Getur "Avatar" valdið þunglyndi?

Við könnumst flest við að góð listaverk geti haft djúpstæð áhrif á fólk. Kvikmyndin "Avatar" er án nokkurs afar gott listaverk. Samkvæmt bandarískum fréttum er töluverður fjöldi fólks sem þjáist af þunglyndi eftir að hafa horft á "Avatar" í þrívídd. Sýndarveruleiki myndarinnar þykir það spennandi að veruleikinn sjálfur reynist grár og gugginn í samanburði.

Þó er ólíklegt að orsök þunglyndis felist í kvikmyndinni sjálfri, heldur hljóta orsakirnar að felast í þeirri manneskju sem upplifir þunglyndið eftir áhorfið. Kannski fólk upplifi einhvers konar einmanaleika eða takmörkun á eigin getu, þar sem að Na'vi persónurnar í "Avatar" eru frelsið sjálft í holdi klætt, þó það sé í strumpalitum.

En hvað segir þú, getur kvikmynd, eða listaverk, haft slík áhrif á viðtakanda að það valdi þunglyndi? Ef svo er, gætu drungalegri kvikmyndir þá valdið hamingju?

 

Mynd: Rotten Tomatoes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Hef ekki heyrt þessa þunglyndispælingu. En ég hef heyrt í áhorfenda sem fékk mígrennikast yfir myndinni. Hvort þrívíddin hafi haft áhrif og framkallað veikindiin er stóra spurningin.

Sé svo, þá má spyrja sig hvort heilinn geti hrokkið í þunglyndisgírinn við 3D áhorf.  Það eru slæmar fréttir fyrir þrívíddarsjónvörp.

Sigurpáll Ingibergsson, 16.1.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef nú ekki haft tækifæri til að sjá þessa frægu mynd. Þessi umræða gerir bara myndina meira spennandi. Það vantar fantasíur hjá fólki.

það er nóg til af þekkingu og upplýsingum, enn fólk saknar oft eiginleika til að raða þessu saman til að gera lífið slemmtilegt.

Og það á við allt. Fólk sem gerir sömu hlutina eins, hugsar eins, og vantar inspiration, fær áminningu af myndinni giska ég á, og það veldur nýjum hugsunum.  Sem er oftast jákvætt.

Við lifum á stórlostlegum umbyltingartímum sem krefjast breytinga og það er ekki hægt annað enn að þykja það spennandi. Ný tækni, ekki bara svona bíómyndir, nýir siðir og kröfur um aukið frelsi hefur sjaldan verið eins sterkt í heiminum.

Svo er þetta með þunglyndi svona almennt. þó svo að sérfræðingar séu að leyta að orsökinni, mun það engu breyta þó þeir finni hana. Að vita orsökina fyrir vandamáli leysir ekki vandamálið.

Enn það getur verið ágætt að vita það samt.

Því margt af því sem fólk kallar þunglyndi er bara krafa á okkur sjálf að breyta einhverju hjá okkur sjálfum og því í kringum okkur sem við getum haft áhrif á.

Það verður gaman að sjá þessa mynd.

Óskar Arnórsson, 16.1.2010 kl. 21:57

3 Smámynd: Ómar Ingi

Fólk er fífl en Kanar eru Hálfvitar.

Ómar Ingi, 16.1.2010 kl. 22:27

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hvaða flugfélag er með áætlunarferðir til Pandóru?

Guðmundur St Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 16:45

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Icesave Airlines... þú færð miðann á hálfvirði..

Óskar Arnórsson, 17.1.2010 kl. 16:47

6 identicon

Þetta er ekkert sérstaklega nýtt fyrirbæri. Maður er t.d. búinn að heyra annað eins af aðdáendum Twilight bókanna (og myndanna). Harry Potter er annað dæmi.

Úlfar (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband