Chronicle (2012) **1/2

chronicle-poster

"Chronicle" er allt í lagi mynd en samt erfitt að mæla með henni. Svona ofurhetjumynd séð í gegnum ólíkar myndavélar. Vel gerð.

Þrír unglingsstrákar, hinn félagslega virki Steve (Michael B. Jordan), heimspekilegi Matt (Alex Russell) og bældi Andrew (Dane DeHaan) komast í snertingu við einhvers konar furðuhlut sem grafinn er djúpt í jörðu og fyrir vikið öðlast þeir kraft til að færa hluti til með huganum. Þeir eru misjafnlega fljótir að þróa tæknina. Í upphafi nota þeir hana til að færa legókubba, og síðan framkvæma ýmsa hrekki á jafnöldrum sínum, en síðan eykst alvaran þegar einn þeirra veldur alvarlegu slysi. Stuttu síðar kemur í ljós að þessi hugarorka á sér næstum engin takmörk og stutt í að þremenningarnir verði að einhvers konar ofurmönnum, sem verður síðan að baráttu milli hins góða og illa 

Það frumlega við þessa sögu er að við fylgjumst með hvernig hið illa verður til og fáum samúð með þeim sem verður illskunni að bráð.

Persónurnar eru góðar og vel leiknar, sérstaklega Andrew, sem hefur falið ömurleika lífs síns í meðhöndlun myndavélar, en í gegnum augu þessarar og annarra myndavéla sjáum við allt það sem drífur á daga þessara þriggja drengja. Í upphafi fylgjumst við með lífi hans gegnum gömlu vélina hans, og síðan blandast aðrar myndavélar í leikinn, misjafnar að gæðum og misjafnlega höndlaðar. Það gefur kvikmyndinni svolítið sérstakann og skemmtilegan blæ.

Myndin skilur ekki mikið eftir sig. Mér leið eins og ég hefði horft á endurgerð teiknimyndarinnar "Akira", frá 1988, um unglinga sem lenda í samskonar hremmingum, en samt hefði ég ekki viljað missa af henni.

Mæli ekkert endilega með henni í bíó, held hún verði ekkert verri í sjónvarpi eða Blu-Ray.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband