1. Ræða úr Metropolis (1927)

metropolis-d

"Komið, byggjum turn sem nær til stjarnanna! Og efst á turninn munum við rita orðin: Mikill er heimurinn og Skapari hans! Og mikill er Maðurinn! En hugarnir sem fundu upp Babelturninn gátu ekki byggt hann. Verkið var of mikið. Þannig að þeir réðu hendur til starfsins. En hendurnar sem byggðu Babelturninn vissu ekkert um draum heilans sem hafði fundið hann upp. BABEL! BABEL! BABEL! Eins manns lofsöngur verður annars manns böl. Fólk talaði sama tungumálið, en gat ekki skilið hvert annað. HÖFUÐ og HENDUR þurfa tengilið. TENGILIÐURINN MILLI HÖFUÐS OG HANDA VERÐUR AÐ VERA HJARTAÐ!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Svo sannarlega hreyfir þú við miklu máli!

Og hjartað sem sagt er að ekkert skilji því það reikni ekki tvo sinnum tvo heldur láti sig dreyma!

Þá er það ef til vill þessi mikli leyndardómur sem lætur hug og hönd smella saman í farsælu verki.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.12.2011 kl. 00:38

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jamm.

Þetta snýst náttúrulega um þá sem stjórna og þá sem vinna verkin, - að viðkomandi dreymir ekkert endilega sama drauminn.

Það sama má segja um hverja manneskju - finnum við leiðir fyrir drauma okkar gegnum verkin?

Hrannar Baldursson, 26.12.2011 kl. 10:11

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ætli það sé ekki þessi eilífa togstreyta milli drauma og verka.

Maðurinn hefur á takteinum reglur um farsælt líf, en fer svo ekki eftir þeim reglum í sínum daglegu viðfangsefnum. 

Eins og t.d. "Hið illa sem ég ekki vil gjöra það geri ég", sem sýnir hvað maðurinn er breyskur og vantar mikla staðfestu milli drauma og veruleika.

Veikleiki okkar er og verður það verkefni sem við þurfa að vinna bug á.

Margir vinna einmitt heit um áramót eins og t.d. þessi:

Hætta að reykja.

Byrja að borða hollan mat.

Hugsa betur um heilsuna.

Muna að heimsækja langlegusjúklinginn á sjúkrahúsinu....o.s.frv.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.12.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband