Law Abiding Citizen (2009) ***

 


 

"Law Abiding Citizen" er afdráttarlaus hefndarkvikmynd ţar sem réttarkerfiđ er skrímsli sem hinn löghlýđni borgari vill umbreyta. Undirtónninn er svolítiđ merkilegur, ţví ađ hetja myndarinnar er í raun ekkert annađ en hryđjuverkamađur sem álítur verkefni sitt heilagt, ađ frćđa lögmann um ađ hann sé í raun spilltur af gölluđu kerfi, einfaldlega vegna ţess ađ hann fórnar réttlćtinu til ađ vinna sjálfan sig upp í betri stöđu.

Innbrotsţjófar brjótast međ valdi inn á heimili hins löghlýđna borgara, Gerald Butler, drepa og nauđga eiginkonu hans og dóttur, og skilja hann eftir í blóđi sínu. Hann lifir af. Lögreglan finnur morđingjana. Hann fer í mál. Saksóknarinn í málinu, leikinn af Jamie Foxx, ákveđur ađ semja viđ annan morđingjann til ađ tryggja sér prik í réttarkerfinu, og er nákvćmlega sama um réttlćtistilfinningu hins sćrđa föđur. Ekki grunar hann ađ ţessi sćrđi fađir er sérfrćđingur í leynivígjum úr fjarlćgđ og starfar fyrir einhverja leynilega leyniţjónustu sem sér um ađ ryđja úr vegi óheppilegum einstaklingum víđa um heim.

Nú hefur bandaríska réttarkerfiđ skapađ sér hćttulegan óvin og verđur ađal skotmarkiđ Jamie greyiđ Foxx, sem gerir lítiđ annađ en ađ hlaupa um alla myndina eins og leynilögga í flottum frakka. Gerald Butler er jafn sannfćrandi sem grimmur hefndarengill og hann er ósannfćrandi í rómantískum gamanmyndum. Ţessi mađur á ađ vera grimmur á svipinn. Alltaf.

Ég skemmti mér ágćtlega yfir myndinni, en hún ristir ekkert dýpra en "Death Wish" međ Charles Bronson eđa "Payback" međ Mel Gibson, fyrir utan ađ hún er um eitthvađ. Hún fjallar um hversu ómanneskjulegt og óréttlátt sjálft réttarkerfiđ getur veriđ, ađ manneskjur eru orđnar ađ forritum í ţessu stóra kerfi sem ráđa engan veginn viđ ţađ ţó ţađ sé orđiđ ađ andhverfu sinni. Hafirđu ţörf á virkilega góđri hefndarmynd, ţá geturđu alltaf kíkt á "Cape Fear" međ Gregory Peck og Robert Mitchum eđa endurgerđina međ Robert DeNiro og Nicke Nolte.

Ég sé ţessa mynd sem frumspekilega gagnrýni á kerfi alls konar, og er viđeigandi ţegar rćtt er um hagkerfi eđa stjórnkerfi ţar sem allir hugsa um hvernig eiga ađ leysa málin, en enginn veltir lengur fyrir sér af hverju, og hvernig markmiđin tengjast lausnunum. Ţađ er nefnilega miklu auđveldara ađ lćra ferli og festast í sömu hjólförum alla ćvi, heldur en ađ hugsa stöđugt gagnrýniđ um forsendur kerfisins, og passa upp á ađ manneskjur hafi ennţá eitthvađ ađ segja, en ađ kerfiđ ráđi sér ekki sjálft og stjórni ţannig stjórnendum sínum.

Sjálfsagt er ég ađ lesa heldur mikiđ út úr ţessari einföldu spennumynd, en ţannig eru kvikmyndir. Til ađ njóta ţeirra verđur mađur ađ gefa eitthvađ af sjálfum sér og átta sig á hvernig ţćr tengjast eigin lífi. Ég nenni varla ađ minnast á hversu ólíklegur, ósennilegur og sjálfsagt ómögulegur söguţráđurinn er, en ţađ er algjört aukaatriđi fyrir svona myndir.

Kannski ţetta sé tilraun til ađ gera umfjallanir mínar um kvikmyndir örlítiđ heimspekilegri. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hressandi popp og kók bíó

Ómar Ingi, 5.2.2010 kl. 22:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband