Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er Ísland gjaldþrota?
14.10.2010 | 20:08
Þjóð sem hefur ekki efni á réttlæti er gjaldþrota.
Það er ekkert réttlæti í því að heiðarlegt og duglegt fólk sitji tjóðrað í skuldafangelsi vegna stórtæks bankaráns og þátttöku eigenda, starfsmanna og ríkisvalds í ráninu, auk ribbalda sem nú vilja ráðast inn á heimilin í laganna nafni.
Þetta rán var orsök þess að gjaldeyrisforsendur brustu, ástæða þess að verðbólgan rauk upp, ástæða þess að verðtryggð jafnt sem gjaldeyrislán eru stjórnlaus.
Ránsfengnum var dreift til fárra hópa, í leyni. Sumir komu honum úr landi. Snúið var upp á reglur og með blekkingum varð hinu dýpsta ranglæti snúið upp í réttinn fyrir fáa til að eignast allar eigur þeirra sem minna mega sín. Varið af heilögum einkarétti. Minnir á rannsóknarrétt miðalda.
Nú grætur þjóðin beiskum tárum. Fólk sér vini, kunningja og ættingja í vandræðum. Venjulegt fólk. Sumir eiga varla fyrir mat. Fjölskylda og vinir redda þeim kannski í bili. Hversu lengi? Sumir eru fluttir úr landi - þetta eru oftast feður og mæður, synir og dætur, sjaldnar afar og ömmur. Sumar fjölskyldur eru sundraðar. Sum börn hafa ekki séð eigið foreldri svo mánuðum skiptir. Hvers eiga þessi börn að gjalda?
Fólk hefur verið rænt. Það hefur verið vaðið inn á heimili þeirra, þau bundin og kefluð, öllum þeirra eigum sópað í stóra svarta plastpoka og sent heim til kröfuhafa sem síðan kíkja gegnum þessar persónulegu eigur og brenna þær á báli, til að hlýja sér og gleðja sínar myrku sálir í neistafluginu.
Þjóð sem hefur ekki efni á réttlæti er gjaldþrota.
Réttlætið felst í að leyfa réttlátu fólki að lifa í friði, í friði frá áreiti vegna skulda sem það vill greiða en getur það ekki vegna þess að skuldirnar margfölduðust umfram greiðslugetu. Þetta fólk þarf annað tækifæri. Þjóðin getur gefið þessu fólki annað tækifæri. En þjóðin vill það ekki.
Réttlætið er dýrt og óþægilegt fyrir þá sem þurfa ekki á því að halda, fólki sem finnst það hafa sloppið vel, fólki sem heldur að skuldavandinn sé aðeins vandi fólks sem tók heimskulega áhættu, eins og að kaupa sér íbúð frekar en að leigja, kaupa sér bíl frekar en að hjóla eða fara með strætó. Það gleymist hratt að þetta fólk hefur verið rænt. Margir aleigu sinni. Og þegar þeir sem nóg eiga úthrópa fórnarlömb þessara glæpa sýna þeir hinir sömu ekkert annað en tómar sálir sem ekkert getur fyllt annað en neistaflug brennandi heimila.
Þjóð sem hefur ekki efni á réttlæti er gjaldþrota.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 778031
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Verulega gott innlegg gamli vinur. Vonandi að einhver af þessum ræningjalýð sjái færsluna og taki til sín það sem hann á.
Tómas Þráinsson, 14.10.2010 kl. 20:35
Gott innlegg í umræðuna taki þeir til sín sem eiga...
Kristinn Árnason, 14.10.2010 kl. 20:50
Byrjaði þetta ekki þegar mannréttindin, að róa til fiskjar og fénýta aflann
var tekið af Íslendingum ?
þjóðarhagur kallar á frjálsar handfæra veiðar, núna strax!!!
Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2010 kl. 21:20
Ef maður stígur aðeins nokkur skref aftur á bak og lítur yfir Ísland frá 2000 til 2010. Gengistryggð lán (ólögleg allan tímann) og allur harmleikurinn fyrir hrunið þar sem eftirlitsstofnanir okkar horfðu aðgerðarlaus á fjármálalífið taka stöðu gegn krónunni (kannski vissu þeir sannleikann og litu svo á að þetta væri nauðsynlegt til að bjarga bönkunum?) og svo eftir hrunið banka svo upp á hjá almenningi með handrukkurum og henda fólki á götuna. Víst vorum við komin upp á AGS þá en það hefur orðið trúnaðarbrestur með þjóð og stjórnvöldum.
Við eigum Lífeyrissjóðina og hreykjum okkur af. Við eigum að þjóðnýta þá og nýta til að leiðrétta óréttinn sem búið er að baka hinum almenna borgara.
Eftir leiðréttinguna má setja á hærri iðgjöld tímabundið ca. í 5 ár. Nú er því haldið fram að þetta séu svik við eldri borgara en á móti kemur að margur eldri borgarinn er illa staddur líka bæði með uppáskriftum og svo er hann oft í vanlíðan vegna stöðu barna og barnabarna.
Villi (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 22:32
Já, Ísland er gjaldþrota.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2010 kl. 23:53
Mæltu manna heilastur af allri þinni mælsku og réttlætiskennd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.10.2010 kl. 23:59
Flott skrif hjá þér, það hefur orðið gjaldþrot í mjög víðum skilningi á Íslandi. Hér er önnur áhugaverð grein sem gott er að lesa líka: http://blog.eyjan.is/gunnarsa/2010/10/13/saga-skuldarinnar/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.10.2010 kl. 02:37
Tommi: Takk fyrir innlitið. Þeir sem hugsa fyrst og fremst um eigið skinn og hafa það hugarfar að í lagi sé að vaxa og dafna á kostnað annarra sem lítils mega sín, þeir líta varla inn á bloggsíðuna mína nema fyrir slysni.
Kristinn: Það sorglega er að það virðist þurfa að þvinga þá sem völdin hafa til að hlusta. Í stað þess að leita sjálf eftir hvað er gott að gera, og sýna frumkvæði, virðist ákvörðunarfælni og hugleysi því miður vera hærra skrifað.
Aðalsteinn: Ég hef aldrei botnað í þeirri hugmynd að fólk hafi ekki rétt til að afla sér matar í eigin krafti. Auðvitað eiga handfæraveiðar að vera frjálsar. Það er bara erfitt að trúa því að við séum svo djúpt sokkin að þær séu það ekki.
Villi: Það þarf að fara í leiðréttingar og jafnvel niðurfellingar. Ég held að leiðréttingarnar hefðu þurft að eiga sér stað fyrir um ári síðan, og nú sé sú aðgerð orðin barn síns tíma. Þar sem húsnæðisverð fer lækkandi verður einnig þörf á niðurfellingu skulda, því miður. Í öllum slíkum aðgerðum þarf þjóðin að passa upp á þá sem minna mega sín, gæta þess að hin eldri og þau sjúku verði varðveitt. Ef Ísland er gjalþrota eins og mig grunar, þá duga lífeyrissjóðir ekki til. Það dugar ekki lengur að fresta vandanum og lengja stöðugt í hengingarólum. Það verður að horfast í augu við staðreyndir. Viðurkenna að við þurfum hjálp og að lán eru ekki sú hjálp sem við þurfum. Það þarf að sameina þjóðina, í stað þess að breikka stöðugt bil þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Fjárlagafrumvarpið fyrir 2011 er auglýsing á gjaldþroti. Betra er að strauja harða diskinn og kaupa nýjan í stað þess að hjakka áfram á kerfi sem er fullt af vírusum og getur hrunið hvenær sem er.
Jóna: Takk.
Ómar: Takk.
Kjartan: Takk, og sérstaklega fyrir greinina sem þú vísar í. Hún er afar góð, Saga skuldarinnar
Hrannar Baldursson, 15.10.2010 kl. 05:46
Okkar helsta gjaldþrot er á alþingi, í stjórnsýslu, mafíuvæðingu; Á meðan það er þá verður ekki neinn bati.
Annars er ég mest hissa á að menn hafi ekki snappað meira en raun ber vitni... það fer örugglega að koma að því
doctore (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 08:54
Auðvitað erum við gjaldþrota, spurning hvernig þjóðin rís upp úr þessu.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2010 kl. 10:46
Takk fyrir frábæran pistil;-)
Konráð Ragnarsson, 15.10.2010 kl. 12:00
Takk og jú, landið er gjaldþrota á mörgum sviðum.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 15.10.2010 kl. 12:33
Takk fyrir pistilinn. þetta getur ekki verið sannara!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 15.10.2010 kl. 13:14
Þrælgóður pistill
Sigurður Þorsteinsson, 15.10.2010 kl. 20:53
Athyglisverðar hugmyndir og ábendingar hjá Villa í nr. 4
Iðgjöldin gætu einnig verið í 10 ár eða svo. En afhverju sameina þeir ekki lífeyrissjóðina? Í þessu fámenna þjóðfélagi eru til fjöldinn allur af lífeyrissjóðum með sína kostnaðasömu yfirbyggingu og mánaðarleg ofurlaun forstjóranna sem sum eru margfaldar árstekjur mínar.
Jóhannes (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 22:26
Góður pistill og góð hugmynd hjá Jóhannes.
...svo er það fjölskyldan. Hver fjölskyldumeðlimur er með sitt "budget" og á svona hörðum tímur er mikilvægt að vera glerharður að fylgja þeim.
Siggi litli sem er 3ja er búin med sina peninga þennan mánuð svo hann hefur ekki fengið mat siðan á mánudagin. Mamma hans þarf að fara erlendis og er með takmarkaða peninga, á rétt til að borga barnapíunni.
Siggi braut 2 diska í mánuðinum og það fór alveg með fjárhaginn hans. Við hjónin höfur rætt það hvort við eigum að lána honum fyrir mat eða eitthvað, enn við látum umræðuna bíða þar til hún kemur tilbaka til landsins...
Engin lán innbyrðis eru leyfð í fjölskyldunni og við foreldrarnir viljum ekki kenna krökkunum neitt rugl í fjármálum.
Kalli er búin að fara úlpulaus í skólan í einn og hálfan mánuð er komin með heiftarlegt kvef. Hann valdi að nota sinn pening í mat í staðin fyrir úlpu.
Ég sjálfur fékk rosa avslátt af nýja billiardborðinu í hobbyherberginu og það truflar mig ekkert að börnin skuli gráta úr sulti á efri hæðinni.
Ég hef komið tvisvar að Sigga litla og Kalla sem er 6 ára, þar sem þeir voru að reyna að opna hengilásinn á ísskápnum...það er einhver afbrotahneigð í krökkunum svei mér þá.
"Börn þurfa að læra að virða eignaréttinn strax í byrjun skólann" var sagt við mig í Hagfræðideild Háskóla Ísland þar sem ég lauk prófessorsnámi í hagfræði...
Bankakreppan skellur alltaf harðast á þeim sem minnst meiga sín, sbr. Sigga litla sem er bara með dagpeninga og er mjög af honum dregið vegna matarskorts hans, og svo á hann ekki einu sinni fyrir spítala ef á þyrfti að halda...
...og Kalli vonar að það verði gott veður meðan hann er blankur.
Hann veit að engir dagpeningar eru borgaðir ef hann liggur heima með kvef svo hann er að þrælast þetta í skólann enda duglegur eins og ég...
Óskar Arnórsson, 15.10.2010 kl. 23:36
þakka.
Hörður Halldórsson, 16.10.2010 kl. 08:05
Takk fyrir athugasemdirnar.
Hrannar Baldursson, 16.10.2010 kl. 09:02
Það er langt síðan , en takk fyrir að taka eftir því þarna í Helvíti
Ómar Ingi, 16.10.2010 kl. 10:59
Allavega er þjóð sem telur sig ekki hafa efni réttlæti nema fyrir suma andlega gjaldþrota
Sævar Finnbogason, 18.10.2010 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.