"Hvað er hamingja, herra Hitchcock?"

 

"Skýr sjóndeildarhringur - þegar ekkert þvælist fyrir þér, þegar aðeins hlutir sem eru skapandi og ekki eyðileggjandi bíða þín... Ég þoli ekki rifrildi, ég þoli ekki tilfinningar milli fólks - Ég tel hatur vera orkueyðslu, algjörlega gegn framleiðslu. Ég er mjög næmur - hvasst orð, sagt af manneskju í bræði, ef hún stendur mér nærri, hvílir á mér í marga daga. Ég veit að við erum aðeins mannleg, við upplifum þessar ólíku tilfinningar, köllum þær neikvæðar tilfinningar, en þegar þær hafa verið fjarlægðar og þú getur litið fram á veginn og vegurinn framundan er auður,  og nú ætlar þú að skapa eitthvað - þá tel ég mig eins hamingjusaman og ég vil nokkurn tíma vera."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Naglinn á höfuðið þarna að mínu mati.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband