Vinstri stjórnviska: skattar, bönn og höft?

lenin_na_tribune1

Daginn sem Jóhanna kvað að hennar dagur hafi loksins runnið upp, varð mér ljóst að nú myndi hefjast tímabil skattlagningar og hafta, því það væri það eina sem vinstri stjórnir væru færar um. Af málflutningi vinstri manna síðustu ár var ljóst að forræðishyggjan hjá þeim væri rík, jafnvel hættuleg þar sem hún byggir meira á tilfinningum en rökum. Ég vil taka fram að ég álít sjálfan mig hvorki vinstri né hægri mann, þó að ég telji mikilvægt að mannfólk lifi sínu lífi frjálst og án of mikilla afskipta stjórnvalda. Stjórnmálastefnur pirra mig, þar sem þær eru á endanum ekkert endilega skynsamlegar eða hentugar mannlegu samfélagi.

Stjórnspeki virðist því miður snúa að því að finna leiðir til að halda völdum, hafa áhrif á fjöldan, sannfæra fólk um að eigin hugmyndir séu réttar frekar en að leita sannleikans; í stað þess að huga vandlega að almannaheill, finna leiðir til að gera forsendur fyrir lífi allra þegna ásættanlegar, gera öllum fært að vaxa og vera frjálsir, en jafnframt ábyrgir fyrir frelsi sínu.

Til er kínverskt orðtæki sem mér hefur lengi líkað:

"Gefðu manni fisk og hann hefur nóg að borða  í einn dag. Kenndu manni að fiska og hann hefur nóg að borða alla ævi."

Bara að farið væri eftir þessu. Þegar mér verður hugsað til skattpyndingar og fjárkúgunar þeirrar sem á sér stað, sérstaklega á Íslandi í dag, finnst mér spekin orðin frekar öfugsnúin og grunn:

"Tökum mestallan fiskinn af manninum sem þegar kann að fiska og þannig verður ríkishallinn minni. Kenndu honum síðan að rangt sé að fiska og að þannig verndum við náttúruna. Flytji hann úr landi fæðast hvort eð er bara ný börn sem kunna ekki að fiska og ef við kennum þeim það ekki þarf ekki að banna þeim það."

Íslensk stjórnvöld pirra mig og hafa gert frá því ég var barn. Það er eitthvað djúpt að í íslenskum stjórnmálum, því að valdaklíkur virðast alltaf ná völdum, og félagslegur þroski þeirra einstaklinga sem með völdin fara virðist því miður takmarkast við fyrst og fremst eigin hagsmuni og síðan hugsanlega einhverjar línur úr hugmyndafræði eigin flokks.

Hér fyrir neðan má lesa smá öfugsnúna stjórnspeki frá einum helsta höfundi þeirrar vinstristefnu sem íslensk stjórnvöld virðast stefna að í dag, Vladimir Lenin, en sérstaklega Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Bjarnason minna mig töluvert á þennan mann, svo mikið að ég velti stundum fyrir mér hvort hann sé fyrirmynd þeirra í stjórnmálum:

 

"Lygi endurtekin nógu oft verður að sannleikanum." (Skjaldborgin?)

 

"Bylting er ómöguleg án byltingarlegra aðstæðna; og nánar, ekki allar byltingarlegar aðstæður leiða til byltingar." (Búsáhaldabyltingin?)

 

"Hvaða kokkur sem er ætti að geta stjórnað landinu." (Flugfreyja?)

 

"Gefðu mér fjögur ár til að kenna börnunum og sæðin sem ég hef sáð verða aldrei upprætt." (Innræting?)

 

"Ef félagshyggja gæti aðeins orðið að veruleika þegar gáfnafar allra leyfir það, þá myndum við ekki sjá félagshyggju í að minnsta kosti fimm hundrað ár." (Forræðishyggja?)

 

"Það er satt að frelsi er verðmætt; svo verðmætt að því verður að skammta vandlega."(Öfugsnúið?)

 

"Einn maður með byssu getur stjórnað 100 sem eru óvopnaðir." (Löggan?)

 

"Stefna okkar þarf á áróðri trúleysis að halda." (Vantrú?)

 

"Besta leiðin til að eyðileggja kapítalískt kerfi er að spilla gjaldmiðlinum." (Krónan?)

 

"Markmið félagshyggju er kommúnismi." (Óvart?)

 

"Fjölmiðlar ættu ekki aðeins að vera samantekinn áróður og samantekin mælskulist, heldur einnig samantekinn skipuleggjandi fjöldans." (RÚV?)

 

"Það er ekkert siðferði í stjórnmálum; heldur er þar hver fyrir sjálfan sig. Skúrkur getur verið gagnlegur einfaldlega vegna þess að hann er skúrkur." (Satt?)

 

"Að reiða sig á sannfæringu, heilindi og aðra ágæta andlega eiginlega; það er að láta ekki taka sig alvarlega í stjórnmálum." (Spilling?)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jæja Hrannar, nú ert þú aldeilis komin á skrið! Farinn að benda á veilur í okkar stjórnmálakerfi og gera þér vonir um að þar sé hægt að bæta.

Varðandi þín mörgu máltæki, þá er líka til eitt sem segir: "Þjóðir fá þær stjórnir yfir sig sem þær eiga skilið"

Ef þetta máltæki ber í sér sannleikskorn, sem ég reyndar tel líklegt, þá hlýtur fjöldinn að vakna upp við að nú hafi verið of langt farið út fyrir eðlilegt stjórnarfar.

Þá mun væntanlega taka eitthvað betra við, þegar næst verður gefið (kosið)?

Þakka þér annars innvirðulega fyrir þína góðu pistla.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 16.10.2011 kl. 12:05

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jæja, Hrannar, hvernig gengur boltinn þarna í Noregi?

Sigurður Þorsteinsson, 16.10.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband