Hvaða skellur ætli sé verstur?

Egill Helgason skrifaði pistil í gær, Tap erlendra kröfuhafa, sem innihélt hugsun mjög á skjön við gildismat mitt:

Það er áætlað að erlendir kröfuhafar hafi tapað 4-5 þúsund milljörðum króna á íslensku bönkunum. Það eru þeir sem eru að fá stærsta skellinn vegna hrunsins – og það er allt í lagi að sýna smá skilning vegna þess.

Ég er ekki sammála þessari skoðun og finnst þessi samanburður frekar móðgandi fyrir fólkið sem á varla fyrir helstu nauðsynjum vegna þess að það er enn að borga stökkbreytt lán, hefur misst fyrri tekjustofn, þarf að takast á við miklar hækkanir eða þarf jafnvel að óska eftir mat frá hjálparstofnunum. 

Þess vegna spyr ég:

Hvaða skellur ætli sé verstur?

A tapar 20 milljónum en á bara 10 milljónir og hefur misst vinnuna að auki.
B tapar 20 milljónum og á 10 milljónir að auki
C tapar 200 milljónum og á 800 milljónir að auki

Ég segi A.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svona eru sjónarhornin ólík í henni veröld og það er trúlega meinið stóra

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.7.2010 kl. 13:13

3 identicon

Sólstrandagæinn EH er einfaldlega ekki í takt við íslenskan veruleika. Hann er dæmi um að "Kvosar-heilkennið" nær upp í Efstaleiti.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 16:23

4 identicon

Einn þykist góður ef hann á fyrir Diet kók, en rakar saman fé úr  Íslandsbanka,   leggur inn í banka í kanada og tekur svo út úr bankanum  10 milljónir bandaríkjadala og borgar upp lánið sitt á íbúð sem hann á í New york og fær svo afhenta á silfurfati eina littla búðarholu frá Arion banka vegna þess að aðrir geta ekki rekið verslanir á Íslandi. Eða var þetta konan hans, eða pabbi hans? Ég botna bara ekki orðið neitt í neinu.

Ég vildi að ég væri svona flínkur.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 17:12

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 7.7.2010 kl. 19:54

6 identicon

Ég segi A thegar ég fer til tanna.

Ég segi A (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband