Contraband (2012) ***1/2

Contraband%20wallpaper

Baltasar Kormákur leikstýrir "Contraband" af öryggi sem ađeins hćfustu leikstjórar hafa til ađ bera. Hann er greinilega leikstjóri leikaranna, ţví ţar er mestan styrk myndarinnar ađ finna. Eitt atriđi á heimsmćlikvarđa, og gćti talist til eins flottasta skotbardaga í sögu kvikmyndanna. Flestir kvikmyndaunnendur muna eftir atriđi úr "Heat" eftir Michael Mann, ţar sem löggur og bófar lentur í mögnuđum skotbardaga. Svipađ atriđi er ađ finna í "Contraband", og afar vel útfćrt. 

Eini veikleikinn sem ég kom auga á var frekar klaufaleg međhöndlun myndavélarinnar í samtölum, ţar sem andlit fćrđust úr og í fókus, hugsanlega međ ráđi gert, og hugmyndin sjálfsagt ađ fylgja sjónarhorni og tilfinningum viđmćlanda, en virkar frekar truflandi á köflum, sérstaklega í upphafi myndar. 

Mark Wahlberg er traustur í sínu hlutverki. Hann kann ađ leika ţessa ţöglu og sterku týpu sem virđist hafa ţunga reynslu ađ baki, og líklegur til ađ sigrast á öllum vandamálum sem upp koma, af festu. Og vandamálin spretta heldur betur upp fyrir hann, lausnirnar hver annarri betri. Sumar fyndnar, ađrar snjallar, en aldrei kaldrifjađar eđa grimmar. 

Aukaleikararnir fylla vel í sín hlutverk, sérstaklega Ben Foster, Giovanni Ribisi og J.K. Simmons, en ég hefđi viljađ sjá meira frá Cate Beckinsale, sem býr yfir miklu meira en hún fékk tćkifćri til ađ sýna í ţetta skiptiđ. Ţađ hefđi sjálfsagt veriđ sniđugt ađ bćta ađeins viđ hlutverk hennar, sem hún fyllti vel, en hún hefđi getađ fengiđ ađ sýna ađeins meiri karakter.

Ţađ er góđur húmor í myndinni. Hún er vel yfir međallagi ţegar kemur ađ b-hasarmyndum, ţví hún leitar sífellt frumlegra leiđa og finnur ţćr. Ég hafđi gaman af raunveruleikablćnum í andrúmsloftinu. Mađur hafđi alltaf sterka tilfinningu fyrir hvar persónurnar voru staddar og hvers vegna ţćr voru ţar. 

Ţétt mynd og skemmtileg, sem endar ţannig ađ mađur fer út úr salnum međ bros á vör. Ég hef séđ "Reykjavík-Rotterdam" og finnst "Contraband" mun betur heppnuđ, ţó ađ ţćr séu báđar unnar eftir sama handriti. 

Baltasar Kormáki óska ég til hamingju međ ţetta heillaspor á leikstjóraferlinum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband