Fleiri bönn og meiri skatta, vinsamlegast, takk!

 

 

Bönnum hjónabönd, því þeim fylgir kynlíf. Allt kynlíf er klám eða vændi. Bara lögverndað!

Bönnum venjur, því hægt er að rugla þeim saman við verjur!

Bönnum öll nöfn sem byrja á Davíð, því það er svo gaman að vera á móti Davíð.

Bönnum kynlíf, því það leiðir til þrælkunar.

Bönnum allt klám, því það er afleiðing þrælkunar!

Bönnum allt vændi, því það er þrælkun!

Bönnum allt ofbeldi, því það er ljótt!

Bönnum tölvuleiki, því þeir eru ofbeldisfullir!

Bönnum bíómyndir, því ekki nóg af gróða Avatar fór í ríkissjóð.

Bönnum lestur Biblíunnar, því þar er fjallað um nauðganir og morð!

Bönnum dagblöð, því þau segja ekki alltaf réttu skoðunina.

Bönnum skemmtistaði, því það er of dimmt þar inni, svona oftast.

Bönnum ljósaperur, því þegar slökkt er á þeim geta myrkraverk verið stunduð.

Bönnum eldsupptök, því þau valda eldsvoða.

Bönnum eldgos, því þau menga og geta valdið eldsvoða.

Bönnum Hraun og gos, því þau eyðileggja tennur.

Bönnum ljót föt, því þau eru skaðleg sjónrænu umhverfi.

Bönnum tannbursta, því tannþræðir eru miklu betri.

Bönnum svona bloggfærslur, því þær gefa bara nýjar hugmyndir um fleira sem hægt er að banna.

Bönnum bloggið, því það er óþægilegt.

Bönnum eignir, því sumir eiga meira en aðrir.

Bönnum ekkert, því maður verður svo ruglaður á að hugsa um það.

Bönnum bros, því þar getur falist tæling, sem getur leitt til nauðgana og vændis.

Bönnum auglýsingar, því þær auka græðgi og græðgi leiðir til nauðgana og vændis.

Bönnum páskaegg stærri en númer 6, því ég fékk aldrei páskaegg stærri en númer 6 þegar ég var lítill.

Skattleggjum hjálparstarfsemi, sérstaklega til Haíti.

Skattleggjum spillingu, því það er svo mikið af henni.

Skattleggjum skuldir, því það er svo mikið af þeim.

Skattleggjum andrúmsloftið og kalda vatnið, því eru svo margir að misnota það.

Skattleggjum fólk eftir pólitískum skoðunum, því þá fáum við fleiri í flokkinn.

Skattleggjum fólk eftir trúarbrögðum og trúleysi, því það er hefð fyrir svoleiðis.

Meiri skatta og fleiri bönn.

Fleiri hugmyndir óskast.

 

Hugmyndaráðuneytið ehf.

 

E.S. Hafir þú lesið þetta til enda, slökktu vinsamlegast á tölvunni eða lokaðu vafranum, því það er bannað að eyða tímanum í svona vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bönnum að prumpa, því það setur kyoto bókunina í uppnám.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 16:35

2 identicon

Merkilegt að sjá svona barnaleg skrif af manni sem kallar sig heimspeking og reyndi að kenna börnum heimspekilega umræðu.

Segðu mér eitt og annað Hrannar. Ertu á móti því að banna nektardans? Áfengisauglýsingar? Vændi, fjárhættuspil og svo framvegis ...?

Af hverju er það svo? Af hverju er frelsið svona mikilvægt að þínu mati? Er það friðhelgt?

Er t.d. fáránlegt að banna fólki að aka á móti rauðu ljósi, að hafa hámarkshraða í umferðinni, að banna glæpi, að reyna að takmarka fjársvik osfrv.?

Ertu kannski frjálshyggjumaður, Hrannar, nýlíberalisti ekki aðeins hvað fjármál varðar heldur einnig siðferðismál?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 21:35

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2010 kl. 21:52

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrannar ég kom til Austur-Þýskaland rétt eftir hrun múrsins. Ræddi við heimamenn, sem margir hverjir voru afskaplega ósáttir við að hafa misst kerfið sitt, flokkinn og merkilegt nokk Stasí.

Af einhverjum ástæðum verður mér æ oftar hugsað til þessarar heimsóknar til Austur-Þýskalands.

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2010 kl. 22:19

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rafn:

Torfi: Ég trúi ekki blint á boð og bönn, og hef þá barnslegu trú að lög og reglur skuli koma á af skynsemi og eftir góðar samræður, ekki af forræðishyggju og í flýti.

Já, frelsið er friðhelgt að mínu mati. Hugsaðu þér heiminn án frelsis. Það gæfi einhverjum sjálfsagt tækifæri til að móta samfélag eftir eigin höfði, en slíkt er stefna á útópíu sem því miður á lítið sameiginlegt með veruleikanum. 

Frjálshyggja er notuð um stjórnmál og hagfræði, sem hefur lítið með siðferði að gera, en grundvallarhugtak siðferðisins er án nokkurs vafa FRELSIÐ. Það get ég varið.

Jóna Kolbrún: Gott að þú getur séð spaugilegu hliðarnar. En öllu gamni fylgir einhver alvara.

Sigurður: Sjálfur hef ég heimsótt ríki þar sem enn ríkir klassískur kommúnismi. Ég á vini í ríki Chavez. Einnig á ég fjölda félaga frá fyrrum kommúnistaríkjum í Evrópu, og er sláandi hversu margt virðist líkt með Íslandi í dag og post-kommúnistaríkjum. Á yfirborðinu er fólkið afar hamingjusamt í slíkum regluríkjum, en ekki er allt sem sýnist. Manneskjum líkar einfaldlega ekki við að vera skipað hvað þær mega hugsa eða gera.

Það er ljóst að Ísland er að verða að kommúnistaríki, ef það er ekki þegar orðið það, spurningin er aðeins hversu lengi ástandið varir og hvort þjóðin sætti sig við það, og hvort hún yfir höfuð geri sér grein fyrir því. Og þá er ég ekki að tala um kommúnisma sem blótsyrði.

Hrannar Baldursson, 24.3.2010 kl. 22:51

6 identicon

Öll sið menntuð þjóðfélög byggjast bæði á frelsi og ákveðnum bönnum.

Bannað er að drepa mann. Bannað er að nauðga. bannað er að stela. Bannað er að aka yfir á rauðu ljósi o.s.framvegis.

Ég vil ekki vera dónalegur, en mér finnst þessi bloggfærsla vera dómdags rugl.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: Lárus Baldursson

Það er bannað að vera drukkinn á almannafæri samkvæmt lögreglusamþykktum en fer nokkur eftir því? Geiri ætlar að halda áfram rekstri, þessi boð og bönn skila engum árangri, tala nú ekki um galdra ofsóknirnar gegn reykingamönnum sem eru komnar út fyrir allt velsæmi, siðferðið kemur innan frá með fræðslu og trúarbrögðum.

Lárus Baldursson, 25.3.2010 kl. 00:43

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Svavar: Þú hefur greinilega ekki lesið þetta til enda.

Lárus: Þarna hittir þú naglann á höfuðið. Það er ekki nóg að setja lög og reglur út í loftið. Það þarf að vera um lög og reglur ákveðin samfélagssátt. Annars snýst fólk einfaldlega gegn þessum lögum og reglum og tvöfalt siðferði verður til í þjóðfélaginu.

Það var kannski til fyrir, en munurinn á yfirborði og undirheimum verður mun skýrari fyrir vikið. 

Siðferði ætti að rækta innan frá, nákvæmlega. Reyndar held ég að fræðsla og trúarbrögð séu stoðtæki fyrir fjölskyldur til að rækta gildi. Vandinn er að það er ekki hlúað að íslenskum fjölskyldum, þær voru að sundrast í góðærinu og eru enn að sundrast í dag. Traust fjölskyldubönd er öflugasta leiðin til bæta siðferðið, en það verður að styrkja slík bönd.

Hrannar Baldursson, 25.3.2010 kl. 06:04

9 identicon

Hrannar, þú heldur að strippbúllur hafi á einhvern hátt fúnkerað á "yfirborðinu" þegar þær voru "löglegar" (voru það reyndar ekki, en veittar voru undanþágur). Það er bara ekki rétt hjá þér. Þær voru á "undirborðinu" hvort eð er.

linda (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 07:50

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Linda: Ég viðurkenni fúslega að ég hef engan áhuga haft á strippbúllum þar til allt einu var ákveðið að banna þær. Mér finnst það einfaldlega stórmerkilegt, og ennþá merkilegra að skoðanir gegn slíku banni skuli nánast vera tabú. Það gerir málið einfaldlega spennandi.

Það er nokkuð ljóst að bönn heilla ýmsa. 

Þetta fyrirbæri er þekkt þegar til dæmis ákveðnar kvikmyndir eru bannaðar. Afleiðingin til lengri tíma er yfirleitt sú að viðkomandi kvikmynd verður álitin klassísk, þar sem allt í einu verður eftirsóknarverðara en áður að sjá hana. 

Mig grunar að þetta sé yfirfæranlegt á reikingabann, drykkjubann, fíkniefnabann, vændisbann, klámbann, og þar eftir götunum. Þetta eru afar viðkvæm mál og ætti ekki að lögfesta í flýti.

Hrannar Baldursson, 25.3.2010 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband