Draumur um ICESAVE samþykkt

Í nótt dreymdi ég þetta samtal á milli álfs út úr hól og kartöflubónda.

Álfurinn tók fyrst til máls. "Ef ICESAVE verður samþykkt, þá fær Ísland alveg rosalega stórt lán og getur notað þann pening til að styrkja fyrirtæki og einstaklinga sem eiga það skilið. Hægt væri að dæla milljörðum til viðbótar í hyldýpi bankanna, og kannski gætu stjórnmálamenn í lykilstöðum fengið eitthvað í sína vasa og opnað ný tækifæri fyrir vildarvini."

Kartöflubóndinn klóraði skallann og svaraði. "Þjóðin eða framtíð hennar skiptir engu máli. Hún reddar sér sjálf. Tíminn læknar öll sár. Kartöflurnar spretta þó sólin skíni ekki og þó það rigni ekki."

Kinkaði álfurinn gáfulega kolli og sagði. "Við höfum lært að líta á lán sem arð, og þetta lán verður arður næstu sex árin. Við sem skiptum máli verðum hvort eð er flutt úr landi og hætt í íslenskri pólitík áður en borga þarf til baka. Því meiri pening sem við getum tekið með okkur, því betra."

Ég vaknaði í svitakófi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hrannar. Ertu í raun og veru Íslendingur? Ég vil benda þér á að hvort sem þig dreymir eða ekki, þá erum við flest að tala um það sem gerist í raunverulega heiminum.

Draumunum muntu væntanlega og vonandi læra að vakna frá, ef þú ætlar að vera með okkur hinum sem erum ennþá í raunveruleikanum. Almættið hjálpi þér við að vakna til Íslensks raunveruleika. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2010 kl. 16:37

2 identicon

Er það ekki hressandi fyrir sálina að lesa skrif þeirra sem rökstyðja mál sitt svo rosalega vel eins og í athugasemdinni hér á undan?

Góður draumur (martröð) Hrannar. Þetta er einmitt það sem áhangendur þrælasölusamningsins segja. Við verðum að fá lán til að borga lán til að borga lán. Lifum bara af lánum.

Auðvitað er enginn kostur í stöðunni góður. En gefum okkur að helvítisspádómar Icesavemanna rætist. Þeir rætast ekkert síður með þá gríðarlegu skuldabyrði sem Icesave mun hafa í för með sér.

Af tvennu illu vil ég vera fátækur og láta EKKI nauðga mér, en að vera fátækur OG láta nauðga mér.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 17:38

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Anna Sigríður: Hmm... Ég kíkti í vegabréfið og þar segir að ég sé Íslendingur. Einnig er ég með íslenska kennitölu og ætt mín hefur verið rakin aftur til Sturlu Þórðarsonar, pabba Snorra Sturlusonar. Þannig að ég hef sterkan grun um að ég sé íslenskur. Nema ég sé kannski fastur í draum sem ég get ekki vaknað af?

Theódór: Sálin tekur þetta ekkert alltof nærri sér. Lykillinn að þessu vandamáli er að hugsað er í skammtímalausnum frekar en langtímamarkmiðum. Skammtímalausnir eru góðar fyrir suma en ekki fyrir aðra ef engin tenging er á milli þeirra og langtímamarkmiða.

Hrannar Baldursson, 7.2.2010 kl. 17:54

4 identicon

Voru það ekki kartöflurnar sem héldu lífinu í evrópubúum á miðöldum þegar að uppskerubrestur var í Evrópu í  kjölfar móðuharðinda? Minnir að ég hafi lesið þetta einhversstaðar, einhverntímann.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 20:36

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Rafn: Ég vissi að kartöflurnar hlytu að tákna eitthvað eins og allt einhversstaðar og einhverntímann í draumum gerir. Spurning um að rækta kartöflugarðinn sinn almennilega áður en Bónus lokar.

Hrannar Baldursson, 7.2.2010 kl. 20:43

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hrannar. gerir þú þér fyllilega grein fyrir stöðunni? Vona það en leyfi mér að efast. M.kv.Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2010 kl. 23:16

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Anna Sigríður: Örugglega er eitthvað til staðar sem ég geri mér ekki grein fyrir. Það er þannig með flest mál. Geturðu frætt mig um hvað það er sem þú sérð út úr þessum draumi að ég átta mig ekki á?

Hrannar Baldursson, 8.2.2010 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband