Hefur sá sigrað sem deyr með hæstu upphæðina á bankabókinni?

businessethics

 

Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér siðferði þeirra sem virðast geta svikið og prettað, grætt gríðarlegar upphæðir á skömmum tíma, og sett sig síðan á stall sem prins veraldarinnar, með bros á vör og hrokafullt augnaráð, bara vegna þess að þeim hefur tekist að eignast peninga?

Hugsanlega mun það sem við höfum gert öðrum, fyrr eða síðar lenda á okkur sjálfum, og þá sjálfsagt með öðrum hætti en við reiknum með.

Manneskja sem er miskunnarlaus og grimm gagnvart öðrum, þarf að lifa með miskunnarleysi sínu og grimmd alla ævi.  Það er engin fyrirgefning möguleg gagnvart manni sjálfum. Sama hvað viðkomandi hreykir sér hátt af því að komast upp með glæpi sína, og sama hversu vel viðkomandi tekst að réttlæta glæpi sína gagnvart dómstólum, þá verður viðkomandi að lifa með ákvörðunum sínum og gjörðum, allt til dauðadags. Ranglát manneskja verður aldrei heilsteypt manneskja.

Hryllilegasta fangelsið er manns eigin hugur. Brjótirðu gegn almennu siðferði, brýturðu gegn þeim möguleika að þú getir verið heilsteypt manneskja í þessu lífi. Og ekki gera ráð fyrir fleiri lífum, því samkvæmt flestum trúarkenningum, ef ekki öllum, þá mun ranglát manneskja lenda á verri stað eftir þetta líf.

Trúa virkilega einhverjir því að sá sem deyr með hæstu upphæðina á bankabókinni, sé sá sem hefur sigrað?

Kíktu aðeins á viðskiptaloforðin hérna fyrir neðan og veltu síðan fyrir þér hvernig þeim er snúið upp í andstöðu sína með mállýsku og réttlætingum sem fá ekki staðist heilbrigða skynsemi.

 

Kenningin:

  1. Hagaðu þeir gagnvart öðrum eins og þú vonar að aðrir hagi sér gagnvart þér.
  2. Þú skalt bera virðingu fyrir öðru starfsólki og líta á það sem jafningja.
  3. Stattu við gerða samninga.
  4. Taktu einungis ákvarðanir sem væru álitnar viðeigandi af hlutlausum hópi starfsfélaga þinna.
  5. Stjórnandi ætti alltaf að spyrja sig: "Þætti mér þægilegt að útskýra þessa framkvæmd í sjónvarpi eða á forsíðu dagblaðs?
  6. Ef stjórnandi hefur slæma tilfinningu um ákvörðun, þá er líklega ástæða til að efast. Ef ákvörðunin virðist ekki traust, væri réttast að fresta henni. Best væri að leita ráða hjá traustverðugri manneskju áður en ákvörðunin er endanlega tekin.
  7. Fyrirtæki þurfa að gæta sín á að fara ekki út í vafasama starfsemi sem gæti leitt til enn vafasamari starfsemi síðar. Dæmi: tilleiðusamningar sem gefa af sér mikla bónusa til starfsmanna í banka.
  8. Væri barn, móðir þín eða stofnandi fyrirtækisins sáttur við ákvörðun sem verið er að taka? Gætirðu útskýrt fyrir þeim ákvörðunina með orðum og hugtökum sem þau skilja?
  9. Aldrei framleiða eða selja vöru sem getur valdið öðrum skaða.
  10. Meðalið helgar tilganginn.

 

 

 Alltof oft veruleikinn:

  1. Sýndu að þú ert miklu betri en aðrir með því að eignast sem mest af peningum og eignum.
  2. Starfsfólk eru skóflur.
  3. Stattu við þá samninga sem henta, komist þú upp með það lagatæknilega.
  4. Taktu ákvarðanir og stattu við þær, sama hverjar þær eru. Æfðu þig í rökræðulist og framsetningu til að geta réttlætt hvað sem er.
  5. Stjórnandi ætti alltaf að spyrja sig: "Hver getur samið og flutt fyrir mig réttlætingu fyrir þessari framkvæmd í sjónvarpi eða á forsíðu dagblaðs?"
  6. Ef stjórnandi hefur slæma tilfinningu um ákvörðun, betra að drekka sig fullan og gleyma öllum efasemdum. Tíminn læknar öll sár hvort eð er. Er það'ikki?
  7. Fyrirtæki fara út í þá starfsemi sem gefur mestan arð yfir sem skemmstan tíma. Hverjum er ekki sama hvað er gert, svo framarlega sem maður græðir?
  8. Væri ríkasti maður í heimi, Jóakim aðalönd eða Ebenezer Scrooge, sáttur við ákvörðun sem verið er að taka? Gætirðu réttlætt fyrir þeim ákvörðunina með orðum sem þau skilja?
  9. Framleiddu og seldu það sem selst. Siðferði er bara fyrir aumingja.
  10. Tilgangurinn helgar meðalið.

 

Heimildir:

Lauslega þýddar kenningar úr ebeni, European Business Ethics Network Ireland 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðs þótt beinan akir veg

ævin treinist meðan,

þú flytur á einum eins og ég

allra seinast héðan.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 09:56

2 identicon

Góður pistill.

En það er margt um manninn á svona stað

og meðal gestanna' er sífelldur þys og læti.

Allt lendir í stöðugri keppni' um að koma sér að

og krækja sér í nógu þægilegt sæti.

Úr Hótel jörð eftir Tómas Guðmundsson.

Var þetta ekki samið árið 1933?

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 10:29

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þessir menn vakna upp í einhverju HELVÍTI einhvewrntíma- þeir ættu að vera snöggir að skila ránsfengnum- á retta staði !

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.12.2011 kl. 21:49

4 identicon

Ágæt hugleiðing hjá þér gamli skólabróðir.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 23:58

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert algjör snilld Don Hrannar! Og þessi pistill er líklegast sá besti sem ég hef séð lengi hjá þér. Kanski hef ég misst af einhverjum pistlum og þá það. Það vantar þessa tegund af "retorik" i fullt af málum....

Óskar Arnórsson, 11.12.2011 kl. 22:55

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir umsagnirnar og ljóðin.

Óskar: er snilld ekki svolítið ofmetið fyrirbæri?

Hrannar Baldursson, 12.12.2011 kl. 20:14

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Hrannar. Snilld er sjaldan ofmetin. Enn menn eru misgóðir í að taka til sín góðu staðreyndirnar um sjálfan sig og sérstaklega þeir sem eru langt langt fyrir ofan meðaltalið í einhverju...eins og þú að útskýra út flókna hluti á einfaldan máta.

Menn eru oft öruggari og vanari að það sé krítiserað það sem þeir gera...t.d. þó maður eins og rithöfundurinn Summers sem er reyndar líka að tala um allt aðra hluti, þá er hann einn af mínu uppáhaldi sem meistari í retorik....allt sem skiptir máli kemst til skila, engin óþarfi og skreyting á neinu. bara hreint og beint nákvæmlega eins og það á að vera...

http://www.youtube.com/watch?v=LhUdJXlJvgQ&feature=related

Óskar Arnórsson, 13.12.2011 kl. 00:49

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fallega sagt Óskar. Takk.

Hrannar Baldursson, 13.12.2011 kl. 05:46

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

... ekki málið... ég stel pistlinum auðvitað. ;)

Óskar Arnórsson, 13.12.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband