Nei eða já? Já eða nei?

Bera ríki ábyrgð á einkafyrirtækjum?

Svar mitt er nei.

 

Eiga ríki að bera ábyrgð á einkafyrirtækjum?

Svar mitt er nei.

 

Á þjóð að taka lán í erlendum gjaldmiðlum til að borga fyrir skáldaða ábyrgð?

Svar mitt er nei.

 

Ef ekkert fæst úr þrotabúi gjaldþrota fyrirtækis, á þá þjóðin að borga eftirstöðvar af skuldum þess?

Svar mitt er nei.

 

Mun Icesave málið hverfa verði samningurinn samþykktur?

Svar mitt er nei.

 

Mun Icesave máli hverfa verði samningurinn felldur?

Svar mitt er nei.

 

Verður hægt að ákæra heila þjóð fyrir afbrot einkafyrirtækis?

Svar mitt er nei.

 

Íslendingar eiga að vera leiðtogar í þessari staðfestu, þar sem þjóðir um allan heim eru í samskonar vanda. Ætlast er til að skattborgarar borgi skuldir einkafyrirtækja víða um veröld, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ættum við ekki að stoppa auðvaldið frá því að vaða yfir almúgann um allan heim með því að stoppa þá heima? Það verður aðeins gert með því að segja "nei, hingað og ekki lengra." Ekki með því að segja "já, og endurtaktu leikinn að ári".

"Já" viðheldur nýfrjálshyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, nei og aftur Nei!!!!!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 21:32

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.4.2011 kl. 21:34

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

* Eftir að hafa horft á Silfur Egils í dag.

* Hef efasemdir um forsendur Lee Bucheit en afar sáttur við hagsmunarök Reimars Péturssonar.

Hrannar Baldursson, 3.4.2011 kl. 21:35

4 Smámynd: Che

Hef þegar greitt atkvæði. Kaus Nei. Það eru engin gild rök fyrir samþykkt.

Che, 3.4.2011 kl. 21:43

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Voðaleg neikvæðni er þetta.

En er samasemmerki á milli innlánsreikninga og fyrirtækja? Ef svo er, átti ríkið þá kannski ekkert að ábyrgjast innlendar innstæður í bönkum?

Emil Hannes Valgeirsson, 3.4.2011 kl. 21:59

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Reimar Pétursson sagði svo á málfundi um innistæðutryggingar í Háskóla Íslands þann 18. mars 2011:

"Það sjá allir í hendi sér hvílíkt allsherjar hrun hefði orðið í efnahagslífinu hér ef allar bankainnistæður í innlendum bankaútibúum hefðu tapast.  Fyrirtæki hefðu ekki greitt laun, fólk hefði ekki getað keypt sér matvæli, lyf, bensín á bílinn eða gert yfirleitt nokkurn skapaðan hlut sem hefði útheimt millifærslu á fjármunum.  Aðgerðinni var ætlað að koma í veg fyrir þetta allsherjar hrun í íslensku efnahagslífi.  Þess vegna var öllum eignum í íslenska greiðslumiðlunarkerfinu bjargað"

Jóhannes Björn segir á vefsiðunni vald.org:

"Íslenska ríkið fylgdi langri hefð, sem er þekkt út um allan heim, og varði innistæðueigendur fyrir áföllum. Þetta er hlutur sem verður að gera við svona aðstæður, því annars hrynur hagkerfið til grunna. Bankarnir eru aldrei með meira en lítið brot peninga miðað við innistæður og þeir fara beint á hausinn ef fólk treystir þeim ekki."

Bankar eru ekki eins og fyrirtæki.  Þeir eru stofnanir sem halda meðal annars hjólum atvinnulífsins gangandi.  Þess vegna ábyrgjast ríki innistæður að lokum sama þó okkur líki það ekki.

Nú geta bankar tekið lán til þrautavara hjá Seðlabankanum.  Ætlar þú að berjast fyrir því að það verði bannað?

Lúðvík Júlíusson, 3.4.2011 kl. 22:27

7 Smámynd: Einar Karl

Þú gleymir einni spurningu:

Má ríkið fara inn í gjaldfallið einkafyrirtæki og taka sumar skuldir út úr því, og eignir á móti, stofna nýtt fyrirtæki til að geta virt þessar skuldir 100%, og sagt svo öðrum kröfuhöfum bara að hirða "þrotabúið", þ.e. það sem eftir er af því??

Hvert er svar þitt? Og hvert heldurðu að svar dómstóla yrði?

Einar Karl, 3.4.2011 kl. 22:38

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sammála Lúðvík sem segir akkúrat það sem ég var að fiska eftir.

Emil Hannes Valgeirsson, 3.4.2011 kl. 22:41

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er ekki að fiska eftir "siðferðilegum smugum" til að fá að borga skuldir glæpamanna né koma þeim yfir á aðra Íslendinga, svo ég segi NEI.

Magnús Sigurðsson, 3.4.2011 kl. 23:09

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ánægður með þig Hrannzi með að vera dáldið á einföldu 'Neitendavaktinni', án ýpzilonzinz...

Steingrímur Helgason, 4.4.2011 kl. 00:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi NEI!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 00:37

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er ljóst að þeir erlendu kröfuhafar sem eru í dag að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum þeir eru að gera það á öðrum grunni en þeim sem snýr að ESA. Þeir leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrotna við dómi héraðsdóms um heildsölulánin:

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/04/01/erlendir_krofuhafar_domur_heradsdoms_gegn_stjornars/

Það liggur fyrir að þetta Icesave mál er rétt að byrja. Það liggur fyrir að það er ekki hægt að kjósa það í burtu með því að segja já 9. apríl nk.

Það liggur fyrir að það verður fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðrlögin halda. Þá fyrst vitum við það hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögin halda ekki þá vegna ríkisábyrgðarinnar sem er hluti að Icesave samningnum þá falla þessar 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar, þær falla þá á ríkissjóð. Það er ef við samþykkjum Icesave 3 þann 9. aprík nk.

Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali á Silfrinu í dag. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá gerir Icesave samningurinn ráð fyrir að ríkissjóður verði að greiða af Icesave næstu 37 árin.

Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrðg. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn.

Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. um 1.150 ma. Við hins vegar sleppum við að greiða þessa tæpu 50 ma. og engin ríkisábyrgð verður veitt.

Að segja nei er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 00:39

13 identicon

Alltaf er endalaust hægt að heilaþvo fólkið í landinu...

Það þýðir ekki að hugsa bara um sjálfan sig og "við berum ekki ábyrgð á skuldum annara" (eins og kemur fram í pistlinum)... Ef við segjum já gætum við í versta falli þurft að borga 49 milljarða..en í versta falli dómsmálaleiðina yrði landið gjaldþrota......er það þess virði?...Áhættan við að segja nei er of mikil

Þrotabú Landsbankans er búið að segja að eignir Landsbankans ættu að duga í næstum alla skuldina. Greitt verður rúmlega 0-49 milljarðar.- Eins og Davíð skrifar í pistlinum.

ENDILEGA LESIÐ ÞENNAN PISTIL VEL OG VANDLEGA OG HUGSIÐ YKKUR BETUR UM....

>>>> http://www.pressan.is/pressupennar/Lesagrein/david-nei-hvar-er-avinningurinn- <<<<

Tryggvi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 01:09

14 identicon

"Þrotabú Landsbankans er búið að segja að eignir Landsbankans ættu að duga í næstum alla skuldina. Greitt verður rúmlega 0-49 milljarðar.- Eins og Davíð skrifar í pistlinum."

Af hverju sækja bretar og hollendingar svona fast i rikisabyrgdina, ef trotabuid a ad mestu fyrir tessu? Af hverju tadu teir ekki eingreidslu og sidan ad fa trotabuid?

Hver hefur reiknad ut eignir trotabusins, er tad hagfrædingur, finndu annan hagfræding og hann getur reiknad allt i hina attina :)

Fer tetta fyrir dom ef vid segjum nei, af hverju hafa bretar og hollendingar ekki nu tegar dregid okkur fyrir dom? Tad liggur ju i augum uppi ad ef løgfrædingur er spurdur ta munum vid vinna malid, finndu annan løgfræding og hann segir tetta tapad mal. :)

Eigum vid ad gera eins og politikusarnir segja okkur ad gera, af hverju treysta adeins 9% tjodarinnar altingi, er tad ekki af tvi ad menn vita ad altingismenn eru jafnvel sidspilltari en løgfrædingar :)

Tetta mal snyst eingøngu um tad hvort vid eigum ad lata tessa helvitis glæpamenn sem rændu bankanna innanfra, sleppa med tad.

Eg segi NEI.

Larus (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 04:43

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Lúðvík: Það hefði orðið hrun hefðu innistæðurnar ekki verið tryggðar. Það er rétt. Hins vegar hefði það hugsanlega verið okkur hollara að rústa algjörlega ónýtu kerfi og byrja upp á nýtt, heldur en að viðhalda gjörspilltu kerfi. Það sem þurfti að laga hefur ekki verið lagað. Kerfið er í vítahring og mun hrynja aftur með sama áframhaldi og hver mun þá bjarga innistæðueigendum?

Það hefði verið sárt að hrynja algjörlega, en það hefði líka verið hægt að hefja endurreisn frá grunni, þar sem gætt væri sérstaklega að allir hefðu nóg. Algjört hrun hefði þýtt að þjóðin færi raunverulega að skoða hvað var að og gera eitthvað í málunum. Þess í stað hefur vandanum verið sópað undir teppi og undirstaða vandans því aðeins falin betur, ekki leyst.

Mér líkar hvernig Njörður P. Njarðvík orðaði þetta þegar hann talaði um að fíkniefnasjúklingum væri ekki viðbjargandi fyrr en þeir kæmust á botninn. Þá fyrst byrjuðu þeir að leita sér hjálpar. Algjört hrun hefði þýtt slíkt ástand. Það hefur verið svolítið tabú að ræða hvað hefði gerst ef engin neyðarlög hefðu verið sett og sagt að það hefði aðeins þýtt algjörar hörmungar fyrir íslenska þjóð. Ég er ekki sannfærður um að það sé satt.

Hrannar Baldursson, 4.4.2011 kl. 07:16

16 identicon

ERU ÞEIR SEM HVETJA TIL FYLGNI VIÐ SAMNING með pantaða dóma og því svona handvissir um að sú breyting neyðarlaganna að færa innlánskröfur úr flokki almennra krafna í flokk forgangskrafna standist hjá Hæstarétti og / eða Mannréttindadómstól Evrópu !

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:27

17 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það er rosalega gott að segja núna að við hefðum átt að rústa hagkerfinu, þegar við höfuð það svo gott eftir að hafa tryggt innistæður og þar með gang hagkerfisins.

en þú svaraðir því ekki hvort þú sért þá á þeirri skoðun að ekki eigi að veita bönkum þrautavaralán eins og Seðlabankinn veitti viðskiptabönkunum og tapaði 2-300 milljörðum af skattfé okkar almennings.

Lúðvík Júlíusson, 4.4.2011 kl. 09:29

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill hjá Hrannari eins og venjulega..

Heilaþvegnir eins og Tryggvi hérna að ofan eru um allt. Styðja spillingu og rugl. Ekki af því að hann sé spilltur sjálfur, heldur af því að hann vill vera fórnardýr spillingaraflanna. Af hverju?

Af því að þá lítur hann vel út í einhverju ímynduðu leikriti sem þeir leika í sjálfir. Og ástæðan er oftast að þeir vita ekkert hverjir þeir eru ef leikritið stoppar...vakna til meðvitundar og segja nei til Icesave!

Óskar Arnórsson, 4.4.2011 kl. 11:12

19 identicon

Menn þurfa að vera algerir vesalingar ef þeir ætla að segja já við Icesave... slíkt fólk .. er aumingjar; Annað er ekki hægt að segja.. nema kannski Landráðamenn.

Svo er "verkalýðsforystan" að fara að bjóða okkur upp á skítalauna"hækkun"; Alger brandari, þeir eru á síðustu metrunum  með að fara að skrifa undir herlegheitin.

Nei nei og aftur nei... samþykkjum ekki Icesave og kolfellum þessa heimsku samninga sem "verkalýðsforystan" er að fara að demba yfir okkur.

Erum við aumingjar eða menn.. það er spurningin

doctore (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 14:44

20 Smámynd: Che

Konan mín fór áðan til sýslumannsins og afþakkaði formlega IceSave-samninginn. Því að eins og hún segir sjálf:

"Af tvennu illu er betra að skulda ekki neitt".

Che, 4.4.2011 kl. 15:34

21 identicon

Lúðvík - hlustaðu á McWillams: http://www.youtube.com/watch?v=cPrBReK8nf8

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:30

22 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Björgólfur Thor, skilaðu Icesave-peningunum!

btb_1074596.jpg

Breska blaðið Telegraph fjallar í gær  um bréf sem skilanefnd Landsbankans hefur sent stjórnendum bankans þar sem útlistað er hvernig 174 milljónir punda (um 32 milljarðar kr.) hafi verið færðar út úr bankanum með ólögmætum hætti sama dag og hann var þjóðnýttur. Fram kemur að meirihluti fjárhæðarinnar hafi farið til fyrirtækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar. Blaðið greinir frá því að Björgólfur Thor, sem sé búsettur í Lundúnum, sé einn af auðugustu mönnum heims. Telegraph segir að eignir hans séu metnar á einn milljarð Bandaríkjadala. Í bréfinu segir að stjórnarmenn bankans hafi átt að gera sér grein fyrir því þann 6. október 2008 að bankinn hefði verið orðin gjaldþrota. Það sé mat skilanefndarinnar að fjármagnsflutningarnir hafi dregið úr verðmæti eigna bankans og misnunað kröfuhöfum. Þar af leiðandi hafi verið um ólögmætan gjörning að ræða. Frétt Telegraph.mbl.is

 Ég segji Nei við Icesave og skora á Björgólf að gera upp sín eigin viðskipti!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.4.2011 kl. 18:31

23 identicon

Ef að bankarnir hefður verið eftirlitslausir og farið á hausinn og ríkið ekki skipt sér neitt af því, þá kannski. En ríkið skipti sér fyrst ekki af og skipti sér svo af á þann hátt að mismuna fólki á evrópska efnahagssvæðinu. Að stilla þessu upp sem einföldu já eða nei svari, við einföldum spurningum, er í besta falli misvísandi og í versta falli blekking. Hvort það er svo sjálfsblekking, er svo góð spurning :)

Pétur Henry (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 21:09

24 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Einmitt Hólmsteinn, gera bankana gjaldþrota, láta lánadrottnana taka skellinn (eins og á Íslandi) og ábyrgjast innistæður til að hagkerfið stöðvist ekki.

Einmitt vegna þessa skrifaði ég árið 2006:"Fljótlega myndi ég vilja sjá minni útgjöld ríkis og sveitarfélaga, auglýsingar sem hvetja til meiri sparnaðar, minni útlán(með beinum eða óbeinum aðgerðum) og niðurgreiðslu erlendra skulda. Ef þetta gengur ekki þá þarf að skoða hvort ekki þurfi að hækka tekjuskatt lítillega, a.m.k. þarf að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum."

Var einhver tilbúinn í þetta árið 2006?

Lúðvík Júlíusson, 4.4.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband