Er spilling vandamál?

Þegar aðgangur að stjórnmálum snýst aðallega um hversu mikla styrki þú færð til að komast í efstu sæti stærstu flokkana, og síðan hversu mikla styrki þú færð til að koma flokki þínum til valda; þá er fyrst og fremst verið að skapa eða spinna ímynd fyrir kjósendur, og engu máli skiptir hvort hún sé sönn eða ekki, aðeins hvort hún sé aðlaðandi og nóg til að kjósandi sem hallast í þessa átt hallist nógu langt til merkja X við reit flokksins í kjörklefanum.

Við heyrum stöðugt af bakstungum samflokksmanna sem reyna að koma sínu fólki að, við heyrum af háum styrkjum til stjórnmálamanna - sem eru ekkert annað en mútur, við heyrum að stjórnmálamönnum þyki þetta ekki merkilegt vandamál (enda samdauna því), og við heyrum af hvernig flokkhollir félagar raða sér í stjórnsýsluna, í óauglýst störf. Það er svo mikið í gangi að maður spyr hvort eðlilegri manneskju fallist ekki hendur þegar hún sér vandamálið.

Spilling á Íslandi er vandamál í mínum huga. Stundum velti ég fyrir mér hvort það sé bara ég sem sé þetta sem óeðlilegt umhverfi fyrir samlanda minna. Er það bara ég sem sé þetta? Er sjón mín eitthvað skökk? Af hverju er ekkert gert við þessu?

Það er útilokað að finna réttlæti í samfélagi þar sem spilltir einstaklingar setja lögin.

En hvað er spilling?

Spilling er þegar eiginhagsmunir og skylda rekast á, og sérhagsmunir eru látnir ráða för. Eðli málsins vegna er afar erfitt að sýna fram á að einstaklingur eða flokkur láti sérhagsmuni ráða för í ákvörðunum sínum. Hugsanlega veit viðkomandi einstaklingur ekki nógu mikið um siðferði til að gera greinarmun á þessu tvennu, kannski er honum bara sama.

Þannig gerist þetta.

Segjum að X fari í prófkjör. Hann á góða vini í fyrirtækinu Z og biður þá um styrk, sem og önnur fyrirtæki. Fyrirtæki Z gefur honum rausnarlegan styrk, býður honum á fundi til að kynna honum stefnu fyrirtækisins og langtímamarkmið, en segir þó ekki beint að ætlunin sé að stjórnmálamaðurinn muni hjálpa til. En um leið og stjórnmálamaðurinn hefur tekið við hinum rausnarlega styrk, hefur ákveðið samkomulag verið treyst á milli fyrirtækisins og stjórnmálamannsins. Að hagsmunir þeirra liggja saman. 

Verði stjórnmálamaður X duglegur, komist framarlega í flokk og komi flokknum til valda, þá veit hann að árangurinn er fyrirtæki Z að þakka. Og fyrirtæki Z veit að það hefur komið inn góðum manni og heldur áfram að veita styrki í formi lítilla eða stórra gjafa, jafnvel peninga.

Þegar stjórnmálamaður X þarf að setja lög, hefur hann ákveðin viðmið um hvort lögin séu góð eða ekki. Þessi viðmið ættu að vera með hliðsjón af gæfu þjóðarinnar, en hann getur ekki hugsað sér að setja lög sem væru hins vegar til trafala fyrir fyrirtæki Z. Setji stjórnmálamaður X fyrirtæki Z í forgang yfir almannaheill, þá er hann að taka sérhagsmuni framyfir skyldu sína, og er þar af leiðandi spilltur.

Þetta er aðeins eitt af mörgum mögulegum dæmum um spillingu.

Annað dæmi, og ekkert skárra, er þegar stjórnmálamaður er svo flokkshollur að hann tekur stefnu og loforð flokksins framyfir skyldur sínar gagnvart þjóðinni. Það gerist aftur og aftur, þegar leiðtogar stjórnmálaflokka útiloka hina óþægu frá völdum og verðlauna aðeins þá sem hlíða.

Þannig verður pólitísk spilling að sífellt stærra vandamáli fyrir þjóðina alla, en aftur á móti til þæginda fyrir stjórnmálamanninn sjálfan. Spilltur stjórnmálamaður myndi aldrei vinna gegn spillingu, myndi gera lítið úr hugtakinu og láta eins og þetta sé bara ímyndun einhverra geggjaðra bloggara úti í bæ.

Hinir óspilltu myndu hins vegar leggja krafta sína í að smíða frumvörp gegn slíkri spillingu, þar sem allir styrkir og gjafir til stjórnmálamanna yrðu bannaðir, að komið yrði í veg fyrir skoðanakúgun á stjórnmálamönnum sem og öðru fólki. 

Það er ekki auðvelt að vera skyldurækinn, hvort sem maður vill vera það eða ekki. Það er þúsund sinnum auðveldara að leyfa spillingaröflunum að sópa sér inn í heim þæginda og kæruleysis, þar sem fólkið í landinu er ekkert annað en múgur, þar sem skylda er ekkert annað en hugtak sem nota skal þegar það hentar, þar sem meðvitund um að sérhver ákvörðun á þingi hefur víðtæk áhrif á fólkið í landinu, þar sem pennastrik eins getur þýtt líf eða dauða annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei, það er engin spilling á Íslandi. Allt svona tal er hugarfóstur bloggara sem er að reyna að grafa undan sönnu lýðræði. Bankahrunið var óhapp sem þarf að laga og Jón Ásgeir er saklaus...

Björgúlfarnir eru búnir að útskýra að allir tapaðir peningar fóru til "peningahimna" (blessuð sé minnig þeirra) og nú þurfi fólk að vera jákvætt, spýta í lófana og vinna sér inn fyrir sinni eigin fjárhagslegu jarðarför.... (Gjaldþroti)...

Sjálfum finnst mér  mútur og vinargreiðar skemmtilegastir. Lögleiða þarf mútur upp að ákveðinni upphæð fyrir alla og sérstaka upphæð fyrir útvalda.

T.d. aðallin þarf að hafa þak í kringum milljarð í mútur, þegar óbreyttir meiga sætta sig við milljón í mútur o.s.f.

Lýðræði þarf að leggja niður enda næstum horfið, og Fláræði á að koma í staðin sem stjórnkerfi. Lýgi þarf kenna í skólum og verða bestu lygarar landsins settir í helstu embættin, banka og á Alþingi.

Mútur, lygar og svindl þarf að endurskoðast sem heilbrigður þáttur í daglegu lífi fólks og duglegir svindlarar eiga að fá Fálkaorðuna....

Heilbrigð skynsemi er hvort eð er að deyja út, svo það er alveg upplagt að taka síðasta eintakið og setja á þjóðmynjasafnið.... eða er kanski búið að koma þessu í kring?...

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Svona er Ísland í dag.

Hrannar Baldursson, 21.8.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einhvernvegin svona upplifi ég Ísland í dag.

Kúltúr af spillingu hefur fengið að þróast og "normaliseras" í gegnum "góðærið".

Þáttakendur eru svo margir í æðstu stöðum þjóðfélagssins að aðalglæponarnir eru að slípa til orðaforðan svo gjaldþrota eða févana skríllin geti fengið ruglið matreitt ofan í sig eins gætilega og hægt er.

Stjórnmálamenn vita að skríllin skiptir nákvæmlega engu máli meðan þeir melta síðustu lýgasögu. Leyfa þeim bara að jarma á götum úti og mótmæla því þeir vilja, og þeir vita sem er að einhverntíma verða þeir að fara heim og svo þreytist fólk á þessu.

Flestir gleyma þessu og það vita valdamenn líka fyrirfram. Skrílinn lætur aðalinn draga sig á asnaeyrunum í nafni lýðræðis, haldnir eru endalausir fundir og þeir sem best fá borgað fyrir að sitja svona fundi hafa minnstan áhuga á því.Enda allir saklausi af því hvernig komið er.

Þegar aðallinn talar er þess gætt að láta eins og Ísland sé þegar gengið í ESB, eiginlega er búið að borga Icesave og bra smá upphæð eftir.

Menn sætta sig við þetta hægt og rólega, enda skríllinn eins og tamdir hvolpar sem þeir vilja ekki að kúki á fína teppið í stofunni...kurteisir og æðrulausir.

...svo verður snarlega skipt um umræðuefni, umræðunni stýrt eitthvað allt annað, kanski verður jarðskjálfti, kærkomið hneyksli um bara hvað sem er, allt til að róa sauðsvartan skrílinn sem aðallinn er svo háður. 

Við verðum eins og óþægar beljur sem vilja ekki láta mjólka sig. það gengur yfir og allt verður eins og alltaf áður....

Spillingin er komin til að vera.

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er allt eftir bókinni. Nánar tiltekið Prinsinum eftir Machiavelli.

Hrannar Baldursson, 21.8.2010 kl. 20:30

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Aldrei heyrt um þessa bók.

Enn það er undarlegt að sefjunaráhrif áhrifafólks skuli vera svona geigvænleg. menn detta alltaf í sömu gryfjuna. Dæmi um spillingu sem heitir "viðskipti" á Íslandi og er siðlaust enn löglegt. Samt fer það algjörlega eftir því hvernig á það er litið. 

Tveir vinir setja upp sitthvort hlutafélagið. þeir gefa út sitthvorn víxilinn á hvern annan að upphæð einn milljarð hver.

Víxillinn er settur til innheimtu í sitthvorum bankanum. Vottorð um "innistæðuna" fást út frá báðum bönkunum bæði á Íslensku og ensku. Það íslenska er notað fyrst til að skrá hlutafélagið og hlutafé samkvæmt lögum, sem er þá 1 milljarður ISK í skráð hlutafé. 

Þar sem bankinn veit oftast fyrirfram að líklegast er bara annar eins víxill "á floti" einhversstaðar, lánar hann að sjálfsögðu ekki neitt í þetta tiltekna félag, enn verður samt milliliður í að taka lán upp á hálfan milljarð frá útlöndum. 

Með peningum er alltaf hægt að búa til meiri peninga, þetta dæmi er mikil einföldun enn svona er "módellið" á Íslandsviðskiptum og það þykir "ægilega snjallt" að komna svona bulli í gegnum kerfið.

Stundum tekst þetta og stundum ekki. Áhættan er engin, hrynur þetta þá hagnast báðir "eigendur" fyrirtækjanna, víxlarnir tveir gufa upp, báðir henda fyrirtækjunum á gjaldþrotafæribandið og stofna nýtt. Nýjir víxlar eru skrifaðir og bla, bla, bla.....sagan endalausa þar til þjóðfélagið sprakk....

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 21:56

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, svona gekk þetta fyrir sig og þótti eðlilegt. Sumir margfölduðu dæmið út í hið óendanlega og enginn áhrifamaður vildi stoppa þá nema kannski Davíð Oddsson sem búinn var að mála sig út í horn og fáir hlustuðu lengur á.

Hrannar Baldursson, 22.8.2010 kl. 06:41

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hér geturðu lesið aðeins um Prinsinn eftir Machiavelli.

Hér geturðu lesið bókina í heild sinni eða hlustað á hana gegnum netið.

Aðferðirnar sem Machiavelli sýnir í þessari bók endurspeglast í íslenskri stjórnsýslu í dag. Það er mikið passað upp á að halda hinum sterkari góðum, og hinum veikari nægilega kúguðum til að þeir geri ekki uppreisn.

Þetta er skyldulesning fyrir alla stjórnmálamenn og sérstaklega stjórnmálafræðinga.

Hrannar Baldursson, 22.8.2010 kl. 06:50

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Davíð Oddson hafði ekki hreinar og klára sannanir enn hann vissi um þetta. Ég persónulega þoli ekki persónunna, enn hann er eldklár kallinn.

Þetta litla sem ég hef náð að lesa um Prinsin og hans aðferðir er heilmikill fróðleikur! Ég ætla að kíkja betur á þetta...þú ert vel að þér í góðum bókum Hrannar. Takk fyrir tipsið...

Annars lítur þetta út eins og NWO sýstemið  í miniformati....

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 11:46

9 identicon

Hvað er til ráða?

Kristbjörn H. (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband