Er í lagi að reka fólk fyrir skoðanir sínar?

censorship1

 

Grunnskólakennari á Akureyri bloggar um trúmál og samkynhneigð. Hann heldur því fram á bloggi sínu að samkynhneigð sé synd. Synd er trúarlegt hugtak sem þýðir að eitthvað verk sé illt í augum Guðs. Syndir drepa sálina eða eitthvað slíkt. Þetta er túlkað sem hatursfull árás á samkynhneigða. Spurning reyndar hvort að það sé túlkunin sem er hatursfull í þessu máli.

Nú verður allt vitlaust vegna þess að maðurinn sem segir þessa hluti er grunnskólakennari, og fólk á erfitt með að ímynda sér að hann geti verið góður, gildur og heill kennari fyrst hann lætur hafa eftir sér slíkar skoðanir. Fólk veltir fyrir sér hvort að trúgjörnum lífsviðhorfum barna standi ógn af manninum. Ekki fylgir sögunni hvaða fög hann kennir, en reikna má með að hann kenni flest fög, en það er eðli grunnskólakennarans.

Grunnskólakennarar eru bara fólk. Þeir hafa gjörólíkar skoðanir um ýmis mál, sumir tjá sig um þessar skoðanir undir dulnefni, aðrir undir eigin nafni. Sumir tjá ekki sínar skoðanir fyrir utan skólastofuna, og sumir tjá þær innan hennar. Sumar virðast þessar skoðanir vera heilbrigðar, sumar öfgakenndar, sumar snarruglaðar. Kennari tjáir skoðun sem meirihluti bæjarfélags dæmir ruglaða og jafnvel hættulega, og fær því ekki að stunda vinnu sína áfram, er sendur í sex mánaða frí á fullum launum, sem reyndar mætti túlka sem verðlaun þegar um jafn erfitt og flókið starf og grunnskólakennslu er að ræða, nokkuð sem sendir svolítið einkennileg skilaboð út í samfélagið, sem alls ekki er ljóst hver eru.

  • Eru skilaboðin þau að fólk í opinberu embætti skuli ekki fjalla um málefni samkynhneigðra?
  • Eru skilaboðin þau að kennarar megi ekki fjalla um viðkvæm málefni opinberlega og hugsanlega hafa óvinsæla skoðun?
  • Eru skilaboðin þau að almenningur skal nú passa sig á að segja ekki það sem hann hugsar, því að slíku verði mætt með hörku?
  • Eru skilaboðin þau að kennarar sem haga sér illa á opinberum vettvangi geti fengið launað frí í kjölfarið?

Grundvöllur mannlegs frelsis og sjálfsvirðingar er að sérhver manneskja fái frjáls um sitt höfuð að strjúka, að hún megi hugsa það sem henni dettur í hug, og koma hugsunum sínum í orð. Enginn hefur rétt á að dæma aðra manneskju fyrir skoðanir hennar, sama hversu fáránlegar þær þykja, og sama hversu óviðeigandi þær þykja. Fái manneskja ekki að koma hugsunum sínum í orð, er verið að hefta, ekki einungis tjáningarfrelsi hennar, heldur frelsi hennar til að móta eigin hugmyndir og skoðanir.

Að skerða málfrelsi annarrar manneskju vegna pólitísks rétttrúnaðar er alltaf slæmt, skaðlegt lýðræðislegu og frjálsu samfélagi. Ástæðan er sú að þarna er gefið slæmt fordæmi. Þarna er verið að hjóla í sömu hjólför og þeirra auðmanna sem kæra fjölmiðlamenn fyrir að tala um fjármál þeirra.

Nú er grunnskólakennari á Akureyri orðinn að píslarvotti pólitískrar rétthugsunar, hugsanlega nákvæmlega það sem hina ofsatrúuðu dreymir um að verða einhvern tíma á lífsleiðinni. 

Síðan hvenær varð það eðlilegt mál á Íslandi að fólk megi ekki segja það sem því finnst, og fyrir vikið vera álitið skynsamt eða heimskt? Af hverju í ósköpunum þarf að ganga lengra og hóta fólki eða koma úr starfi þeim sem hafa "rangar" skoðanir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Hrannar, ég var með blogg ,,á prjónunum" sem er samþjóða þínu. Velti því hins vegar fyrir mér að það væri afar óheppilegt að Snorri færi að ræða þessa synd við börnin. Þar væri hægt að setja siðareglur ef við viljum svo. Annars hefur Snorri kryddað mannlífið að mínu mati og afar óheppilegt að slíkur þurfi að verða fyrir árásum.

Sigurður Þorsteinsson, 14.2.2012 kl. 16:55

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Útskýrði ekki kennarinn í útvarpsviðtali þetta með syndina sem svo að t.d. bankarán væri synd?

Í huga kennarans er synd glæpur gegn Guði, eitthvað sem er RANGT. Nú eru um 70% Íslendinga í kristnum sögnuðum, svo þó syndin sé "bara" trúarlegt hugtak, þá er það hugtak sem er með einum eða öðrum hætti hluti af siðferðisviðhorfum margra.

Það sem kennarinn er að segja er að samkynhneigð sé RÖNG.

Þetta er vissulega SKOÐUN kennarans, en margir telja að þessi skoðun lýsi FORDÓMUM.

Og þú veist mæta vel að okkur er ekki fullkomlega frjálst að tjá FORDÓMAFULLAR skoðanir okkar.

Spurningin í þessu máli er í mínum huga, hversu fordómafullar skoðanir má kennari tjá í ræðu og riti? Skiptir máli hvort hann tjáir þær innan skólastofu eða utan hennar?

Fyrir 100 árum var ósköp eðilegt að vera rasisti. Margir álitu blökkumenn heimskari og verri en hvítt fólk. Fyrir 20 árum var eðlilegt að vera hómófób. Virtir borgarar töluðu um samkynhneigð sem sjúkdóm, veilu, brenglun o.þ.h.

Nú er hvorug skoðun talin eiga rétt á sér.

Skeggi Skaftason, 14.2.2012 kl. 16:59

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skeggi: Síðan hvenær er okkur ekki fullkomlega frjálst að tjá fordómafullar skoðanir okkar?

Ég sé ekki betur en að þessi skoðun þín sé fordómur, og er þér fyllilega frjálst að tjá hana.

Hrannar Baldursson, 14.2.2012 kl. 17:07

4 identicon

Værir þú sáttur með að Geiri á Goldfinger væri að kenna börnum á daginn.. en svo í hinu á kvöldin?
Nú ef Snorri væri grunnskólakennari á daginn en nýnasisti á kvöldin.. sem básúnaði það að gyðigar væru réttdræpir syndaselir.. ; Er það í lagi.. biblían segir einmitt að það eigi að myrða samkynhneigða..ekki bara þá heldur líka fórnarlömb nauðgana, konum sem eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt, þeir sem vinna á hvíldardaginn...

Gera allir sér ekki grein fyrir því að opinberar skoðanir aðila sem kennir/hefur umsjón með börnum munu /geta haft áhrif á stöðu hans..

DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 17:13

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er allt í lagi að jafna samkynheigðum við glæpamenn sem ættu að sitja í fangelsi? Er allt í lagi að niðurlægja og vanvirða fólk sem ekkert hefur til saka unnið og hafna því með grimmustu höfnun sem til er? Það er spurt hvar séu mörk tjáningarfrelsisins en þá má líka spyrja: hvað má ganga langt?

Hvað með 233 gr. hegningarlaga? Er hún bara punt sem ekki þarf að taka mark á þegar á reynir? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2012 kl. 18:11

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

    233. gr. a laganna orðast svo:
    Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, eða veldur þeim eða fjölskyldum þeirra óþarfa sársauka eða vanvirðu með háttsemi sinni, sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Hrannar Baldursson, 14.2.2012 kl. 18:30

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Í fyrra var einn vinur minn rekinn úr starfi fyrir að vera hlynntur hjónabandi samkynhneigðra. Það gerðist ekki á Íslandi.

Það er áhugavert að kíkja á íslensk lög í þessu samhengi, en hvernig væri að líta á þetta í enn víðara samhengi.

Áhugaverð ákvæði í Mannréttindarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, sem gætu hugsanlega komið þessu máli eitthvað við.  Flengi þessu óþýddu fram:

Article 9.

  • No one shall be subjected to arbitrary arrest, detention or exile.

Nú hefur grunnskólakennarinn á Akureyri verið gerður útlægur úr starfi, sem hugsanlega brýtur gegn mannréttindum hans.

Article 11.

  • (1) Everyone charged with a penal offence has the right to be presumed innocent until proved guilty according to law in a public trial at which he has had all the guarantees necessary for his defence.
  • (2) No one shall be held guilty of any penal offence on account of any act or omission which did not constitute a penal offence, under national or international law, at the time when it was committed. Nor shall a heavier penalty be imposed than the one that was applicable at the time the penal offence was committed.

Eða: saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð.

og:

Article 12.

  • No one shall be subjected to arbitrary interference with his privacy, family, home or correspondence, nor to attacks upon his honour and reputation. Everyone has the right to the protection of the law against such interference or attacks.

Fjölmargir siðferðisfurstar hafa riðið fram á sjónarsviðið og fordæmt grunnskólakennarann fyrir blogg hans. Þeir hinir sömu eru hugsanlega að brjóta gegn virðingu og starfsheiðri mannsins.

Og loks: 

Article 18.

  • Everyone has the right to freedom of thought, conscience and religion; this right includes freedom to change his religion or belief, and freedom, either alone or in community with others and in public or private, to manifest his religion or belief in teaching, practice, worship and observance.

Article 19.

  • Everyone has the right to freedom of opinion and expression; this right includes freedom to hold opinions without interference and to seek, receive and impart information and ideas through any media and regardless of frontiers.

Hefur grunnskólakennarinn brotið af sér gegn hópi samkynhneigðra? Ekki held ég það, þó að hann tjái furðulega skoðun, sem sjálfsagt er að mótmæla í orði, en ekkert endilega á borði.

Hefur samfélagið brotið á þessum grunnskólakennara með dómstóli götunnar og öfgafullum mótmælum? Hugsanlega.

Hrannar Baldursson, 14.2.2012 kl. 18:41

8 identicon

Í þessu tilviki sem er umrætt í þjóðfélaginu í dag, er einn ofstækishópur að ráðast að öðrum.

Árni Johnsen má eiga það í þetta skipti, að hafa rétt fyrir sér, það eru aðallega Samfylkingarfólk og aðrir vinstrimenn, heimsmethafar í hræsni, sem hneykslast. Þeim hefur löngum verið illa við krissana.

Ef það væri ærlegur bútur af beini í þessu fólki, þá myndi það renna yfir eigin skrif, t.d. lágkúruna og heimskuna sem vellur út í athugasemdadálkum Eyjunnar og DV.

Nú er það engin synd að vera heimskur, og það er heldur ekki bannað. Það er heldur ekki bannað að vinstrisinnaður, eða guðstrúarmaður, þó það sé hálfgerð synd.

En fari það í heitasta vinstrisinnaða helvíti, ef þessu pakki, hvoru megin sem það er borðsins, takist að troða sinni gervihneykslan upp á restina af þjóðinni, og takist að skaða frelsi manna til tjáningar.

Leyfum þessu fordómahræsnispakki bara að gera út sín mál í friði, og látum starfsöryggi og tjáningafrelsi ekki skaðast af því.

Fari þau bara öll til helvítis, svo maður noti kristilegt orðfæri.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 19:39

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Æ Hrannar. Stundum talar þú beinlínis kjánalega. Þú veist mæta vel að sumar skoaðnir máttu ekki tjá ÁN ÞESS að taka afleiðingum þess.

Eða mætti kennari, þingmaður eða bara einhver borgari halda fram þessum skoðunum, án þess að það hafi AFLEIÐINGAR:

- Gyðingar eru rettdræpir.

- Banna ætti kynlíf samkynhneigðra.

- Svartir eru ekki velkomnir til Íslands.

- Banna á hjónabönd svartra og hvíta.

- Afnema á kosningarétt kvenna.

Skeggi Skaftason, 14.2.2012 kl. 20:09

10 identicon

 "Hefur samfélagið brotið á þessum grunnskólakennara með dómstóli götunnar og öfgafullum mótmælum? Hugsanlega"

Ekki skil ég hvað þetta mál er að þvælast fyrir þér.

Sérhver maður sem heldur svona þvættingi fram á ekki að kenna börnum. Hann þætti vel boðlegur í t.d. Afganistan eða Malasíu.

Snorri Óskarsson trúir því að hann muni taka á sig dýrðarlíkama sérútvalinna hólpinna manna og fái að hvíla við fótskör Guðs í Himnaríki.

Og þegar málflutningur hans er skoðaðaur nánar kemur í ljós að mestur hluti mannkyns mun ekki njóta samvista við Snorra og Guð.

Bættur sé skaðinn.

Ætli það væri ekki annað hljóð í strokknum ef þarna færi múslimi...

Jóhann (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 20:10

11 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ef skoðanir stangast á við almennt velsæmi... Þá er svarið eitt stórt JÁ...!

Við gætum snúið þessu þannig að hann hefði talað þarna um framsóknarmenn, gyðinga, komma, svertingja o.sv.fr... Og við fáum sömu niðurstöðu... Ef þú vinnur ákveðna vinnu, gegnir ákveðinni stöðu í samfélaginu þá hefur þú EKKI skýlaust málfrelsi... Ekki frekar en fréttamenn, dómarar, læknar, prestar o.s.l...

Ekki frekar en þessi kennari í Noregi sem lofsöng Brevik á sinni fésbókarsíðu... Og vill sá nú einmitt líka meina að málfrelsi hans sé ekki virt... Skrýtin tilviljun...?!?

-

Kv. Sævar Óli Helgason

Sævar Óli Helgason, 14.2.2012 kl. 20:35

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sævar Óli: Það hefur reyndar verið rætt um það í norskum fjölmiðlum hvort birta hefði átt greinar sem Breivik hafði sent fjölmiðlum fyrir hryðjuverkin sem hann framdi, þar sem að þá hefði fólki orðið kunnugt um hvað væri í gangi, en greinum hans hafði verið hafnað af öllum fjölmiðlum, ekki vegna innihalds þeirra, heldur vegna skorts á gæðum. 

Spurningin er hvort að fela eigi ógeðfelldar skoðanir eða leyfa þeim að fljóta upp á yfirborðið. Hvernig geturðu tekið á málum sem ekki þekkjast og ekki sjást?

Málfrelsi sérhverrar manneskju ber okkur að varðveita, sama hversu ógeðfelldar skoðanir þeirra virðast vera, og stangist ummæli viðkomandi á við lög viðkomandi ríkis þar sem ummælin voru höfð frammi, skal taka á málinu fyrir dómstólum, en ekki án dóms og laga. Viðkomandi ætti að geta skotið dómi til æðri dómstóla, eins og Mannréttindadómsdóls, sé þörf á því, enda er í þessu máli ekki ljóst á hverjum var brotið og hver hefur orðið fyrir skaða, annar en umræddur grunnskólakennari.

Það áhugaverða við þetta er að ef grunnskólakennarinn hefði verið staddur í öðru landi, næstum sama hvaða landi sem er þar sem málfrelsi er tekið alvarlega, þá hefði hann ekki lent í sömu "vandræðum".

Hrannar Baldursson, 14.2.2012 kl. 21:29

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skeggi: Ég botna ekkert í þínum skrifum. Þau eru samhengislaus. Vissulega eru þær upphrópanir sem þú skrifar ógeðfelldar, og sumar þeirra beinlínis ólöglegar í sumum löndum. Það að grunnskólakennari telji að samkynhneigð sé val og synd jafnast varla á við þessar öfgafullu upphrópanir. Það er alls ekki útilokað að sum samkynhneigð sé val og sum sé líffræðileg. Að einn hópur alhæfi um eitt og hinn um annað, þýðir ekki að annar hvor hafi rétt fyrir sér og að hinn beri hatur í brjósti gegn þeim sem hefur ólíka skoðun. 

Jóhann: Hverrar trúar viðkomandi er kemur málfrelsi ekki við. Öll megum við tjá okkar skoðanir. Að sjálfsögðu berum við ábyrgð á orðum okkar, enda eru orð okkar gerðir, og getum við verið kölluð til ábyrgðar, sama hverrar trúar við erum, en slíkt er vandmeðfarið og þarf að fara eftir traustum leiðum.

Hilmar: Ekki veit ég hvort einhver pólitík sé á bakvið þetta alltsaman, en það kæmi ekki á óvart miðað við þau gölnu stjórnmál sem ríkja á Íslandi í dag.

Hrannar Baldursson, 14.2.2012 kl. 21:41

14 identicon

"Jóhann: Hverrar trúar viðkomandi er kemur málfrelsi ekki við."

 Hér skarast tjáningarfrelsi og trúfrelsi. Fór það framhjá þér?

"Öll megum við tjá okkar skoðanir. Að sjálfsögðu berum við ábyrgð á orðum okkar, enda eru orð okkar gerðir, og getum við verið kölluð til ábyrgðar, sama hverrar trúar við erum, en slíkt er vandmeðfarið og þarf að fara eftir traustum leiðum."

Hvaða gildi þykist þú vera að vernda?

Málþófsdyggð?

Jóhann (IP-tala skráð) 14.2.2012 kl. 21:54

15 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm og jahérna...!?!

-

Sko...! Breivik var ekki í þessari aðstöðu sem kennari, fréttamaður, læknir, dómari o.sv.fr...

Þar með töldust hans skoðanir ekki geta haft mikið mótandi vægi í samfélaginu og því ekki miklar fréttir... En afstaða norska kennarans telst fréttamatur einmitt vegna þess að ákveðnar stéttir og fólk yfirleitt í ákveðnum stöðum í þjóðfélaginu hefur ekki skýlaust málfrelsi vegna áhrifa þess á umhverfi sitt... Hvorki hér á Íslandi, Noregi eða annarsstaðar í öllu vestrænusamfélagi...

T.d eru háttsettum embættismönnum meinað að tjá sínar persónulegu skoðanir um einstaklinga sem eru til meðferðar hjá hinu opinbera... Nefni ég sem dæmi um þetta orð Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á Alþingi hérna í denn... Sem höfðu samfélagslega mótandi og afstöðugerandi verknað í þeim málaferlum meðal embættismanna og þjóðarinnar sjálfrar... Sem svo leiddi til dómsmorðs á sakborningum í þeim málum...

Ef fyrirmyndin er svona... Þá er mikil hætta á að börnin elti, því þau eru náttúrulega misvel þeim þroska búin að sjá í gegnum sorann... Einsog með flest annað fólk...!

Ef einstaklingur í þeirri stöðu sem Snorri er í gætir ekki almenns velsæmis í orðum, hvað þá gjörðum, þá ber að reka hann úr þeirri stöðu sem hann gegnir... Undantekningalaust...!

Sævar Óli Helgason, 14.2.2012 kl. 22:07

16 identicon

Það er ýmislegt fleira merkilegt við þetta mál.

Fyrst er nú það að skoðanir mannsins voru þekktar fyrir 10 árum þegar hann var ráðinn til skólans.

Ekki hafði hann fengið aðvaranir um að hann mætti ekki tjá skoðanir sínar.

Einnig má nefna að það eru ekki aðeins hans skoðanir, heldur getur hann lesið þetta beint upp úr biblíunni. 

Má þá ekki lesa bækur, nema í hljóði?

Erum við að snúa inn á braut gamla rannsóknarréttarins, þar sem var aðeins leyft að segja sannleika einhverra sérstakra manna, sem voru við völd á því tímaskeiði. Spyr sá sem ekki veit.

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 01:04

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snorri brýtur lög og reglur með árásum sínum á samkynhneigða. Síðan fer hann vafasamar leiðir með syndatali sínu sem kennari og opinber starfsmaður. Hann fer síðan vitleysuna með að vitna í Biblíunna. Maður má ekki haga sér eins og nassisti bara af því að það er hægt að endurtaka ruglið úr einhverri nasistabók.

Trúarbrögð hafa áhrif, predikanir hafa áhrif og endalaus dæmi eru um samkynhneigða sem fara í svona trúarfélög, frelsast frá samkynhneigð sinni og fremja svo sjálfsmorð.

Það er langur vegur frá því að trúa á Guð eða telja sig vera í stríð á hans vegum. Það eru til óteljandi hjálparfélög með f.v. trúarofstækismönnum eins og Snorri er.

Snorri veit í fyrsta lagi ekkert um Guð og vill ekkert vita. Hann er Biblífróður og eins og margir sem festa sannfæringakraft sinn Biblíutúlkunum, hefur hann misst allt sem heitir heilbrigð skynsemi og á þar af leiðandi ekki að vinna sem kennari fyrir börn.

Í Svíþjóð hefði hann ekki bara verið rekin fyrir þetta, hann hefði verið kærður og þurft að borga stórar sektir. Það er ótrúleg árátta hjá fólki að afsaka öfgafólk vegna svona vitleysu á sama tíma og ofbeldi þróast um allan heim vegna trúarofstækis.

Þrátt fyrir að hafa verið beðin um þetta vill hann það ekki. Þá er bara að leita sér að annari vinnu þar sem hann verður ekki skaðlegur fyrir börn.

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 05:04

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar: Þú áttar þig á að ef við ætlum að gæta jafnræðisreglu í svona málum þarf að setja á embætti sem rannsakar bakgrunn og skrif grunnskólakennara, og athugar hvort að viðkomandi hafi nokkurn tíma á ævinni gert eitthvað ósæmilegt, nokkuð sem gæti reynst börnum slæm fyrirmynd. Það sama þyrfti þá einnig að gera fyrir aðra opinbera starfsmenn.

Ef farin verður þessi leið þarf að stofna siðferðislögreglu og ritskoðunarstofu.

Vilt þú virkilega fara þá leið? Ef svo er, góða ferð. 

Leiðin til helvítis er sáldruð góðum fyrirætlunum.

Sigurður: Nákvæmlega!

Jóhann: Ég er ekkert að verja annað en þann sjálfsagða rétt hverjar manneskju að geta tjáð skoðanir sínar, né er ég að reyna að sannfæra, heldur aðeins að velta þessum hlutum fyrir mér og benda á með rökstuðningi af hverju ég tel hinn ofsótta í þessu máli ekki aðeins vera grunnskólakennara frá Akureyri, heldur alla Íslendinga. Ringli það þig í rýminu er það kannski vísbending um að þörf sé á að velta þessu aðeins meira fyrir sér. 

Sævar: Leynd vegna mála sem eru í ferli, kemur tjáningarfrelsi nákvæmlega ekkert við. Þarf varla að útskýra hvers vegna ég tel svo vera?

Hrannar Baldursson, 15.2.2012 kl. 06:23

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hilmar Magnússon skrifar: 

(þið getið smellt á nafnið hans eða lesið eftirfarandi, og sem reynslubolti í starfi með ungmennum og fv. aðstoðarskólastjóri þá tek ég undir orð Hilmars:

"Ég hef fylgst nokkuð með máli foreldranna í Brekkuskóla sem nú hafa fengið sig fullsadda af biblíustuddum hatursáróðri Snorra Óskarssonar í garð hinsegin fólks. Ég tek hattinn ofan fyrir þessu fólki og fagna því að það skuli nú rísa upp og mótmæla ofbeldinu sem hefur fengið að streyma úr hans munni um árabil – í skjóli hins opinbera menntakerfis. Já köllum þetta bara réttum nöfnum. Hatursáróður Snorra, og fleiri af hans sauðahúsi, er ekkert nema ofbeldi. Það er því orðið löngu tímabært að yfirmenn hans taki af skarið og axli sína ábyrgð. Ef ekki með alvarlegum áminningum eða uppsögn, þá með eigin brotthvarfi.

Ofbeldi gegn hinsegin ungmennum verður að linna

Allt of lengi hafa menn farið í kringum málflutning Snorra Óskarssonar, og fleiri hatursmanna hinsegin fólks, eins og köttur í kringum heitan graut. Flestir vísa ábyrgðinni frá sér. Gera lítið úr vandanum. En í hverju er vandinn fólginn? Jú, hann er fólginn í því að málflutningur Snorra og félaga þjónar engum tilgangi öðrum en að jaðarsetja hinsegin fólk. Brjóta niður þá einstaklinga sem verða fyrir honum. Eyðileggja manneskjur. Ekki síst þær sem lifa og hrærast í nærsamfélagi við þá.

Eins lengi og slíkir menn fá að vaða uppi óáreittir, jafnvel með dyggum stuðningi nærsamfélagsins, verða til ungmenni sem þjást af völdum þeirra. Ungmenni sem lenda utan garðs. Ungmenni sem upplifa brotna sjálfsmynd. Ungmenni sem upplifa vanlíðan og ótta. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar. Við eigum nefnilega dæmi um hinsegin fólk sem hefur verið hrakið í dauðann einmitt af þessum völdum. Umræðan um sjálfsvíg hinsegin unglinga vestan hafs ætti að vera flestum nokkuð kunn. Þau ungmenni áttu það einmitt flest sameiginlegt að hafa setið undir viðlíka ofbeldi lengi. Og að lokum kiknað undan hatrinu.

Málfrelsi og þöggun

Það er auðvitað stórkostlegt vandamál að svona málflutningur eigi sér stað í skjóli opinbers menntakerfis. En vandamálið liggur ekki síður í því að þegar svona mál koma upp gerist það iðulega að nokkuð fámennur en hávær hópur fer að tala um málfrelsi og réttindi manna til að hafa uppi skoðanir. Og gleymir því algerlega að orðum fylgja ábyrgð. Að orðum er hægt að beita sem vopni í svakalega grimmu ofbeldi.

Um leið gera aðrir lítið úr vandanum. Það er talað um að viðkomandi hafi verið veikur fyrir og átt við erfiðleika að etja af öðrum orsökum – eins og það sé einhver afsökun. Við erum að tala um mannslíf. Í þeirri umræðu gleymist iðulega að kryfja málið og skoða af hverju viðkomandi manneskja var orðin veik. Var það kannski ekki einmitt vegna þess að það var meðvitað og ómeðvitað búið að brjóta hana niður um lengri tíma?

Við höfum dæmi hér á Íslandi þar sem málum hefur lyktað með þessum hætti, sjálfsvígi. Dæmi þar sem samfélagið hefur kosið að þegja málin í hel og sópa vandanum undir teppið. Við þekkjum þessa meðvirkni í nauðgunar og ofbeldismálum og þar sem börn eru beitt beinni kynferðislegri misnotkun. Meðvirknin er ekkert minni hér.

Hinir sterkustu lifa af – en er von fyrir hina?

Þessu skýtur oft og iðulega upp á yfirborðið í þessu samhengi. Talinu um að „það sem drepi mann ekki, geri mann sterkari“. Fram á völlinn geysast menn sem telja sig kalda karla. Jafnvel sniðuga. Skilaboð þeirra eru: „Hvaða bölvaður aumingaskapur er þetta? Bíttu á jaxlinn!“ Svona málflutningur er einfaldlega ósmekklegur og um leið grafalvarlegur. Hann bendir til þess að viðkomandi vilji ekki horfast í augu við vandann (eða sjái hann jafnvel ekki) og finnist allt í lagi að fólk sé lagt í einelti. Sá sem talar með þessum hætti er ekki einungis að réttlæta ofbeldið. Hann gerist einnig sekur um skort á mannlegri samkennd og samúð. Hann gasprar án þess að þekkja nokkuð til líðan fórnarlambsins. Hvað þá að hann hafi reynt að setja sig í spor þess.

Það að fólki taki undir svona málflutning, eða mótmæli honum ekki, segir okkur líka einmitt svolítið um samfélagið sem við búum í. Það segir okkur að við búum í samfélagi sem setur ofbeldið hærra en samkennd og samhjálp. Samfélagi þar sem hinn „sterkasti“ lifir af. Þar sem þarf að gera „menn“ úr „aumingjunum“. Ég hélt, eða var kannski fremur að vona, að við værum komin lengra á veg í átt að samfélagi sem tekur utan um fólkið sitt og passar upp á það. Í átt að samfélagi sem virðir manneskjuna, hvernig sem hún er, og áttar sig á því að öll mannslíf eru jafn dýrmæt.

Þessi mótmæli fyrir norðan kveikja samt með manni vonarneista. Gleymum því nefnilega ekki að það felst afstaða í afstöðuleysinu. Það felst afstaða í þögninni.

Nú er tími til að tala. Og mótmæla hástöfum."

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.2.2012 kl. 06:52

20 identicon

Hrannar, þú ert svo fastur í hjólfarinu... þetta mál með Snorra er klappað og klárt, maðurinn er óhæfur sem kennari, amk í grunnskólum; Þetta sjá allir í hendi sér.

End of story

DoctorE (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 08:01

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hrannar. Láttu nú ekki villa um þér að þú ert sjálfur kennari. Ég er líka búin að vera kennari í meira en tuttugu ár enn ekki meðal barna. Og ekki með nemendur sem ekki eru þegar orðnir sjálfstæðir. Allir kennarar eru með einhverja hlið sem ekki eru 100%.

Snorri er öfgafullur sem breiðir út ofbeldisskoðanir á opinberum vettvangi! Finnst þér þetta virkilega í lagi? Ég vil bara alls ekki trúa því upp á þig að þú mælir með barnaofbeldi í skólum og einelti gagnvart samkynheigðum, með tjáningarfrelsi sem afsökun....Það er ekkert tjáningafrelsi sem leyfir það.

Það er fullt af trúuðu fólki sem vinnur sem kennarar, enn þeir láta börn í friði með persónulegar skoðanir sínar á Guðu og ætluðum hermadarverkum sem samkynhneigðir eiga að verða fyrir ef þeir frelsast ekki.

Ég kallaði Snorra fyrir "ge......kan" og MBL.is bað mig að taka kommentið burtu. Ég gerði það. Ef ég vitna í ameriska læknabók sem sannar má mitt, má ég það ekki gera það sama og þessi dæmalausa frekja sem Snorri er sem persóna.

Snorri sýnir að hann er óhæfur sem kennari og það er skandall hversu lítið er hlustað á nemendur og kvartanir þeirra gagnvart kennurum. Það verða að vera mikið truflaðir kennarar sem valda viðbrögðum og varla svona gefur nemendum neinn rétt. Þetta vekur athygli á því hvort skólakerfið þurfi ekki að endurskoða.

Þú ert að hugsa þetta vitlaus Hrannar. Það er ég alla vega sannfærður um...

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 09:50

22 identicon

Þetta er nú meiri umræðan.

Tek undir orð DoctorE's og ætla að vera stuttorður.

Snorri er rugludallir sem á ekki að koma nálægt börnum né unglingum. Period.

Haukur Kristinssonh (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 09:54

23 identicon

Mig langar að bæta við fyrri skrif.

Hér erum við að tala um skort á kærleika. Skort á því að taka tillit til fólks. Það á við Snorra eins og alla aðra.

Þegar við finnum til samkenndar með öðru fólki, þá setjum við okkur í spor þess. Við finnum á eigin hug og eigin skinni hvað veldur sársauka hjá viðkomandi persónu og setjum síður fram eitthvað sem meiðir.

Þetta á reyndar við um flest mannleg vandamál, þannig að þegar við höfum bætt okkur sem kærleiksverur, þá verða vandamál heimsins færri sem því nemur!

Ef allir bloggarar færu í gegnum það hvern þeir meiða með skrifum sínum, þá færu bloggskrif fram á mun fágaðri hátt og takið eftir einu, því fágaðri sem skrifin eru því færri lesa þau!!

Það er sem sagt mest til vinsælda fallið að höggva á báðar hendur og gera eins mikinn usla og kostur er.

Hugsið um það.

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 10:07

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það að grunnskólakennari telji að samkynhneigð sé val og synd jafnast varla á við þessar öfgafullu upphrópanir. >/blockquote>

Rétt, kannski. Veit ekki hvað vinum mínum sem eru hommar og lesbíur finnst um það.

En ég tók einmitt þessi "öfgafullu" dæmi (sem eru samt ekki öfgafyllri en svo að þetta voru viðurkenndar skoðanir hér og/eða í ýmsum löndum í kringum okkur á liðnum öldum) af því þinn málffutningur virtist beinlínis vera sá að ALLAR skoðanir ættu rétt á að heyrast.

Skeggi Skaftason, 15.2.2012 kl. 15:07

25 identicon

Sæll Hrannar (og aðrir), en ykkur getur varla verið alvara að setja þetta undir mannréttindi og tjáningarfrelsið? Ég sem var að vona að Árni Johnsen væri einn af fáum sem væri nógu klikkaður til að taka þennan pól í hæðina, en allavega.

Snorra er enn þá frjálst að tjá skoðanir sínar á blogginu, hann getur enn um frjálst höfuð strokið og sem best ég veit verður hann ekki kærður fyrir neitt. Það eina sem virðist vera í gangi er að foreldrar í Akureyrarbæ vilja ekki að maður sem að ber slíkar skoðanir á borð sé að kenna börnunum þeirra...

Það er því ekki verið að banna Snorra að hafa þessar skoðanir og tjá þær, það er bara verið að segja að hann má ekki kenna börnum á meðan hann hefur þessar skoðanir.

Ef við ætlum líka að spila þennan leik er hægt að spila hann út frá hinu sjónarhorninu, hvenær verða skoðanir það grófar að einhver sem ber þær á borð telst ekki hæfur sem kennari? Aldrei? Hvað ef Snorri hefði verið að tilbiðja Charles Manson á blogginu sínu, hefði það verið í lagi? NAMBLA? Talandi um yfirburði hvíta kynstofnsins og talandi um að höfuðkúpumælingar sönnuðu það?

Ég hef allavega ekki hugmynd um hvaðan þessi bjagaða hugmynd um tjáningarfrelsið er fengin að hver sem er megi bera á borð hvað sem er án þess að nokkur annar megi segja eða gera neitt í því. Upprunalega hugmyndin er að sjálfsögðu sú að stjórnvöld kasti þér ekki í fangelsi fyrir það eitt að tjá skoðanir þínar, eða hindri það á einhvern hátt, ekkert slíkt hefur átt sér stað í tilviki Snorra. Þvert á móti, hann er víst í launuðu fríi sem hann ætlar að nýta í að "predika".

Maynard (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 16:29

26 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nú er ég einn af þeim sem trúi ekki að samkynhneigð sé synd. Samt á ég afar erfitt með að sjá eitthvað hatur út úr skrifum umrædds grunnskólakennara. Aftur á móti virðist hatrið skína úr skrifum margra þeirra sem gagnrýna manninn fyrir að hafa slíkar skoðanir.

Mér finnst þetta bara svo absúrd, þar sem að félagi minn missti starf sitt í fyrra vegna þess, meðal annars, að hann viðurkenndi ekki samkynhneigð sem synd. Það virðist skipta máli hvoru megin landamæra fólk býr til að mega hafa ákveðnar skoðanir.

Þetta er undarlegur heimur.

Hrannar Baldursson, 15.2.2012 kl. 17:29

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Unglingar og börn í skólum landsins eiga ekki að þutfa að vera með neina vangaveltur um kynhneigð sína af ótta að eitthvað sé synd eða bannað. Þetta er hreinn fautaskapur að leyfa þetta og alltaf er þetta afsakað með biblíusögum.

Það er engin að gagnrína Snorra fyrir hans skoðanir. Gagnrínin beinist að honum sem kennara í viðkvæmu starfi og ekki að honum sé ekki frjálst að finnast hvað sem er um fólk eða Guð. Það er hægt að misnota allt og Snorri er með þessu að misnota stöðu sína. Samkynhneigðir eru minnihlutahópur sem er varin með lögum einmitt gagnvart svona árásum.

Sumir kalla krítik á Snorra fyrir hatursskrif þá myndi ég vilja fá þína skoðun á sjálfi málefninu. Er það ekki sama og einelti og þar með ofbeldi af kennara að níða niður og hræða hugsanlega nemendur með ofstækisfullri afstöðu sem á heima á þjóðmynjasafninu eða að minnsta kosti í einkahugarheimi hans? Snorri gerir sér ekki grein fyrir því að skrif hans upplifas sem hatusrskrif hjá þeim sem eiga undir högg að sækja.

Nemendur þurfa að fá miklu meiri rétt til að fá að tjá sig um sín mál gagnvart kennurum sem þeir skilja ekki, finnst óþægilegir og þurfa að kvarta yfir. Mér finnst þú pínulítið falla í samtryggingarpittin Hrannar í þessu máli og er ég vægast sagt steinhissa. Þegar kennara er fyrirmunað að skilja þarfir og rétt nemenda sinna og treður sínum upp á þau, þarf að stoppa hegðuninna.

Það á engin fullorðin að teljast heilagur hvaða starfi sem hann gegnir. Ef það væri vit í Snorra myndi hann bara hætta þessu blaðri og lofa að láta það ekki koma fyrir aftur að hann sé að básúna þessu helvítistali sínu meðan hann starfar sem kennari fyrir börn. Svo má hann hafa þessa vítistrú sína fyrir sig sjálfan heima hjá sér.

Óskar Arnórsson, 15.2.2012 kl. 18:38

28 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hrannar, þú dansar í kringum orðið SYND. Hvað þýðir það í þínum huga? Ekki er það "bara" trúarlegt hugtak?

Þýðir það ekki það sama og syndsamlegt, rangt, ljótt, brot á reglum Guðs (og manna) ?

Skeggi Skaftason, 15.2.2012 kl. 22:17

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Syndin á uppruna sinn í aldingarðinum EDEN, - Eva og Adam óhlýðnuðust Guði, - og það merkilega var að í staðinn fyrir að skammast sín fyrir það sem þau gerðu, skömmuðust þau sín fyrir að það komst upp um þau. OG þau skömmuðust sín fyrir nekt sína. - Þau sem sagt fóru að fela sig, eða kynfæri sín. - 

Þessi saga er svolítið mögnuð, - sögð svona á einföldu máli - miðað við umræðuna um skömmina, því syndin er skömm. - 

Skömmin er ein versta tilfinning mannlegrar tilveru, og munurinn á skömm og sektarkennd felst til að mynda í því, að skömmin er þess eðlis að við skömmumst okkar fyrir okkur sjálf, - en sektarkenndin fyrir það sem þú gerir. - 

Fólk ER samkynhneigt,  það er hluti af þeirra tilveru, og þeir sem eru samkynhneigðir eiga samlíf með fólki sama kyns,  vegna þess að það er þeim óeðlilegt að njóta gagnkynhneigðs kynlífs. -  

"Hvað verður um mig, ef það sem ég ER er bölvað og bannað" -  Já, hvað verður um fólkið sem ER bölvað og bannað? - 

Samkynhneigð er ekki val,  en það er val að fordæma samkynhneigð. - 

Það er val að halda uppi skoðunum sem vel upplýst fólk í íslensku samfélagi telur almennt vondar.  - Vondar að því leyti að þær ali á skömm þeirra sem fyrir þeim verða. - 

Af hverju ætli ég hafi, í mínu starfi, fengið spurningar eins og "Af hverju hatar Guð homma?" -   Er það ekki vegna þess að ákveðnum tilvitnunum er haldið á lofti sem styðja það, - á meðan aðrar ritningargreinar Biblíunnar eru látnar liggja kyrrar. - 

Af hverju er Snorri að blogga og veita þessu athygli og halda syndinni að fólki? -  Er það ekki ofbeldi ? 

"Er í lagi að reka fólk fyrir skoðanir sínar?" - Ef þetta er sett svona einfalt upp myndi maður fljótt svara nei. - 

En þarna kemur inn ábyrgð kennarans á orðum sínum, og ábyrgð yfirmanna hans á honum.

Kennarinn viðurkennir ákveðið viðhorf gagnvart samkynhneigð, og þá um leið gagnvart hluta nemenda sinna, því miðað við prósentuhlutfall samkynhneigðra þá hljóa einhverjir nemendur að vera samkynhneigðir. - 

Í okkar litla samfélagi þá skulum við ekki láta okkur dreyma um það að nemendurnir viti ekki um "skoðanir" Snorra á þeim. - 

Hvers eðlis eru þessar skoðanir og hvar eru mörk skoðana og fordóma? - 

Er ekki spurningin: 

"Er í lagi  að reka kennara vegna fordóma sinna?" - 

Við vitum eflaust ekki alla söguna þarna á bak við og ég vil taka það fram að Snorri er örugglega góður maður, - og búinn að gera margt gott, -  en hann er einn af fjölmörgum sem bindur sig við trúarbókstafinn, og notar því ekki gagnrýna hugsun,  hugsun sem felst í því að meta og vega hvaða áhrif orð hans hafa í samfélaginu. 

Þetta kallast stundum að berja fólk með Biblíunni. -  

Biblían er uppbyggilegt rit og í henni mörg góð verkfæri ef þau eru nýtt á uppbyggilegan og kærleiksríkan hátt. -     En það er líka hægt að brjóta niður með Biblíunni, - og einmitt tína til ritningarstaði sem ala á skömm. -

Skömmin er eitur sem tærir,  hún byggir aldrei upp - en brýtur bara niður. -

Andstæða skammar er kærleikur, svo að áskorun Snorra er því að fara að prédika kærleika en ekki synd og skömm í garð ákveðins hóps fólks, og jú prédika laun syndar sem eru dauði. -   Það vantar ekki, því það er skömmin sem drepur og ýtir undir það að fólk taki eigið líf. -  

Út með skömmina og hatrið, inn með ástina. - 

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.2.2012 kl. 00:23

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir fráfært innlegg Jóhanna! Ég verð alltaf ástfangin þegar ég les eitthvað svona fallegt. Og skammast mín ekkert fyrir það... ;)

Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 02:58

31 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skeggi: Synd skil ég sem trúarlegt hugtak um afbrot sálarinnar gagnvart eigin heilindum.

Jóhanna: Jafn fallegar og skoðanir þínar virðast, hvað finnst þér um að mögulegt sé að taka þær úr samhengi og túlka sem mannhatur, vegna þess eins að þú rökstyður mál þitt með trúarrökum, og þar af leiðandi þvinga þig úr störfum sem tengja þig við ungmenni eða fólk sem er í vafa um eigin trú?

Málið er að vindar blása í ólíkar áttir á ólíkum tímum og stöðum. Það sem er gott og gilt í dag, getur þótt fjandsamlegt á morgun.

Hrannar Baldursson, 16.2.2012 kl. 06:49

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hrannar, - veistu það að ég er öllu vön. -

Ég nota trúarrök gegn trúarrökum, en það þýðir ekki að ég samþykki ekki hvaða manneskju sem er og hverrar trúar hún er. - Það held ég að allir mínir nemendur hafi verið með á hreinu, og samkennarar líka,  enda margir af mínum bestu félögum og reyndar sonur líka yfirlýstur trúleysingjar. - Í raun er ég mjög á móti allri flokkun eða að setja merkimiða á fólk. - Ég hef það iðulega í huga að við erum eitt, þ.e.a.s. að ég spegla mig í náunga mínum. -

Verðmæti fólks felst hvorki í trú þeirra né kynhneigð. 

Við þurfum að hlusta á raddir og setja okkur í spor náungans, - Snorri er líka náungi minn, og allir þeir sem hafa ólíkar skoðanir. - Ég get ekki breytt þessu fólki og það hefur rétt til sinna skoðana, en það þarf líka að bera ábyrgð á þeim. -  Ef að ég er að leggja lóð á vogarskálarnar sem að ala á skömm unga fólksins fyrir sjálft sig, - fyrir eitthvað sem er ekki í þeirra mætti að breyta, því það er þeirra eðli, -  já endilega hnippa í mig eða stöðva. - 

Það er rétt að vindar blása misjafnlega, og tímarnir breytast.  Þegar ég var ung móðir gaf ég börnunum mínum það í fæðingargjöf að lifa á reyklausu heimili. - 

Ég þótti frek að banna reykingar og fólk móðgaðist. - Það var mín hjartans vissa að reykurinn væri slæmur fyrir börnin. -  Þetta var 1986. -  Ég þurfti að standa og falla með því. -   Var ég frek að hefta frelsi reykingafólksins og láta börnin njóta vafans um hollustuna? -  Það var mín einlæga skoðun þá,  og ég stóð með henni og bar ábyrgð á henni. - 

Núna er það mín einlæg skoðun, að yfirlýsingar um synduga samkynhneigð sé eins og reykurinn,  slíkt skaði börnin. -   Fólki finnst ég e.t.v. frek að vilja mótmæla þessu. Hatursfull? -   Sama fólkið og móðgaðist á sínum tíma fyrir að ég hefti frelsi þess til reykinga í kringum börnin mín,  stundar nú þá sömu iðju á sínum heimilum. - 

Ég vona að ég þurfi ekki að útskýra mitt sjónarmið betur. 

Mér þykir ekkert minna vænt um vini mína sem reyktu inni á heimilinu mínu og ég bað að hætta, en þá sem reyktu. -  En vegna heilsu barnanna minna og ábyrgðinni sem ég bar á þeim, - þá ákvað ég að segja stop.  Ég stóð og féll að sjálfsögðu með þeirri ákvörðun. 

Líkingar ná aldrei alveg yfir sviðið.  En við getum sagt að samfélagið sé okkar sameiginlega heimili, hverju við ausum út í það skiptir máli.  Það þekkjum við nú heldur betur úr eineltisumræðu, umræðu um útlit og áhrifin sem samfélagið hefur á svo margt. -  Þess vegna er enn mikilvægara að hver og ein manneskja taki afstöðu með sjálfri sér,  en fljóti ekki bara með straumnum og ég hvet til þess.  Samfélagið er veikt og við þurfum að styrkja það en ekki veikja. 

p.s. þakka þér hlý orð í minn garð Óskar. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.2.2012 kl. 08:18

33 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Annars er þetta svona "Ground hog day" að fara út í þessar umræður, þær eru slítandi - og vonandi verða þær til góðs fyrir okkur öll. - Ég hef amk lært mikið af þeim.

Hér eru heilmikil skrif frá 2010,  varðandi samkynhneigð og samskipti mín við Snorra í Betel. 

Svo nenniégþessuekkilengur - rest my case.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.2.2012 kl. 08:28

34 Smámynd: Mofi

Jóhanna
Af hverju er Snorri að blogga og veita þessu athygli og halda syndinni að fólki? -  Er það ekki ofbeldi ?

Finnst frekar gróft og kolrangt að saka einhvern um ofbeldi fyrir að benda á hvað Biblían segir vera synd. Ef að gagnrýna aðra getur verið ofbeldi þá er alveg eins þessi gagnrýni þín á Snorra ofbeldi.

Hvað með smá umburðarlindi?  Snorri hefur þessa skoðun og hver sem er hefur val að lesa bloggið hans eða ekki, hlusta á hann eða ekki. Þú Jóhanna og fleiri eru ósammála honum og Snorri getur þá umborðið þær skoðanir og valið hvort hann nenni að lesa ykkar orð eða ekki.

Því miður er eins og samfélagið hefur misst skilning á hvað umburðarlindi er og vill neyða alla til að hafa skömu skoðun og það og í nafni umburðarlindis ætlar að þagga niðri þeim sem eru ósammála.

Mofi, 16.2.2012 kl. 11:15

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

MOFI. Akkúrat þetta sem Snorri gerir í þessari stöðu er hreint einelti og einelti kallast ofbeldi. Það er ekkert hægt að flækja þetta mál með tali um umburðarlyndi í eina átt.

Hvað með nemendur? Hver á að verja nemendurna ef ekki kennarinn sjáklfur. Og það gerir Snorri ekki. Umræðan sjálf er stórmerkileg. Það koma menn hver um anna þveran og verja gerandan bara begna þess að hann er viðriðin trúarbrögð og einhver áhrif hefur það að hann skuli vera kennari.

Snorri sjálfur getur leyst þetta á mjög einfaldan hátt enn það vill hann ekki. Hans túlkun á Biblíunni bannar neitt annað enn að halda áfram á sömu braut...

Spurninginn var: "Er í lagi að reka fólk fyrir skoðanir sýnar?" Í þessu tilfelli er það borðliggjandi JÁ, ef Snorri sjálfur sér ekki að sér. Mér finnst allt í lagi að hann fái að hafa síðasta orðið

.

Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 11:43

36 Smámynd: Mofi

Einelti er þegar einhverju er þröngvað upp á þig og losnar ekki undan því. Það er enginn neyddur til að lesa bloggið hans Snorra. Þetta er alvarleg aðför að tjáningarfrelsinu og menn munu kannski ekki átta sig á því fyrr en þeir sjálfir lenda í því að hafa aðra skoðun en meirihlutinn og meirihlutinn ákveður að þagga niðri í þér.

Mofi, 16.2.2012 kl. 12:31

37 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.2.2012 kl. 12:36

38 Smámynd: Mofi

Jóhanna, já, mjög sorglegt að lesa þetta. Endalaust rangt að það hálfa væri nóg.

Tökum t.d. þetta

Hjálmar
„Hann hefur alveg rétt á sínum skoðunum en skoðun hans brýtur hinsvegar á rétti okkar sem elskum einstakling af sama kyni.“

Að láta sér detta til hugar að skoðanir annara brjóti á rétti annara er alveg glórulaust.  Eins og Samfylkingin sé að brjóta á Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þeir hafa aðrar skoðanir?  

Hjálmar
Hjálmar segir það mjög óþægilegt fyrir samkynhneigðan einstakling að sitja í tíma hjá kennara sem hefur þessar skoðanir.

Það geta komið upp alls konar ástæður sem gera það að verkum að nemanda líði illa hjá einhverjum kennara og þá þarf að glíma við það en að reka alla kennara vegna þannig tilfella gengur engan veginn upp. Mér leið ótrúlega oft illa í skóla vegna kennara sem sýndu marg oft þeirra fyrirlitningu á kristni og Biblíunni; ég myndi t.d. hafa liðið mjög illa með þig sem kennara miðað við þínar skoðanir.

Hjálmar
„Hann áttar sig ekkert á málinu. Hann talar um valdníðslu og ofbeldi sem á við engin rök að styðjast. Þetta mál á sér engar pólitískar rætur.

Það eru þó nokkuð margir sem hafa tjáð sig um þá sannfæringu sína að samkynhneigð sé synd, núverandi biskup hefur sagt það, einn af þeim sem sækjast eftir biskups embættinu hafa látið þessa skoðun í ljós svo dæmi sé tekið. Á ekki bara að ofsækja þá líka Jóhanna?  Eru ekki galdrabrennur næstar á dagskránni hjá þér?

Hjálmar
Í Biblíunni fyrirfinnst kvenfyrirlitning sem við tökum ekki mark á í dag og af hverju ættum við eitthvað frekar að taka mark á fordómum Biblíunnar gagnvart samkynhneigðum? 

Þarna sé ég bara fordóma gagnvart Biblíunni. Ég sé ekki kvenfyrirlitningu í Biblíunni, finnst slíkt alveg fáránlegt.  Það er síðan öllum frjálst að taka mark á Biblíunni eða ekki. Að vísu virðist það vera núna uppi á teningnum að banna fólki að taka mark á Biblíunni; allt í boði kærleika og umburðarlindis.

Hjálmar
„Kennarar eiga að vera hlutlausir þegar kemur að umræðum um stjórnmál og einnig trúmál samkvæmt stefnu Kennarasambandsins. Það er alveg á hreinu að Snorri fer ekki eftir þeirri stefnu

Þetta er algjört bull. Kennarar eru ekkert skyldaðir til að hafa ekki skoðanir á samfélagsmálum og pólitík.  Þeir mega bara ekki vera að predika þessar skoðanir yfir nemendum.  Ég fékk skemmtilega athugasemd um þetta mál hérna: Pat Condel - óumburðarlindi fjölbreytileikans

Mofi, 16.2.2012 kl. 13:09

39 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að vitna í tjáningafrelsi og gera þar með lítið úr réttindum nemenda er að blanda og rugla umræðunna. Og er alls ekki neitt stórmannlegt.

Það er með ólíkindum hvað einmitt trúaðir eru að vitna í tjáningarfrelsi meðan venjulegt fólk lítur þetta allt öðrum augum.

Kanski MBL.is sé ekki með þetta á hreinu því ekki má segja það sem fólki finnst. Þá er það kallaður sori og dónaskapur sem er einmitt rétta orðið yfir blogg Snorra.

Ef á að leyfa svona er það frítt fram að koma með kyllýfslýsingar og ofbeldissögur og vitna bara í tjáningarfrelsið þegar fólk kvartar... Er það ekki MOFI?

Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 14:06

40 Smámynd: Mofi

Óskar
Að vitna í tjáningafrelsi og gera þar með lítið úr réttindum nemenda er að blanda og rugla umræðunna. Og er alls ekki neitt stórmannlegt

Eru það réttindi nemanda að þeirra kennarar hafi ekki skoðanir sem eru óvinsælar?  Er ekki frekar réttindi nemanda að kennarar haldi þessum skoðunum út fyrir kennslustofuna?

Óskar
Það er með ólíkindum hvað einmitt trúaðir eru að vitna í tjáningarfrelsi meðan venjulegt fólk lítur þetta allt öðrum augum.

Áttu við eins og Vantrú, sjá: http://www.vantru.is/2012/02/09/15.00/   og þessi hérna: http://blog.eyjan.is/eyglohardar/2012/02/14/rettur-snorra-til-rangrar-skodana/

Óskar
Ef á að leyfa svona er það frítt fram að koma með kyllýfslýsingar og ofbeldissögur og vitna bara í tjáningarfrelsið þegar fólk kvartar... Er það ekki MOFI?

Fólk má kvarta en að þagga niður í þeim sem þú ert ósammála er argasta ofbeldi og árás á tjáningarfrelsið.

Mofi, 16.2.2012 kl. 15:05

41 identicon

Hreyfir þetta við gildismati þínu Hrannar?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/16/thridjungur_reynt_sjalfsvig/

Jóhann (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 15:13

42 identicon

Mofi skrifar: "Fólk má kvarta en að þagga niður í þeim sem þú ert ósammála er argasta ofbeldi og árás á tjáningarfrelsið."

Hver er að þagga niður í Snorra? Er hann ekki lengur frjáls til að tjá skoðanir sínar á samkynhneigðum? Hefur lögreglan eða stjórnvöldum verið gert viðvart og er mál hans komið í farveg hjá NKVD eða Stasi?

Það eina sem hefur átt sér stað er einmitt að foreldrar barna í Akureyrarbæ kvörtuðu undan því að vel þekktur hommahatari væri að kenna börnunum þeirra og var hann sendur í tímabundið leyfi sökum þess. Þau voru víst, einhverra hluta vegna, ósátt við að slíkur einstaklingur væri að kenna börnunum þeirra... Hafa þau einhvern rétt á að vera mótfallinn að einhver tiltekinn aðili kenni börnunum þeirra eða eru foreldrar bara fastir með kennara alveg sama hversu mikið fífl hann reynist vera?

Frelsi okkar nær einungis eins langt og frelsi annarra, og mér sýnist þú og fleiri trúaðir vera að rugla saman mannréttindabrotum og að "fá ekki alltaf að gera allt sem við viljum". Ég get allavega ímyndað mér tómlegt augnaráðið frá bloggara í Kína eða Íran ef að Snorri færi þangað með "harmsögu" sína.

"Jes, and ðen æ vos pútt on a peíd veikeisjon for six hól montðs..."

Maynard (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 17:11

43 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það fer þér illa að að vera með svona þvælulegar skoðanir MOFI. Um hvað ertu eiginlega að tala og af hvaða ástæðu raunverulega?

Snorri er kennari og ábyrgð kennara nær út fyrir skólastofurnar. Ef hann hefði verið sjómaður eða rafvirki ætti þessi umræða ekki sér stað.

Þú blanda spilunum og gefur undan stokknum í viðleytni til að vinna eitthvað með þessari endemis rökleysu og tilvitnunum í tjáningarfrelsi Snorra eingöngu og tala aldrei um hvaða áhrif þetta hafi á nemendur.

Ég á dóttir sem er samkynhneigð MOFI og ég tek mér allan rétt að hafa skoðun á þessu. Ég hef setið á fundum með kennurum barna minna og suma sem ég hef hitt myndi ég ekki ráða til að fara út með ruslið í skóla. Hversu trúaðir sem þeir eru.

Ég veit ekki hvort þú átt börn sjálfur eða hvort þér sé nákvæmlega skítsama af því að "réttindi" ofbeldismanns eru í veði. Ég þekki svona mál út og inn og í öllum alvörulöndum hefði Snorra verið hent út með hausinn á undan. Engin skóli hefði þorað öðru því foreldra hafa líka rétt.

Samkynhneigður strákur býðst til að brenna glaður í helvíti svo hann smitist ekki af kjaftæðinu í Snorra. Það er bent á að Snorri sé góður maður. Alveg ábyggilega er hann það að þessum galla frátöldum. Hann er steinsofandi og rúllar um í þessu meðvitundarleysi sínu og ekkert er hægt að vekja hann. Hann segir bara nei. Ég lít á hann sem steinsofandi eins og er ástatt með fullt af fólki.

Eiginlega er sjálf umræðan miklu merkilegri enn hvort Snorri sé úti á túni eða haldi vinnunni eða ekki. Ef hann fær að halda vinnunni þá lít ég á það sem klassíst íslenskt og ekkert annað. Að þú MOFI sért að afsaka þetta eins og einhverja fílósófíu sem er hægt að snúa fram og til baka, er furðulegt fyrir mér.

Hugsaðu þig inn í stöðu unglings sem er að berjast við samkynhneigð sem hann skilur illa enn er samtímis mataður með fornri skömm á sjálfum sér. Ég ætla ekki að segja hvernig ég myndi taka á málum ef ég ætti barn mitt í þessum skóla. Það er hvorki prenthæft né til þess fallið að auglýsa á bloggi.

Umræðan snýst ekki um tjáningafrelsi yfirleitt. Enn moðhausarnir og þokufólkið reynir allt hvað það getur til að láta líta út eins og það sé aðalmálið. Rökfræðin kemur beint úr lögfræði hins vonda með hornin og halan.

Óskar Arnórsson, 16.2.2012 kl. 17:27

44 Smámynd: Mofi

Maynard
Hver er að þagga niður í Snorra? Er hann ekki lengur frjáls til að tjá skoðanir sínar á samkynhneigðum? Hefur lögreglan eða stjórnvöldum verið gert viðvart og er mál hans komið í farveg hjá NKVD eða Stasi?

Ef að þú værir rekinn fyrir að trúa að samkynhneigð sé í góðu lagi, finndist þér þá einhver vera reyna að þagga niðri í þér?

Maynard
Það eina sem hefur átt sér stað er einmitt að foreldrar barna í Akureyrarbæ kvörtuðu undan því að vel þekktur hommahatari

Hérna ert þú með persónuníð af verstu sort og að breiða út hatur. Hefur Snorri sagst hata homma?  Hefur hann sagst vilja þeim illt og brjóta á þeim?  

Maynard
Hafa þau einhvern rétt á að vera mótfallinn að einhver tiltekinn aðili kenni börnunum þeirra eða eru foreldrar bara fastir með kennara alveg sama hversu mikið fífl hann reynist vera?

Það eru til aragrúi af óvinsælum kennurum en gengur engan veginn upp að reka sérhvern um leið og einhverjir eru ósáttir við hann. Þeir nemendur sem vilja ekki að hann kenni sér ættu að geta borið upp þá ósk og skólinn út frá því metið hvort að þeir nemendur eru það margir að það gangi ekki lengur upp að hafa viðkomandi sem kennara. Þetta ætti að gilda um alla kennara, sama hvaða skoðanir, trú eða kynhneigð þeir hafa.

Mofi, 16.2.2012 kl. 18:01

45 identicon

Mofi skrifar: "Ef að þú værir rekinn fyrir að trúa að samkynhneigð sé í góðu lagi, finndist þér þá einhver vera reyna að þagga niðri í þér?"

Fyrir það fyrsta er ekki búið að reka Snorra, hann var sendur í tímabundið frí á launum... Þar fyrir utan færi það eftir samfélaginu sem að ég byggi í, væri ég t.d. kennari í Mið-Austurlöndum myndi ég örugglega bara halda skoðunum mínum um samkynhneigð fyrir sjálfan mig, væri ég kennari á Íslandi myndi mér finnast í meira lagi skrýtið ef að ég væri rekinn fyrir slíka skoðun, enda töluvert meira umburðarlyndi gagnvart samkynhneigðum.

Að missa vinnuna útaf því að skoðanir manns eiga ekki upp á pallborðið á vinnustaðnum sem maður vinnur á er ekki beint skoðanakúgun og það er klárlega ekki brot á tjáningarfrelsinu. Eða myndi þér líða eins ef að prestur kæmi "út úr skápnum" sem guðlaus og myndi síðan missa vinnuna? Eða ætti hann að halda vinnunni alveg sama hvað og þeir safnaðarmeðlimir sem að setja sig upp á móti því "gætu bara fengið annan prest til að prédika fyrir þau"?

"Hérna ert þú með persónuníð af verstu sort og að breiða út hatur. Hefur Snorri sagst hata homma?  Hefur hann sagst vilja þeim illt og brjóta á þeim? "

Nei, það er alltaf afsakað með "við hötum ekki manninn, bara syndina". Ef hann persónulega væri ekki mótfallinn hommum myndi hann afsaka þennan part Biblíunnar eins og margir trúaðir gera með aðra "villimannslega" tilskipanir að þær séu "barn síns tíma" og þurfi að lesa í "samhengi". Allir trúaðir velja og hafna því sem að þeir vilja úr trúbók sinni, og það sem er valið er yfirleitt það sem að passar við fyrirfram myndaðar skoðanir þess.

Auk þess hata ég ekki Snorra, ég tel hann bara vera fífl sem klæðir hatur sitt upp í einhvern heilagan búning og telur það þannig vera réttlætanlegt.

"Þeir nemendur sem vilja ekki að hann kenni sér ættu að geta borið upp þá ósk og skólinn út frá því metið hvort að þeir nemendur eru það margir að það gangi ekki lengur upp að hafa viðkomandi sem kennara. Þetta ætti að gilda um alla kennara, sama hvaða skoðanir, trú eða kynhneigð þeir hafa."

Ehhh er þetta ekki það sem er í gangi? X margir kvarta undan honum og hann er sendur í leyfi á meðan þetta er rannsakað frekar? Hver segir síðan að þetta eigi ekki við um alla? Enn og aftur, það er ekki búið að reka manninn, hann er í leyfi út skólaárið.

Maynard (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 19:05

46 Smámynd: Mofi

Maynard, þínir fordómar eru skelfilegir. Skoðum aðeins stuttan lista af syndum:

  • Það er synd að leggja nafn Guðs við hégóma, eins og t.d. nota nafn Guðs í staðinn fyrir blótsyrði. 
  • Kynlíf utan hjónabands er synd og Jesú sagði að bara að horfa í girndarhug væri synd í hjartanu.
  • Það er synd að vanhelga hvíldardaginn, hinn sjöunda dag eða laugardaginn.
  • Það er synd að girnast það sem aðrir eiga.
Þetta eru ekkert syndir sem kristnir eru saklausir af eða syndir sem kristnir hata annað fólk ef það hefur eða er að drýgja þessar syndir. Að tala um hatur í þessu samhengi sýnir bara að viðkomandi skilur ekki um hvað málið snýst. Annað hvort það eða viðkomandi er að reyna að fá fólk til að hata aðrar manneskjur, þú segir til um hvort eigi við þig.

Mofi, 16.2.2012 kl. 22:36

47 identicon

Sæl verið þið!

Ég ætla ekki að koma með dóm á ummæli Snorra hér en árétta að hann sagði ekki bara að Samkynhneigð væri synd heldur að laun þessarar syndar væri dauði. Er hann þá að hvetja til hvers???

Ég ætla þess í stað að varpa fram einni léttri spurningu:

Væru margir hér inni sem myndu vilja láta Snorra kenna 8-12 ára barni sínu???

Ég ætla að svara fyrir mig ég tæki barnið úr skóla (eða færði það í annan skóla  ef ekki væri hægt að skipta um kennara).

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 09:22

48 identicon

Mofi minn ertu ENNÞÁ  að reyna að skilgreina hlutina fyrir fólki??? Þú æðir til hægri og vinstri um ritvöllinn til að útskýra fyrir fólki hvað er synd og hvað ekki samkvæmt einhverri bókaskruddu sem þú þykist trúa á. Svo setndur einhvers staðar í bókinni að:Engin maður er dæmdur fyrr en hann stendur fyrir framan Guði(þ.e. ef hann er til??? ) Þú er að taka þér dómararéttindi og segja fólki hvað er synd og hvað er ekki(Er það ekki verk Guðs að dæma um slíkt). Einnig kemur mest af þinni visku um syndir úr Gamla Textamenntinu. Lúterskir menn þeir trúa á Nýja Textamenntið. Það Gamla er bara fyrir Gyðinga og Múslima. Ef við færum eftir öllu sem stæði í Gamla Textamenntinum um synd þá væri heimurinn svolítið skrítinn.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 09:26

49 Smámynd: Mofi

Þorvaldur, þetta er bara spurning um skilgreiningar og synd er hugtak frá Biblíunni og það er hún sem hefur skilgreint þetta fyrir mörgum miljörðum manna í mörg þúsund ár og ekkert sem ég eða þú getum gert í því.   Sá sem bendir á hvað Biblían segir er ekkert að taka sér neitt dómarahlutverk, menn geta valið hvort þeir trúa því sem stendur í Biblíunni eða hafnað því; það er ennþá trúfrelsi í þessu landi...

Mofi, 17.2.2012 kl. 09:48

50 identicon

Þú veifar alltaf einhverri bók og kallar synd synd!! Hvernig væri bara að treysta fólki til(og leyfa því) að lifa eftir bestu vitund. Ef eitthvað er eftir dauða þá tekur maður á því þá. Ekki lifa lífinu skíthræddur við eitthvað sem gæti verið!!!! Hvað á maður svo að gera?  taka biblíuna eftir bókstafnum eða bara þína túlkun (eða einhvers annars biblíubesservissa) á henni. Þú veist það alveg jafn vel og ég að það eru ANSI margar túlkanir á biblíunni. Í þínum huga er bara ein túlkun þ.e. þín en í annars manns huga(t.d Snorra) þá er hans túlkun sú eina rétta. Þetta kallast, ef þú vissir það ekki, bókstafstrú sem sumir kalla öfgatrú.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:00

51 Smámynd: Mofi

Þorvaldur, hvers konar rugl er þetta í þér?  Fólk má lifa hvernig sem það vill fyrir mér. Ef að það er dómur sem tekur við dauðanum og einhver gæti glatað eilífu lífi þá er það mín skylda að vara við en viðkomandi hefur fullt val til að taka mark á mér að hunsa.  Maður á að rannsaka sjálfur og fylgja sinni eigin sannfæringu en ekki samþykkja blint túlkanir mínar eða Snorra. 

Mofi, 17.2.2012 kl. 11:10

52 identicon

Þetta er alls ekkert rugl. Það er alls engin skylda hjá þér að vara fólk við (manstu úlfur úlfur!!!!). Málið er að það er ekkert 100% öruggt að allt sem þú ert að vara fólk við sé eitthvað að viti. Þú talar um að fylgja sinni eigin sannfæringu. Nákvæmlega Mofi!!! hvernig væri að leyfa fólki að fyglja sinni eigin sannfæringu en að vera ekki að jagast í fólki þó þess sannfæring sé aðeins öðruvísi en þín. Þú ert ekki dómarinn það er Guð og það átt þú að vita minn kæri. Það gatast egind að eilífu það er bara svipan sem þið notið á fólk til að fá það til að lifa eftir eigin sannfæringu. Trú snýst að miklu leiti um vald yfir fólki og með svona tali eru þið að beita "hótunum" til að ná valdi yfir því.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:38

53 Smámynd: Mofi

Þorvaldur, öllum er frjálst að hlusta á mig eða ekki, að taka mark á mér eða ekki. Ef að það væri eldur og fólk í hættu, væri þá ekki mín skylda að vara við?

Ef að Biblían er frá Guði og Guð er þarna að útskýra hvernig Hann mun dæma þá er full ástæða til að taka það til greina, ef það er satt þá skiptir það máli en öllum er frjálst að fylgja sinni sannfæringu.  Ég hef ekki vald yfir einum eða neinum og langar ekki í það.

Mofi, 17.2.2012 kl. 11:52

54 identicon

Gott og vel Mofi ég virði það en þá er stóra spurningin: Hvernig veist þú að þín túlkun á biblíunni er sú rétta???? Þar sem þið biblíudúddarnir eru svo skelfilega margsaga um túlkun ykkar á biblíunni að það er með eindæmum. Ég tel að ég sé margfalt betur fallinn til að ráða því sjálfur hvað ég geri og ég er ekkert hræddur um það þó einhverjir menn úti í bæ kalli líferni mitt synd. Mér bara kemur það alls ekkert við, ég fer eftir minni sannfæringu. Þetta er nokkuð sem ég kalla að vera upplýstur. Þessi boðskapur ykkar virkar kannski vel á óupplýstan almúgann en ekki á vel upplýsta sjálfstæða einstaklinga

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 12:11

55 identicon

Hrannar - Ég var á sömu skoðun og þú þegar þetta mál kom upp. Fannst það á gráu svæði og eitthvað sem ætti að forðast.

En núna eftir að hafa verið að lesa mér til þá skil ég vel skólayfirvöld á Akureyri. Það hefur verið kvartað oft undan honum sem kennara og skólayfirvöld eru búin að biðja manninn um að draga úr orðum sínum gagnvart samkynhneigðum, hann virðir þau að vettugi.

Það er enginn að banna honum að blogga, það er bara verið að segja að foreldrar barnanna sem hann kennir hafa sagt að þau vilja ekki að hann sé að kenna börnunum þeirra og stnada fyrir þessum málflutningi opinberlega.

Skólar hafa, sem betur fer, vald til að segja upp þeim einstaklingum sem eru óhæfir í starfi og það virðist vera mat þeirra að hann Snorri hafi gerst óhæfur.

Og honum Snorra finnst mikilvægara að blogga um samkynhneigðra en að kenna börnum. Er það ekki bara fínt að hann hafi val til þess?

Skiptir engu máli hvort að við notum orð eins og "hatursáróður", eða "skilaboð úr bilblíunni". Það dreifir bara umræðunni út í einhverja vitleysu.

Jens Ívar (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:36

56 identicon

Og eitt í viðbót, svar við spurningunni þinni.

Er í lagi að reka fólk fyrir skoðanir sínar? Svar mitt: Já, ef skoðanir einstaklingsins skaða vinnustaðinn eða kúnnahópinn.

Jens Ívar (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 13:39

57 Smámynd: Mofi

Þorvaldur
Hvernig veist þú að þín túlkun á biblíunni er sú rétta?

Ég bara rannsaka og fylgi minni sannfæringu, lítið annað sem ég veit að ég get gert og mæli með því sama fyrir aðra.

Þorvaldur
Þar sem þið biblíudúddarnir eru svo skelfilega margsaga um túlkun ykkar á biblíunni að það er með eindæmum

Það eru nokkur ágreinings atriði á milli safnaða, ekki nóg finnst mér til þess að réttlæta þennan dóm. Síðan í mörgum tilfellum þá eru ástæðurnar fyrir ágreingi sögulegar en ekki vegna Biblíunnar. Biblían er síðan alveg skýr að sjöundi dagurinn er hvíldardagur og hvergi í Biblíunni er neitt sem segir kristnum að hittast á sunnudögum en samt geri þeir það en gera það vegna hefða en ekki Biblíunnar. Náttúrulega, utan frá þá getur þetta virkað eins og mismunandi túlkanir á Biblíunni en staðreyndin er að þarna eru hefðir á ferðinni.

Þorvaldur
Ég tel að ég sé margfalt betur fallinn til að ráða því sjálfur hvað ég geri og ég er ekkert hræddur um það þó einhverjir menn úti í bæ kalli líferni mitt synd.

Það er snilldar eiginleiki en allt þetta fjaðrafok er vegna einstaklinga sem algjörlega þola ekki að maður út í bæ telji eitthvað vera synd sem það telur ekki vera synd.  Það var akkúrat þessi hugsunarháttur, að þola ekki að aðrir hegða sér öðru vísi eða hugsa öðru vísi sem var hvatinn að pyntingum og galdra brennum. Vonandi fer fólk að hætta að sjá rautt í þessari umræðu.

Þorvaldur
Þessi boðskapur ykkar virkar kannski vel á óupplýstan almúgann en ekki á vel upplýsta sjálfstæða einstaklinga

Að einhver fylgi boðskapi óupplýstur og ekki af eigin sannfæringu og vilja, slíkt er ekki eftirsóknarvert í mínum huga. Fólk í minni kirkju sem virðist ekki  hafa sína eigin sannfæringu eða byggja sína sannfæringu ekki á eigin rannsókn fer hreinlega í taugarnar á mér. Mér finnst það svo ekki ekta þó maður sýnir þeim þolinmæði og umburðarlindi.

Mofi, 17.2.2012 kl. 13:40

58 identicon

Mofi skrifar: "Maynard, þínir fordómar eru skelfilegir. Skoðum aðeins stuttan lista af syndum:"

Ok ég tek það til baka að ég haldi að Snorri sé að afsaka hatur sitt á samkynhneigðum með því að vitna í Biblíuna, fordómar mínir eru ekki til umræðu, fordómar Snorra eru það. Að þilja upp að kristnir hati ekki fólkið sem að þeir setja sig upp á móti er ekki að færa umræðunni neitt og það er ómögulegt fyrir annan hvorn okkar að vita nákvæmlega hvaða kenndir liggja að baki orðum Snorra.

Mér finnst líka merkilegt að allar mínar skoðanir á Snorra sýna svo ekki um verði villst hversu haturs- og fórdómafull manneskja ég er, en heilög vandlæting Snorra á samkynhneigðum sýnir ekki fram á neitt slíkt...

"Að tala um hatur í þessu samhengi sýnir bara að viðkomandi skilur ekki um hvað málið snýst. Annað hvort það eða viðkomandi er að reyna að fá fólk til að hata aðrar manneskjur, þú segir til um hvort eigi við þig."

Hefur það einhvern tíma hvarflað að þér Mofi að þú skiljir ekki um hvað málið snýst? Auk þess er þetta ekki svona svart og hvítt, það gætu verið tugir ástæðna fyrir því af hverju skoðanir mínar eru þær sem þær eru og engin þyrfti endilega að vera þær sem að þú tiltókst.

Auk þess svaraðir þú aldrei spurningunni sem ég beinti til þín. Hvað fyndist þér um það ef að presturinn í söfnuðinum þínum myndi einhvern daginn koma "út úr skápnum" sem guðlaus einstaklingur? Fyndist þér í lagi að hann myndi sitja áfram sem prestur safnaðarins og að það væri bæði skoðanakúgun og brot á tjáningarfrelsi að segja honum upp?

Maynard (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 15:49

59 Smámynd: Mofi

Maynard
Að þilja upp að kristnir hati ekki fólkið sem að þeir setja sig upp á móti er ekki að færa umræðunni neitt og það er ómögulegt fyrir annan hvorn okkar að vita nákvæmlega hvaða kenndir liggja að baki orðum Snorra.

Það ætti að hjálpa þér að skilja þá sem þú ert að rakka niður og vonandi aðeins að velta fyrir þér að viðkomandi er ekki að hata einhverja.

Frá þessum sjónarhóli þá er samkynhneigð slæm. Þá er að vara við henni og hvetja fólk frá þeirri braut eins og að vara við fíkniefnum, gert vegna þess að þér þykir vænt um viðkomandi og vilt vara hann við hættum.

Þú getur verið ósammála því að samkynhneigð sé skaðleg braut til að fara út á en ef þú skilur þetta þá kannski getur þú spjallað við einhvern eins og Snorra skiljandi hvaðan hann kemur í sínum pælingum.

Maynard
Auk þess svaraðir þú aldrei spurningunni sem ég beinti til þín. Hvað fyndist þér um það ef að presturinn í söfnuðinum þínum myndi einhvern daginn koma "út úr skápnum" sem guðlaus einstaklingur? Fyndist þér í lagi að hann myndi sitja áfram sem prestur safnaðarins og að það væri bæði skoðanakúgun og brot á tjáningarfrelsi að segja honum upp?

Þetta er góður punktur hjá þér. Skoðanir fólks í starfi geta truflað starfið og kennarar geta haft skoðanir sem gera þá óhæfa til að kenna í ákveðnu umhverfi og kannski er þetta dæmi um slíkt. Ég minnsta kosti vill ekki prest í vinnu sem hefur ekki sömu sannfæringu og sú sem kirkjan boðar. Smá sveigjanleiki auðvitað...

Mofi, 17.2.2012 kl. 16:37

60 identicon

Mofi skrifar: "Það ætti að hjálpa þér að skilja þá sem þú ert að rakka niður og vonandi aðeins að velta fyrir þér að viðkomandi er ekki að hata einhverja."

Þá? Ég var að lesa aftur í gegnum svörin mín og ég sé ekki að ég rakki neinn niður nema þá kannski Snorra sjálfan þegar ég kalla hann "hommahatara". Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að meirihluti þeirra sem telja samkynhneigð synd, meina vel og trúa því staðfastlega að það er til guð og himnaríki og að þeir sem eru syndsamlegir "erfi" ekki það ríki.

Svo er til annar hópur, sem að ég tel að sé töluvert minni en fyrrgreindur hópur sem að hatar samkynhneigða, og þá sérstaklega homma og finnst þeir "ógeðslegir", en notar síðan trú sína til að réttlæta það hatur sitt. Þessi hópur á það líka til að kalla samkynhneigða "kynvillinga". Ég vil meina að Snorri falli undir þennan hóp en hef, eins og þú bentir á, ekkert fyrir mér í því annað en eigin fordóma.

Ef að það lætur þér líða betur tel ég þig tilheyra fyrri hópnum sem ég tilgreindi.

"Þú getur verið ósammála því að samkynhneigð sé skaðleg braut til að fara út á en ef þú skilur þetta þá kannski getur þú spjallað við einhvern eins og Snorra skiljandi hvaðan hann kemur í sínum pælingum."

Ekki nóg með að ég sé ósammála, heldur finnst mér það jaðra við geðveiki að skipta sér svona rosalega af samlífi tveggja frjálsra einstaklinga, svo lengi sem að enginn er að skaða einhvern annan. Ég tel mig líka hafa ágætis skilning á hvaðan Snorri er að koma í sínum pælingum, vandamálið er bara að mér finnst pælingar hans verulega ógeðfelldar.

"Ég minnsta kosti vill ekki prest í vinnu sem hefur ekki sömu sannfæringu og sú sem kirkjan boðar. Smá sveigjanleiki auðvitað..."

Persónulega finnst mér Akureyrarbær hafa sýnt lítið annað en gríðarlegan sveigjanleika í öllu þessu máli. Það hefur ítrekað verið kvartað undan manninum, og hann verið beðinn um að tjá sig ekki um samkynhneigða á þennan hátt á opnu bloggi sínu. Hann, teljandi sig fara með einhvern heilagan sannleika sem þarf að breiða út, virðir þessar fyrirspurnir að vettugi.

Nú er svo komið að hann hefur verið sendur í leyfi. Á launum. Í 6 mánuði. Honum hefur jafnframt verið boðið (ef eitthvað er að marka fréttir af þessu máli) að snúa aftur til kennslu á næsta ári ef að hann samþykkir að halda skoðunum sínum á samkynhneigðum frá  blogginu sínu.

Hann getur semsagt sýnt smá málamiðlun, eins og við þurfum öll að gera ef við ætlum okkur að lifa í sátt og samlyndi við aðra í þessu samfélagi, eða hann getur tvíelfst í rörsýn sinni og haldið uppteknum hætti.

Ég skal borða hattinn minn ef hann velur eitthvað annað en seinni kostinn.

Maynard (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 21:19

61 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auðvitað á Snorri bara að sortera áhugamál sín frá vinnuni, segja bara "sorry" og halda áfram að vinna reynslunni ríkari. Það er ekkert að biblíunni nema að menn verða háðir henni tillfinningalega og það verða menn af öllu dópi líka, og öðru sem er gott ...

Óskar Arnórsson, 17.2.2012 kl. 22:49

62 Smámynd: Mofi

Maynard
Svo er til annar hópur, sem að ég tel að sé töluvert minni en fyrrgreindur hópur sem að hatar samkynhneigða, og þá sérstaklega homma og finnst þeir "ógeðslegir", en notar síðan trú sína til að réttlæta það hatur sitt.

Þessi hópur svo sannarlega á skilið harða gagnrýni og þá er líka gott að ef að þeir vitna að minnsta kosti í kristna trú að benda þeim á hvað Kristur sagði um þetta:

Matteus 5
43Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.`
44En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,
45svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.

Maynard
Hann getur semsagt sýnt smá málamiðlun, eins og við þurfum öll að gera ef við ætlum okkur að lifa í sátt og samlyndi við aðra í þessu samfélagi, eða hann getur tvíelfst í rörsýn sinni og haldið uppteknum hætti.

Þetta er að mínu mati réttur skólans, að velja og hafna starfsmönnum eftir bestu sannfæringu þegar kemur að velferð nemanda þeirra.

Mofi, 18.2.2012 kl. 11:07

63 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Þetta er að mínu mati réttur skólans, að velja og hafna starfsmönnum eftir bestu sannfæringu þegar kemur að velferð nemanda þeirra...."

Algjörlega sammála...

Óskar Arnórsson, 18.2.2012 kl. 11:28

64 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mæli með þessari grein eftir Einar Steingrímsson, til að víkka aðeins sjóndeildarhringinn: Snorri, hatursáróður og ríkiskirkjan

Hrannar Baldursson, 18.2.2012 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband