Hvernig á að refsa skipstjórum þjóðarskútunnar?

 


 

Þar sem að rannsóknarnefndin hefur metið mikinn fjölda þeirra sem stjórnuðu þjóðarfleyinu fyrir Hrun brotlega um vanrækslu í starfi, fór ég að velta fyrir mér hvernig væri við hæfi að refsa slíku fólki. Því fór ég að sjálfsögðu í siglingalögin og fann þar hvað gert er við skipstjóra sem sýna vanrækslu í starfi.

238. gr. Siglingalaga: Ef skipstjóri hefur orðið valdur að skipstrandi, árekstri eða öðru sjóslysi með yfirsjónum eða vanrækslu í starfi sínu varðar það sektum, [fangelsi allt að fjórum árum].

Væri kannski eðlilegt að taka þessi viðurlög og margfalda með hundrað þúsund, þar sem þjóðarskútan er að sjálfsögðu mörg þúsund sinnum verðmætari og mikilvægari fyrir lífið í landi en dallur úti á hafi?

"Við skulum ekki leita að sökudólgum," sagði einn þeirra sem sýndi vanrækslu í starfi. 

Það er kominn tími til að svara: "Jú, víst! Drögum þau fyrir dómstóla. Komum þeim frá völdum. En gefum þeim tækifæri til að sanna sakleysi sitt. Þetta fólk á alls ekki að vera við völd í dag."

 

Mynd: Jean-Michel Cousteau Ocean Adventures


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Auðvitað á að draga fólk fyrir dómstóla.  Og mér finnst að svipta eigi marga fyrrverandi þingmenn, ráðherra, og ýmsa embættismenn "ofureftirlaunum" 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það verður tekið á öllum með vetlingatökum. Sannaðu til og þar verður fyrst og fremst fyrir tilstuðlan Alþingis og stjórnmálaflokkanna. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.4.2010 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband