Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hversu auðvelt er að gleyma 1200 milljörðum króna?
4.3.2011 | 00:47
Þegar talað er um Icesave þessa dagana er sífellt talað um einhverja tugi milljarða. 34 milljarða hér eða 65 milljarða þar.
Einhverjir virðast viljandi gleyma því að raunverulegu tölurnar eru 1234 milljarðar hér eða 1265 milljarðar þar.
Eða það skilst leikmanninum mér.
Sko, 1200 milljarðarnir eru sú upphæð sem Bretar og Hollendingar eiga að fá úr þrotabúi Landsbankans fari allt á næstbesta veg. Það gleymist hinsvegar oft að minnast á óvissuna sem felst í hversu mikið tekst að endurheimta af þessum 1200 milljörðum til að borga upp í Icesave.
Segjum að samningur númer þrjú verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Segjum að ekki takist að endurheimta eina einustu krónu úr hinum fallna Landsbanka.
Þá fellur skuld á þjóðina sem samsvarar ríflega 1200 milljörðum. Ég nenni ekki einu sinni að minnast á einhverja tugi í þessu samhengi.
Væri ég til í að taka slíka áhættu?
Ekki glæta.
Þar að auki hef ég ekki enn séð rök fyrir því að Íslendingar skuldi allan þennan pening annan en þau að ríkisstjórnin hefur verið dugleg að taka einhver lán í nafni Icesave samninga sem þjóðin hefur hafnað og mun hafna. Að sjálfsögðu vilja fæstir tala um slíkar skuldbindingar og siðferðið bakvið þær.
Væri hin raunverulega upphæð "skuldarinnar" kr. 34 milljarðar, af hverju má ekki setja þá uppæð sem þak á hvað Íslendingar eru tilbúnir að borga, þrátt fyrir að skulda ekki neitt?
Ég skil vel að fólk verði ringlað í umræðu sem er stjórnað af fólki sem telur sig vita hvað öllum öðrum er fyrir bestu án þess að vita sjálft hvað þeim sjálfum er fyrir bestu, og þegar áróður ómar mun hærra en skynsemin.
En ég trúi því að fólk átti sig á að allur þessi áróður er bara skvetta í hafið og að hinar stöðugu öldur sannleikans verði það sem fólk sjái að lokum, þó að þeim sé skipað að horfa bara í skvetturnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2014 kl. 16:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Áróður borgunarsinna er ótrúlega ósvífinn, bæði fréttastofa RÚV og Stöð2 styðja það að það sé skylda okkar að borga IceSlave, þrátt fyrir að það samræmist ekki íslenskum lögum og stjórnarskrá....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2011 kl. 00:51
Sæll Hrannar.
Það sem vantar í umræðuna eru upplýsingar. Þetta mál er ekki svart/hvítt. Hjá báðum aðilum þeim vilja samþykkja og þeim sem vilja fella er fólk sem virðist vilja taka ákvörðun á mjög einföldum forsendum.
Það sem liggur fyrir er að eignum Landsbankans er hægt að skipta í nokkurn veginn þrjá hluta. 1/3 eru peningalegar eignir, þær rýrna ekki. Þá eru það eignir tryggðar af opinberum aðilum sem eru 1/3 eignasafnsins. Þetta eru taldar öruggar eignir. Loks eru það eignir í skuldabréfum og fyrirtækjum sem hafa verið teknar yfir. Þessi hluti hefur verið metinn mjög niður. Vitað er að þarna eru eignir sem annað hvort hafa verið að skila sér, eða hafa verið að hækka í verð þannig að okkar hluti er metinn 32 milljarðar nú, í stað 47 milljarðar við undirritun samningsins. Þannig að 1200 milljarðar eru ekki í spilunum.
Margir vilja fella þennan samning til þess að fella ríkisstjórn íslenska alþýðulýðveldisins. Mér finnst það ekki viðeigandi.
Sigurður Þorsteinsson, 4.3.2011 kl. 06:26
Blessaður Sigurður.
Þeir sem meta þennan samning upp á 32 milljarða, eru sömu aðilarnir sem gáfu sér þessar forsendur svo þjóðin átti létt með að greiða 507 milljarðana hans Svavars.
"Hagvöxtur frá 2010-16: VLF eykst um 23% á tímabilinu, sem jafngildir 3,6%
árlegum meðalvexti. Eftir það er gert ráð fyrir 3% vexti á ári. ".
Það þarf ekki að taka fram að þessi spá gekk ekki eftir fyrir síðasta ár, og finnst þér líklegt að hún rætist fyrir árið í ár???? Og þau næstu???
Vissulega þýðir léleg dómgreind í fortíð, ekki að hún sé léleg núna, en forsendan um styrkingu gengis, í þeim ólgusjó sem er í heimsmálum bendir til þess. Hvað þá að þjóð sem þarf að greiða tugmilljarða úr landi árlega í vexti af erlendum lánum, að hún haldi genginu stöðugu. Eða sérð þú fyrir þér þjóðfélag þar sem bílar eru eini samgöngutækin, að hún flytji ekki inn bíla í 6 ár, eða aðrar varanlegar neysluvörur. Og hvernig á að tryggja það, með viðskiptahöftum????
Þeir sem trúa forsendum þessa 32 milljarða, og vitna í spámenn Svavars samningsins, þeir vissulega slá því fram að samningurinn sé lítið mál. En þeir hafa aldrei getað útskýrt af hverju fjárkúgararnir sætta sig ekki við 47 milljarða eingreiðslu.
Og það þarf ekki að taka það fram Sigurður að þú varst ekki einn hinna trúuðu á meðan Steingrímur og Jóhanna voru ein um að halda þessu fram. En það er eðli röksemda að standa óháð því hver setur þær fram.
En fullyrðingarnar um að upphæð ICEsave samningsins sé 47 milljarðar, eða núna 32 milljarðar, eða 0 milljarðar, eru engu réttari en að slá því fram að hún sé 1.200 milljarðar.
Allt byggist þetta á mati á aðstæðum. Hrannar var að benda á að dómsstólar hafa ekki ennþá dæmt um lögmæti þess að veita innlán forgang fram yfir aðrar kröfur. En það er hæpið að fullyrða að þó því yrði hnekkt, að þá kæmi ekki króna upp í innlánin. Því vissulega eru eignir nú þegar til skipta, og ættu því að skiptast jafnt. Eitthvað hlýtur að koma.
En málið er að mat er alltaf mat, og raunveruleiki er raunveruleiki.
Ríkisábyrgðin er upp á 640 milljarða auk vaxta. Það veit enginn hver hin endanlega upphæð verður. Og það er ljóst að það er mikil óvissa, bæði innanlands og ytra. Það veit til dæmis enginn hvernig verð á olíu þróast næstu misserin, en það er ljóst að núverandi verð hefur þegar haft neikvæð áhrif á heimsbúskapinn.
Og það veit enginn hvernig allt endar.
Samt er til fólk sem segir að ríkisábyrgðin sé aðeins 32 milljarðar.
Það gengur ekki upp í mínum huga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2011 kl. 09:06
Það sem mer finnst öllu máli skipta varðandi Þotabúið er að Það er í Bretlandi og í því eru nær eingöngu breskar eignir.
Bretar gætu því haft áhrif á virði þess án þess að við gætum rönd við reist og jafnvel án þess að við vissum af því.
Þess vegna er þetta ekki spurning um að ábyrgjast það sem kannski stendur útaf við uppgjör búsins heldur er ábyrðin upp á 1.250.000.000.000 kr
Guðmundur Jónsson, 4.3.2011 kl. 13:58
Hrannar, mikið af þessum fjármunum eru þegar í hendi. Þetta eru beinharðir peningar sem liggja í búinu. Ýmislegt annað eru síðan skuldabréf á nýja Landsbankann og eru því ansi örugg. Svo bætast við arðgreiðslur frá Iceland og möguleg sala á því fyrirtæki. - Áhættufælni þín í þessu máli jafnast á við það að þora ekki út úr húsi af því flugvél gæti hrapað ofan á hausinn á þér. - Þér finnst hins vegar þá líklega ekkert mál að hafna samingnum, taka áhættuna á dómsmáli og sitja uppi með margfalt hærri skuld. - Ég geri ríkari kröfur til heimspekingsins um gagnrýna hugsun en þetta. Verst er að þú ert að taka þátt í að viðhalda þeirri blindu múgæsingi sem ríkir gagnvart þessu máli hér á Moggablogginu þegar þú einmitt ættir að vera maðurinn til að koma viti fyrir fólk.
Reyndu nú að skoða málið aftur og gá hvort þú getir ekki skipt um skoðun. Þetta snýst vitanlega ekki bara um rökfærslur heldur forsendurnar - það er raunverulegar upplýsingar um kosti og áhættu.
ábs (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 23:19
Það sem vantar í þessu máli eru áreiðanlegar upplýsingar. Það má vel vera að skrifað sé inn í samninginn sú klása að ef neyðarlögin verða felld úr gildi sé um forsendubrest að ræða sem fellir samninginn sjálfkrafa úr gildi.
Ég hef lítið vit á hagsmunarökunum, en get skilið að þeir sem setja hagsmunina á oddinn vilji lágmarka mögulegan skaða með því að semja strax.
Einnig sé ég skýrt og greinilega að það er ekkert réttlæti í að borga Bretum og Hollendingum þetta.
Þeir sem velja hagsmuni "sína" umfram réttlætið, semsagt praktískt mat umfram prinsipp, eru líklegir til að vilja samþykkja samninginn. Þeir sem velja réttlætið umfram hagsmuni munu hins vegar greiða atkvæði gegn samningnum.
Það sem vantar eru áreiðanlegar upplýsingar og hófsamar umræður um þessi mál.
Stóra spurningin er hvort við eigum að standa við hugsjónir okkar eða hagsmuni, og hvort til sé leið sem sameinar þessa tvo þætti.
Hrannar Baldursson, 4.3.2011 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.