Af hverju við segjum NEI við Icesave III (myndbönd)

Við erum ekki aðeins að greiða atkvæði sem Íslendingar fyrir hönd Íslendinga, við erum að greiða atkvæði sem manneskjur gegn ranglátu og miskunnarlausu kerfi fyrir hönd allra manneskja í heiminum sem þolað hafa þurft viðstöðulaust ranglæti frá þessu kerfi. Sumir hafa vissulega ekki upplifað þetta ranglæti og finnst þetta ekki skipta neinu máli. Þetta fólk mætti tileinka sér aðeins meiri náungakærleik og horfa gagnrýnið á hvernig fólk er bundið í skuldaþrældóm og hundelt alla ævi verði það gjaldþrota. Hvernig hin rangláta varðtrygging stendur sem hungraður varðhundur um þetta fólk og kemur í veg fyrir að þau gangi um gæfuhlið lífsins.

Mér er ekki sama um hollenska og breska þegna og lít ekki á þá sem andstæðinga, heldur samherja. Síðustu helgi var ég á Bretlandseyjum og gat ekki betur séð en að þar væri fólk á sama máli. Það hafði reyndar sterkari skoðanir gagnvart eldgosum á Íslandi heldur en Icesave.

Ég hef haft gæfu til að ferðast víða um heim á þessu ári og stöðugt spurt fólk hvað þeim finnst um þessi mál; í Mexíkó, Bandaríkjunum, Spáni, Bretlandi og Noregi, og það sem stendur upp úr er að almenningur skuli ekki taka á sig ábyrgð og skuldir þeirra sem ábyrgð og skuldir eiga að bera, að ranglæti skuli ekki sigra, að barátta Íslendinga gegn þessum samningi sé barátta hins venjulega þegns um allan heim.

Ég gæti aldrei sagt já við Icesave, ekki bara vegna því óbragði sem fylgir, heldur að það myndi setja blett á sál mína sem ég sjálfur gæti aldrei fyrirgefið mér.

Flestir þeir sem ætla að kjósa "já" virðast gera það vegna þess að þeir eru orðnir leiðir á málinu eða hafa annarlegra hagsmuna að gæta. Það er kannski skiljanlegt viðhorf, en það er uppgjafarviðhorf, nánast þrælslund, sem gefur aðeins aukið skotfæri á Íslendinga.

Hvað ef William Wallace í Braveheart hefði sagt fyrir aftökuna: "Æi, ég nenni þessu ekki lengur. Að deyja hægt og kvalarfullt fyrir glataðan málstað eins og frelsi?"

Hvað ef Jesús hefði ákveðið að stíga niður af krossinum og sappa þá sem hann ákærði með eldingum og sagt: "Æi, pabbi. Til hvers að deyja á kvalarfullan hátt fyrir þetta pakk? Til hvers í andskotanum þarf mannkynið dæmi um algjöra fyrirgefningu?"

Hef ef Jón forseti hefði sagt: "Ég nenni ekki að standa í einhverri sjálfstæðisbaráttu. Það er miklu auðveldara að láta Dani sjá um okkur og detta bara í það. Vér samþykkjum allir."

Hvað ef Gunnar á Hlíðarenda hefði sagt: "Fögur er hlíðin og ekkert skiptir mig meira máli en þessi fallega hlíð og flotta eiginkona, en ég nenni þessu ekki lengur, og er farinn frá öllu sem ég elska."

Hvað ef Ingólfur Arnarson hefði sagt áður en hann sigldi frá Noregi: "Shit! Ég nenni þessu ekki. Betra að sofa út en flakka norður um höf."

Hvað ef Danton hefði sagt: "Það er tilgangslaust að gera byltingu gegn þessari skrúðfylkingu hefðarfólks, því að á endanum mun lýðurinn stjórna og lýðurinn er nautheimskur."

Hvað ef íslenska landsliðið í handbolta kæmist í úrslitaleik HM og í stað þess að keppa við gífurlega sterka andstæðinga sína, ákveddu að leikurinn væri fyrirfram tapaður og gæfu leikinn.

Hvað ef íslenska þjóðin segir: "Það á ekki að kenna útrásarvíkingum, spilltum ráðamönnum og banksterum um Hrunið. Við skulum gefa þeim annað tækifæri með því að segja Já við Icesave III."

Uppgjöf er engin rök.

Málið er að stjórnvöld hafa verið að gefa þessu fólki annað tækifæri þvert á vilja þjóðarinnar. Einu tækifærin sem þjóðin hefur haft til að segja hvað hún vill var við atkvæðagreiðslu Icesave II sem var hafnað með um 97% atkvæðum, og ríkisstjórnin ákvað að túlka niðurstöðuna eins og henni hentaði - og hefur áfram starfað látlaust gegn vilja þjóðarinnar. Í dag fær þjóðin annað tækifæri til að segja hug sinn og á morgun mun ríkisstjórnin halda áfram að mistúlka niðurstöðuna og láta sig engu skipta hvað þjóðinni finnst. Við eigum aldrei að gefast upp gagnvart slíkri kúgun og þess vegna kaus ég nei. Að auki vil ég ekki taka myntkörfulán fyrir óákveðna upphæð til að borga eitthvað sem mér ber engin skylda til að borga.

Þú skilur vonandi það sem ég er að segja: "Ég nenni þessu ekki lengur" er uppgjöf vegna leiða.

Eini verulegi munurinn á Icesave II og Icesave III er að áróður fyrir Icesave III hefur verið miskunnarlaus. Nýjar blekkingar líta dagsins ljós hvern einasta dag. Það verður til dæmis áhugavert að sjá í næstu viku hvort verslunarkeðjan Iceland muni ennþá dekka samninginn allan. Verði svo er það hið besta mál, en verði svo ekki, mun einhver spyrja af hverju þessi hugsanlega sala var notuð sem áróðurstæki tveimur dögum fyrir kosningar?

Frá íslenskum vinum mínum, og ég ber mikla virðingu fyrir mínum vinum, sem ætla að segja já hef ég heyrt þrenns konar rök:

 

a) Það eru allir búnir að fá leið á þessu máli.

b) Það er skynsamlegra að semja heldur en að fara í dómsmál, þar sem að upphæð þessa samnings er líklega viðráðanleg og ódýrari en að fara í dómsmál.

c) Það felst minni áhætta og kostnaður í því að segja já.

 

Ungverskur vinur minn, Adam Tamás að nafni, hafði samband við mig á meðan ég skrifaði þessa grein og vildi endilega fá að senda inn nokkur orð:

Unfortunately, that's a global trend in the western word: most company leaders take no personal responsibility for what they are doing. They just enjoy the benefits of the leadership, but do not understand, that the dark side of being on the top is - rather should be - their personal responsibility for what they and their company does. And certainly they have the right connections to polititians, when trouble comes, so they can make it throuh not having any consequences whatever they do.

But this drives far further. There are many trials going on, where normal, ordinary citizens got far higher judges for far smaller crimes: in Hungary a few citizens were put in jail for fishing without permission, while polititians, and company leaders for causing far larger social and benefical damages got very short term, or rather virtually no punishment.

Í þessari færslu hef ég ákveðið að segja nákvæmlega það sem mér finnst, í stað þess að rökstyðja málið á hófsaman hátt, en það hef ég gert í fyrri færslum. Ég hætti ekki að berjast gegn ranglæti og læt ekki letja mig frá slíkri baráttu.

 

Hér eru að lokum nokkur myndbönd frá kjosum.is þar sem gangandi vegfarendur segja af hverju þeir munu segja "nei" við Icesave. Það sem er sameiginlegt með flestum rökunum er að sterk réttlætiskennd skín í gegn.






































« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

LIKE

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.4.2011 kl. 12:23

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

LIKE

Marteinn Unnar Heiðarsson, 9.4.2011 kl. 20:40

3 identicon

Ég sagði Já við Icesave og ástæðan er enginn af þeim sem þú telur upp.

Ég sagði já vegna þess að mér finnst það lélegt siðferði að gera upp á milli innistæðueigenda með því að taka peninga úr þrotabúinu (og þ.a.l. að hluta til frá útlendingum) til að greiða íslendingum 100% en útlendingum 0%.

Þessvegna finnst mér það siðferðilega rangt að borga ekki eitthvað af þeim peningum sem við tókum, til baka.

Bjarni Sæmundsson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 21:28

4 Smámynd: Einar Karl

Ég sagði líka Já og mér finnst það bara lélegt af þér að segja að langflestir sem sögðu Já gerðu það af leiða eða vegna "annarlegra hagsmuna".

Hvaða "annarlegu hagsmunir" eru það??

Tek annars undir með Bjarna Sæmundssyni.

Ástæða þess að Bretar og Hollendingar eru ekki brjálaðir útí okkur er að þeirra ríkistjórnir hlupu til svo 400.000 manns væru ekki enn að bíða uppá von og óvon hvort það fengi sparifé sitt tilbaka, úr þrotabúi sem Íslendingar hirtu sína peninga út úr.

Einar Karl, 9.4.2011 kl. 22:48

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég segi nei, því ég kæri mig ekki um að borga skuldir annarra.

Það er ég viss um að þegnar annarra ríkja, hefðu þeir haft tækifæri til þess, hefðu líka sagt nei við sömu spurningu.

En þeirra var ekki valið.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2011 kl. 00:20

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju Hrannar og aðrir Nei sinnar.  Takk fyrir þessa frábæru bloggfærslu, allar svona vel skrifaðar greinar höfðu sitt að segja..... Baráttan undanfarin ár er vonandi loksins að bera árangur :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.4.2011 kl. 03:07

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Bjarni, vissulega eru þarna gildar siðferðilegar forsendur. Hins vegar eru einnig gildar siðferðilegar forsendur fyrir því að segja nei. 

Hvorugt er siðferðilega rangt eða rétt. 

Til að mynda tel ég siðferðilega rangt að skrifa undir samning sem ég veit ekki hvort ég get staðið við.

Einar Karl: annarlegir hagsmunir geta til að mynda verið pólitískir - eins og sú skoðun að ef einn Íslendingur brýtur af sér, þá er það á ábyrgð alla Íslendinga að bæta fyrir það. Ég er á þeirri skoðun að ef einn Íslendingur brýtur af sér skuli sá hinn sami bæta fyrir það.

Hrannar Baldursson, 10.4.2011 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband