Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
ESB: Er aukið skrifræði af hinu illa?
13.3.2010 | 09:21
Skilgreining á skrifræði: Stjórnkerfi þar sem ferli eru sérhæfð, þeir hæfustu ráðnir í embætti, aðgerðir eru í samræmi við fastar reglur, skýr valdaskipting og miðlun valds.
Þannig ætti þetta að vera á Íslandi.
Vandinn felst í því að þegar skrifræðið er komið í fastan farveg og þeir valdameiri finna leiðir til að komast framhjá því, og nýta sér þessar leiðir óspart. Þannig verður spilling til. Lélegt skrifræði lætur menn komast upp með svona hegðun. Gott skrifræði kemur upp um svona hegðun.
Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun skrifræði aukast gífurlega. Þetta skrifræði er þungt og leiðinlegt í vöfum, en gerir spillingaröflum erfiðara fyrir, bæði smáum og stórum. Spillingin dafnar best þegar hægt er að taka ákvarðanir án þess að fara í stíf ferli, þegar hægt er að ráða vini og frændfólk til starfa án þess að auglýsa starfið laust fyrst eða fylla út skýrslur sem sanna að viðkomandi er sá hæfasti til viðkomandi starfs. Til að komast framhjá slíku við skriffinnskustjórnskipan þyrfti að ljúga, og lygarinn yrði síðan dreginn til ábyrgðar þegar lygin kemst upp.
Það sama á við um hagsmunaárekstra. Þingmönnum og ráðherrum getur verið settur stóll fyrir dyrnar þegar kemur að því að maka eigin krók með vafasömum ákvörðunum sem gagnast sumum en skaða aðra.
Málið er að lýðræðið sem slíkt er alls ekki fullkomið stjórnkerfi. Það hins vegar stuðlar að heiðarleika með því að gera ákvarðanir gagnsæjar. Gagnsæið kallar á skriffinnsku. Hægt er að halda vel utan um skriffinnskuna með nútíma upplýsingatækni, eða nota pappír og blýanta. Í dag höfum við slíkt val.
Segjum að upp komist um lygar og spillingu í stjórnkerfi þar sem ferli hafa verið skrásett. Þá verða ákveðin viðurlög og ábyrgð að taka við. Þetta virðist ekki virka rétt á Íslandi í dag, en væri hægt að kippa í lag með þátttöku í ESB þar sem viðurlög við reglubrotum eru vonandi strangari en á Íslandi.
Skriffinnska sem getur hjálpað og verndað þjóð gegn spillingu er ekki jafn slæm og andstæðan, þegar litið er til lengri tíma. Þegar málið um að ganga í ESB er farið að snúast um aukið skrifræði, er í raun verið að spyrja hvort við viljum fá farveg fyrir réttlæti.
Ég hef ekkert á móti slíkum farvegi.
Mynd: theinder.net
Ný stofnun kostar milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 778033
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Þetta er alveg hárrétt hjá þér Hrannar, og skarplega athugað. Hér er kjarni hins íslenska vandamáls og verða tilsvör hins íslenska ráðherra frekar vandræðaleg séð í þessu samhengi. Hin séríslenska spilling verður sennilega ekki særð út úr þjóðarsálinni nema með stórum skömmtum af útlensku skrifræði.
Verst er að íslenska þjóðin mun sennilega fara í felur þegar kemur að því að gefa henni meðalið.
Jonni, 13.3.2010 kl. 10:00
Er nýyrðið Skriffinni ennþá notað? Mér finnst það nokkuð fyndið orð.
Gísli Ingvarsson, 13.3.2010 kl. 10:09
Er þér algjörlega sammála, en vandamálið liggur í því að íslenska þjóðin er vön spillingu og vill hafa hana áfram.
The Critic, 13.3.2010 kl. 10:33
Þegar menn ætla að skoða skrifræðið eða "Bureaucracy" þá er gott að skoða lögmál Parkinson's. Einfalt mál: (1) "An official wants to multiply subordinates, not rivals" and (2) "Officials make work for each other." Þannig ég myndi ekki segja að skrifræði sé slæmt, en því miður hefur reynslan sýnt okkur að það virðist aldrei virka sem skildi.
Rex (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 11:08
Hmm, Spilling þrífst sem sagt ekki innan ESB múrana vegna mikils skrifræðis.
Veistu, ég er ekki alveg svona bláeygður. !!
Sigurður Baldursson, 13.3.2010 kl. 11:18
Ef valið stendur á milli ESB og íslenskra stjórnmála- og embættismanna þá held ég að mitt val yrði ekki erfitt.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.3.2010 kl. 13:18
ESB er sama sem Nasismi, sem vill völdin með aðeins færri drápum og minni látum, en það kemur seinna, þeir eru að vaxa og svo koma stærri hótanir osfv
Ómar Ingi, 13.3.2010 kl. 13:24
Táradalir augna minna urðu svo yfirfullir við lestur þessarar útópísku draumsýnar, að ég held eitt tár að minnsta kosti hafi lekið niður vangann sem frá sneri. Mikil er trú þín kona, er haft eftir yfirhimnalóðsinum sjálfum og í þetta skiptið er ég honum sammála.
Ítalíu, her og menningarríki frá upphafa sagna og þriðju eða fjórðu fjölmennustu þjóð Evrópu er stjórnað af einræðisherra sem á helstu fjölmiðla, knattspyrnu og fasteignafélög, verktakafyrirtæki og nefndu það bara. Belli Böllur reynir ekki einu sinni að fela það þegar hann er að borga unglingum fyrir dráttinn. Stórveldið Spánn er á heljarþröm svo og Portúgal. Þessi tvö er þó ekki vonlaus spillingarbæli. í um töluðu Grikklandi færðu vart dánarvottorð nema að greiða mútur. Rúmenía, þar hefur ástandið lítið skánað, fjármála og aðrar glæpaklíkur stjórna nánast öllu. Á þeim bænum er tilgangslaust að' fá nokkuð í gegn nema bera fé á embættisstarfsmenn. Búlgaría, svipað ástand. Eystrasaltslöndin eru misspillt, en ástandið óvíða gott. Spilling er svo landlæg í mörgum hinna landana í austri.
Og við eigum besta bitann eftir, England! Þar hafa allir helstu fjárglæpamenn heimsins höfuðstöðvar eða útibú.
Fleiri blýantsnagarar og bitlingagosar munu svo berjast hatramlega um goggunarröðina, spýta frá sér regluverkum um allt og ekkert, þar til þú getur ekki skeint þig nema skeinið sé EU stimplað. Þeir munu svo styðja öll þau svik og pretti sem geta fært þá ofar.
Dingli, 13.3.2010 kl. 13:27
Ekki gleyma tvi ad arsreikningar Evropusambandsins hafa ekki verid undirritadir af endurskodunarskrifstofu i einhver 15 ar einmitt vegna outskyrdra peningatilfaerslna og horfinna fjarmuna. Engin spilling thar a bae.
Blahh (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 15:56
Skrifræði er eins og flest önnur mannanna verk. Vel meint en háð því að sá sem framkvæmir sé fullkomlega gallalaus.
Lýsi hér með eftir gallalausu starfsfólki á eftirlitsskrifstofurnar - verður alltaf að skila sínu 100%. Það eru einu kröfurnar, annars bara allt í góðu.
Berglind Hilmars. (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 16:03
Það er nú varla að fari saman útópía og skrifræði. Mín útópía væri bæði án skrifræðis og spillingar. Þar væri ekki einu sinni lýðræði. Þar væru allir frjálsir og gerðu alla sína ævi allt sem þá langar til að gera og viðkomandi gætu valið hversu lengi þeir lifa, þar væru engir sjúkdómar, enginn óþarfa dauði, aðeins útbreiðsla ástar og ánægju.
Skrifræði er alls ekki gallalaust. Það gerir, rétt eins og lýðræði, ráð fyrir breyskleika mannfólksins, og því er ólíkt fólk valið til að leysa ólík störf á hlutlausan hátt.
Það sem ég fjalla um í þessum pistli er alls engin útópía, heldur sú ósk að spilling verði upprætt, og satt best að segja tel ég skrifræðið vera eina lyfið sem virkar á spillingu. Ég bið nú ekki um mikið.
Hrannar Baldursson, 13.3.2010 kl. 16:11
Ef þú heldur að spilling þrýfist og dafni hérna á Íslandi, þá ættir þú að kynna þér ástand mála víða í Evrópu.
Verð að skrifa, að þessi pistill þinn er sá versti sem komið hefur frá þér. Hvernig þú getur líka varið ógeðslega spillta markaðsstýringu EU með því að dásama skriffinskubáknið?
Það var verið að lýsa fyrir þér t.d ástandinu á Ítalíu og fréttir hafa borist af hörmulegu ástandi á Spáni, Portúgal, Grikklandi og öllum Eystrasaltslöndunum þar sem svo grimmilega er farið í niðurskurð að fjölmennum stofnunum er lokað án fyrirvara og hjálpin frá EU?
Bretar eru byrjaðir að narta í náttúruauðlind hjá Grikkjum upp í skuldir og Þjóðverjar ráðleggja þeim að fara fyrr á fætur á morgnanna.
Þú afsakar þig svo í athugasemd 11, þar sem þú skrifaðir að þú hefðir ekki verið að lýsa útópíu með færslunni þinni í stað þess að svara innleggi númer 8. frekar.
Hvernig lýst þér annars á ástandið á Ítalíu í dag og mafíustarfssemina sem þar fær að blómstra í skjóli ESB?
Svo heldur þú virkilega að skriffinska ESB sé til þess fallin að uppræta spillingu?
Hvað kom eiginlega fyrir þig?
Halldóra Hjaltadóttir, 13.3.2010 kl. 16:33
magnað að lesa varnarræður spillingarinnar :)
Óskar Þorkelsson, 13.3.2010 kl. 19:14
Halldóra: ég fer varla að bera Ísland saman við Ítalíu þar sem ég hef nákvæmlega ekkert vit á hvað er að gerast þar í landi. Hins vegar sýnist mér okkur vanta aga, og af hverju ekki fá hann frá leiðinlegu skrifræði?
Hvað kom eiginlega fyrir mig?
Ætli ég hafi ekki horft of mikið á Monty Python upp á síðkastið.
Hrannar Baldursson, 13.3.2010 kl. 19:34
Skrifræði er ákveðinn baggi á samfélagið. Sé gengið langt er talað um klyfjar, og svo drápsklyfjar. Með nógu miklu skrifræði gengur ekkert lönd né strönd, og þar verður og til sérstök skrifræðisspilling.
Ísland í dag hefur ekkert við aukið skrifræði að gera. Hér vantar lipurð og aukna framleiðslu, - bæði atriðin blómstra við minna skrifræði.
Agi og dugnaður hefur ekkert með skrifræði að gera. Skrifræði hefur heldur ekki endilega neina tengingu við rauveruleikann.
Hrannar, þetta er lélegasta blogg frá þér sem ég hef séð, en hafðu það til huggunar (ef eitthvað viktar) að mér finnst bloggin þín yfirleitt afar athyglisverð og góð.
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 20:46
Ég held að okkur Íslendingum, og þeim sem hér eru búsettir, að skrifræðið komi frá einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Við erum allt of fá eins og komið hefur fram frá því í október 2008.
Við þurfum ekki að velja ESB vegna þess að það er fullkomið. Af hverju erum við alltaf að leita að fullkomnun?
ESB er einfaldlega þróun sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Ég er búinn að vera búsettur í 8 ár í ESB. Ekki er allt að hrynja, það er aðeins í fréttum og bloggheimum á Íslandi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 20:51
Ég er alveg sammála þér Stefán, ég bý í ESB ríki og þar talar engin illa um ESB og enginn vill hætta í myntsamstarfinu eða segja sig úr sambandinu, einu staðirnir sem ég les um þetta eru í bloggheimi íslendinga.
Íslendingar halda enn að þeir séu bestir í heimi, þrátt fyrir að allt sé farið til andskotans. Þeir eru þeir enn með hroka út í aðra og það eru allir vitlausir og ESB eru vondir.
Ari (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 21:02
Ef þetta er versta greinin sem ég hef skrifað, stefni ég á að sú næsta verði jafnvel enn verri!
Áhugavert hvað þetta virðist heitt mál.
Ýmislegt gott verður til úr skrifræði. Til dæmis leiddist Kafka víst svo ógurlega í vinnu sinni að hugmyndaflugið fékk að blómstra.
Einnig varð til sem afleiðing þess eitursnjöll kvikmynd að nafni "Brazil". Við megum elska að hata skrifræðið, en það er jafn nauðsynlegt og umferðarskilti.
Hrannar Baldursson, 13.3.2010 kl. 21:13
Ari og Stefán, ég veit ekki í hvaða ESB ríki þið búið en líklega búið þið í Frakklandi eða eruð ekkert að fylgjast með þjóðmálaumræðum.
Ég bý í Svíþjóð og hér er andstaðan við ESB stöðugt að aukast og krafan um að segja sig úr ESB verður æ háværari. Ég veit að Danir eru þegar komnir á það stig að vilja losna við bindingu dönsku krónunnar við Evru.
Andstaða við ESB hefur sennilega aldrei verið meiri í Bretlandi og vex stöðugt, yfir 55% vilja út úr ESB samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum og persónulega kæmi það mér ekki á óvart að Bretar muni hætta í sambandinu innan 15-20 ára því beinn kostnaður hins venjulega Breta af aðildinni vex bara og vex með hverju árinu og andstaðan við aðild heldur áfram að vaxa. Bretland er nefnilega ein af þeim þjóðum sem heldur sambandinu gangandi fjárhagslega.
Upptaka evrunnar hafði í för með sér gríðarlegar verðhækkanir á nánast öllum vörum í Suður Evrópu sem hefur þýtt langvarandi samdrátt á ferðamannaiðnaðinum og það er hluti af stöðunni sem akkúrat þessi fyrrum ferðamálastórveldi Evrópu eru komin í. Þau geta ekki lengur keppt við Tæland, Tyrkland og önnur mun ódýrari ríki.
ESB og evra eru langt í frá þessi draumalausn sem samfylkingarfólk einhverra hluta vegna virðist halda.
Gulli (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 10:16
Gulli: Hefurðu leitt hugann að því hvernig Evrópa væri án ESB. Hún væri ekkert nema landamæri höft og tollar, hún væri ekki sú frjálsa Evrópa sem við lifum í í dag. Ef ekkert ESB væri þá myndi verðlag hækka gífurlega, allur flutningur á vöru milli aðildardíkja yrði mun erfiðari og fólk gæti ekki flust eða unnið í öðru landi en sínu eigin.
Sjálfur bý ég í Danmörku, hér eru engar háværar raddir um að segja sig úr ESB eða slíta myntsamstarfinu nema frá ákveðnum samtökum sem telja heilar 200 manneskjur og berjast hart gegn ESB og íslenskir fjölmiðlar hafa mikið notað þeirra heimasíðu sem heimild.
Hér er almennur vilji um að ganga alla leið og taka upp Evru að fullu. Evran hafði engar stórar verðhækkanir í för með sér í suður Evrópu, það hefur verið rannsakað og var ekki á neinum rökum reist, sumar vörur hækkuðu smá og aðrar lækkuðu og var það aðallega til að geta notað sálfræði verðið um að láta verðið enda á 9. Evran myndi hinsvegar hafa verðlæknir í för með sér í Danmörku þar sem allur verð samanburður við Þýskaland yrði mun auðveldari og þá sér fólk betur hvað vöruverð þar er mikið lægra.
Danir njóta bara góðs af ESB samstarfinu, þeir geta verslað með vörur frá allri Evrópu án þess að þurfa að borga neyslutolla ríkisins af þeim, t.d með því að keyra til Þýskalands og kaupa sér áfengi og sælgæti. Einnig er hægt að senda böggla og pakka hér á milli aðildarríkja án þess að þurfa að pakka þeim inn í gjafapappír til að blekkja tollara eins og þarf að gera þegar sent er til íslands. Hægt er að versla á amazon.co.uk og ebay.co.uk án þess að þurfa að borga krónu meira en það verð sem seljandi setur upp öfugt því sem er á íslandi þar sem það er aldrei að vita hvaða tolla flokk varan lendir í og endar oft með að vera fleiri þúsund krónum dýrari en maður bjóst við.
Það er ekkert aðildarríki að fara að segja sig úr ESB enda myndi fólkið vera fljótt að heimta að farið yrði inn aftur þegar það myndi átta sig hversu gífurlega neikvæðar afleiðingar það myndi hafa á efnahaginn og þess daglega líf. ESB snýst um að gera Evrópu að einu viðskipta og atvinnusvæði.
Ari (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 11:24
hér er gott video sem sýnir í stuttu máli um hvað EU snýst en íslendingar virðast ekki hafa hugmynd um það
http://www.youtube.com/watch?v=uE2R6YgP5oo&feature=related
Ari (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 11:41
Það er ágætt að búa í Danmörku, Ari... Í bili...
Danska ríkið hefur spýtt óheyrilega miklu fjármagni inn í danska bankakerfið til þess að missa það ekki í þrot. Það fjármagn kemur hvorki af peningatrjám eða úr feitum sjóðum. Þetta er fjármagn sem að almenningur lætur af hendi rakna í formi hærri skatta til þess að halda uppi þessu góða velferðarkerfi sem þið búið við... Í bili...
Það er komið að skuldardögum þar sem þjóðir verða að skera niður og það á kostnað almennings.
Danmörk er auðlindalaust land sem byggir nær allt sitt á mannauði og alþjóðlegu samstarfi....
Ef að mannauður Dana rýrnar fer efnahagur landsins í frekari rjúkandi rúst, fljótt og örugglega.
Við skulum allra manna vegna vona að það rætist ekki úr þessari hrakspá og að Danir nái að svína fyrir kreppuna, án þess að það bitni á mannauði landsins.
Halldóra Hjaltadóttir, 14.3.2010 kl. 12:44
Já Halldóra það er kreppa allstaðar í heiminum núna, öll bankakerfi eru illa stödd, það á ekki bara við íslandi. Það er á svona stundum sem samstarf ríkja er hvað mikilvægast.
Ari (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 12:53
Ýmislegt gott verður til úr skrifræði. Til dæmis leiddist Kafka víst svo ógurlega í vinnu sinni að hugmyndaflugið fékk að blómstra.
Þetta hlýtur að vera kaldhæðni hjá þér Hrannar
Halldóra Hjaltadóttir, 14.3.2010 kl. 13:02
Öll sjálfstæð ríki sem stefna að hagsæld geta átt í góðum samskiptum og viðskiptum án þess að stofna saumaklúbb í kring um það.
Evrópusambandsríkin spanna 6 % heimsríkja og sitja þar á kafi í sinni 6% viðskiptaskrifræðisblokk.
Ég vil 100% tækifæri til þess að taka þátt í samstarfi og viðskiptum... Evrópufrelsið er bara á milli tanna á þeim sem aðhyllast skrifræðið.
kv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 14.3.2010 kl. 13:10
Halldóra: ég lít frekar á þetta sem íróníu en kaldhæðni.
Hrannar Baldursson, 14.3.2010 kl. 14:21
Þeir sem vilja ekki ganga í ESB vegna þess að Ísland á að vera sjálfstætt ríki og njóta frelsis í viðskiptum.
Hversu mikið af því frelsi hefur verið nýtt og hvernig lýtur það frelsi út í ESB?
Menn stunda einnig alþjóðaviðskipti í ESB;)
Stundum gleymum því.
Það er alls staðar skrifræði og með EES var viðskiptaskrifræðinu komið á hér. Það er bara ekkert rætt um þetta. Skoðið lög frá Alþingi. Þar stendur oft efst að það sé vegna EES samningsins.
En eins og of, þá er ekkert skoðað er ransakað heldur aðeins kommentað á bloggum;)
Í Þýskalandi vilja menn ýmislegt í skoðanakönnunum. Margir um tvítugt eru búnir að gleyma markinu og hafa aldrei þekkt annað en Schengen-samstarfið. Ég var að ræða við nokkuð af ungu fólki og það skilur ekkert hvað gjaldeyrishöft eru (Halda að ég sé klikkaður). Það skilur ekkert að það hafi verið landamæraeftirlit og muna ekkert eftir því hvað kostaði hversu mikið í mörkum.
Þau horfa fram á veginn á meðan að þeir eldri hugsa til baka og festast í sporunum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 16:58
Nákvæmlega Stefán. Það eru enn til íslendingar sem vilja taka upp gömlu númeraplöturnar aftur því þeir eru fastir í sporunum og hafa ekki enn sætt sig við að það séu komnar nýjar þó það séu orðin yfir 20 ár síðan. Fólk er vanafast og illa við breytingar. Hinsvegar þekkir ungafólkið í dag ekki þessar gömlu.
The Critic, 14.3.2010 kl. 18:52
Halldóra skrifaði: Hvernig þú getur líka varið ógeðslega spillta markaðsstýringu EU með því að dásama skriffinskubáknið?
Ég held að fáir hafi síður efni en Íslendingar til að benda á ógeðslega spillta markaðsstýringu. Evrópusambandstollar og verndarstefna eru nú bara krúttleg m.v. hvernig við förum með okkar landbúnað.
Haukur (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.