Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er fátækt sjálfsagður hlutur?
8.10.2010 | 07:51
Í mínum huga hefur Ísland fyrir sýndargóðæristímann alltaf notið ákveðinnar sérstöðu. Þá var Ísland land þar sem fátækt var í lágmarki og ríkidæmi ekki jafn öfgafullt og í dag. Eftir góðæri hefur ríkidæmi fárra aukist gífurlega og fátækt fjöldans stækkað hratt og er enn að stækka. Margt ríkidæmið hefur einnig reynst orðið til með sýndarmennsku og kerfisbundnum svikamyllum, og er kostnaðurinn hefur þegar étið margar fjölskyldur og byrjað að narta í aðrar.
Þetta er ekki eðlilegt.
Víða um heim verður mikill fjöldi fólks undir í samfélögum, verða fátækir og eiga um sárt að binda. Rísa þá gjarnan upp trúarbrögð sem hjálpa þeim þjáðu að sætta sig við lífsins táradal. Kapphlaupið um lífsgæðin snýst um að lenda ekki í undirmálshópnum, sem þræll fyrir hinar æðru stéttir auðmanna, og komast frekar í hópinn þar sem hinir vinna fyrir þig.
Mér þætti áhugavert að vera fluga á vegg hjá ráðgjöfum AGS og jafnvel skimast inn í viðhorf þeirra um hvernig þjóðfélög ættu að vera þegar málið snýr að fátækt. Einnig þætti mér áhugavert að heyra hvað stjórnmálamenn, þingmenn og fólk almennt hugsar þegar kemur að þessu máli.
Finnst okkur fátækt sjálfsagður hlutur, eitthvað sem einkennir hvert einasta samfélag, nánast nauðsynlegur hluti þess að lifa í þessum heimi? Finnst okkur fátækt bara allt í lagi? Erum við meðvituð um hvað hinir ríku, þeir sem völdin hafa, fá gífurlega mikil aukin völd og auð þegar fátæktin breiðir úr sér? Erum við meðvituð um að fátækt er val samfélagsins, að hægt er að komast hjá slíkum vanda með samstöðu? Erum við meðvituð um að slík samstaða verður alltaf úthrópuð af þeim sem telja veldi sínu ógnað?
Þetta viðhorf. Þessi trú. Að fátækt sé bara veruleiki. Sú trú virðist óhagganlegri en kirkjan.
Deilum við þessari trú? Viljum við samfélag þar sem ákveðinn hópur fólks er dæmdur frá fæðingu til dauða, nema með einstaka undantekningum, til fátæktar, undirgefni og lífs án raunverulegra tækifæra?
Meta mætti gildisgapið á milli ráðgjafavalds AGS og íslensku þjóðarinnar, því mig grunar að þessir ráðgjafar lifi í heimi þar sem fátækt þykir sjálfsagður hlutur - einfaldlega kostnaður vegna uppbyggingar, en slíkt viðhorf hef ég ekki sjálfur.
Neyð eins hluta samfélags á kostnað annars hluta hins litla Íslands er ekki eitthvað sem við eigum að sætta okkur við.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 778034
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Takk Arnar.
Frábær grein hjá þér, sem segir það svo skýrt sem margir vildu sagt hafa þegar þeir segja, þetta á ekki að vera svona.
Mættu sem flestir lesa og skilja, fátækt er val.
Og það er okkar að velja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 10:02
Fyrirgefðu, Hrannar vildi ég sagt hafa, en sleppi doninum, aðeins Marlo Brando er don í mínum huga.
Kveðja, sami.
Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 10:02
Frábær ertu alltaf
Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2010 kl. 12:45
Hrannar, frjálsar handfæra veiðar sem Jóhanna lofaði þjóðinni,
en er enn Óefnt, mundu færa okkur gamla Ísland aftur,
jafna lífskjör almennings.
Aðalsteinn Agnarsson, 8.10.2010 kl. 14:05
Bíddu nú hægur, hornsteinn íslands, að sumra mati(Biblían); Hún segir klárlega að best af öllu sé að vera fátæk(ur); Því þá sé leiðin greið að himnapabba.
Ef menn eigi eitthvað þá sé leiðin til himnaríkis jafn greiðfær og það að setja úlfalda í gegnum nálarauga.
Sússi sagði víst að menn ættu að selja allar eigur sínar, ganga um og hugsa ekkert um mat/föt eða húsaskjól, því Guddi myndi skaffa þetta allt rétt eins og hann fóðrar fugla.
Þetta er ástæða þess að prestar eru með millu á mánuði...uh, wait... somethings fishy here ;)
In context, deny it and look silly ;)
doctore (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 14:24
http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1103882/
Ómar Ingi, 8.10.2010 kl. 19:44
sammála...sælir eru fátækir því þeir geta klórað sér í gegnum götin!
Sigurður örn brynjólffson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 06:33
Við þessum hugleiðingum verður oft erfitt að finna viðeigandi svör. Þú ættir að kynna þér skýringar Martinusar um fátækt.
Hann segir t.d. að ef auð mannskynsins væri skipt jafnt í dag milli alls mannkysnins, þá væri eftir stuttan tíma, komin svipað ástand og hafði verið áður.
Það er vegna þess að þetta er ákveðið ástand sem innbyggt er í mannkynið. Sýnir eiginlega ófullkomleika mannanna í sinni nöktu mynd.
Þó við grátum þetta ástand þá getum við mjög lítið gert til að breyta því.
Hins vegar ef horft er á þróun mannkynsins með fimmtíu ára millibili, þá sést greinilega hvernig þjóðfélögin stíga framfaraspor á hverri öld.
Ástæða fátæktar er fólgin í þróunarferlinu. Meðan fólk fer ekki eftir lífslögmálunum, þá er það bundið af afleiðingum rangrar breytni. Bæði í þessu lífi og öðru lífi. Til að geta fengið eitthvað réttlæti út úr þessum hugleiðingum þarf að hugsa út fyrir eitt æviskeið.
Við komum með ákveðnar "syndir" á bakinu inn í þetta líf og förum mismikið klifjaðir í hið næsta. Þannig getum við smátt og smátt unnið okkur upp í notalegt líf. Þá opnast skyndilega næsta spurning - hvað er notalegt líf ?
Ekki er það að sitja með hendur í skauti og vera latur og eigingjarn!
Miklu heldur að vinna og starfa við uppbyggjandi iðju og lifa í því sem má gjarnan kalla kærleiksríkt líf.
Ég sé að þetta verður allt of löng hugleiðing og sem skilur eftir sig margar spurningar. Ég vísa því aftur til Martinusar sem skýrir málið fyrir hvern þann sem óskar eftir viturlegum svörum.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.10.2010 kl. 21:13
Fátækt getur verið slæmt en að vera ríkur getur gert mann geðveikan. Það fer eftir einstaklingnum. Sumir nenni ekki að lyfta matnum upp að munni sér á meðan aðrir í krafti atorku sinnar koma mörgu í framkvæmd. Fátæktin getur líka sprottið af uppvexti og sjálfsmati og minnimáttarkennd. Kannski geta þjóðfélögin lagfært margt sem miður fer. Ríkir geta líka verið latir og átt nóg af að taka af auði sýnum sem gjarnan vill þá tærast upp. Ég veit um einn sem vildi frekar "vera á Borginni" heldur en að vinna því hann hafði meira kaup!
Hörður Finnbogason, 12.10.2010 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.