.

Tökum sem dæmi sál mannsins. Kynslóð eftir kynslóð hafa fjölmargar þjóðir trúað að sálir séu til, og að þær lifi lengur en líkaminn. Sumir telja sálina fara til himna eða helvítis eftir lífið, sumir telja sálina fá aðgang að Nirvana, sumir telja sálina flytjast efnislega úr einni lífveru í aðra. Að sjálfsögðu hefur engin þessara kenninga verið sönnuð, því samkvæmt vísindalegri þekkingu, sem er þekking á öllu því sem hefur verið staðfest að við getum skynjað, enda sálin ekki mælanleg á neinn áþreifanlegan hátt. 

Við getum ekki bragðað, lyktað, snert, séð eða heyrt sálina með mælanlegum hætti. Það útilokar hins vegar ekki tilvist sálarinnar. Rétt eins og þegar við slökkvum ljós í herbergi og það verður niðdimmt, þá þýðir það ekki að allir litir úr herberginu hverfi, enda birtast þeir mér þegar ljósið kviknar á ný.

Sú hugmynd er til úr íslenskri nýjaldarspeki, að á meðan við sofum, þá fara sálir okkar til annarra pláneta, og að við skynjum líf annarra manneskja enda taki sál okkar þátt í þeirra lífi. Frá sjónarhorni vísinda er þetta fjarstæðukennd hugmynd, enda hefur sálin aldrei verið mælanleg og er ekki til. Frá sjónarhorni frumspeki er þetta hins vegar mögulegt, þar sem möguleikar eru ekki bundnir við þá þekkingu sem við höfum á heiminum, heldur því hvernig heimurinn er, var eða getur orðið óháð því hvernig við upplifum hann.

Önnur, kannski aðeins jarðbundnari hugmynd, en sú um tilvist sálarinnar, getur verið hugmyndin um tilvist hugsana. Engin vísindaleg tæki hafa gripið nákvæmlega hvað hugsun er efnislega. Það er hægt að smækka hugsun niður í efnislegar kenningar um rafeindir og taugaboð í heilanum, og útskýra að fólk hugsi ólíkt vegna námsvenja, líkamlegra afbrigða, eða ólíkrar menningar.

Ef þú ert að lesa þetta, og þú dregur ályktun, þá ertu að hugsa og hugsun þína þekkir þú. Samt er ekki til eitt einasta vísindalega mælitæki sem getur sýnt fram á tilvist þessarar hugsunar þinnar. Þýðir það að þessi hugsun sé ekki til, eða þýðir það að hugsun þín falli ekki inn í mælistikur vísindanna? Hugsaðu þér, kannski er hugsun þín efnisleg, og kannski verður hún einhvern tíma mælanleg af vísindum - kannski ekki - en það hefur ekkert að segja um tilvist hennar, heldur aðeins um mælanleika hennar innan ramma vísindalegrar þekkingar nútímans.

Getur verið að hugsanir ferðist hraðar en ljósið?


mbl.is Einstein hafði rétt fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Áhugaverðar pælingar hjá þér Hrannar. Vísindin hafa auðvitað ekki svör við öllu, þú nefnir nokkur góð dæmi þar sem vísindi geta hvorki sagt af eða á.

Samt langar mig að benda á tvö atriði: Litir eru háðir ljósi, þ.e.a.s. þeir eru ekki eiginleiki efnis heldur ljóss sem frá þeim stafar. Hlutir í myrkri eru því litlausir. (Auðvitað má ganga lengra og segja: litirnir eru bara til í skynjun okkar, það eru engir "litir" í ljósi, aðeins mismunandi bylgjulengdir).

Varðandi hugsun okkar, við getum verið nokkuð vissir um að hún hafi efnislega þætti. Hugsanir verða til m.a. sem afleiðingar efnisheimsins og þær geta stjórnað efnislegum líkama. Þær þurfa því orku.

Sál án líkama þyrfti líka orku. Í skemmtilegri skáldsögu sem ég las nýlega var norskur vísindamaður, sannfærður um tilvist drauga, sem ákvað að afmerkja þá staði þar sem drauga var helst að finna og framkvæma síðan mælingar til að finna þá orku sem draugarnir notuðu til að hreyfast og birtast í efnisheiminum. Rökrétt hugsað hjá manninum og vissulega ein leið til að beita vísindalegri hugsun á fyrirbærið sál.

Vísindin safna þekkingu um alheiminn og allt sem í honum býr. Vísindaleg aðferðarfræði er lang öflugasta verkfærið sem við höfum til þekkingaröflunar. En hún er líka háð verulegum takmörkunum vegna krafna um staðfestanleika, orsakasamhengi og forspárgildi. Fyrirbæri sem ekki endurtaka sig í nægjanlega miklum mæli, eða sem ekki er hægt að mæla eða sýna fram á orskasamband fyrir, eru þess vegna illa fallin til vísindalegrar aðferðar.

Varðandi fiseindir á hraða ljóssins þá eru til ýmsar kenningar um hvernig slík fyrirbæri gætu verið til. Þegar virðist hafa verið staðfest að upplýsingar í skammtafræði ferðast hraðar en ljósið og samkvæmt gildandi kenningum þarf einhvers konar orku og berandi eindir til að flytja upplýsingar. Vísbending um ofurhraðar eindir? Eða eitthvað allt annað?

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.6.2012 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Samkvæmt fræðum Guðspekinnar þá eru allar hugsanir okkar festar í akasi skrár. Þróaðir meistarar geta lesið þessar skrár.

Sjálfur getur einstaklingur farið í gegnum sína eigin skrá, eða sínar eigin minningar, með mjög nákvæmum hætti, þegar hann er í dáleiðsluástandi.

Edgar Cayce dulspekingurinn frægi, gat lýst hverjum sem hann var sendur til (andlega séð). Hann gat lýst ástandi mannsins og hvernig umhorfs var í kringum hann. Hvernig heilbrigði hans væri háttað. Hvað væri hægt að gera til að endurheimta heilsuna, þar sem henni var ábótavant.

Einnig gat hann gefið svokallaðan líflestur þessarar mannveru.

Ég sé á bloggi þínu Hrannar að þú ert að færast til á þroskabrautinni. Farinn að hugsa um eilífðarmálin og setja fram spurningar sem hafa hljómað hjá leitandi mönnum allra tíma. Velkominn í hópinn!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.6.2012 kl. 13:36

3 Smámynd: Mofi

Skemmtilegar pælingar. Nokkur atriði, Biblíulega séð eru sálir aðeins annað orð yfir lifandi verur. Því miður innan kristninnar hefur náð fótfestu sú hugmynd að við höfum einhverjar sálir sem fara eitthvert þegar við deyjum í staðinn fyri Biblíulega skilninginn að við erum sálir og þegar við deyjum þá gerist það sem Guð sagði upphaflega "Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!".

Varðandi Einstein þá þótt að eitthvað ferðaðist hraðar en ljósið þá myndi það samt standa eftir að hans aðferð til að reikna ferðir himintunglanna virkar betur að aðferð Newtons svo að það væri ekki eins og hann hefði haft alveg rangt fyrir sér, aðeins að það er rúm til að bæta þennan skilning okkar á þessum efnum.

Mofi, 10.6.2012 kl. 22:35

4 identicon

Hér eru áhugaverðar pælingar nokkurra spekinga um sambandið á milli hugsana og tímans, og þess hvort hugsanir geta ferðast út fyrir líkamann:

http://www.liveleak.com/view?i=92b7dd3b38

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 06:03

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Edgar Cayce var loddari og svikahrappur og var kærður fyrir falsanir

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.6.2012 kl. 09:07

6 identicon

Jesú fer hraðar en ljósið Hrannar...

Víst eru hugsanir mælanlegar, það er hægt að sjá hverju sá mældi mun svara áður en hann sjálfur veit hverju hann ætlar að svara
Hugsanir ferðast ekki utan líkamans... þær gerast að fullu í heilanum.. þetta má prófa með því að fjarlægja heilann.. BANG engar hugsanir og viðkomandi hættir að vera til nema í formi kjötskrokks

Annars finnst mér fáránlegt að tala um hraða ljóssins/Einstein.. og blanda einhverju galdrarugli inn í slíkt. Þetta er eins og að tala um.. tja einhver vísindaleg málefni og blanda svo Andrés Önd inn í það, segja að Drési fljúgi hraðar en ljósið.. hann hafi ekki sést en það séu góðar líkur á þessu vegna þess að þá gætu menn farið að ímynda sér að dauðinn sé ekki endalokin á lífinu... heldur byrjunin með Andrési YfirAnda
Í alvöru

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 09:10

7 Smámynd: Mofi

Fyndið að heyra guðleysingja tala um vísindi eins og það sé einhver tilgangur eða ástæða til að ætla að vísindi séu möguleg ef Guð er ekki til...

Mofi, 11.6.2012 kl. 09:33

8 identicon

Ohh Vísindi eru ekki möguleg nema galdrakarlinn hans Mofa sé til... Mofi las það í gamalli bók, bók sem enginn veit hver skrifaði, bók sem er 100% skrifuð af fornmönnum í pólistíksum valdaplotts tilgangi.. ber enginn merki þess að neinn annarr hafi komið nálægt skáldskapnum.... hvað þá að einhver sem skrifaði biblíu hafi verið súpergáfaðundraséní, Þvert á móti, allir skríbentar biblíu höfðu sömu fáfræði að leiðarljósi... flöt jörð, sjúkdömar eru djöflar... fáránleg bók sem er alveg hægt að fyrirgefa fornmönnum fyrir að trúa.. en menn árið 2012.. menn þurfa að vera tja, vil helst ekki segja það.. en.. vitleysingar ástfangnir af sjálfum sér, say it like it is

Mofi trúir þessari vitleysu, þetta er er svona snuð fyrir Mofa, mofi er svo hræddur við dauðann.. að hann trúir næstum hvaða vitleysu sem er.. en svo deyr mofi; slökknar á heilanum.. og það sama tekur við og áður en mofi fékk sjálfsvitund.. EKKERT, NÚLL, ZERO; Mofi verður dauður, alveg eins og ég og þú og allir hinir...

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 09:51

9 Smámynd: Mofi

Það er ekki tilviljun að frumherjar vísindanna voru kristnir. Ég veit að guðleysingjar hafa ofurtrú á tilviljunum en það hljóta að vera takmörk fyrir hve mikla trú á tilviljunum maður getur haft.

DoctorE
og það sama tekur við og áður en mofi fékk sjálfsvitund.. EKKERT, NÚLL, ZERO; Mofi verður dauður, alveg eins og ég og þú og allir hinir..

Já, mikið rétt DoctorE, þú hefur þá sömu trú og ég þegar kemur að hvað gerist þegar fólk deyr. 

Mofi, 11.6.2012 kl. 10:10

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Áhugavert. Næsta færsla byggir á kenningum Mofa og DoctorE um framhaldslíf.

Hrannar Baldursson, 11.6.2012 kl. 12:02

11 identicon

Ég tak sjálfan mig út úr jöfnunni Mofi. Við verðum öll að taka okkur út úr dæmi sem lofar okkur gulli og grænum skógum, eilífu lífi í losta fyrir að trúa einhverju x

Hvað heldur þú að gerist þegar þú drepst?
1 Rotnar og verður að ormafæðu.. Líklegast, er eiginlega pottþétt
2 Flýgur upp til Galdrapabba og býrð með honum í paradís... duh

Menn þurfa að vera fávitar til að velja numer 2; obvious.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 12:04

12 Smámynd: Mofi

Dokksi, ég segi að númer eitt er það sem gerist.

Mofi, 11.6.2012 kl. 13:16

13 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi :"Það er ekki tilviljun að frumherjar vísindanna voru kristnir."

Bull, Mofi minn. En algengt bull engu að síður, sú mannkynssaga sem við lesum er oftast skrifuð af Evrópubúum um Evrópubúa og þeir, alveg eins og Grikkir til forna, þykjast hafa fundið allt upp.

Faðir nútíma vísinda í Evrópu er yfirleitt (nú til dags) talinn vera Galíleó Galíleí (það var nú reyndar Newton þegar ég gekk í skóla). Galíleó aftur á móti byggði hugmyndir sínar á samfelldum hugsanaarfi sem kemur frá Egyptum og samfélögum við Mesópótamíu, gegnum Grikki og Rómverja til Araba, þaðan til Indlands, aftur til Araba og loks, við upphaf endurreisnarinnar, í þýðingum til Norður-Ítalíu.

Ein helsta forsenda vísindastarfs er efnahagslegur grundvöllur ásamt samansöfnuðum arfi fyrri hugsuða og ekki síst, frelsi til frjálsra skoðanaskipta. Síðastnefnda forsendan er nokkuð sem kristnin hefur alltaf reynt að bæla. Hvað varðar efnahagslegar forsendur, Evrópa rændi öll önnur samfélög og eyðilagði efnahagsgrundvöll þeirra við upphaf nútíma, varð sjálf moldrík af þjófnaðarpólítík sinni og gaf þar með forsendur fyrir uppgangi vísindalegrar hugsunar frá 18. öld og fram á þá 20. Í dag er gróska í vísindum utan hins "kristna" menningarheims - og auðvitað, í lokin, rétt að minna á framlag gyðinga bæði fyrr og síðar, ekki var það nú lítið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.6.2012 kl. 17:51

14 Smámynd: Mofi

Brynjólfur, aljört bull Brynjólfur. Sjaldgæft bull sem betur fer, sérstaklega meðal sagnfræðinga vísindanna.

Hérna fer John Lennox yfir þetta mál: http://www.youtube.com/watch?v=CJMp6p3tLj4

Mofi, 11.6.2012 kl. 19:08

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hugskeyti (telepati) fer á hraða sem má kannski líkja við augnablik. Þeir sem afneita hugskeytum, eru svo sannarlega jarðbundnir í sinni sannfæringu, og það er allt í lagi. Það geta ekki allir verið eins. Ég velti fyrir mér hvort tilfinningar séu í heilanum. Mér finnst eins og tilfinningar séu ekki það sama og hugsun, en það væri fróðlegt að heyra hvað öðrum finnst um það. Hugurinn er öflugur, og það vita þeir sem hafa prófað að beita þeirri orku.

Vísindin eru stórmerkileg, en hafa því miður ekki verið opinberuð af heiðarleika, og verið tekin úr samhengi, vegna pólitískrar valdagræðgi. Vísindin og forna þekkingin ættu að vinna saman. Þá kæmi heildarmyndin frekar í ljós, eða það finnst mér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2012 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband