Bloggið hafið

Ég hef ákveðið að taka þátt í blogginu á mbl.is.

 Stefna mín er einföld:

 Skrif mín skulu styðja uppbyggilega umræðu, tjá skýra hugsun og leita leiða til að kafa dýpra í rökin handan málsins. Ég verð gagnrýninn á ofnotkun mælskulistar; sama í hvað formi hún kann að birtast. Ég mun leitast við að finna það sanna í hverju máli og afhjúpa það ósanna. Ég mun virða og íhuga skoðanir þeirra sem svara bréfum mínum séu þær rökstuddar, hvort sem að ég telji rökin gild eða ekki. Fyrir mig snúast pólitískar skoðanir ekki um það hvaða stjórnmálaflokki viðkomandi fylgir, heldur því hversu skynsamlega er hugsað um viðkomandi málefni, og hvort að viðkomandi geri sér skýra grein fyrir merkingu viðeigandi hugtaka og sögu málsins; fortíð, nútíð auk mögulegrar framtíðar þess. Viðfangsefnin geta verið af hvaða vettvangi sem er.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband