Dóttir mín um lífið eftir dauðann

Dóttir mín sagði svolítið skemmtilegt í gær:

"Ég hef kenningu um hvað gerist þegar við deyjum. Það erum ekki við sem förum til himna, heldur aðeins það góða í okkur. Þess vegna er mikilvægt að við séum eins góð í þessu lífi og mögulegt er. Þá förum við vonandi sem heild til himna."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gullmolarnir koma oft frá börnum.

Sigurður Þorsteinsson, 15.5.2010 kl. 09:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Börnin "pæla" meira en margir gera sér grein fyrir og þau eru svo hreinskilin þegar þau segja frá hugrenningum sínum að oft koma út hreinustu gullkorn, eins og hefur gerst í þessu tilfelli og enginn getur dregið þetta í efa.  Það er mjög mikil og djúp speki í þessum orðum.

Jóhann Elíasson, 15.5.2010 kl. 09:19

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef við gefum okkur að aðeins góðir eiginleikar hafi raunveru, þ.e. að hið illa sé aðeins skortur á hinu góða, líkt og myrkur er skortur á ljósi, þá fer dóttir þín með rétt mál. (greinilega skýr stúlka)

Mikilvægi þess "að vera góð" verður í þessum skilningi afgerandi. Það sem lifir líkamann eru eigindir sálarinnar, dyggðirnar. Ef við ræktum þær ekki höfum við ekkert. Þess vegna er oft talað um að ódyggðugt líferni hafi aðeins dauða í för með sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.5.2010 kl. 13:29

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Snjallt hjá henni! Það góða í okkur segir hún. Hún veit greinilega hvað það er.  Það er ekki fyrr en seinna að við förum að efast um hvað hið góða er. Einhvern vegin veltist það fyrir okkur.

Guðmundur Pálsson, 15.5.2010 kl. 23:06

5 Smámynd: Benedikta E

Dóttir þín er vitur.

Benedikta E, 16.5.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband