Realizing Your True Business Value Potential
12.11.2011 | 08:12
Út er komin í öllum helstu bókaverslunum heims bókin "Realizing Your True Business Value Potential" en höfundar innihalds eru þau Øystein Ullnaess og Marianne Ericsson. Undirritaður ritstýrði. Øystein hefur skapað hugmynda- og hugbúnaðarkerfinu TrueValue4U sem notað er til þess að fylgja eftir viðskiptahugmyndinum, allt frá sköpun hugmyndar til framkvæmdar.
Hægt er að nota kerfið til að fylgja eftir hvaða hugmynd sem er, allt frá því að hún verður til og að afurð. Það öfluga við kerfið er að sérhver liður í hugmyndasögunni getur verið unninn saman í teymi, þannig að hugmyndir er auðvelt að skapa í hópi og vinna til afurðar með eins mörgum flækjustigum og nauðsynlegt er. Reyndar einfaldar kerfið flækjurnar og gerir leiðina að framkvæmd auðveldari, en það er önnur saga.
Þetta er ekki fyrsta bókin sem ég gef út. Áður hef ég unnið handbækur fyrir hugbúnaðarkerfi og tekið þátt í útgáfu bóka fyrir íslenska stjórnsýslu. Ég hef skrifað nokkur hundruð smásögur og fjölda ljóða, en aðeins gefið út fjórar af þessum sögum og eitt ljóð. Reyndar hef ég bloggað mikið, en tel það ekki með. Mér finnst ég eiga mikið inni. Og nú kann ég að gefa út sjálfur. Kannski ég fari að nota þessa þekkingu fyrir sjálfan mig.
Hugbúnaðarkerfið virkar eins og hugmyndamiðstöð þar sem þú byrjar að kortleggja verðmæti eða gildi, til dæmis markmið, og síðan þær kröfur eða hindranir sem liggja í veginum. Síðan tengir þú þessar kröfur og hindranir við vinnu sem þarf að framkvæma eða lausnir, sem síðan leiða til framkvæmdar. Allt er þetta sett saman í gagnagrunni á myndrænan hátt fyrir notendur, þannig að hægt er að sjá alla starfsemi fyrirtækis á einni litrænni mynd, og síðan er hægt að skoða nánar einstaka þætti.
Ég hef notað þetta kerfi sjálfur og það virkar. Fyrir um ári síðan bauð ég fólki sem vinnur að rannsóknarstörfum ókeypis kynningu á kerfinu, en ég tel að það gæti hjálpað mikið við rannsóknir í kjölfar hrunsins, sem og verið góður grundvöllur fyrir hugmyndasköpun inn í framtíðina. Að sjálfsögðu var ekkert hlustað og boð mitt fyrir hönd öflugra sérfræðinga hérna í Noregi að engu haft. En það mátti svo sem alveg búast við því. Þegar fólk telur sig vita nákvæmlega hvað þarf að gera og telur sig hafa fullkomna stjórn á hlutunum, þá er öndverðan yfirleitt hið sanna, og kerfi eins og þetta leiðir hið sanna í ljós.
Í þessu bloggi er ég hvorki að auglýsa bókina né kerfið, enda fæ ég engan arð af sölu. Hins vegar er þetta kerfi sem ég hef notað sjálfur til að ná tökum á eigin hugmyndum, og er afar sáttur við afleiðurnar, og að sjálfsögðu stoltur yfir að hafa gefið út fallega og gagnlega bók sem hefur verið vel tekið.
Bókaútgáfa er skemmtileg.
Flokkur: Fjölmiðlar | Breytt 16.12.2014 kl. 18:32 | Facebook
Athugasemdir
Athyglisvert. Fær mann til að langa að skrifa bók sjálfur...
Óskar Arnórsson, 13.11.2011 kl. 09:38
Til hamingju með bókina vinur
Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 11:10
Takk :)
Hrannar Baldursson, 24.11.2011 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.