Búinn að hlaða niður 165 MB skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis!

 

logo_sm
 
 
Kemur skemmtilega á óvart. 

 

Ástæðan fyrir lengd skýrslunnar er ekki að fela hlutina, heldur að koma þeim upp á yfirborðið. Það er afar góð frétt.

Þetta er ansi stór skammtur í einum bita og má reikna með að unnið verði úr þessu á einhverjum árum. Ég velti fyrir mér fyrningu á þeirri vanrækslu og glæpum sem skýrslan lýsir. Vonandi verða sett neyðarlög sem segja til um að þessi mál fyrnist ekki frekar en morð.

Frábært að fá loks aðgang að skýrum upplýsingum um krosseignatengsl og hvernig hrægammar þjóðfélagsins kroppuðu allt til sín, hvernig stjórnendur brugðust, bæði vegna styrkja (eða múta) og vanhæfni í starfi.

Ég skil vel að erfitt hafi verið að rannsaka þetta efni og ég sé hvers vegna rannsóknaraðilar hafi nánast tárast yfir þessum grátlega harmleik sem skapaður var af eigingirni, græðgi og óhófi fjölda fólks. Það lítur út fyrir að lög og reglur hafi verið viðmið frekar en takmarkanir, og farið eins langt og fólk komst upp með.

Siðferði virðist hafa verið dulrænt hugtak í meðförum þeirra sem héldu blint í efnishyggjuna, þar sem hið rétta varð að öllu því sem hægt var að komast upp með og græða á, án þess að vera gómaður. Að vera háll sem áll, sleipur og útsmoginn, virðast hafa verið markmið og kröfur Hrunkynslóðarinnar.

Ég vil hrósa rannsóknarnefnd Alþingis fyrir augljóslega afar vel unna skýrslu. Það er auðskiljanlegt af hverju þurfti að fresta útgáfu hennar nokkrum sinnum. Nú verður bara að halda þessu góða starfi áfram og vona að saksóknarar taki við kyndlunum og beri hann hátt.

Þessi skýrsla er nauðsynlegt skref í endurreisninni, og ég er einn af þeim sem varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Reyndar mætti auka bandvíddina á vefnum, en það tók mig um 5 tíma (reyndar voru þeir ekki nema 3 - ruglaðist vegna tímamismunar) að hlaða allri skýrslunni niður, þrátt fyrir mjög gott netsamband hérna í Noregi.

Ég reikna með að lesa hana til fróðleiks næstu árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig geturðu sagst vera búinn að hlaða skýrslunni niður 4 tímum eftir birtingu og að það hafi tekið 5 tíma???   Eru tímarnir styttri í Noregi?!!

Annars vil ég benda þér á forritið DAP - Download Accelerator Plus - það gerir undraverk við að sækja skrár - og kostar ekkert!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Don Hrannar

Hehe,

Rétt hjá þér. Reiknaði ekki með tímamismuninum. Var bara þrjá tíma að þessu gegnum Firefox. 

Takk. 

Don Hrannar, 12.4.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband