Kick-Ass (2010) ****

Kick-Ass-Poster

"Kick-Ass" kemur á óvart. Sagan er vel skrifuđ. Persónurnar góđar. Handritiđ smelliđ. Tćknibrellur hitta beint í mark. Og hún er betri en "Iron Man 2" og "Robin Hood". Miklu betri. Besta sumarmynd ársins til ţessa.

Dave Lizewski (Aaron Johnson) er nörd sem hangir á Facebook og klámsíđum, og međ hormónana á fullu, en lćđist međfram veggjum í skólanum og telur sinn eina ofurkraft vera ósýnileika gagnvart stelpum. Eftir ađ Dave og vinur hans eru rćndir af smákrimmum fćr hann ţá snilldarhugmynd ađ klćđast ofurhetjubúningi og berjast gegn glćpum. Fyrstu slagsmálin enda illa. Nánast hvert einasta bein í líkama hans er mölvađ og í stađinn fćr hann fullt af stálbeinum. Ţađ finnst honum svalt. Minnir á Wolverine.

Ţrátt fyrir ađ hafa legiđ í marga mánuđi á sjúkrahúsi ákveđur Dave ađ halda áfram ađ gera gagn. Hann setur markiđ reyndar ekki jafn hátt og áđur, og ćtlar sér nú einfaldlega ađ gera góđverk eins og ađ finna týnda ketti. Hann slysast hins vegar til ađ verja mann sem er á flótta undan harđskeyttum glćpamönnum. Slagsmálin eru tekin upp á vídeó og sett á YouTube ţar sem fjöldi manns fylgist međ og verđur innblástur fyrir ađrar hetjur, sérstaklega Big-Daddy (Nickolas Cage) og hina 11 ára Hit-Girl (Chloe Moretz) sem virđist álíka hćfileikarík ungstjarna og Jodie Foster var ţegar hún lék í "Taxi Driver".

Big-Daddy og Hit-Girl eru ekki vćmnar ofurhetjur, heldur berjast ţau gegn glćpum međ drápsvopnum, og hika ekki viđ ađ slátra gangsterum á afar blóđugan hátt. Ţađ gćti reynst of mikiđ af ţví góđa fyrir suma áhorfendur ađ fylgjast međ 11 ára stúlku murka lífiđ úr nokkrum glćpaklíkum međ skammbyssum, vélbyssu, hnífum og fleiri drápstólum.

Big-Daddy er fyrrum lögga sem lenti í fangelsi eftir ađ hafa komist skuggalega nálćgt mafíósanum Frank D'Amico (Mark Strong) og á međan hann dúsađi fimm ár í steininum lést eiginkona hans viđ barnsburđ og ól hún honum ţessa dóttur sem hann síđan ţjálfar til ađ vera einhvers konar Jet-Li-Jackie-Chan-Bruce-Lee drápsvél. Big-Daddy heitir hefnda.

Sonur mafíósans blandar sér í máliđ og gerir sig ađ ofurhetjunni Red Mist (Christopher Mintz-Plasse) og Dave, sem hin grćnklćdda hetja í froskabúningnum Kick-Ass nćr loks athygli Katie (Lyndsy Fonseca) sem hann hefur lengi ţráđ, en ekki á nákvćmlega ţeim forsendum sem hann óskar sér. 

Ţó ađ drápin í "Kick-Ass" séu flest frekar ógeđsleg og afdráttarlaus, og smekksatriđi hvort ţú sćttir ţig viđ ađ gerandinn sé ellefu ára stúlka, ţá er "Kick-Ass" međ betri ofurhetjumyndum sem gerđ hefur veriđ. Ţađ er nefnilega, eins langsótt og ţađ hljómar, hćgt ađ trúa ţví ađ ţessar persónur séu til, og mađur finnur sársaukann sem ţau finna viđ hvert einasta högg og hopp.

Stíll myndarinnar er mikiđ í anda gömlu John Woo myndanna "Hard-Boiled" og "The Killer". Auk ţess minnir stíllinn töluvert á "Sin City". Hafirđu haft gaman af ţessum myndum, ţá hefurđu gaman af ţessari. Frábćr skemmtun sem enginn áhugamađur um ofurhetjur ćtti ađ missa af. Ţar ađ auki skemmir ekki ađ ţađ er mikill húmor og frásagnargleđin skín í gegn.

"Kick-Ass" er ein af ţessum myndum sem líđur hratt og ljúft í gegn og er nákvćmlega eins og hún á ađ vera, hvorki meira né minna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Tćr Snilld.

Ómar Ingi, 7.6.2010 kl. 21:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband