Super 8 (2011) **

75208_gal

"Super 8" er samvinnuverkefni á milli Steven Spielberg og J.J. Abrams sem er frægastur fyrir að vera maðurinn á bakvið sjónvarpsþættina "Lost" og "Alias", sem og kvikmyndanna "M-III" og "Star Trek". Abrams notar óspart sviðsetningu úr ævintýramyndum Spielberg, svo mikið að undirritaður var alltof meðvitaður um Spielberg áhrifin úr myndum eins og "Close Encounters of the Third Kind," "E.T.", "Jaws", "Jurassic Park", og "Raiders of the Lost Ark". Þetta var of mikið af hinu góða.

Reyndar byrjar myndin vel og skemmtilegar persónur kynntar til sögunnar. Hetjurnar eru sex börn, en aðalhetjurnar eru löggusonurinn Joe Lamb (Joel Courtney) og Alice Dainard (Elle Fanning), en þau tvö eiga afar góða spretti saman. Einnig er löggan Jackson Lamb (Kyle Chandler) skemmtileg og hefði getað orðið flottur karakter hefði meiri tíma verið varið í gaurinn.

Fyrstu tíu mínúturnar eru mjög góðar, þar sem börnin safna saman í hóp til að gera zombie-kvikmynd. Við upptöku á lestarstöð keyrir bíll inn á teinana og klessir á lestina þannig að hún fer öll úr skorðum, og tætlur úr henni dreifast um allt svæðið án þess að skaða börnin. Úr lestinni sleppur geimskrímsli sem verður að sjálfsögðu þrándur í götu barnanna og tilefni fyrir herinn til að hertaka allan bæinn.

Restin er tóm klisja, fyrir utan furðulega tilraun til að vekja samúð með skrímsli sem snæðir manneskjur í morgunverð. Ég hafði gaman af myndum Spielberg í gamla daga og missti ekki af einni einustu þeirra þegar þær komu í bíó, og hafði jafn gaman af "The Goonies" og "Gremlins", en "Super 8" kemst ekki með tærnar þar sem hinar fyrrnefndu hafa hælana. Til þess vantar henni allan frumleika og kraft.

Ég get ekki mælt með "Super 8". Samt höfðu þeir fimm félagar sem sáu hana með mér öll gaman að henni og töldu sumir að hún yrði jafnvel költ klassísk. Því mati er ég ósammála. Hafirðu gaman af skrímsla-b-myndum, leigðu þér þá eitthvað eins og "Infestation" (2009). Hún er ódýrari í alla staði, en miklu skemmtilegri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Elsku Don minn , þú þarft að fara finna barnið í sjálfum þér og gleðina.

Nokkuð ljóst að stjórnmálin eru búin að fara illa með þig andlega

Ómar Ingi, 18.6.2011 kl. 11:48

2 identicon

Ég er sammála Don.  Þessi mynd varierar frá því að vera "The Goonies", til að vera "E.T.".  Myndin hefur allan brag af "Steven Spielberg".  Og þó svo að mér þótti gaman að sjá "Close encounters of the 4th kind", og jafnvel "E.T." þá voru þær skemmtilegar á sínum tíma, vegna þess að þær voru brautriðjandi.  "Super 8" er enginn brautriðjandi myndgerð, og er bara fjöldaframleiðsla frá "Steven Spielberg", sem er meira til að hala in peninga en að hún sé í raun skapandi eða gerandi mynd.

Ég sakna algerlega að sjá snefil af "Star Trek" í myndunum, enda er það "Gene Roddenburry" sem skrifar Star Trek, og ekki JJ Abrams.  JJ Abrams, er bara sama rullið og Steven Speilberg ... sem er að verða svolítið leiðinlegt gamaldags.

Ég mæli einnig með að sjá bíllegar B myndir, eins og "Monsters".  Það er að minsta kosti einhver nýjung í henni, eða nýtt viðmið.  Hún á eftir að verða "Költ".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 14:02

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar Ingi: Barnið í mér er ferskt sem aldrei fyrr. Hins vegar hefur það ekkert gaman af meðalmennsku og finnst skemmtilegra þegar því er komið á óvart. :)

Bjarne: Ég er sammála að Monsters hafi verið góð mynd, þó að hún hafi varla talist til spennumynda; meira svona drama þar sem geimverur eru orðnar hluti af umhverfinu.

Hrannar Baldursson, 18.6.2011 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband