Spurning brjálæðingsins: "Hvað er þetta Guð sem við drápum?"

Inngangur

Þessi texti á við þegar spilling virðist hafa fest rætur í íslenskri jörð, og eftir standa tómar kirkjur mammons; bankar og ein harpa sem grafhýsi og minningar um það sem áður var, eða áður virtist vera. Á tímum mesta brjálæðisins, sem hugsanlega er nákvæmlega núna, hrópa einstakir bloggarar dæmdir sem rugludallar og brjálæðingar, þeir kvarta yfir ranglæti, blindni og svefnpurrkuhætti samlanda sinna og fararstjóra. 

Öll þau margbreytilegu stórvirki mannsins sem hafa leitt yfir okkur hörmungar vegna oftúlkunar, heimsku og græðgi, þau geta verið túlkuð sem samnefnari yfir Guð; öll þau kerfi sem vaxa okkur yfir höfuð og stjórna okkur, jafnvel sjálft lýðræðið, markaðshagkerfið, trúarbrögð, fjölmiðlar og  Internetið. Við verðum að sjá sjálf okkur sem manneskjur án kerfa, og við þurfum að átta okkur á hvernig kerfin stjórna okkur og hversu lítil áhrif við höfum á þessi kerfi.

Við þurfum hugtök eins og réttlæti og ranglæti þegar kerfin vaða stjórnlaus yfir líf samtímamanna okkar, og það er þá sem stjórnendur þjóða og heims þurfa að taka í taumana og stýra þessum risavöxnu kerfum í aðrar áttir en yfir fólkið. Því miður sitja í dag við stýrið manneskjur sem vita ekki hvert skal halda, hlusta ekki á farþega sína sem vara við öskrandi fólkinu sem verið er að valta yfir, og stýra bara til vinstri eða hægri í nokkur ár, sama hvað aðstæður segja, án umhyggju.

Það er hin sanna geðveiki.

 

---

 

Brjálæðingurinn og dauði Guðs, eftir Friedrich Nietzsche

Hefur þú heyrt um brjálæðinginn sem á björtum morgni kveikti á lampa og hljóp um markaðstorgið hrópandi viðstöðulaust: "Ég leita Guðs! Ég leita Guðs! Þar sem margir trúlausir voru á staðnum, höfðu þeir gaman af. Af hverju! Er hann týndur? sagði einn. Hefur hann villst eins og barn? sagði annar. Eða hefur hann farið í felur? Er hann hræddur við okkur? Sigldi hann burt? Hefur hann flutt úr landi? Fólkið hrópaði spurningar sínar hlæjandi, öll í einum klið. Hinn geðveiki maður stökk inn í miðju þeirra og stakk þau með augnaráði sínu. 

"Hvert hefur Guð farið?" hrópaði hann. "Ég skal segja ykkur! Við höfum drepið hann, - þið og ég! Við erum öll morðingjar hans! En hvernig fórum við að því? Hvernig tókst okkur að drekka allt hafið? Hver gaf okkur svampinn til að afmá allan sjóndeildarhringinn? Hvað gerðum við þegar við aftengdum þessa jörð frá sólinni? Hvert stefnir hún núna? Hvert stefnum við? Burt frá öllum sólum? Þjótum við ekki viðstöðulaust? Til baka, til hliðar, áfram, í allar áttir? Er ennþá fyrir ofan og neðan? Ráfum við ekki, eins og gegnum endalaust ekkert? Andar ekki tómt rúm ofan í hálsmál okkar? Hefur ekki kólnað? Myrkvar ekki að nóttu, sífellt dimmar og dimmar? Þurfum við ekki að kveikja á lömpum að morgni? Heyrum við ekki lætin í gröfurunum sem eru að jarða Guð? Finnum við ekki dauninn af hinni guðlegu rotnun?"

"Því jafnvel Guðir rotna! Guð er dauður! Guð verður áfram dauður! Og við höfum drepið hann! Hvernig getum við huggað okkur, mestu morðingja allra morðingja? Því heilagasta og máttugasta sem heimurinn hefur til þessa höndlað, hefur blætt út undan hníf okkar, - hver mun þverra blóðið af höndum okkar? Með hvers konar vökva getum við hreinsað okkur? Hvaða fórnir, hvaða helgu leiki eigum við að skipuleggja? Er stærð þessa glæps ekki of mikil fyrir okkur? Þurfum við ekki sjálf að gerast Guðir, til þess eins að virðast þess verðug? Það hefur aldrei átt sér stað meiri viðburður, - og vegna hans, munu allir þeir sem fæðast eftir okkar dag tilheyra æðri sögu en allri sögu samanlagt til okkar dags!" 

Hér þagnaði brjálæðingurinn og leit aftur á áheyrendur sína; þeir höfðu þagnað og horfðu gáttaðir á hann. Loks kastaði hann lampa sínum í jörðina þannig að hann brotnaði í mola og ljósið slökknaði. 

"Ég kem of snemma," sagði hann þá, "Ég er ekki á réttum tíma. Þessi merki viðburður er ennþá á leiðinni, og á ferðalagi, - hann hefur ekki enn náð eyrum manna. Eldingar og þrumur þurfa tíma, ljós stjarnanna þarf tíma, athafnir þurfa tíma, jafnvel eftir að þær hafa verið framkvæmdar, til að vera séðar og heyrðar. Þessi gjörð er ennþá fjarlægri þeim en fjarlægustu stjörnur, og samt hafa þeir framkvæmt hana!"

Síðan er sagt að brjálæðingurinn hafi ratað inn í ólíkar kirkjur á þessum sama degi, og þar tónað Requiem aeternam deo.* Þegar hann var leiddur út og beðinn að útskýra sitt mál, svaraði hann alltaf eins: "Hvað eru þessar kirkjur nú, ef þær eru ekki grafhýsi og minnisvarðar um Guð?"

 

* Requiem aeternam deo (eilífð hvíld fyrir Guð)

 

---

 

Þýðing: Hrannar Baldursson úr "Yndisvisku" Friedrich Nietzsche.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er nokkuð góður pistill hjá þér og mikið til í honum.

Sumarliði Einar Daðason, 13.11.2011 kl. 12:01

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk

Hrannar Baldursson, 13.11.2011 kl. 15:50

3 identicon

Sæll Hrannar, góður pistill og alltaf er gott að vitna í Nietzsche. En afhverju gerir þú svona ópólitískt heimsviðefni innanpólitískt: "Því miður sitja í dag við stýrið manneskjur sem vita ekki hvert skal halda,..."

Þú selur þig ódýrt finnst mér.

Valgeir (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 18:33

4 identicon

ég, sem "heimspekingur", hefði notað "ávallt" í stað "í dag". Þú býður of auðveldlega uppá að fólk misskilji og misnoti textann þinn. Viljandi eða óviljandi!?

Valgeir (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 18:38

5 identicon

Maður veltir því fyrir sér, hvort að þankagangur Nietzche og síðan að 20.öldin var blóðugusta öld mannkynnssögunar, þrátt fyrir að "lífsgæði" hafi aldrei verið betri. Ekki það að hugmyndir Nietzche voru eitthvað nýjar, en það er einhvern veginn hinn óhugnanlega eigingirni hans, og geðveiki á köflum, og síðan skoaðnir hans, sem gerður hugmyndir hans líklega svo frægar.

Þú talar líka um eitthvað kerfi. Hvaða kerfi?? Hvernig væri að fólk myndi líta í eigin barm?? Það er óhugnanleg eigingirni í gangi í heiminum, sem á ekkert skylt við t.d. kristni. Það er hálfgert anarchy í heiminum í dag, en samt eru það anarkistarnir sem mótmæla. Sweet irony. vá,

Það er ekki kerfið sem slíkt sem er vandamálið. Það er dýpra, og það er partur af vandamálinu að fólk á erfitt með að viðurkenna það.

.............

Jóhann. (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 19:16

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Valgeir: viðurkenni fúslega að ég legg meira út af textanum en túlka. Það hlýtur í einhverjum mögulegum heimi að vera stjórnvöld sem geta stýrt af skynsemi, rétt eins og manneskjur geta lifað góðu lífi og tekið skynsamar ákvarðanir. Um skilning og misskilning á texta, þá er það ekki mitt hlutverk að leggja öðru fólki til eigin hugsanir, heldur kannski fyrst og fremst benda á það sem mér þykir mikilvægt að sérhver manneskja velti fyrir sér. Að sjálfsögðu er sérhver manneskja barn síns tíma, vonandi fyrirgefur þú það?

Jóhann: Með "kerfi" á ég við eitthvað margbrotið fyrirbæri sem manneskjan skapaði í einhverjum ákveðnum tilgangi, en með breyttum aðstæðum stækka þessi kerfi og eiga ekki endilega við um nýja tíma, verða ómanneskjuleg, og engum til gagns, aðeins til ama. En af einhverjum ástæðum eigum við erfitt með að byrja upp á nýtt þegar í ógöngur er farið. Ég veit ekki hvort að Nietzsche hafi verið að hugsa sömu hugsun, en þetta er sú hugsun sem kviknar í mínum huga við lestur texta hans.

Ég veit lítið um eigingirni eða geðveiki Nietzsche, en kannast hins vegar við að ekki voru öll hans skrif hans eigin skrif. Vissulega er eigingirnin og sjálfselskan stórhættuleg, og sjálfsagt einn af þeim þáttum sem viðheldur hinum ógnarstóru kerfum; því einatt eru það þeir sem mest á kerfunum græða, sem ná völdum.

Hrannar Baldursson, 13.11.2011 kl. 21:07

7 identicon

Þú blandar soldið saman hlutum sem eiga ekkert sameiginlegt. Hengur þig soldið í hugtakanotkun, en umræðuefnið sjálft fær kannski minni hljómgrunn í skrifum þínum.

Þú berð ekki saman internetið(eða markaðshagskerfið) við t.d. kristni. Hver skonar fantasía er það? Þá ekki nema á þeim forsendum kannski að margir hlutir eru eiginlega trúarbrögð hjá fólki, en ég held að þú áttir nú ekki við það en kannski ;-)

Ef maður t.d. tekur netið/blogg/jafnvel facebook, og ætlar að skoða það, þá skoðar maður það með allt öðrum augum, en markaðskerfi, eða pólitík, t.d. minnist ég á anarkíið í alþjóðaheiminum, sem er náttúrulega ein ÁSTÆÐAN fyrir því að kerfið þolir þetta ekki, síðan eru það oft anarkistar, sem mótmæla mest viðleitni manna við að halda þessu kerfi gangandi, sem síðan fólk mótmælir ef það gengur ekki.

Þetta er bara hringavitleysa í fólki, sem hefur verið við lýði síðustu 10-15 árin. Afstæðishyggjan veður dýpri, og fólk pempíulegri í sinni pólitísku "rétthugsun", til að fela brestina.

Þú talar síðan um að Nietzsche hafi eitthvað verið á "undan sinni samtíð", eða séð hlutina í pragmatísku ljósi, eða eitthvað í þeim dúr. Mestu dauðstefnur mannkynnssögunnar m.a. voru þá eftirfari þessara pælinga hans. Ekki mikið að sjá leiðarljós í hans skrifum(ekki að sjá einhver tengsl þarna, en þú skilur). Hann var ekki að benda á neitt. Hann einfaldlega hélt þessu fram.

Síðan þegar þú vísar í fólk sem skrifar á netið. Það er þessi einkennilega sýn margra sem skrifa á netið að þeir séu svo frábærir. Þú segir að þetta fólk sé úthrópað sem brjálæðingar og annað, fyrir að vera sífellt "benda á" hvað kerfið sé spillt.

Sjáðu hvað þú ert búinn að snúa hlutunum á hvolf. Þetta fólk er akkúrat partur af vandamálinu. Erfitt kannski að skilgreina nákvæmlega hverjir þetta eru, en í heildina er þetta fólk fyrst og fremst að fá útrás, dreifa sögusmettum, áróður, nánast sálfræðitherapía á köflum. Þetta á ekkert skylt við yfirvegaða og sómakennda umræðu. Það er svo sorglegt. EKKERT. Það skilar engu í flestum tilfellum, og röflið heldur áfram. Það er síðan svo sorglegt að "apparöt" einsog Egill Helgason, sem byrjar sem þáttastjórnandi, en endar sem eilífðarkverúlant, með það markmið að fá útrás sjálfur fyrir sína hlutdrægu sýn á hlutina. Samt presentar hann sig í eina röndina, sem hlutlægur þáttastjórnandi.

Persónulega er ég líklega á sama rófi og Egill í stjórnmálum, en hann er bara svo óheiðarleg pesóna, það er vandamál hans. Er ekkert að níða skóinn af honum, en ég er einfaldlega að benda á hann sem "stofnun" í þessu eilífðar röflsprengju sem þessir bloggheimar eru hérna á Íslandi.

Það vantar fólk sem segir hlutina bara hreint út, og er óhrætt við að skyggja á einhvern. Þá með einhverja meiningu, og sýn, en ekki endalaust röfl. Þú spinnir þessum hópum saman sem andstæðum fylkingum en í mínum huga er þetta sami hópurinn.

Jóhann. (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 23:01

8 identicon

OK, síðasta málsgreinin fór fyrir ofan garð og neðan.. Það sem ég á við, er að þetta eru fylkingarnar sem við ættum að tala um. Þetta er fráleitt sami hópurinn. Verst hvað annar hópurinn er yfirgnæfandi stærri en hinn.

Jóhann. (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 23:07

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hrannar. Umhugsunarverður pistill hjá þér.

Þegar æðstu valdamenn viðurkenna augljósan og tortímandi græðgi-vandann, þá hefur verið tekið fyrsta skrefið í átt að lausn vandans. Þangað til stefnir allt stjórnlaust í enn meiri vanda, og þeir sjálfir enda úti í einhverju horninu í ráðaleysi sínu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2011 kl. 06:01

10 identicon

Já, græðgin getur komið inn á marga hluti. T.d. er það græðgi að biðja um jarðgöng sem munu kosta 12-15 milljarða, þar sem engin þörf er á þeim??

Landsbyggð sem kvartar undan kvótakerfi í 20ár, en síðan þegar krónan hrynur gjörsamlega, þá allt í einu eru menn nokkuð sáttir, og láta útvegsmenn vaða uppi með þvílíkan árðóður að hálfa væri nóg...kannski græðgi líka í fólki?

Gæti það ekki verið græðgi að gera ráð fyrir því að ríkið beri ávallt ábyrgð á samfélagslegum vandamálum í gegnum skattkerfið???, sem síðan mögulega kallar á fleiri samfélagslegvandamál o.s.frv.

Er kannski styttra á millli þess "vanda", og síðan hlutabréfagræðginar sem þó umræðan kemur oftast niður á.

Hrannar,

Þetta ertu spurningarnar. Ég held bara að fólk sé ekki vant að skoða hlutina frá þessum sjónarhorni.

Jóhann. (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 15:31

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir athugasemdirnar.

Gaman að sjá þær vekja upp pælingar. 

Sjálfur lít ég á trúarbrögð sem stjórntæki fyrir fjöldann, eiginlega stjórntæki til að stjórna vilja fjöldans. Ég er ekki frá því að fjölmiðlar og Internetið séu að taka yfir sem slíkt stjórntæki í mörgum vestrænum samfélögum.

Það er svo önnur saga.

Hrannar Baldursson, 16.11.2011 kl. 05:49

12 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

@Hrannar Baldursson, 16.11.2011 kl. 05:49:

Ég er eiginlega á sama máli og þú í þessu. Áður fyrr var einstefna í upplýsingaflæði (oftar en ekki bara frá yfirvöldum). Með tilkomu gagnvirkra miðla (Internetið) þá er hægt að láta yfirvöld skoðun sína í ljós fyrir opnum tjöldum og virkja fjöldan til skoðanaskipta. (Þá á ég að sjálfsögðu við þann hluta sem gerir það í eigin nafni og ber ábyrgð á því sem hann segir og gerir.)

Sumarliði Einar Daðason, 16.11.2011 kl. 20:36

13 identicon

Jæja, þú ert þá kominn úr skápnum...;-)

voðalegt að þurfa draga þetta upp með töngum, vonandi varstu deyfður....he he ;-)

Annars ábending til þín Hrannar. Ég held að þú hefðir gott af því að lesa eitthvað eftir Gilbert Ryle.

Allavega að vera bera saman trúariðkun manna og síðan internetið??? eða fjölmiðla???. Nú hefurðu verið að droppa sýru. Það hlýtur bara að vera!!

Kannski að þessi fyrirbæri verði að ákv. trúarsetningum. Hins vegar ert þú að skilgreina hlutinn eftirá, og aftur á bak. Vona að þú sjáir það karlinn. Þú ert kosturlegur.

Jóhann. (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 14:08

14 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þú átt þakkir skildar Hrannar, að koma fram með eitthvað sem mögulega getur vakið upp fólkið. Allt of margir ganga sofandi að feigðarósi. Trúa ekki á neitt nema næstu máltíð.

Það er fátæklegt að eiga enga hugsjón. Vera alveg flatur, ef svo má segja. Engin dýpt í leitinni að Shangri La, hinu eilífa lífi.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 7.12.2011 kl. 20:23

15 identicon

Haldið þig virkilega að þið séuð eitthvað spes með því að segja og halda að þið séuð eitthvað spes. Nei þið eruð algjörar flatkökur. Shangri la my ass. Ekki er það burðugt. Er jólasveinninn ekki eilíft líf fyrir ykkur flata fólk?

Jón bóndi (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband