Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Er fólk virkilega svona sofandi yfir framtíðinni?
9.6.2010 | 05:07
Ríkisstjórnin er búin að taka lán út á nýjasta loforðið um að borga ICESAVE þvert á vilja þjóðarinnar, og hafa þar af leiðandi komið Íslandi í raunverulega skuldbindingu til að borga til baka. Undir þessa viljayfirlýsingu skrifuðu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri.
Það er engin leið út úr þessu nema ríkisstjórnin verði felld, og ég sé það ekki gerast í bráð. Ísland mun þurfa að glíma við erfiða fátækt í minnst 100 ár eftir þessa samþykkt. Þetta fer hins vegar ekki að bíta fyrr en á fyrstu dögum endurgreiðslu. Það er að sjálfsögðu eftir að þessi ríkisstjórn er farin frá og flestir ábyrgðarmenn komnir á eftirlaun.
Það er fjarlægur draumur að ímynda sér Breta og Hollendinga gefa eftir þessa "skuld" sem var ekki "skuld" fyrr en fjórmenningarnir tóku stórt alþjóðlegt lán með viljayfirlýsingu yfir að borga allt til baka á fullum vöxtum. Þetta eru sambærileg svik og að lofa í upphafi að greiða allar innistæður í bönkum til baka. Enginn mun bera ábyrgð.
Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Gylfi Magnússon og Már Sigurðsson tefldu skákina vel gegn þjóðinni sem nú hefur verið mátuð kæfingarmáti af ríkisstjórninni sjálfri - og það gegn þeim vilja sem fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslu, en það gerist þegar eigin liðsmenn eru illa staðsettir og vinna ekki saman.
Eina leiðin út úr þessu hefði verið uppreisn þjóðarinnar við undirskrift þessa samnings og algjör afneitun hans, en fyrst svo var ekki, hafa núlifandi Íslendingar nú þegar dæmt börn sín í annað hvort ævilangt skuldafangelsi eða útlegð frá þessari fallegu eyju.
Við erum fallin á tíma. Taflið er tapað. Leikurinn búinn. Svikin af eigin liði.
Íslendingar geta ekki borgað Icesave" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Með banditta ríkistjórn getur hvað sem er gerst...
Óskar Arnórsson, 9.6.2010 kl. 06:23
Hrannar, það kraumar óánægja, sem m.a. kom fram í sveitarstjórnarkosningunum. Ef gagnrýnisöflin verða virkjuð þá er þessi ríkisstjórn farin frá. Það gerist að mínu mati þegar líða tekur á haustið og getuleysið kemur betur fram. Innan stjórnarliðsins er Lilja Mósesdóttir yfirburðarmanneskja hvað varðar þekkingu á efnahagsmálum. Þekking hennar er ekki nýtt, heldur er hún eins og í stjórnarandstöðu.
Sigurður Þorsteinsson, 9.6.2010 kl. 19:26
Það er líklegt að stjórnin hröklist frá á haustdögum, en það er því miður of seint fyrir stóran fjölda landsmanna. Ég er sammála Sigurði um að Lilja Mósesdóttir er vannýtt af stjórninni.
Það er annars merkilegt hvað þeir þingmenn sem menntun hafa á sviði fjármála eru með líkar skoðanir, sama í hvaða flokki þeir eru. Það er enn merkilegra hver viðbrögð þessir sömu þingmenn fá frá stjórnvöldum og reyndar sumun stjórnaandstæðingum. Þeir eru gerðir tortryggilegir og kallaðir ýmsum nöfnum.
Á sama tíma eru einu lausnirnar sem frá stjórnini koma ýmist skattahækkanir eða launafrysting, í bland við hótanir um uppsagnir og stórskerta þjónustu við þá sem minnst mega sín.
Svo leyfir þessi stjórn sér að eyða gífurlegum fjármunum í gæluverkefni sem stæðsti hluti þjóðarinnar er á móti. Hvernig væri að byra á því að hætta að sóa fé áður en farið er að spá í að auka skatta eða skerða þjónustu.
Icesave getum við aldrei borgað, það veit hver einasti maður sem getur lagt saman tvo og tvo. Áætlun stjórnvalda undir oki frá AGS gengur heldur engan vegin upp. Skaðann má þó aðeins minnka með því að draga til baka umsóknina inn í ESB og nota það fjármagn sem hennt er í þá hýt til annars.
Gunnar Heiðarsson, 9.6.2010 kl. 21:29
Gunnar: Ég er hræddur um að skaðinn sé skeður.
Sigurður: Með heimsmeistaramótið í knattspyrnu á næsta leyti eru stjórnvöld stikkfrí fram á næsta haust. Það verður áhugavert að sjá hvort þau lifi af næsta vetur, en mér finnst þau hafa náð að endast furðu lengi í stólum sínum miðað við arfaslakan árangur.
Óskar: Já. Það má segja að þetta sé banditta-ríkisstjórn þar til öllum þeim sem hefur þegið styrki (mútur) hefur verið vikið til hliðar og þar til öll spilling hefur verið bæld niður og þar til stofnað hefur til tímabundinnar utanþingsstjórnar sem leyst verður upp fyrir næstu kosningar.
Þessi stjórn er ekki að gera það sem hún var kosin til að gera.
Hrannar Baldursson, 9.6.2010 kl. 21:57
Heill og sæll Hrannar; sem og, þið aðrir - hér; á síðu hans !
Líkast til; er eina leiðin, úr þessu, að handsama þetta LANDRÁÐAFÓLK; og taka það til pyntinga nokkurra, að fornum hætti - og koma á laggir Byltingarráði þjóðfrelsissinnaðrar Alþýðu, eins og ég hefi marg oft, bent á, á minni síðu, Hrannar.
Áhugasamir; mega hafa samband við mig, á netfang mitt : oskarhelgi1958@gmail. com, eins og ég hefi marg boðið, en meðfæddur luðru háttur þorra Íslendninga gerir að verkum, að fáir þora, að hreyfa legg né lið, ykkur; að segja.
Þeim þætti alla vega snautlegt; forfeðrum mínum; Kveldúlfi gamla, úr Hrafnistu (föður Skalla-Gríms), og svo Valgarði hinum Gráa, (föður Marðar), sæti ég aðgjörðalaus hjá, meðan mestu hrakmenni Íslands sögunnar, væru að merja land og fólk, sem fénað allan, niður í svörðinn.
Með beztu kveðjum; úr öskustó Árnesþings /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:28
Fólk er almennt farið að ganga um með kreppta hnefana, allavega þegar það mætir á barinn. Allir vilja sjá breytingar en enginn fer af stað, því miður.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2010 kl. 02:32
Hrannar. Vonumst eftir að senn fari þetta mannskemmandi lið frá völdum. Breytingar skulu verða!
Óskar Helgi. Oft hef ég lesið eitthvað svipað frá þér en ekki er ég að sjá að við fáum aðra byltingu í bráð. Ekki nema ef við sæktumst eftir liði erlendis frá til hjálpar okkur í þessari baráttu. En ég er búinn að fá yfir mig nóg af ógeðinu, eins og svo margir!
Hinsvegar er það svo að þeir sem eru andstæðingar þessarar stjórnar hafa svo miklar mismunandi skoðanir eins og tildæmis þeir sem vilja yfirherra og auðvaldsflokkinn aftur til valda. Hef ég orðið svo greinilega var við þetta. Áttum okkur á að valdabaráttan skiptist svo víðtækt niður. Hverjir ná völdum þegar við erum laus við þetta lið?
Með bestum kveðjum,
Guðni Karl
Guðni Karl Harðarson, 10.6.2010 kl. 15:16
Komið þið sæl; á ný !
Guðni Karl !
Vitaskuld; þarf kjark og þor, til þess að koma málum, til betri vegar, til dæmis með stuðningi, utanlands frá - rétt; er það.
Ekkert; ekkert þokast, með orðræðunni einni og sér. Líkast til; getum við verið sammála um það, fornvinur góður.
Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 01:44
Merkilegt hvað það eru margir með svipaða tilfinningu fyrir hlutunum.
Það getur enn ýmislegt gott gerst. Verði þjóðinni dæmt í hag gegn fjármögnunarfyrirtækjum, róast þjóðin og sjálfsagt nær stjórnin að halda völdum út kjörtímabilið í kjölfarið.
Fái þessi fyrirtæki hins vegar að valta endalaust yfir fólk spái ég gífurlegri reiði og nýrri mótmælabylgju með haustinu.
Hrannar Baldursson, 11.6.2010 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.