Verður Íslendingum einhvern tíma bættur skaðinn?

 

atlas

 


Nú þegar vel rökstuddar saksóknir eru farnar í gang gegn bankamönnum og auðmönnum sem misnotuðu aðstöðu sína til að ryksuga peninga landsmanna úr bönkunum, og meira að segja mynda fjandsamlega gjá á milli lántakenda og fjármagnseigenda; hvað verður gert til að bæta Íslendingum allan þann stórskaða sem skollið hefur yfir þjóðinni.

Það hafa margir tapað gífurlegum fjármunum. Aðallega lántakendur húsnæðislána og bílalána.

Verður þeim skaðinn einhvern tíma bættur eða verður ætlast til að þeir staulist um á mjóum fótum og beri fjöll á herðum sínum út ævina og komi smám saman þunganum yfir á börn sín?

 

Mynd: The Peace, Freedom & Prosperity Movement


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bachmann

Nákvæmlega, hvað með mannréttindi almennings á Íslandi?

Enginn hefur minnst á þau þessa 18 mánuði frá hruni.

Miðað við það Ísland sem ég þekki, þá þurfum við sjálf að fara og sækja okkar mannréttindi - stjórnvöld munu ekki rétta okkur þau, eins og þau rétta auðmönnum (les: þjófum) nýlega skuldlaus fyrirtæki á silfurfati.

Þá stendur eftir spurningin: Erum við menn til þess að sækja þau? Og ekki síst: Höfum við greind til þess (einu sinni) að standa saman um að ná fram okkar rétti?

Eða nennum við því ekki, erum við of löt til þess að taka virkan þátt í lýðræðinu? Viljum við leyfa gamla Íslandi að halda áfram á fullu ennþá, og leyfum við bönkunum að halda áfram með næstu svikamillu og hirða áfram eignir af fólki með þessari nýjustu útgáfu eignaupptöku, útgáfu sem reyndar er í boði stjórnvalda og "eftirlitsaðila", fyrir utan banksterana sjálfa.

Þórdís Bachmann, 12.5.2010 kl. 11:09

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst annað verra, og það er siðrofið og eyðilegging samfélagsstoðanna. Peningaleg verðmæti er hægt að bæta en traustið er ekki hægt að bæta á meðan stjórnmálamenn og embættismenn sitja sem fastast í sínum feitu embættum og kannast ekkert við sína samfélagslegu ábyrgð. Við gerum nefnilega þá kröfu til stjórnmálamannanna að þeir taki ákvarðanir með þjóðarhag í huga en ekki klíkuhagsmuni, sama ábyrgð liggur á þeim embættismönnum sem pólitískir vinir hafa raðað á garðann. Síðast en ekki síst verður að stokka upp allt lífeyrissjóðasukkið og draga þá til ábyrgðar sem sukkuðu með sjóðina okkar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.5.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband