Minningarorð um Eyjuna

Þegar Eyjan kom fyrst fram á sjónarsviðið sem nýr vettvangur fyrir bloggara, var vefkerfið nánast fullkomið. Það hvatti til umræðu og mikill fjöldi fólks tók þátt. Ég efast um að "byltingin" hefði tekist án þeirra skoðanaskiptana sem fram fóru á Eyjunni.

Eitt af því besta við kerfið er að lesendur gátu gefið athugasemdum einkunn, hvort þeim líkaði athugasemdin eða ekki. Þannig fóru vinsælar athugasemdir efst í athugasemdakerfið. Þetta virkaði ljómandi vel frá mínum bæjardyrum séð, sem lesandi og notandi miðilsins. Ekki nóg með það, hægt var að sjá hversu margar athugasemdir höfðu birst við hverja frétt, og oftast voru athugasemdirnar með dýpra innsæi um stöðu mála en fréttin sjálf.

Eignarhaldsfélag Björns Inga Hrafnssonar keypti Eyjuna fyrir síðustu Icesavekosningar og tók athugasemdakerfið úr sambandi í nokkra daga þannig að umræðuvettvangur almennings var takmarkaður að einhverju leyti. 

Umræðuvettvangur á Íslandi er nefnilega mjög viðkvæmt fyrirbæri og auðvelt að skemma fyrir, sérstaklega ef hægt er að eignast besta umræðusvæðið og leggja það síðan niður í áföngum. Eyjan var slíkur vettvangur og hefur verið eyðilögð innanfrá. Svona rétt eins og fjármálakerfið.

Fyrir fáeinum dögum var athugasemdakerfið tekið úr sambandi, og annað lélegra tekið upp í staðinn, beintenging við Facebook. Sjálfur nota ég Facebook takmarkað, aðallega til að halda samskiptum við vini og kunningja víða um heim, en ekki til að leggja inn athugasemdir við ólík mál. Þar að auki er Facebook alræmt fyrir að virða ekki lög og reglur um persónuvernd.

Fyrir mitt leyti, þá kveð ég Eyjuna og vona að blog.is lifni aftur við eða þá að skynsamt fólk með góðar hugmyndir opni álíka síðu og Eyjan var þegar hún fyrst sló í gegn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr.

GB (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 10:51

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mjög sammála þér um þetta, Hrannar.

Sæmundur Bjarnason, 4.9.2011 kl. 11:05

3 identicon

Er þér sammála og auðvitað er það fólk úr íslenskri pólitík, sem tekst alltaf að eyðileggja eitthvað sem virkar og er vit í !

Það á allt að vera eins og er hjá ,,flokkseigendafélögum"  allra flokka, þeir einir vita hvernig málin eiga að vera matreidd fyrir fólkið !

Þetta verður til þess að svona vefmiðill eins og Eyjan verður lokað áður en langt líður. Var það alltaf meiningin með kaupum Björns Inga á Eyjunni ?

JR (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 11:11

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er einkenni á fasísku þjóðfélagi að leyfa ekki gagnrýna umræðu. Ísland er á hraðri leið með að verða slíkt þjóðfélag. Stjórnvöld, lagatæknar og auðrónar hafa nú tekið höndum saman um að kæfa rödd almennings. Breytingarnar á fjölmiðlalögunum og upplýsingaleyndin er bara byrjunin. Hatursáróðurinn gegn útvarpi Sögu er svo önnur birtingarmynd á því hvert stefnir. Nafnleysingjarnir á Eyjunni voru þyrnir í augum margra en þeir voru eins og flasan, sama hve oft þeim var eytt, þá komu þeir alltaf aftur. Hvort heilalaust facebook liðið dugar til að eyðileggja umræðuna kemur bara í ljós...........

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.9.2011 kl. 11:53

5 identicon

Þetta er rangt hjá þér. Þetta kerfi, að gefa ummælum einkunnir, kom ekki til fyrr en seint og síðar - eftir að Björn Ingi kom til skjalanna. Þá var búið að setja upp kerfi sem gerði ráð fyrir að allir þáttakendur í umræðum skráðu sig undir fullu nafni. Það gekk ekki nógu vel, og því er þessi leið valin. Eins og löggjöf er háttað er ekki hæg að hafa opið athugasemdakerfi – þar sem fólk getur skrifað hvaðeina sem það vill undir nafnleysi. Eða er einhver tilbúinn að punga út stórum fjárhæðum í sektir fyrir það sem einhver nafnlaus vitleysingur út í bæ skrifar?

Blómatími þessa umræðukerfis var sirka hálft ár til níu mánuðir eftir hrun. Þá fór því hrakandi, illu heilli, menn gerðust orðljótari, hurfu ofan í skotgrafir, og það varð meira áberandi líka að menn væru gerðir út af flokkum og flokksstofnunum til að skrifa. 

Strax árið 2009 var orðið hálf ömurlegt að litast um þarna, þótt vissulega væru undantekningar.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 13:46

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ertu að segja, Egill, að íslensk stjórnvöld hafi sett lög sem beinlínis banna opna umræðu á íslenskum vefmiðli, og þess vegna hafi kerfinu verið rústað innanfrá?

Hrannar Baldursson, 4.9.2011 kl. 15:27

7 identicon

Heill og sæll Hrannar; æfinlega - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Egill Helgason !

Ég hygg; að þú ættir að halda þig til hlés, unz; þú tekur þig til. og bætir efnistök Silfursins, ágæti drengur.

En; um leið, vil ég þakka þér fyrir Kiljuna - öngvu, að síður.

Silfrið; er þannig upp byggt, að kratar - sem helztu forvígismenn hruns þess, sem varð hér, Haustið 2008 - með falli Lýðveldisins (1944 - 20 08), eru viðmælendur þínir, að stærstum hluta - sjaldnast; og aldrei, í sumum tilvika, kallar þú til fólk, frá : Heimavarnarliðinu - Hagsmuna samtökum heimilanna - Samtaka fullveldissinna, né Rauðs vettvangs, svo fáein samtök, séu til nefnd.

Jafnframt; mættir þú láta af því TRÚBOÐI, sem þú iðkar - þátt eftir þátt, í þágu Gull ætanna; þeirra Barrosó´s og van Rumpuy´s, suður á Brussel völlum, ágæti drengur.

Þá fyrst; er ég, sem fjöldi annarra, reiðubúnir til þess að setjast að Silfri þínu á ný, takir þú vinsamlegum ábendingum, sem þessum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 15:57

8 identicon

Takk fyrir þennan pistill Hrannar. Af vissum ástæðum nota ég ekki Facebook, auk þess sem ég kann ekki að meta formið, sem mér finnst frekar banal. Segi því Adios við Eyjuna. Annars kemur þetta mér ekki á óvart. Egill Helgason er enginn maður til að standa upp í hárinu á Birni Inga, "Orð skulu standa" gaurnum (man ekki hvað hann heitir) + öðrum Samfósjöllum. Allt meðlimir í okkar óþolandi klíkusamfélagi. Það er lágkúrulegt hjá Agli að fara undan í flæmingi og fullyrða: "þetta gékk ekki nógu vel". Og af hverju ættu menn ekki að mega skrifa "hvaðeina sem þeir vilja", undir fullu nafni, og það í landi þar sem það virðist engum takmörkum sett hvað klíkunar geta leyft sér.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 08:55

9 identicon

Að nota Facebook í athugasemdakerfinu er mjög vafasamt.
Facebook er hálfgert leynifélag sem er rekið af erlendu fyrirtæki.  
Sumir halda því fram að CIA sé með puttana í þessu og safni upplýsingum um fólk.
Fyrir leyniþjónustu er Facebook algjör gullnáma.
Notendur Facebook ljóstra upp um sjálfa sig.
Facebook notandi sem nýtir alla kosti sem eru í boði skráir næstum allar sínar persónuupplýsingar í gagnabanka Facebook.
 
Það er mjög undarlegt að Stjórnlagaráð skuli nota Facebook í sínu athugasemdakerfi.
Til að skrifa athugasemdir um stjórnarskrá Íslands þarf að skrá sig hjá erlendu fyrirtæki sem heyrir ekki undir íslensk lög um persónuvernd. 
Erlent fyrirtæki hefur þannig góðan aðgang að hugmyndum þegnanna um stjórnarskrá lýðveldisins.

Í Svíþjóð eru uppi miklar efasemdir um kosti þes að nota Facebook.
Sjá frétt:
Facebook kan bryta mot svensk lag
http://svt.se/2.22620/1.2520226/facebook_kan_bryta_mot_svensk_lag

Stjórnlagaráð:
http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/grein/item35297/

Jónsi (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 12:54

10 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er alveg kominn tími á að Egill Helgason haldi sig til hlés bæði hja RUV og öðrum miðlum..þvolir hann máske ekki ádeilur?

Vilhjálmur Stefánsson, 5.9.2011 kl. 16:37

11 identicon

Það þarf endilega að stofna vef sem fyrst, eins og Eyjan var,

en með þessum breytingum er búið að rústa þessum vefmyðli,

Það er bara fyrirsláttur að nafleysingjar, hafi rústað gömlu Eyjunni, því þeir eru með öll póstföng hjá þeim sem tjá sig.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 20:41

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir allar athugasemdirnar. Ljóst er að ég er ekki einn um að hafa þessa skoðun um Eyjuna, þó að þeir sem stjórna þar sjái þetta ekki. Skuggalega líkt ástandinu á "Eyjunni" okkar reyndar.

Hrannar Baldursson, 6.9.2011 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband