Trúleysisofstæki gegn Pat Robertson vegna yfirlýsingar hans um samning við djöfulinn? (Myndband)

Sjónvarpspredikarinn Pat Robertson sagði í sjónvarpsviðtali að samkvæmt sögu Haiti hafi eyjaskeggjar, sem þá voru allir þrælar, gert samning við djöfulinn, reyndar fyrir löngu síðan til að losna undan nýlenduveldi Frakka. Skömmu síðar gerðu eyjaskeggjar uppreisn og sigruðu. Upp frá því hafa margar hörmungar dunið yfir Haíti og þykir það í sjálfu sér furðulegt hversu illa stödd sú þjóð hefur verið, þar sem tvær þjóðir eru á þessari sömu eyju, og hin þjóðin í fínum málum. 

Nú hefur Pat Robertson verið áberandi í heimspressunni fyrir sínar yfirlýsingar, og viðurkenni ég að ég hafði aldrei áður heyrt af þeim manni fyrir daginn í dag, í það minnsta svo ég muni eftir, og þeim slegið upp sem öfgafullum. Þar sem að undanfarið hafa efasemdir mínar um áreiðanleika fréttamiðla farið vaxandi, þar sem ég gruna þá flesta um að gera sitt besta til að selja sem mest af eintökum eða síðuflettingum, frekar en að segja satt og rétt frá, ákvað ég að skoða málið betur. 

Það þurfti ekki langa Google leit til að finna heimasíðu Pat Robertson og YouTube myndband af þessu viðtali. Efst á síðu hans er yfirlýsing frá fjölmiðlafulltrúa CBN, þar sem viðtalið fór fram, sem ég hef snarað í flýti yfir á íslensku, enska útgáfan er neðst á síðunni:

 

Yfirlýsing vegna  athugasemda Pat Robertson um Haiti

CBN.comVIRGINIA BEACH, Va., 13. janúar, 2010 -- Í sjónvarpsþættinum "The 700 Club", í umfjöllun um hörmungarnar á Haiti, þjáningarnar og hjálparstarfsemina sem þörf er fyrir á Haiti, talaði Dr. Robertson um sögu Haiti. Athugasemdir hans byggðu á vel þekktri og umtalaðri þrælauppreisn árið 1791 sem Boukman Dutty leiddi á Bois Caiman, þar sem sagt er að þrælarnir hafi gert frægan samning við djöfulinn í skiptum fyrir sigur gegn Frökkum. Þessi saga, í samhengi við hið hræðilega ástand sem landið er í, hefur leitt fjölda fræðimenn og trúað fólk til að trúa því að landið sé bölvað. Dr. Robertson sagði aldrei að jarðskjálftinn væri til kominn af reiði Guðs. Ef þú horfir á allt myndbandið, verður samúð Dr. Robertson með fólkinu á Haiti ljós. Hann biður um að beðið sé fyrir þeim. Hjálparstarfsemi undir hans stjórn hefur starfað við að aðstoða þúsundir manns á Haiti síðasta árið, og eru að senda mikla aðstoð til aðstoðar fórnarlamba þessara miklu hörmunga. Sent hefur verið af stað sending með lyfjum fyrir margar milljónir dollar sem nú eru á Haiti, og reiknað er með að stjórnendur neyðarteymisins komi til eyjunnar á morgun og taki virkan þátt í hjálparstarfinu.

Chris Roslan
Talsmaður CBN

 

Á öðrum helmingi eyjunnar er Haítí, sem býr við afar mikla fátækt og neyð, en á hinum helmingi er Dóminíska lýðveldið, sem býr við mikið ríkidæmi og farsæld. Af hverju veit ég ekki. Kannski þetta hafi eitthvað með skattaparadísir að ræða og óstjórn? Veit ekki. Það að trúaður maður skuli segja frá þessari merkilegu sagnfræðilegu heimild, sem er náttúrulega engin staðreynd eins og hann heldur fram, heldur heimild og mikill munur þar á, er engan veginn óeðlilegt. Hann talaði ekki um orsakasamband á milli þessa sögulega samnings og þessa hörmunga, en vissulega má grípa tækifærið og túlka sem svo að hann hafi gert það og gera sem mest úr því og það hversu allir trúaðir eru þröngsýnir.

Eða með öðrum orðum: alið á fordómum.

Það sem komið hefur mér svolítið á óvart, en samt ekki, er hvernig trúleysingjar um heim allan hafa stökkið á þessa illa tímasettu fullyrðingu mannsins og blásið hana upp í einhvers konar heiftúðlega gagnrýni á fólk sem er trúað, rétt eins og þegar einhverjir öfgamenn brjáluðust við að sjá skopteikningar í Jyllands Posten. Dæmigerður stormur í vatnsglasi.

Trúfrelsi er eðlileg krafa um að fólk megi trúa því sem þeim sýnist rétt, hvort sem viðkomandi trúir á Guð, guði, eitthvað yfirnáttúrlegt, ICESAVE, eitthvað annað eða alls ekki neitt. Það er eðlileg krafa að sýna fólki virðingu gagnvart trúarskoðunum þeirra, en það að virða slíkar skoðanir er ein undirstaða trúfrelsisins. 

Svo merkilega vill þó til að trúfrelsið vill stundum rekast á tjáningarfrelsið. Sumir trúa það blint á tjáningarfrelsið að þeir telja það trúfrelsinu æðra. Einnig eru sumir sem trúa það blint á trúfrelsið að þeir telja það tjáningarfrelsinu æðra. Úr verður heift fólks sem kann ekki að velja milliveginn, og dettur ekki í hug að bakka, enda fjöldi fólks sem kann miklu betur að meta ákveðnar skoðanir en þær sem feta milliveginn.

Ég leyfi mér að halda því fram að Pat Robertson hafi ekki gengið of langt í sinni fullyrðingu, þó ég skilji vel þá tilhneigingu að snúa út úr orðum hans, enda eiga þeir sem þekktir eru fyrir trú sína, yfirleitt undir högg að sækja, sama hverrar trúar þeir eru, og jafnvel þó þeir séu yfirlýstir trúleysingjar.

Trúleysisofstæki er engu betra en trúarofstæki. Þetta eru einfaldlega tvær hliðar á sama peningnum. Millivegurinn er vandrataður hér sem annars staðar.

Ég hef enga ástæðu til að bera verndarhendi fyrir Pat Robertson, en mér finnst mistúlkunin og hvernig hún hefur breyst út um heiminn með ofurhraða afar áhugaverð.

Ónákvæmni og vinsældaleit margra virtra fréttamiðla er áhyggjuefni.

 

Statement Regarding Pat Robertson's Comments on Haiti

CBN.comVIRGINIA BEACH, Va., January 13, 2010 --On today’s The 700 Club, during a segment about the devastation, suffering and humanitarian effort that is needed in Haiti, Dr. Robertson also spoke about Haiti’s history. His comments were based on the widely-discussed 1791 slave rebellion led by Boukman Dutty at Bois Caiman, where the slaves allegedly made a famous pact with the devil in exchange for victory over the French. This history, combined with the horrible state of the country, has led countless scholars and religious figures over the centuries to believe the country is cursed. Dr. Robertson never stated that the earthquake was God’s wrath. If you watch the entire video segment, Dr. Robertson’s compassion for the people of Haiti is clear. He called for prayer for them. His humanitarian arm has been working to help thousands of people in Haiti over the last year, and they are currently launching a major relief and recovery effort to help the victims of this disaster. They have sent a shipment of millions of dollars worth of medications that is now in Haiti, and their disaster team leaders are expected to arrive tomorrow and begin operations to ease the suffering.

Chris Roslan
Spokesman for CBN


mbl.is „Haíti-búar sömdu við djöfulinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er þetta áhugaverð athugasemd hjá þér. Nú þykir mér mbl ekki vera að vinna rannsóknarvinnuna sína nógu vel, fjölmiðlar taka þátt í að breiða þennan misskilning út.

María G. (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 18:41

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það sem komið hefur mér svolítið á óvart, en samt ekki, er hvernig trúleysingjar um heim allan hafa stökkið á þessa illa tímasettu fullyrðingu mannsins og blásið hana upp í einhvers konar heiftúðlega gagnrýni á fólk sem er trúað,

Nú hef ég ekki fylgst með viðbrögðunum við þessum ummælum, en gætirðu bent á einhver dæmi handa okkur?

....en það að virða slíkar skoðanir er ein undirstaða trúfrelsisins. 

Það væri gaman að vita hvað þú eigir við með þessu. Ég á bágt með að sjá að virðing fyrir skoðunum hafi nokkuð með trúfrelsi að gera.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2010 kl. 18:50

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

María G: Takk

Blessaður Hjalti Rúnar: Sjálfsagt mál að Googla þetta aðeins meira. Áreiðanlegastir og hlutlausastir er BBC, sem vísar í nákvæmlega hvaðan fyrsta umsögnin kemur, nokkuð sem er sleppt í flestum greinum. Málið er að talsmaður Hvíta hússins hneykslaðist, svona svipað og ef nafni minn Arnarson myndi missa eitthvað út úr sér í 1700 manna eldhúsinu sínu.

Ísland: sjá frétt og fyrirsögn tengda í grein

Noregur: NRK: – Haiti har pakt med djevelen

Danmörk: JP: Haiti: Prædikant giver "djævlepagt" skylden

Bandaríkin: Time: Why Is Pat Robertson Blaming Haiti?

Bandaríkin: CBS News: Pat Robertson: Haiti "Cursed" After "Pact to the Devil"

Bandaríkin: CNN News: Pat Robertson says Haiti paying for 'pact to the devil'

Mexíkó: El Universal: Haitianos están “malditos”: evangelista

Perú: Pat Robertson: Terremoto en Haití se debe a pacto con diablo

Bretland: BBC (afar hlutlaust og útskýrir hvaðan fréttin kemur): 1353 A senior White House advisor said she was left "speechless" by comments from US TV evangelist Pat Robertson that Haitians had made "a pact to the Devil". Valerie Jarrett told ABC's Good Morning America: "That's not the attitude that expresses the spirit of the president or the American people, so I thought it was a pretty stunning comment to make."

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hjalti Rúnar aftur (það tekur óneitanlega tíma að svara þér) :

 ....en það að virða slíkar skoðanir er ein undirstaða trúfrelsisins.

Tja, þetta er komið úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er afar holl lesning og góð. Ég skáletra viðeigandi setningar, en mæli sérstaklega með 18. og 19. grein:

1. grein

Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.

 

2. grein

Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.

 

3. grein

Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.

 

4. grein

Engum skal haldið í þrældómi eða þrælkun. Hvers konar þrældómur og þrælaverslun skulu bönnuð.

 

5. grein

Enginn skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

 

6. grein

Allir eiga rétt á viðurkenningu að lögum, hvar í heimi sem er.

 

7. grein

Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar.

 

8. grein

Hver sá sem sætir meðferð sem brýtur í bága við grundvallarréttindi þau, sem tryggð eru í stjórnarskrá eða lögum, skal eiga rétt á raunhæfu úrræði fyrir lögbærum dómstólum landsins.

 

9. grein

Enginn skal að geðþótta handtekinn, sviptur frelsi eða gerður útlægur.

 

10. grein

Allir skulu jafnir fyrir dómstólum og njóta réttlátrar, opinberrar málsmeðferðar fyrir óháðum og óhlutdrægum dómi, þegar skorið er úr um réttindi þeirra og skyldur eða sök sem þeir eru bornir um refsivert brot.

 

11. grein

1. Hvern þann, sem borinn er sökum fyrir refsivert brot, skal telja saklausan, uns sekt er sönnuð að lögum í opnu réttarhaldi, enda hafi verið tryggð öll nauðsynleg úrræði til að halda uppi vörnum.

2. Engan skal telja sekan um refsivert brot, vegan athafnar eða athafnaleysis sem var refsilaust að landslögum eða þjóðarétti, þegar athöfnin eða athafnaleysið átti sér stað. Eigi má heldur dæma neinn til þyngri refsingar en lög þá leyfðu.

 

12. grein

Eigi má að geðþótta raska einkalífi, fjölskyldulífi, heimili eða bréfaskriftum nokkurs einstaklings, né heldur ráðast á æru hans eða mannorð. Ber öllum lagavernd gagnvart slíkum afskiptum eða árásum.

 

13. grein

1. Allir skulu frjálsir ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis.

2. Allir skulu eiga rétt til að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns.

 

14. grein

1. Allir eiga rétt til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum.

2. Enginn má þó skírskota til slíkra réttinda, sem lögsóttur er með réttu fyrir ópólitísk afbrot eða háttsemi, er brýtur í bága við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.

 

15. grein

1. Allir hafa rétt til ríkisfangs.

2. Engan má að geðþótta svipta ríkisfangi eða rétti til þess að skipta um ríkisfang.

 

16. grein

1. Fulltíða konur og karlar hafa rétt til að ganga í hjónaband og stofna fjölskyldu, án tillits til kynþáttar, þjóðernis eða trúarbragða. Þau skulu njóta jafnréttis við stofnun og slit hjúskapar, svo og í hjónabandinu.

2. Til hjúskapar skal ekki stofnað nema með frjálsu og fullu samþykki hjónaefna.

3. Fjölskyldan er í eðli sínu frumeining samfélagsins og ber samfélagi og ríki að vernda hana.

 

17. grein

1. Öllum skal heimilt að eiga eignir, einum sér eða í félagi við aðra.

2. Enginn skal að geðþótta sviptur eign sinni. (Kannski þetta eigi við um ICESAVE)?

 

18. grein

Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu og helgihaldi.

 

19. grein

Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra.

 

20. grein

1. Allir hafa rétt til að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum. 2. Engan má skylda til að vera í félagi.

 

21. grein

1. Allir hafa rétt til að taka þátt í stjórn lands síns, beint eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum.

2. Allir eiga jafnan rétt til þess að gegna opinberum störfum í landi sínu.

3. Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkisstjórnar. Skal hann látinn í ljós með reglubundnum, óháðum og almennum kosningum, enda sé kosningarréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar.

 

22. grein

Allir þjóðfélagsþegnar skulu fyrir atbeina hins opinbera eða á grundvelli alþjóðasamstarfs, og í samræmi við skipulag og bjargráð hvers ríkis, eiga rétt á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindum, sem eru nauðsynleg til þess að virðing þeirra og þroski fái notið sín.

 

23. grein

1. Allir eiga rétt til atvinnu að frjálsu vali, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða og til verndar gegn atvinnuleysi.

2. Allir skulu, án nokkurrar mismununar, eiga rétt á sömu launum fyrir sömu störf.

3. Allir sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum sanngjarnt og hagstætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef þörf krefur.

4. Allir hafa rétt til að stofna stéttarfélög og ganga í þau til verndar hagsmunum sínum.

 

24. grein

Allir hafa rétt til hvíldar og tómstunda, og telst þar til hæfileg takmörkun vinnutíma og reglubundið orlof á launum.

 

25. grein

1. Allir eiga rétt á lífskjörum sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Telst þar til fæði, klæði, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert. 2. Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, hvort sem þau eru fædd innan eða utan hjónabands, skulu njóta sömu félagslegu verndar.

 

26. grein

1. Allir eiga rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti á grunnskóla- og undirstöðustigum. Grunnskólamenntun skal vera skylda. Starfsmenntun og sérmenntun skal standa öllum til boða og háskólamenntun vera öllum jafnfrjáls á hæfnisgrundvelli.

2. Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og auka virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarhópa og að styrkja starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðar.

3. Foreldrar skulu öðrum fremur ráða hverrar menntunar börn þeirra skuli njóta.

 

27. grein

1. Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi ábata er af þeim leiðir. 2. Allir skulu njóta verndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki, sem þeir eru höfundar að.

 

28. grein

Allir hafa rétt til þess samfélags- og alþjóðaskipulags, er hrindi að fullu í framkvæmd þeim réttindum og því frelsi sem í yfirlýsingu þessari eru upp talin.

 

29. grein

1. Allir hafa skyldur við samfélagið, enda getur það eitt tryggt fullan og frjálsan persónuþroska einstaklingsins.

2. Við beitingu réttinda sinna og frelsis, skulu allir háðir þeim takmörkunum einum sem settar eru með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir réttindum og frelsi annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæði, almannareglu og velferð almennings í lýðfrjálsu þjóðfélagi.

3. Réttindum þessum og frelsi má aldrei beita þannig, að í bága fari við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.

 

30. grein

Ekkert í yfirlýsingu þessari má túlka á þann veg að nokkru ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það er stefni að því að gera að engu einhver þau réttindi eða frelsi sem hér hafa verið upp talin.

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 19:54

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Þar sem þú ert í gúgglunar-stuði - prófaðu þá að grafa upp fyrri ummæli Pat Robertson um hina ýmsu minnihlutahópa og andúð hans á mannréttindum.

Þessi viðurstyggilega padda er púra rasisti sem reynir að réttlæta mannhatur sitt með tilvitnunum í Biblíuna.  Það veldur mér vonbrigðum að sjá þig reyna að verja þetta skrípi.  Þetta hefur ekkert með trú eða trúleysi að gera!  Það er einfaldlega ekki hægt að bera virðingu fyrir þeim sora sem þessi maður hefur látið útúr sér í gegnum tíðina.

Það að milljónir kristinna manna skuli velja að hlusta á hans boðskap er sorglegur vitnisburður um siðferði þeirra.

Róbert Björnsson, 14.1.2010 kl. 19:56

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Róbert: Hefðirðu lesið alla greinina hefðirðu séð að ég tek sérstaklega fram að ég þekki hvorki neitt til Pat Robertson né sé að verja hann. Kíktu endilega aðeins yfir þetta aftur. Svo er þín andúð á hans skoðunum svolítið svona ad-hominem.

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 19:59

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hrannar þú hefur eitthvað misskilið mig, ég var að biðja um einhver dæmi um þetta: "...trúleysingjar um heim allan hafa stökkið á þessa illa tímasettu fullyrðingu mannsins og blásið hana upp í einhvers konar heiftúðlega gagnrýni á fólk sem er trúað,..."

Tja, þetta er komið úr Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er afar holl lesning og góð. Ég skáletra viðeigandi setningar, en mæli sérstaklega með 18. og 19. grein:

Hrannar, ég sé ekkert þarna um að virða trúarskoðanir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2010 kl. 20:10

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Um að virða trúarskoðanir:

Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar.

Um trúleysingja:

Með trúleysingja á ég við þá manneskju sem er ekki sömu trúar og viðkomandi, þar sem að enginn getur verið algjörlega trúlaus, þó svo að hafnað sé trúarbrögðum. Þannig er trúleysingi í merkingunni að hafa enga trú mótsögn í sjálfri sér. Ég gæti að sjálfsögðu haft rangt fyrir mér í þessu máli.

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 20:28

9 identicon

Hver er "trú" mín ef ég hafna öllum trúarbrögðum og allri yfirnáttúru? Hefur þú einhver frumlegri eða gáfulegri svör við þeirri spurningu en að ég "trúi" á vísindi eða eitthvað þvíumlíkt?

Svo skilur þú ekki "ad hominem", ég fyrirlít landráðabrigsl þín og ömurlega heimskulegar skoðanir þínar á flestum málum, en ég fyrirlít ekki þig.

Trúlaus landráðamaður (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:47

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Um að virða trúarskoðanir:

Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar.

Og hvar er þarna talað um að "virða trúarskoðanir"?

Um trúleysingja:

Með trúleysingja á ég við þá manneskju sem er ekki sömu trúar og viðkomandi, þar sem að enginn getur verið algjörlega trúlaus, þó svo að hafnað sé trúarbrögðum. Þannig er trúleysingi í merkingunni að hafa enga trú mótsögn í sjálfri sér. Ég gæti að sjálfsögðu haft rangt fyrir mér í þessu máli.

Allt í lagi. Hvaða trúleysingja (múhameðstrúarmenn eru þá líklega taldir með) ertu að tala um hérna: "um heim allan hafa stökkið á þessa illa tímasettu fullyrðingu mannsins og blásið hana upp í einhvers konar heiftúðlega gagnrýni á fólk sem er trúað,..."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2010 kl. 20:49

11 Smámynd: Róbert Björnsson

Það kemur mér svolítið á óvart að þú þekkir ekki til Pat Robertsons en hann hefur um langt skeið verið áberandi í þjóðmálaumræðunni í Bandaríkjunum (þar sem ég fékk svæsið ofnæmi fyrir málflutningi hans og félaga hans Jerry heitins Falwell).

Pat bauð sig fram í forsetakosningum fyrir Repúblikana árið 1988 og frægt er þegar hann varði einræðisherra Líberíu sem Sameinuðu þjóðirnar steyptu af stóli á sínum tíma - en Pat ætlaði sér að hagnast á demanta-kaupum af einræðisherranum illræmda sem hann kallaði "Guðs-útvaldan leiðtoga".

Þess má að auki geta að halelúja-stöðvar Robertsons eru víða eina sjónvarpsefnið sem íbúar vestur- og mið Afríku-ríkja hafa aðgang að og áhrif hans er því mikil þar.  Nýlega sendu útsendarar Pats "sérfræðinga í málefnum samkynhneigðar" til Úganda með þeim afleiðingum að þar eru nú að taka gildi lög um dauðarefsingar við glæpnum samkynhneigð sem og öllum þeim sem hilma yfir slíkum glæpamönnum eða verja málstað þeirra.

Sorry ef þetta hljómar sem Ad-Hominem - en það eru ekki bara trúfrjálsir sem hneikslast á boðskap Pat Robertsons - margir kristnir menn taka þetta ekkert síður nærri sér og harma að hann sé svo víða séður sem málssvari kristinnar trúar.  

Róbert Björnsson, 14.1.2010 kl. 20:50

12 identicon

þetta er hetjan ykkar.....

til hamingju

kjartan guðmundsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:00

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Trúlaus landráðamaður: Ja, hvað eru vísindi?

Hjalti Rúnar: Ég gæti Googlað töluvert af bloggsíðum með slíkum greinum, sem ég rakst á í leitinni áðan, en ákvað að láta aðallega þá miðla sem þykja áreiðanlegir fylgja í tenglum.  Prófaðu að Googla til dæmis "Pat Robertson crazy Haiti" eða "Pat Robertson fanatic Haiti" og þú færð fullt af dæmum.

Róbert: Ég hef engan sérstakan áhuga á þessum Pat og er sjálfur ekkert voðalega spenntur fyrir málstað með eða á móti trúarbrögðum. Það er fullt af fólki sem ég kannast ekkert við, sem áberandi er á ýmsum umræðusviðum.

Kjartan: Takk. :) Kannski!

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 21:09

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á blogginu sé ég raunar helst hneykslan trúaðra á þessu. Mér sjálfum finnst þessi maður ekki verður athugasemda. Endilega svaraðu svo Hjalta án útúrsnúninga.

Skoðanir Robertsons hafa ekkert með trú að gera en hann er frjáls til að hafa þær. Að básúna þeim yfir miilljónir manna i um allan heim (Hanner t.d. með fast slott á Omega) er í minnsta lagi vafasamt og í hæstu gráðu hatursáróður á neyðarstundu og tilraun til að rýra samúð fylgjenda sina.  Hér er hann heldur ekki að viðra skoðun, heldur ljúga um sögulegar staðreyndir og fara með fleypur, sem á sér enga stoð. "Samningur við Djöfulinn".

Pat spáði heimsendi 2006 að mig minnir og lýsti í smáatriðum. Guð sagði honum það líka. Guð sagði honum líka að hvetja ríkistjórn bandaríkjanna inn í Venesúela til að taka völdin og myrða Chaves. 

Maðurinn er náttúrlega nöttkeis og gerir þetta kannski fyrst og fremst til að vekja athygli á sér og þénar á öllu saman.  Ekki óskylt svona bloggskrifum, sem þó miðast eingöngu að því að trekkja að fleiri heimsóknir.

Ef þetta er eitthvað grín og stríðni hjá þér, þá hefurðu gersamlega skotið yfir markið Hrannar.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 21:09

15 identicon

Pat Robertson er svívirðilegt skrímsli... hann notfærir sér allar hörmungar á jörðinni til að selja Sússa... hann hefur kallað eftir árásum á hin og þessi lönd, kallað eftir að gerðar verði kjarnorkuárásir og alles... fyrir sússa.

Maðurinn er aumingi með vasa... það er ekkert sem afsakar þennan mann.. nema náttlega biblían

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:09

16 identicon

Hver sá maður sem ver Pat... er... ekki góður maður, það er ljóst

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:12

17 Smámynd: Hrannar Baldursson

Eins og ég sagði í greininni. Ég þekki ekki manninn. Hvaðan hafa menn þær upplýsingar að þetta sé eitthvað illmenni, þó að hann prediki á einhverri sjónvarpsstöð. Það eru ansi margar sjónavarpsstöðvar í heiminum.

Jón Steinar: Ég skrifa þetta ekki til að trekkja að aðsókn að vefnum, né í gríni, heldur er mér raunverulega umhugað um að við séum að fá fréttir skakkar utan úr heimi, og þá einnig innanlands.

Kannski skil ég spurningu Hjalta Ómars ekki? Gæti kannski einhver hjálpað mér að skilja hana eða svara henni?

DoktorE: Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar um þennan mann?

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 21:22

18 identicon

Hrannar minn ég hef fylgst með þessum manni í mörg ár, allir sem eru eitthvað inni í trúarrugli mannkyns vita hvaða mann hann hefur að geyma.
Þér er í lófa lagt að leita að þessum upplýsingum, myndböndum með honum á youtube... það er ekki eins og þetta sé eitthvað top hernaðarleyndarmál.
Hann er af sama sauðahúsi og Jerry Falwell og aðrir álíka trúarnöttar

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:31

19 Smámynd: Hrannar Baldursson

DoctorE: Nú get ég valið um að leita að einhverjum myndböndum um þennan mann, sem virðist afar trúaður og hafa frekar óvandaðar skoðanir, eða stúdera peðauppbyggingu í skák. Með fullri virðingu, þá vel ég frekar að verja tímanum í hið síðarnefnda.

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 21:42

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjalti er að biðja þig um að koma með staðfestingar þess sem þú segir um að TR'ÚLEYSINGJAR um allan heim hafi sérstaklega stokkið upp til handa og fóta vegna þessa.  Ef svo er þá eru það meðmæli með trúleysingjum er eitthvað, en  hneykslanin á þessari grímulausu tækifærismennsku er universal, trúðu mér.

Pat er að gera tengsl á milli meinst samnings við djöfulinn og hamfaranna, það máttu bóka og hér er því ansi lélegt dæmi hjá þér um"litaða" fréttamennsku.

  Þú hefðir kannski getað lagt á þig að googla upp eitthvað um manninn, fyrst þú varst í þessu google stuði.  Þetta er fremsti áróðursmaður verstu gerðar Kristinna fundamentalista í heiminum. Hann hatar þriðja heiminn af passion og öll önnur trúarbrögð.  Hann telur ameríkana útvalda herra þessa heims.  

  Ég held þú ættir að eyða púðrinu í að uppfræða fólk um hvers vegna fátækt og undirokun er svo megn þarna niðurfrá og vekja athygli á harmleik þessarar þjóðar og orsaka hans.  Það yrði þakkarvert framlag.

  Þarna hafa orðið skelfilegar náttúruhamfarir og mikil þjáning, sem er bara rétt að byrja. Varnskortur, hungursneyð og sjúkdómar munu fara eins og eldur í sinu þarna um í kjölfarið. Þetta er eitt fátækasta land í heimi ef ekki það allra fátækasta.  Skrif þín eru því í vægasta samhengi smekkleysa.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 21:42

21 identicon

Skoðanir Pat eru í samræmi við biblíu... Það er reyndar hægt að líkja boðskap biblíu við IceSave...
Adam og Eva borðuðu eplið í heimsku sinni.. létu plata sig og svona... allar kynslóðir síðan hefur mannkynið verið að borga GodSave... skuldinni skellt á algerlega saklaust fólk sem þarf að borga og borga og svo taka börnin við.. barnabörnin ..... nema það að í GodSave verður fólk pyntað og brennt að eilífu... IceSave mun þó taka enda.. en ekki GodSave, samkvæmt biblíu.

Það er lágmark að kynna sér mann eins og Pat áður en farið er að verja hann og segja menn vera með trúleysingjaofstæki gegn aumingja góða ofurkrissanum sem er bara að nota sér hörmungar og dauða þúsunda til að selja hjátrúna

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:58

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það þarf ekkert allt að Googla til að sjá hörð viðbrögð "trúleysingja". Nóg er að lesa athugasemdirnar við þessari færslu.

Hafa fyrri fréttir um þennan mann verið jafn áreiðanlegar og þessi? Ég veit að það er fullt af skrítnu fólki í heiminum með skoðanir sem ég er ósammála og ósáttur við, en ég get ekki séð, þó að það sé hugsanlega óviðeigandi á þessu augnabliki, hvernig það getur verið slæmt að benda á þessa sögu úr fortíð Haiti?

Mér finnst hún satt best að segja stórmerkileg.

Hinar sönnu ástæður fyrir hörmungum á Haiti eru sjálfsagt tengdar því að eyjarbúar voru gerðir að þrælum og farið afar illa með þá. Slík meðferð getur haft áhrif á þjóð margar kynslóðir til framtíðar. Það sama getur hvaða þjóð sem er, sérstaklega smáþjóðir sem hafa enga vörn gegn ofríki stórþjóða. Vonum bara að Íslendinga bíði ekki svipuð örlög.

Úr sögu uppreisnar Haiti af vefsvæðinu: Haiti - The First Black Republic in the World þar sem fagnað var 200 ára afmæli uppreisnarinnar gegn Frökkum:

A man named Boukman, another houngan, organized on August 14, 1791, a meeting with the slaves in the mountains of the North. This meeting took the form of a Voodoo ceremony in the Bois Caiman in the northern mountains of the island. It was raining and the sky was raging with clouds; the slaves then started confessing their resentment of their condition. A woman started dancing languorously in the crowd, taken by the spirits of the loas. With a knife in her hand, she cut the throat of a pig and distributed the blood to all the participants of the meeting who swore to kill all the whites on the island. On August 22, 1791, the blacks of the North entered into a rebellion, killing all the whites they met and setting the plantations of the colony on fire. However, the French quickly captured the leader of the slaves, Boukman, and beheaded him, bringing the rebellion under control. Just like Mackandal, Boukman had managed to instill in the blacks the idea that he was invincible. Thus, the French exposed his head on Cap’s square to convince the slaves that their leader was really dead.

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 22:09

23 identicon

Kaþólska kirkjan hefur ráðið miklu þarna, engar getnaðarvarnir.. börnin hlaðast upp.. fátæktin versnar og versnar... Mikilvægast af öllu er að búa til fullt af kaþólikkum.

Þetta er alþekkt í löndum þar sem kaþólikkar tróna yfir ... eins og Filippseyjum, afríku... og víðar.

Það gengur vægast sagt afar illa hjá þér að verja þetta Hrannar minn...

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:15

24 Smámynd: Hrannar Baldursson

DoctorE: Vinsamlegast fræddu mig um hvað ég er að verja. Lastu kannski ekki greinina?

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 22:21

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar: Ég gæti Googlað töluvert af bloggsíðum með slíkum greinum, sem ég rakst á í leitinni áðan, en ákvað að láta aðallega þá miðla sem þykja áreiðanlegir fylgja í tenglum.  Prófaðu að Googla til dæmis "Pat Robertson crazy Haiti" eða "Pat Robertson fanatic Haiti" og þú færð fullt af dæmum.

Hrannar, eru þessir miðlar dæmi um að "trúleysingjar um heim allan hafa stökkið á þessa illa tímasettu fullyrðingu mannsins og blásið hana upp í einhvers konar heiftúðlega gagnrýni á fólk sem er trúað"?

Svo áttu enn eftir að útskýta hvar það er minnst á virðingu fyrir trúarskoðunum í Mannréttindasáttmála SÞ. En ég skil það vel ef þú vilt af einhverjum ástæðum svara því.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2010 kl. 23:04

26 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hjalti Rúnar: Í þriðja sinn:

18. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu og helgihaldi.

Hjalti Rúnar: Já, ég tel þetta duga sem slíkt dæmi. 

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 23:13

27 Smámynd: Zaraþústra

Robertson hatar einfaldlega svertingja, og að sjálfsögðu gerðu negrarnir uppreisn gegn hvítum yfirboðurum sínum með hjálp andskotans, annars hefði það ekki verið mögulegt því hvíta fólkið er fólk Guðs.  Þetta er enginn mistúlkun á orðum hans.  Bæði trúlausir og trúaðir hafa gagnrýnt hann.  Í hópum bæði trúaðra og trúlausra eru fávitar sem alhæfa um hluti út frá afar takmörkuðum upplýsingum.  Að tala um að trúlausir um allan heim fari offörum í gagnrýni sinni gegn Robertson er álíka mikið rugl.

Zaraþústra, 14.1.2010 kl. 23:25

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þó hann segi ekki beinlínis að orsakasamband sé á milli, þe. meints samnings við Satan og hörmunga Haití - þá er ekkert erfitt að skilja ummæli hans og samhengið þannig, þó hann vísi almennt í framhaldinu til fátæktar og vandamála á Haití í gegnum árin.

“Something happened a long time ago in Haiti, and people might not want to talk about it. They were under the heel of the French … and they got together and swore a pact to the devil. They said, ‘We will serve you if you will get us free from the French.’ True story. So the devil said, ‘OK, it’s a deal.’”

“Ever since, they have been cursed by one thing after another..."

Svo með þessa "pact to the devil" sögu - það skiptir líka máli um hvernig sögu er að ræða til að meta heimildagildið eða tegund heimildar.

Nú þekki ég umrædda sögu ekkert, en veit að hún beinist að eða er í tengslum við Boukman nokkrun sem er sagður foringi eða upphafsmaður uppreisnarinnar.  Liggur ekki beinast við að ætla að hún eigi uppruna hjá frökkum til að koma höggi á og sverta uppreisnina - og verið þá nokkurskonar smjörklípa þeirra tíma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2010 kl. 23:44

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar: Í þriðja sinn:

Hrannar: Enn og aftur: Það er ekkert talað þarna um að maður eigi að virða skoðanir. Nema þú viljir skilgreina "virðingu" sem "rétturinn til að vera á ákveðinni trúarskoðun og mega boða hana".

Hjalti Rúnar: Já, ég tel þetta duga sem slíkt dæmi. 

Allt í lagi. Lítið við því að gera.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.1.2010 kl. 23:57

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Sko, reyndar er þetta áhugaverð saga uppreisnin og aðild þess Boukman Dutty sem á lesa um hér /ábyrgist þó eigi 100% sagnfræðilegt gildi) http://en.wikipedia.org/wiki/Dutty_Boukman

Að hann var sem sagt houngan prestur (sem er karlprestur í voodoo trúnni)  og hann ásamt fleirum voru, að sögn,  með serimoníu þar sem ma. var fórnað svíni "which symbolized the wild, free, and untamable spiritual power of the forest and the ancestors"

Þetta er hinsvegar ekkert = við Satan og reyndar svokölluð voodoo trú öll hin merkilegasta og hefur marga anga eins og gengur - og sínist sitt hverjum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 00:29

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þér gengur erfiðlega að skilja. Ég er viss um að þú getur googlað helling af trúleysingjum, sem fordæma þessi orð. Þú getur jafnvel googlað fleiri trúaða af öllum trúarbrögðum, sem taka undir það.  Þú Bryddar þína grein með orðinu trúleysisofstæki se í sjálfu sér er ekkert annað en oftstæki. Spurningin er: Eru þessi viðbrögð einskorðuð við trúleysi eða er þetta universal?

Ég ráðlagði þér hinsvegar að googla Pat Robertsson, fyrst þú geysist fram á völl honum til varnar um leið og þú segist ekkert þekkja til hans.  Þú leyfir þér til og með að fullyrða um hvað hann meini eða meini ekki. 

Að lesa þennan þráð er eins og að lesa rökræður við Mofa.  Hann hefur hinsvegar skrifað blogg, þar sem hann harmar þessi ummæli, trúandi á djöfulinn sjálfann og allan pakkann. Einn sá viti firrtasti á blogginu.

Ég átta mig ekki á þér. Svei mér þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 02:29

32 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo svona að lokum til að hnykkja á því sem Hjalti er að rukka þig um, en nennir ekki lengur að staglast við slíkan þverhaus:

Allir skulu frjálsir hugsana sinna, samvisku og trúar. Felur sá réttur í sér frelsi til að skipta um trú eða sannfæringu og enn fremur frelsi til að rækja trú sína eða sannfæringu einslega eða með öðrum, opinberlega eða í einrúmi, með boðun, breytni, tilbeiðslu og helgihaldi.

Hvar í þessum texta er virðing fyrir trúarbrögðum skilyrt?  Ég get sagt þér það: HVERGI. Ekki einu orði.  Hér er talað um trúfrelsi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 02:34

33 Smámynd: Rebekka

Síðan hvenær er það ofstæki að gagnrýna það sem manni finnst vera rugl?

Pat Robertson kom sér sjálfur í þessa klípu með því að vera að þrugla um einhvern samning við djöfulinn.

Núna nýlega reyndi ungur maður frá Sómalíu að myrða aldinn skopmyndateiknara frá Danmörku vegna þess að honum líkaði ekki myndirnar hans,  það myndi ég kalla ofstæki.  Enn sem komið er hef ég ekki heyrt neinar fréttir af morðtilraunum á hendur Pat Robertson.

Af hverju heitir það ofstæki að segja:  "Nei Pat, hættu nú.  Þú hefur nákvæmlega ENGAR sannanir fyrir því að Haítí-búar hafi gert samning við djöfulinn, hvað þá heldur að djöfullinn sé einu sinni til!  Þú ert nú meiri rugludallurinn.  Hvað segir það þá líka um guðinn þinn, sem bíður í heila öld eftir að hefna sín, og þá á saklausum afkomendum?  Er þetta einhver regla hjá honum? ... oh wait."

Dúddinn drepst ekkert af því að heyra andstæðar skoðanir. 

Rebekka, 15.1.2010 kl. 07:17

34 identicon

Meira að segja Sússi endaði með að hætta að trúa á guðinn sinn... þetta gerðist á krossinum.. faðir hví hefur þú yfirgefið mig....

Hvers vegna ætti fólk að trúa á guð þegar Sússi endaði með að sjá að þetta gekk ekki upp hjá honum....
Það er ekki séns að spyrja svona spurningar ef Sússi hefði verið það sem hann sagðist vera.

Rétt eins og Sússi sjá trúaðir það daglega að meintur faðir er ekki tilstaðar... Wake up folks

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:08

35 identicon

Voðalega eru þessir trúleysingjar miklir ofsamenn. Jón Steinar þú ert nú meiri frekjan. Hvað heldurðu að þú sért? Ertu ekki bara einhver rukkari? Þú gerir ekkert annað en að rífa kjaft. Afhverju tekurðu ekki þátt í spjallinu? Þetta er sorglegt með Haiti. Við skulum biðja fyrir fólkinu í Jesú nafni. Þetta er djöffullegt ástand  þarna. Hallelúja Amen.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:42

36 Smámynd: Hrannar Baldursson

Zaraþústra: Að sjálfsögðu er alhæfingin í fyrirsögn minni ósönn eins og allar aðrar alhæfingar. Líka þessi.

Ómar Bjarki: Það er verið að túlka merkingu fullyrðinga um það að þessi maður sem virðist hafa þessar öfgafullu trúarskoðanir sé að tala um orsakatengsl á milli sáttmála við Satan og hamfarirnar, eins og það komi málinu eitthvað við. Það sem mér finnst undarlegt er hversu mikið sé gert úr orðum þessa manns, og þá aðallega af þeim sem vilja gagnrýna hans skoðanir, á meðan hið sanna er að hann er að benda á áhugaverða sögulega heimild, sem ég leyfi mér að finnast athyglisverð í heildarsamhenginu, þó að ég sé afar fjarri því sjálfur að trúa á tilvist djöfulsins.

Hjalti Rúnar: Við ættum kannski bara að gera þetta upp yfir skákborði.

Ómar Bjarki II: Málið er að þessi maður, Robertson, túlkar Voodoo sem djöflatrú, en það er ósköp eðlileg túlkun út frá hans trúarviðhorfum, þó að út frá vantrúarsjónarmiðum hljóma náttúrulega allar tengingar við 'djöfulinn' eins og rætnustu öfgar. Þarna er verið að gera ansi mikið úr fordómum og skilningsleysi, og það finnst mér gagnrýnisvert, en skil vel að slíkum málum sé auðvelt að halda í hófsamri umræðu, eins og sjá má í athugasemdum við þessa grein. 

Jón Steinar: Í gærkvöldi var ég þreyttur og gekk illa að skilja. Nú hef ég sofið og vaknað, og skil út á hvað gagnrýni Hjalta gekk. Viðurkenni ég fúslega að ég var tregur til skilnings í gærkvöldi. Það að ég skuli fyrst og fremst setja út á trúlausa í fyrirsögn og umfjöllun er náttúrulega mín villa, og viðurkenni ég það fúslega, og þakka ykkur fyrir að hafa leitt mig til þeirrar þekkingar að það eru ekki bara hinir trúlausu, heldur fleiri, meðal annars skoðanasystkini hans, sem hafa gagnrýnt Pat Robertson. 

Fyrirsögnin hefði semsagt pólitískt rétt átt að vera þannig: "Trúleysisofstæki, trúarofstæki og heilbrigð skynsemi gegn Pat Robertson vegna yfirlýsingar hans um samning við djöfulinn?

Ég veit ekki hver Mofa er og er ekkert sérstaklega mikið inn í umræðum um trúmál eða trúleysismál, og tel alls ekki nauðsynlegt að fylgjast með öllu sem fram fer án þess að tjá mig um slík mál. Nóg er að hafa upplifað það sem maður hefur upplifað og lesið það sem maður hefur lesið til að taka þátt í slíkri samræðu. Það vill reyndar þannig til að ég hef upplifað ýmislegt tengt trúarbrögðum og trúleysi, og einnig lesið ýmislegt tengt trúarbrögðum og trúleysi, lesið um trúarbókmenntir, gluggað í grundvallarrit ýmissa trúarbragða, goðafræði, skoðanir um andstöðu gegn trúarbrögðum og almennt um trúleysi, en er enginn sérfræðingur í þessum málum. Hins vegar ættu allir að hafa aðgang að slíkri umræðu, óháð trú þeirra eða þekkingu.

Felur trúfrelsi annars ekki í sér virðingu fyrir öðrum skoðunum og trúarbrögðum? Skrítið er það trúfrelsi sem gerir það ekki.

Rebekka: Það er ofstæki þegar snúið er út úr þeim orðum sem gagnrýnt er, til að það henti betur eigin sjónarmiðum. Trúarofstæki eða trúleysisofstæki er hægt að framkvæma á margvíslega vegu, en framkvæmdin er stýrð af ofstækinu án þess að vera ofstæki í sjálfri sér. Ofstækið er skoðunin sem liggur að baki skoðunum og gerðum, og það er ofstækið sem vert er að gagnrýna. 

Það er rangt að myrða danska skopmyndateiknara, hvort sem það er vegna trúarskoðana eða vegna þess að manni finnst teikningar hans ekki fyndnar. Framkvæmdin, morðtilraun, er röng óháð þeim skoðunum sem tilræðismaðurinn hefur. Reyndar, er það mín skoðun og skoðun landslaga, en skoðun fólks sem er róttækara og hefur það ofstækisfullar skoðanir að þær hafa meiri áhrif á framkvæmdir viðkomandi en landslög og eru sammála manninum sem framkvæmdi morðtilraunina, gætu talið slíka tilraun réttlætanlega á grunni ofstækisfullra skoðanna sinna. En þar væri náttúrulega um sjálfsblekkingu að ræða, en trúleysisofstækismenn sem og trúarofstækismenn, gætu hins vegar fullyrt á móti að löghlíðni sé ein tegund ofstækis. 

DoctorE: Sússi? Ertu að meina þann sem kallaður var "Buddy Christ" í myndinni "Dogma"? Hvað sagðist Sússi vera? Um hvaða föður ertu að tala?

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 08:43

37 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón bóndi: Málið er að það er bara lítill hópur trúleysingja sem eru miklir ofsamenn, rétt eins og það er lítill hópur trúaðra sem eru ofstækismenn.

Ofstækið sjálft er sjálfsagt meira vandamál en skoðanirnar sem liggja að baki því, og þessar tilhneigingar til ofstækis geta átt uppruna sinn í einhverjum sálrænum krísum sem koma trúarbrögðum eða trúleysi í sjálfu sér ekkert við; trúarbrögð eða trúleysi getur verið eitthvað sem auðvelt þykir að hanga í.

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 08:46

38 identicon

Þarna var ég of fljófær. Þú ert ekki þessi rukkari sem ég hélt. Það er djöfullegur á þér kjafturinn. Djöfull=Andstæðingur Guðs.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:48

39 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón bóndi: Jón Steinar er afar djúpur hugsuður með sterkar skoðanir sem stundum eiga það til að stangast á við mínar. Hann orðar hlutina með kröftugu íslensku orðalagi, en ég ber mikla virðingu fyrir honum, þó hann kalli mig þverhaus. Ég veit að það er vel meint.

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 08:53

40 identicon

Ég er að tala um hann Sússa í biblíu.. hann klárlega sá sæng sína útbreidda.. pabbi hans(Sússi sjálfur) kom ekki til að bjarga honum...
Flestir eru á því að þetta séu einu orðin sem er hægt að segja að hann hafi sagt... þó reyndu önnur guðspjöll að covera þetta upp....
Það er kristaltært að sá Jesú sem biblían talar um var ekkert nema geggaður dómsdagsspámaður, aldur hans passar einnig mjög vel við þann aldur sem algengast er að menn fái geðklofa á...

Þeir sem biðja fyrir Haiti.. þeir eru að gera ekki neitt... akkúrat ekki neitt... well jú það er að móðga íbúa Haiti.
Á Haiti er strangtrúað fólk... hvers vegna er guð alltaf að láta svona ganga yfir helstu áhangendur sína... hvers vegna brestur ógæfa yfir fólk hvort sem það er trúað eða ekki... sama á hvaða guð það trúir...
2 +2 = 4; Þetta er open and shut case krakkar...

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:54

41 identicon

Ó ok. Sorry Jón. En þetta er bara svo svakalega alvarlegt sem er verið að ræða hér. Manni stendur ekki á sama. Hrannar þú ert allt annað en þverhaus. Í mesta lagi þreyttur og syfjaður. Það eru gerðar árásir á alla kristna sjónvarpsprédikara. Það er vegna þess að Djöfullinn (Andstæðingar Guðs) hatar þá.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 08:58

42 identicon

Djöfullinn er ekki til... kirkjan þróaði djöfulinn upp úr að vera geit yfir í það sem hann á að vera í dag....

Núnar er árið 2010... þið hafið menntun, byrjið að haga ykkur eins og þið séuð ekki að koma beint úr einhverjum helli á árinu 10

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:24

43 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég leyfi mér að efast um tilvist DoctorE.

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 09:33

44 identicon

DoctorE! Veistu það að lögmál Guðs eru alltaf eins. Árið 10 og 2010 alveg eins. Hvað er það sem þú hatar svona mikið? Kirkjan, Kristnir, Guð? Veistu það að trú kemur skynsemi ekkert við? Trú er trú.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 09:57

45 identicon

Ég er til... að ég held.

Það er ekkert lögmál guðs.. þetta er allt skrifað af mönnum til þess að ná stjórn á öðrum mönnum...

Auðvitað kemur trú alls ekki skynsemi við... vegna þess að trú er vitleysa sem er endurskírð í að kallast trú... það eru hundruðþúsunda guða, allir fake og fail.

Ég hata ekki neitt.. faktískt er ég að hjálpa ykkur úr svikamyllu trúarbragða, svona eins og þegar lögreglan sendir út tilkynningu og varar við  Nígeríusvindli.. eða þegar landlæknir sendir út tilkynningu og varar við kraftaverka eiturefnum... same thing.

P.S. Þegar þið eruð dauðir.. þá eruð þið dauðir.... sama hvað þið hagið ykkur kjánalega í lífinu... samkvæmt ykkur þá er guðinn sem á að vera gáfaðasta fyrirbrigði í heiminum að velja einföldustu menn sem til eru til að vera sér við hlið... makes no sense.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 10:24

46 identicon

Trúðu mér DoctorE! Þú þarft ekki að bjarga neinum. Reyndu að bjarga sjálfum þér.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:10

47 identicon

Fyrirgefðu mér Hrannar að ég er að rífast hérna á blogginu þínu. Maður fær bara stundum nóg. Ég ætti kannski frekar að vera á DoctorE blogginu. Bara ef boðskapur Krists næði betur til Íslendinga þá væri lífið betra hér. Það er kannski sumst satt hjá DoctorE en ekki allt.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 11:22

48 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón bóndi og DoktorE: ég hef ekkert á móti því að þið tjáið ykkur hérna, og hef áhuga á að heyra ólíkar skoðanir og rök.

Reyndar held ég að Jón bóndi hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að þetta trúaða fólk þurfi ekki á björgun að halda. Það er ekki eins og samasemmerki sé á milli trúar og skynsemisskorti, eða trúleysi og skynsemi.

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 11:34

49 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvað kom yfir þig? Af hverju ertu eyða púðri í að verja þennan hræsnara og mannhatara? Þessi maður gerir lítið annað en að útbreiða fávisku, hatur og ofstæki. En það er í lagi af því að hann er 'trúaður'.

Jón Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 12:23

50 identicon

Jón Ragnarsson hvaðan komst þú? Átu við að ég sé mannhatari? Ef ég væri það gæti ég ekki verið Kristinn. Er ofstæki að lyfta upp nafni Jesús? Hræsni? Lýstu því nánar. Fávisku? Nei. Visku vinur. Jesús er viska. Tær og hrein. Takk fyrir leyfið Hrannar. Ég held því áfram að skrifa.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 12:35

51 identicon

Hræðilegt að lesa þetta Hrannar.

"Hinar sönnu ástæður fyrir hörmungum á Haiti eru sjálfsagt tengdar því að eyjarbúar voru gerðir að þrælum og farið afar illa með þá."

Þessi sjónvarpspredikari heldur því fram að eyjaskeggjar hafi gert samning við djöfulinn og því sé þeim refsað með þessum hætti. Þetta var jarðskjálfti Hrannar. Fólk sem ekki er mengað af blindri trú á yfirnáttúruleg öfl getur skilið það. Djöfullinn, guð, Óðinn og Vishnu hafa ekkert með þetta að gera.

Sorglegt að maður eins og þú Hrannar, sem virðist hafa vit í kollinum, skuli koma fram með þessum hætti. Trúleysingjar hafa ekki séð ástæðu til að halda að yfirnáttúrulegur skapari fylgist með og skipti sér af Hrannar. Það er ósköp eðlileg afstaða. Þú trúir sennilega á þinn guð einfaldlega vegna þess að svo vildi til að þú fæddist á Íslandi á 20. öld en ekki t.d. á Indlandi á 2. öld. Þá tryðir þú eflaust einhverju allt öðru og finndist þeir sem tryðu því ekki sennilega jafn miklir "mannhatarar".

Björn (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 13:26

52 identicon

Allir að misskilja alla. Varstu að verja einhvern Hrannar? Hvar er friðurinn? Hvar er skynsemin? Maður ætti að leita að henni. Ástandið á Haiti er ekki gott. Við verðum að hjálpa þeim. Guð blessi þá. Afhverju eru menn svona æstir og nota allt til að kenna Kristnum mönnum um? Getur það verið samviskan þeirra? Ég þekki Krist. Ef maður hefur hann nálægt sér fer maður að gráta. Ástæðan er sú að maður er svo óhreinn miðað við hann. Alveg satt.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 13:39

53 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það verður líka að hafa í huga við hvernig áheyrendur Pat er að tala.  Hann er tala við mjög "trúaða" einstklinga eða hóp sem hefur svipaða uppbyggingu á trúskoðunum sínum og Pat.

Það er ekkert hægt að líta framhjá því að hann tengir meintan "pact with the Devil" við erfiðleika Haiti, þó hann í segi það ekki í orðunum bókstaflega að núvernandi hörmungar séu afleiðing þess.

Reynar er mjög sterkt í mannskeppnunni að tengja náttúruhamfarir við hið illa eins og kunnugt er ef litið er til sögunnar - og þá bara íslands.  Hekla etc.

Í upplýstum nútímasamfélögum höfum við yfigefið þessa tengingu - alllavega opinberlega.  Þ.e. að hamfarir ýmiskonar séu eða hljóti að vera einhverskonar refsing.  En staðreyndin er, held eg, að grunnt er á umræddri tengingu hjá mannskeppnunni.

Þessi tilfinning hefur ekkert horfið gjörsamlega.  Henni hefur verið ýtt undir yfiborðð og þarf ekkert mikið til að toga hana upp.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 14:23

54 Smámynd: Hrannar Baldursson

Björn: Þú misskildir þessa setningu:

Hinar sönnu ástæður fyrir hörmungum á Haiti eru sjálfsagt tengdar því að eyjarbúar voru gerðir að þrælum og farið afar illa með þá.

Þarna var ég að tala um hinar mannlegu hörmungar sem hrjáð hafa þessa eyju síðustu tvær aldir, ekki jarðskjálftann. Það sem ég var að hugsa um í þessari setningu var munurinn á milli Haiti og Dóminíska lýðveldisins, þar sem mikið ríkidæmi er í DL og mikil fátækt á Haiti. Mig grunar að það hafi eitthvað að gera með áhrif þrælkunar á heila þjóð, en gæti haft rangt fyrir mér.

Mín sök að orða þetta ekki betur.

Þannig getur misskilningur magnast upp í dómhörku. Ég er ekki fyrr búinn að skrifa óvandað vegna þreytu og einbeitingarskorts einhverja vitleysu en að það er tekið sem dæmi um hvernig maður hugsar.

Það er í góðu lagi að fólk keppist við að misskilja þetta á sinn hátt, og er það í sjálfu sér ágætis æfing í samskiptum og skapstillingu, en þetta er samtenging búin til úr túlkun á meiningu sem var ekki til staðar, rétt eins og hjá sjónvarpspredikaranum, en það virðist algjört aukaatriði hver meiningin er að baki, og það er einmitt áhyggjuefnið. 

Og af hverju gefur þú þér Björn, að ég sé trúaður?

Ómar Bjarki: Nákvæmlega. Það er einmitt þetta fyrirbæri hversu mikla athygli það vekur þegar sjónvarpspredikari minnist á svona hluti. Hvað ef þetta hefði verið sagnfræðingur eða íslenskur bloggari. Hefðu viðbrögðin orðið jafn áköf og mikil? Hvaða fyrirbæri er það sem gerir þetta að svona miklu máli fyrir mikið af fólki? Ég næ því ekki.

Einnig skil ég engan veginn af hverju maður sem hefur ákveðna trú má ekki tjá sig um áhugaverða söguskoðun. Sjálfur hef ég enga trú á því að Haiti hafi einhver yfirnáttúruleg öfl á móti sér, en finnst áhugavert hvernig margir af því sem trúa því ekki heldur (eða trúa því) mótmæla þessari skoðun af þvílíkri heift.

Að segja náttúruhamfarir eiga orsök af mannlegum völdum er náttúrulega afar smekklaust, en þessi sjónvarpspredikari var ekki að segja það beinum orðum, og því er það túlkun fólks sem er fréttin, en ekki það sem þessi frægi predikari sagði.

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 15:04

55 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar: Við ættum kannski bara að gera þetta upp yfir skákborði.

Nei, takk. Miðað við að þú virðist enn vera á fullu (sbr ummæli þín um að stúdera peðauppbyggingu fyrr hérna) þá held ég að ég eigi enn minni möguleika gegn þér núna.

Felur trúfrelsi annars ekki í sér virðingu fyrir öðrum skoðunum og trúarbrögðum? Skrítið er það trúfrelsi sem gerir það ekki.

Nei, það að þú þurfir að bera virðingu fyrir trúarskoðunum fólks hefur ekkert með trúfrelsi að gera.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.1.2010 kl. 15:14

56 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Það skiptir máli hver segir hvað. Pat Robertson er ekki einhver túristi að kasta fram sögulegar heimildir af handahófi.

Þetta er álíka og ef forseti Liverpool stuðningsmanna mundi segja (opinverlega) að flestir á Haiti styðja Manchester United. Hann þarf ekki að segja meira, hvort sem fullyrðingin sé rétt eða ekki og hvort sem raunveruleg United-aðdáun hafi ollið jarðskjálftan eða tveggja alda eymd eyjaskeggja.

Þú verður að kanna hver Pat Robertson er til að skilja betur af hverju hann segir þetta og til að skilja hversu óskiljanlega viðbjóðslegt þetta er.

Freyr Bergsteinsson, 15.1.2010 kl. 15:18

57 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Hrannar og takk fyrir góðan pistil. Ef ekki annað þá ætti hann að vekja fólk til umhugsunar að minnst eru tvær hliðar á hverju máli og oftast fleiri.

Ég fæ ekki annað séð en sumir gagnrýnendur þínir vilji gera mannamun hvað varðar málfrelsið eins og það er skilgreint í 19. grein Mannréttindasáttmálans:

"Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra".

Það hefur verið gaman að lesa yfir athugasemdirnar og bera saman viðbrögð gagnrýnenda þinna vegna pistilsins við þín viðbrögð við gagnrýninni :)

PS: reyndar fæ ég ekki séð að þú sért að mæra þennan Robertson að öðru leyti en hvað varðar þetta sagnfræðilega rétta...

Kolbrún Hilmars, 15.1.2010 kl. 15:38

58 Smámynd: Zaraþústra

Þetta er þá merkilega löng færsla um nánast ekki neitt.

Zaraþústra, 15.1.2010 kl. 15:47

59 Smámynd: Billi bilaði

Mér hafði ekki dottið í hug að það væri til „ofstækistrúleysi“, en sé það nú á athugasemdum hér.

Billi bilaði, 15.1.2010 kl. 16:23

60 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"þessi sjónvarpspredikari var ekki að segja það beinum orðum"

Nei, en það er bara bein leið að skilja orð hans í samhengi við núvernadi náttúruhamfarir.  Við erum ekkert að tala um mikla túlkun á orðunum þarna.  Liggur beint við.

"Einnig skil ég engan veginn af hverju maður sem hefur ákveðna trú má ekki tjá sig um áhugaverða söguskoðun"

Tja, sögutúlkun, veit ekki.  Eitt sinn var álitið og ríkjandi skoðun að svertingjar í bandaríkjunum væru fæddir til að þjóna eða vera undir hvíta manninum.  Það þætti eigi viðeigandi í dag að í hvert skipti er blökkumenn bæri á góma þá væri sú "sagnfræðilega staðreynd" dregin upp.

"Hvað ef þetta hefði verið sagnfræðingur eða íslenskur bloggari. Hefðu viðbrögðin orðið jafn áköf og mikil?"

Sagnfræðingar hefðu aldrei sett þetta svona fram.  Þeir hefðu leitað eftir eða haft í huga uppruna og eðli þessarar sögu eða þjóðsögu o.s.frv.  En varðandi ísl. bloggara - þá sínist mér þeir sumir vera sammála orðum Pats.

En heilt yfir skiptir talsverðu máli hverskonar sögu Patt er að vísa til.  Hefur verið algengt að setja Haiti og íbúa þess, ástand og afkomu o.s.frv. í samhengi við umrædda þjóðsögu ?   Því þetta er bara þjóðsaga sem fróðlegt væri að rannsaka nánar og finna upphaf og/eða útbreiðslu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 17:31

61 identicon

Biblían var notuð til að réttlæta þrælahald.... reyndar styður biblía 100% við þrælahald, menn mega berja þræla sína að vild.. þeir mega samt ekki deyja nema 24 tímum eftir barsmíðar... þá er allt í fína lagi samkvæmt biblíu: Sússi tók algerlega undir þetta.
Kristnir.. menn eins og Mofi segja þetta í fínu lagi, þetta hafi verið félagslegt kerfi á þessum tíma... næs

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 17:48

62 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er tiltölulega auðvelt að afla sér upplýsinga um sögu Haiti ef menn nenna. Auðvitað bjuggu þar innfæddir þegar Columbus "fann" eyjuna Hispaniola árið 1492. En þeirra örlög urðu að týnast í þrælainnflutningi frá Afríku.

Fyrstu 200 árin drottnuðu spánskir eða til ársins 1697 þegar franskir "eignuðust" Haiti.

En athyglisverðast er það að innfluttu afrísku þrælarnir nýttu sér frönsku byltinguna og lýstu yfir sjálfstæði árið 1801, líkt og íslenskir gerðu 143 árum seinna í WW2.

Þrælahald var á Haiti semsagt aflagt áratugum áður því var aflétt í Liverpool UK eða núverandi US of A. Það er bæði synd og skömm að Haitibúar hafi ekki getað unnið betur úr frelsinu - í dag talin fátækasta þjóð heimsins norðan miðbaugs.

Hvað Sússi eða þrælahald hefur að gera með þessi 200 ára mistök Haitibúa fæ ég ekki séð. Þar er ekki trúað sérstaklega mikið á Sússa og þrælahald var aflagt í upphafi.

Kolbrún Hilmars, 15.1.2010 kl. 20:05

63 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"About 95% of the population claim Christian beliefs, and the most professed denomination by far is Roman Catholicism. Similar to the rest of Latin America"  (wiki)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2010 kl. 20:44

64 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Trúleysisofstæki er engu betra en trúarofstæki. Þetta eru einfaldlega tvær hliðar á sama peningnum. Millivegurinn er vandrataður hér sem annars staðar."

AMEN

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.1.2010 kl. 20:56

65 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sko Ómar! Ætli það sé ekki líka raunin hérlendis - að 95% þjóðarinnar sé í íslensku þjóðkirkjunni "by default"?

Það er algjört trúfrelsi á Haiti. Þó kaþólska sé opinberlega viðurkennd vegna samvinnu ríkis og kirkju, er það aðallega vegna þess að kaþólska kirkjan sér um menntun og heilsugæslu fyrir hönd ríkisins.

Vodun/voodoo er alþýðutrúin sem á rætur að rekja til Afríku. Er annars nokkur íslendingur ásatrúar eða vantrúar... ?

Kolbrún Hilmars, 15.1.2010 kl. 21:14

66 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Einmitt, trúarofstæki og trúleysisofstæki eru alveg nákvæmlega eins.

Merkileg að maður menntaður í heimspeki eigi svona óskaplega erfitt með að hugsa og gera grein fyrir skoðunu sínum, eða játa yfir höfuð að hann hafi einhverjar skoðanir.

Matthías Ásgeirsson, 15.1.2010 kl. 21:15

67 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hananú. Eigum við ekki bara að skipta um spjallefni - Icesave er alveg gráupplagt...

Kolbrún Hilmars, 15.1.2010 kl. 21:46

68 Smámynd: Hrannar Baldursson

"Nei, það að þú þurfir að bera virðingu fyrir trúarskoðunum fólks hefur ekkert með trúfrelsi að gera." -Hjalti Rúnar

Trúfrelsi er háð því að virðing sé borin fyrir trúarskoðunum annarra. Hvernig er hægt að víkja undan því?

"Það skiptir máli hver segir hvað." -Freyr

Er það virkilega? Erum við þá ekki strax komin út í Ad Hominem rökvilluna?

"Sæll Hrannar og takk fyrir góðan pistil. Ef ekki annað þá ætti hann að vekja fólk til umhugsunar að minnst eru tvær hliðar á hverju máli og oftast fleiri." -Kolbrún

Takk fyrir að lesa greinina og fyrir hrósið. Inntakið var nákvæmlega þetta.

"Þetta er þá merkilega löng færsla um nánast ekki neitt." -Zaraþústra

Ef fljótfærnislegar ályktanir og að gleypa hrátt við 'fréttaefni' er nánast ekki neitt, þá er þessi grein um ekki neitt.

"Mér hafði ekki dottið í hug að það væri til „ofstækistrúleysi“, en sé það nú á athugasemdum hér." -Billi bilaði

Já, ég held svei mér þá að í athugasemdunum sé spurningu fyrirsagnarinnar svarað nokkuð vel.

"En heilt yfir skiptir talsverðu máli hverskonar sögu Patt er að vísa til.  Hefur verið algengt að setja Haiti og íbúa þess, ástand og afkomu o.s.frv. í samhengi við umrædda þjóðsögu ?" -Ómar Bjarki

Ja, ég hefði nú ekki móðgast mikið ef hann færi að tala um hvernig Íslendingar blóta djöflinum í leyni á sama tíma og hann væri að svara spurningum um ICESAVE. Ef fólk þyrptist um þá skoðun og segði að það væri forfeðrum okkar að kenna hvernig fyrir okkur væri komið í dag, og talaði einnig um djöfla og ára, þá myndi ég varla nenna að velta þessu fyrir mér, nema umfjöllunin yrði það mikil að hún færi varla framhjá mér, og fyrirsagnir færu að birtast um allan heim sem segði að Íslendingar ættu í gífurlegri kreppu því að forfeður þeirra gengu ekki kristninni á hönd af heilum hug árið 1000. 

"Biblían var notuð til að réttlæta þrælahald" -DoktorE

Biblían hefur reynst öflugt stjórntæki og hún verið misnotuð á margvíslegan hátt um heim allan. Það sama má segja um tæknina sem notuð hefur verið til að smíða vopn og drepa, eða kjarnorkuna sem notuð var til að drepa þúsundir, eða um bíla sem í umferðinni drepa yfir milljón á ári. Málið er að það er eitt að hafa vald, og annað að nota það viturlega. Fæstir nota vald viturlega, og ef vitrir menn legðu af þá vinnu sem fer í að viðhalda visku í árþúsundir, myndi þá ekki einfaldlega heimska tröllríða heiminum. Til dæmis er sú hugmynd um að hjálpa öðru fólki, jafnvel þó þú þekkir það ekki, ein af kjarnahugmyndum kristninnar. Ekki öll trúarbrögð sameinast um slík gildi, né allir trúleysingjar eða vantrúarfólk. Samt gerir þú það, DoktorE, með því að deila þínum skoðunum á óeigingjarnan hátt. Kannski ertu kristnari en þú gerir þér grein fyrir?

"Það er bæði synd og skömm að Haitibúar hafi ekki getað unnið betur úr frelsinu - í dag talin fátækasta þjóð heimsins norðan miðbaugs." -Kolbrún H.

Í dag eru Íslendingar taldir fátækasta þjóð norðan miðbaugs, held ég, á meðan Haiti er talin fátækasta þjóðin við miðbaug. Málið er að örlög okkar gætu auðveldlega orðið svipuð ef við tökum okkur ekki taki.

"AMEN" -Jóhanna

Vel orðað.

"Einmitt, trúarofstæki og trúleysisofstæki eru alveg nákvæmlega eins." -Matthías

Velkominn enn og aftur á síðuna mína Matthías. Þú birtist alltaf þegar rætt er um trúarbrögð. Ég var farinn að sakna þín. Trúarofstæki og trúleysisofstæki eru að sjálfsögðu ekki nákvæmlega eins. Trúarofstæki er yfirleitt mun hættulegra þar sem stærri hópar geta komið sér saman um ofstækið, en trúleysisofstækið tel ég vera frekar meinlaust fyrirbæri þar sem hinir trúlausu eru frekar illa skipulögð hjörð, og reyndar alls ekki nein hjörð, því hjarðmenning væri sjálfsagt í andstöðu við trú hinna trúlausu.

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 21:55

69 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kolbrún: Ég er að reyna að hætta að skrifa um ICESAVE. Þjóðin á eftir að leysa það mál vel af hendi ef fulltrúar ríkisstjórnarinnar hætta að skemma fyrir málstaði þjóðarinnar.

Hrannar Baldursson, 15.1.2010 kl. 22:04

70 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þessu Hrannar, en þetta var bara svona ósjálfrátt viðbragð þegar Matti mætti til umræðunnar :)

Kolbrún Hilmars, 15.1.2010 kl. 22:28

71 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

  Velkominn enn og aftur á síðuna mína Matthías. Þú birtist alltaf þegar rætt er um trúarbrögð. Ég var farinn að sakna þín.

Reyndar geri ég það ekki.  Nú var búið að skrifa 65 athugasemdir þegar mér fannst tilefni til að benda á að þessi rugl samlíking þín um trúarofstæki og trúleysisofstæki stenst enga skoðun, frekar en flest annað sem þú skrifar.  Ég hefði haldið kjafti ef Jóhanna hefði ekki komið og tekið undir þessa vitleysu.  Líkt og þú kannst hún iðulega ekki við að hafa nokkrar skoðanir þegar á hana er gengið.

Afsakið mig, ég er farinn aftur.  Reyni að ræða helst bara við fólk sem kannast við skoðanir sínar.

Matthías Ásgeirsson, 15.1.2010 kl. 23:03

72 identicon

Það er fátt sem gerir mann að trúleysingja fljótar en málflutningur þessa manns...helvítis geðsjúklingur.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 23:34

73 identicon

Kemur Jóhanna mín sem dreymir framtíðina og alles.. alger galdrakona... allir sem reyna að koma henni.. eða honum Hrannari niður á jörðina.. lækka rostann í .þeim með að þau halda að hvokri meira né minna en master of the universe sé að spá í hvað það eru að gera.. svona próf með hver fær að leika við hann að eilífu í ríkinu rosalega í the twilight zone...

Já sumir eru virkilega algerlega úti á þekju og finnst ímyndaðir fjöldamorðingjar rosalega næs.. þeir eu svona tilfinningar, kærleikur og ást... úlalaola

DoctorE (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 23:44

74 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Hrannar. Er ekki gaman að eiga í notalegum og kurteisislegum bréfaskriftum við suma hér :) Ég er reyndar algjörlega ósammála Robertsson en það þýðir ekki það að hann megi ekki hafa sínar túlkanir og skoðanir á hlutunum. Trúfrelsi OG málfrelsi ríkir hjá flestum siðmenntuðum þjóðum hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Skrapp annars á Avator um daginn og hún fær 5 stjörnur af 4 mögulegum.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 23:53

75 identicon

Kaþólska kirkjan er ekki sammála þér Guðmundur... þar á bæ eru menn hræddir um að fólk fari að trúa á Avatar...
Reyndar er það svo að margt fólk þjáist af þunglyndi eftir Avatar... vegna þess að lífið í raunveruleikanum er svo grátt miðað við ævintýrið... þetta er sama heilkenni og aðrir trúaðir þjást svo mikið vegna... þú veist.. það verður svo gaman í the twilight zone með honum Gudda eftir að maður er dauður...

Já þið trúið virkilega svona vitleysu... eða LALALALAL yfir rödd skynseminnar sem er að reyna að brjótast út úr hlekkjum ímyndunarveikinnar í hausnum á ykkur :D

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 00:01

76 identicon

Af því sem ég hef lesið þá sýnist mér þú ekki gera greinarmun á að ´hafa skoðanir´ og ´tjá skoðanir´. Við getum hent fram hinum og þessum ályktunum um af hverju hann hefur þessar öfgafullu skoðanir; hvort þær spretta af hatri, fordómum, þröngsýni, pjúra trúgirni eða annað. Ég veit ósköp lítið um Pat Robertson og er eiginlega alveg sama um hans skoðanir. Hins vegar þegar hann fer að tjá þessar skoðanir sem þessar þá breytast hlutirnir mikið. Mér þykir það nokkuð augljóst að með þessum orðum um Haítí þá sé hann að gefa í skyn að þau hafi átt þessar náttúruhamfarir skilið. Það er ekkert annað en að sparka í liggjandi þjóð. Það er ekkert annað en siðlaust. Af þeim sökum þykir með eðlilegt, ef ekki nauðsynlegt að mótmæla orðum hans harkalega. Þannig að þegar þú segir að hann hafi ekki gengið of langt í sínum fullyrðingum þá er ég ansi mikið ósammála.

Ég er ekki alveg viss um að ég skilji þig rétt, en ef þú ert að gefa í skyn að hann hafi ekki gengið of langt því að um trúarskoðun hafi verið að ræða, þá held ég að þú sérst á ansi rangri braut. Það er ekki hægt að biðja um að frelsi sé eitthvað sem er skilgreint umfram lagalega. Þ.e.a.s trúfrelsi getur einungis verið lagalegur réttur fólks til að trúa því sem það vill.  Það er ekki hægt að biðja um frelsi frá félagslegu og samfélagslegu áreiti og þrýstingi. Þannig þegar talað er um virðingu, þá er aðeins hægt að krefjast virðingar fyrir hinum lagalega rétti til að iðka trú. Þú getur EKKI krafist þess að virðing sé borin fyrir neinum af þínum skoðunum, því að það er lagalegur réttur minn að nýta tjáningarfrelsið til að berjast á móti því sem ég tel rangt og skaðlegt fyrir annað fólk.

Kannski er ég að misskilja. Ég verð þá bara að éta það.

Siggi Sindri (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 02:27

77 Smámynd: Eygló

Andsko.... svo er ekki hægt að horfa á myndskeiðið á YouTube.... skítur!

Eygló, 16.1.2010 kl. 03:13

78 identicon

"Í dag eru Íslendingar taldir fátækasta þjóð norðan miðbaugs, held ég,"

Ertu snarruglaður? Ertu í alvöru að bera stöðu okkar sama við Haiti??

Skuldug erum við, fátæk erum við ekki. Þvílík móðgun við fátækar þjóðir. Þú ert svo snarheilaþveginn af því hvað Icesave sé hræðilegt (og finnst allt í þessu fína lagi að kalla menn landráðamenn) að þú ert búinn að missa alla dómgreind.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 05:11

79 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hrannar skrifar: "en trúleysisofstækið tel ég vera frekar meinlaust fyrirbæri þar sem hinir trúlausu eru frekar illa skipulögð hjörð, og reyndar alls ekki nein hjörð, því hjarðmenning væri sjálfsagt í andstöðu við trú hinna trúlausu".. 

Um mig er sagt af Matthíasi i hjörð Vantrúar, eða er hann kannski hirðir hjarðarinnar?

 "Líkt og þú kannst hún iðulega ekki við að hafa nokkrar skoðanir þegar á hana er gengið."

Þetta finnst mér merkilega ómerkilega yfirlýsing, þar sem ég hef einmitt ekki legið á skoðunum mínum. Jón Valur Jensson hefur komið með yfirlýsingar þess efnis að Lúther snúi sér í gröf sinni vegna minna skoðana og hvort að ég ætli að verða næsta frelsishetja samkynhneigðra." 

Ég tek alveg undir það að trúarofstæki er viðbjóður og reyndar allt ofstæki sem leiðir til ofbeldis. En þó að trúleysisofstæki sé léttvægara fundið en trúarofstæki, leiðir hið síðarnefnda oft til ofbeldis líka. 

Níð það sem flutt er t.d. á síðum bloggsins um trúaða og þá er ekkert verið að eyrnamerkja þá hvort þeir eru í hjörð eða ekki, og  þó trú þeirra sé algjörlega á nótum friðar og kærleika,  er oft illa særandi.  Það er langt í frá að vera saklaust. 

Besservisserar þeytast inn á ritvöllinn, og fremstur þeirra er DoctorE sem þorir ekki að sýna á sér smettið, og er búinn að brjóta öll lög velsæmis (og reyndar hegningarlaga) í framsetningu sinni. Hann stundar í raun einelti gagnvart trúuðum og það þykir ekki smekklegt eða hvað.

Þannig að trúleysi - í hjörð eða hjarðleysi, gefur fólki engan stimpil góðmennsku, ekki frekar en trúuðum.  

Ef ég hef neitað að svara vantrúramanni eins og Hjalta hja Vantrú sem setur fólk í 3. gráðu yfirheyrslu um sumt sem þeim er hjartans mál og fólk langar bara hreinlega ekkert að bera á borð fyrir hann  eða trúa honum fyrir, því hans uppáhald er að snúa útúr fyrir manni og leiða fólk í rökfræðigildrur,  þá er því brigslað  um skoðanaleysi. 

Jæja, góðan dag - mér finnst Hrannar bara svara vel fyrir sig, það er ekkert grín að lenda í úlfahjörðinni, það veit ég. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2010 kl. 08:36

80 Smámynd: Hrannar Baldursson

"Líkt og þú kannst hún iðulega ekki við að hafa nokkrar skoðanir þegar á hana er gengið." -Matthías
Ég veit ekki betur en að mínar skoðanir hafi komið skýrt fram í þessari grein og athugasemdum, þó að þær séu ekki í svarthvítu.
"Það er fátt sem gerir mann að trúleysingja fljótar en málflutningur þessa manns...helvítis geðsjúklingur." Magnús Jón

Ertu að segja að ef einhver persóna væri þekkt fyrir einhvern ákveðinn málstað, og færi með einhverja þvælu, þýddi það þá 1) að persónan sem flutti málið væri geðveik, 2) að málstaður hennar væri rangur og 3) og ekki nóg með það heldur væri sönnur fyrir að andstæður málstaður væri réttu?

"Kemur Jóhanna mín sem dreymir framtíðina og alles.." -DoctorE

Enn ein Ad Hominem rökvillan. Þú gerir ekki lítið úr manneskju fyrir skoðanir hennar og yfirfærir síðan á allar aðrar skoðanir. Sannur vísindamaður fylgir ekki bara sinni trú, eins og um að draumar um framtíðina séu ómögulegir, heldur rannsakar hvort að slíkt sé mögulegt, og reynir að sanna eða afsanna þær kenningar sem upp koma um þennan möguleika. 

Reynslan hefur nefnilega sýnt okkur að margt af því sem við höfum trúað að sé ómögulegt, hefur reynst mögulegt, en á annan hátt en við reiknuðum með. Til dæmis er alls ekki fjarstæðukennt að manneskja geti séð inn í framtíðina með ákveðnu innsæi, sem gæti verið rétt, gæti verið rangt, en stæðist síðan. Þetta er afar merkileg þekkingarfræðileg spurning, sem snýr að því hvort að þekking sé eitthvað sem býr innra með okkur og verði afhjúpuð með þjálfun, eða hvort að þekking komi frá skynfærum okkar. 

Ég reikna með að þú hafir svörin tilbúin, DoctorE, og ert þá þegar kominn í heim þeirra sem bárust fyrir þeirri heimsmynd að jörðin væri flöt, því annars læki hafið alltaf niður. Einnig þótti á sínum tíma útilokað að jörðin snérist kringum sólina, og þótti óhugsandi að jörðin snérist um sólina og síðan sólin um einhvern ennþá stærri massa. Einnig hefðu fornmenn orðið ansi undrandi ef þeir væru búnir að byggja sér ófrávíkjanlega heimsmynd og kæmu til nútímans, sæju flugvélar, þyrlur og bíla, sjónvarpið og internetið - því internetið er náttúrulega einhvers konar tímaflakk, þar sem þú getur sent hugsanir þínar út um allan heim á svipstundu og fengið svar annars staðar úr heiminum á svipstundu.

Frekar en að efast um drauma um framtíðina, myndi vísindamaður velta fyrir sér hvort að þetta væri mögulegt, og ekki mynda sér endanlega skoðun fyrr en allar leiðir væru rannsakaðar. Þannig verða nýjar hugmyndir til, með því að hlusta á það sem virðist ómögulegt, en svo gæti verið til einhver ósköp einföld skýring á þessu, og ekki nóg með það, hægt að smíða tæknibúnað sem notfærði sér hugmyndina og rannsóknirnar.

DoctorE, trúleysisofstopinn sem þú boðar er engu betri en trúarofstopi þeirra sem krefjast að þeirra heimsmynd sé sú eina rétta. Við verðum að virða ólíkar skoðanir, sama þó að okkur líki þær ekki; en það þýðir ekki að við verðum að gera þær að okkar eigin, og það má vel vera að réttlátast sé að berjast gegn fólki með ákveðnar skoðanir, en þá verður grundvöllurinn að vera afar skýr.

Guðmundur: Já, Avatar er svo sannarlega upplifun fyrir augu og eyru, og sagan nógu góð til að þetta gangi allt upp. Það sem mér finnst áhugavert við þessa umræðu er hvernig sumir sjá ekki nauðsynlegt samband á milli virðingar fyrir trú og skoðunum annarra, annars vegar, og trúfrelsi hins vegar. Þetta er eitthvað sem ég taldi augljóst, en þarf kannski að hugsa betur.

DoctorE: Gætu trúarhugmyndir vinsællar kvikmyndar verið teknar sem trúarlegur áróður? Það er náttúrulega ekkert nýtt við þá hugmynd að plánetur séu guðir, en ég man eftir þessari hugmynd úr Miyazaki myndinni "Princess Mononoke" og tölvuteiknimyndinni: "Final Fantasy: The Spirits Within", en hugmyndina má rekja til grískrar goðafræði þar sem gyðja jarðarinnar var kölluð "Gaia", og það er í anda þessarar hugmyndir að talað er um "móður Jörð". Einnig er til nokkuð ný vísindaleg kenning sem kölluð er "Gaia" tilgátan, en þar er plánetan Jörð hugsuð sem ein lífvera, og telja sumir vísindamenn að þessi tilgáta hafi þegar orðið að kenningu, þar sem forsendurnar þykja sannanlegar og sannar. Einnig er til hin svokallaða "Gaia" hreyfing, sem er samansafn af einstaklingum sem vilja lifa á jörðinni án þess að eyðileggja hana í leiðinni. Merkilegar pælingar sem James Cameron hefur gert vinsælar með Avatar, og alls ekkert fráleitt að guðfræðingar fari að pæla í þessu.

"Þú getur EKKI krafist þess að virðing sé borin fyrir neinum af þínum skoðunum, því að það er lagalegur réttur minn að nýta tjáningarfrelsið til að berjast á móti því sem ég tel rangt og skaðlegt fyrir annað fólk." -Siggi Sindri

Mér líkar við hvernig þú hugsar, en tel þó að Mannréttindasáttmáli SÞ sé ekki bara lagalegur réttur, heldur einnig merki um sameiginleg siðferðileg viðmið fólks frá öllum heimshornum.

Ég er ekkert að dæma um hvort að Pat Robertson hafi gengið of langt eða ekki, og er nákvæmlega sama um hverju hann trúir. Hann má eiga þessar skoðanir fyrir sig og sýna, en ég virði það að hann hefur slíkar skoðanir, og finnst afar athyglisvert að skoðanir manneskju í einu trúfélagi séu blásnar upp eins og það sé eitthvað fréttnæmt við þær. Og við nánari skoðun kemur í ljós að það sem fréttirnar segja um það sem þessi maður sagði, er ekki nákvæmlega það sem hann sagði, heldur túlkun á því. Mér finnst þetta athyglisvert, og tel að vandinn liggi í trúverðugleika fjölmiðla frekar en trúar eða trúleysisskoðunum.

Það er líka eitt að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, og annað að samþykkja þær eða hafna þeim. Ég vil benda á 19. grein Mannréttindasáttmála SÞ:

Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra.

Eygló: Myndbandið virkar þegar ég smelli á það. Prófaðu að skipta um vafra.

"Skuldug erum við, fátæk erum við ekki." -Björn Friðgeir

Veruleikinn er sá að ef við getum ekki borgað skuldir okkar, og glansmyndin sem við trúum á vegna þeirra ofurskuldsetninga sem Íslendingar liggja undir, þá erum við alls ekki fjarri því að verða afar fátæk þjóð. Eldri Íslendingar muna enn eftir tímum þar sem fátækt var mikil á Íslandi, og það eru ýmis teikn á lofti um að sagan geti endurtekið sig. Ekki vanmeta ástandið. Ef veruleikinn er á þennan hátt fyrir fólk annars staðar í heiminum, getur hann auðveldlega orðið að veruleika fyrir okkur. Sundurlyndi og óréttlæti virðist vera að stía ólíkum þjóðarbrotum íslendinga í sundur, nokkuð sem við getum stoppað, en við þurfum að geta séð fyrir okkur hversu slæmt ástandið getur orðið.

Þegar ég keyrði um Belize fyrir nokkrum árum, rann upp fyrir mér hvernig nýlenduþjóðir geta skilið eftir heilu þjóðfélagshópana í gífurlegri fátækt, og í ferðalögum mínum um S-Ameríku, Afríku og Asíu, og þegar ég hef séð og kynnst einstaklingum af þessum þjóðernum, og kynnst að þeir eru afar ólíkir Íslendingum, hugsanlega fyrir utan trúarbrögð, menningu og kynþátt, þá er ég vel meðvitaður um að ástand á Íslandi gæti orðið svipað, og að sagan geti endurtekið sig.

Ég hef engan kallað landráðamann, en hins vegar tel ég að samþykkt á ICESAVE samningi #2 jafnist á við landráð, því að við erum að fresta vandanum inn í framtíðina, nú 6 ár fram í tímann, sem næsta kynslóð þarf að takast á við, og mistakist henni það, er ekki ólíklegt að Ísland stefni í mikla fátækt. Mikil fátækt þýðir ekki að allir verði fátækir, aðeins meirihlutinn. Það verða alltaf einhverjir sem lifa í lúxus og græða á fátæktinni.

Hrannar Baldursson, 16.1.2010 kl. 08:48

81 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóhanna: Vantrú er ekki það sama og trúleysi. Vantrú er líkari trúarbrögðum, þar sem fylgt er eftir þeirri sannfæringu að trúarbrögð sem slík séu af hinu illa, en trúleysi af hinu góða. Þá er ég ekki að tala um íslenska félagsskapinn, "Vantrú", sem ég þekki lítið til, heldur hugtaksins sem á ensku nefnist "atheism", en hinir trúlausu þurfa ekkert endilega að vera gegn trúarbrögðum, og sjá jafnvel gildi í ólíkum trúarbrögðum og vilja hugsa sjálfstætt um þau, sá hópur er kallaður "agnostics".

Einn helsti rithöfundur vantrúarmanna, sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir, er Richard Dawkins, en hann skýrir skemmtilega frá af hverju hann telur trúarbrögð vera mannkyninu fjötur um fót.

Þetta er svo engin úlfagryfja, þó að fólk spari ekki upphrópanir, sem til allrar hamingju kaffæra ekki allri umræðu, því að eftir situr texti sem hægt er að greina í ró og næði heima í stofu. Í mesta lagi er þetta hópur ketlinga sem stökkva á eftir bandhnykli. 

Hjalti Rúnar er gamall nemandi minn úr skákinni, og finnst mér gaman að fá hann í heimsókn á síðuna. Spurningum hans tek ég meira sem Sókratískum, þar sem hann reynir að uppvísa mig um hvar ég hef hugsanlega rangt fyrir mér, og það kann ég vel að meta. Ég vildi óska þess að fleiri væru pirrandi á sama hátt. Það er algjörlega meinlaust og gæti hjálpað til við að finna galla á eigin skoðanamyndun, sem ég fyrirfram geri ráð fyrir að sé ekki fullkomin.

Hins vegar þarf viðkomandi að vera sanngjarn þegar beitt er slíkri aðferð, og vera tilbúinn til að gangast undir sams konar sjálfsskoðun og ætlast er til að viðmælandinn fari í.

Hrannar Baldursson, 16.1.2010 kl. 09:03

82 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hrannar þegar þú setur þetta svona upp þá líður mér miklu betur.   Þ.e.a.s. kettlingar vs úlfar.  Það er full djúpt í árinni tekið hjá mér að kalla þetta úlfahjörð, enda á ég orðið marga ágæta pennavini sem tilheyra þessum félagsskap. "Sorry boys" .. 

Ég var eiginlega búin að stimpla mig út úr þessum trúarumræðum á blogginu, en býst við að ég fái einhverjar gusur upp úr þessu innleggi mínu, enda á ég þær eflaust skilið.  Vil taka það fram að þó ég svari ekki öllu sem að mér er beint, þýðir það ekki að ég sé skoðanalaus, heldur að það gæti verið eitthvað sem er mér hjartans mál og persónulegt.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.1.2010 kl. 09:53

83 identicon

Þegar fólk túlkar eitthvað eftir eigin höfði út frá einhverju sem annar segir eða gerir þá er það kallað "pólitík". Getur verið haugalygi og langt frá því sem hinn átti við.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 11:14

84 identicon

Ég var að gagnrýna skoðun Jóhönnu með að henni dreymi framtíðina...
Versta Ad Hominem villa sem til er hlýtur að vera hjá trúuðum.. allir sem trúa ekki því sama og þeir verða pyntaðir.. biblían segir okkur vera FÍFL....

Þið hljótið að sjá að þið eruð í nákvæmlega sama gír og alki sem neitar að horfast í augu við vandamál sitt...

Bæti meira við á eftir.. þarf smá kafffi og morgunmat :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 11:15

85 identicon

Gaman væri að sjá hve margar klukkustundir hafa farið í það að skrifa þessar athugasemdir.  Er enginn hér inni sem er þeirrar skoðunnar að tíminn er dýrmæt gjöf sem ekki ber að sóa?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:13

86 identicon

Jón bóndi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 12:33

87 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jóhanna: Ég efast um að nokkur sé skoðunarlaus, þó að ekki allir gefi upp eigin skoðanir að fullu.

Jón bóndi: Túlkun eftir eigin höfði getur verið gagnleg þar sem hægt er að snúa út úr hverju sem er til að það henti manni.

DoctorE: Hver eru þessi "þið" sem þú ert að tala um?

H.T. Bjarnason: Mér finnst tíma mínum betur varið í að velta þessum hlutum fyrir mér heldur en að sitja fyrir framan sjónvarpstæki með fjarstýringu. Ágætis hvíld frá daglegu amstri, og alltaf hollt að endurskoða eigin hug.

Hrannar Baldursson, 16.1.2010 kl. 13:47

88 Smámynd: Eygló

Núna opnaðist myndbandið! : )

Eygló, 16.1.2010 kl. 14:48

89 Smámynd: Jens Guð

  Margir rokkarar hafa sungið um hinn ofstækisfulla rasista og trúfífl.  Hér er það Zappa sem fjallar um hann:  http://www.youtube.com/watch?v=cQcE2dq3YD0

Jens Guð, 16.1.2010 kl. 15:19

90 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hrannar: Trúfrelsi er háð því að virðing sé borin fyrir trúarskoðunum annarra. Hvernig er hægt að víkja undan því?

Af hverju segirðu það? Það eru engin mannréttindi að annað fólk beri virðingu fyrir skoðunum þínum.

Hrannar: Ég vil benda á 19. grein Mannréttindasáttmála SÞ:

Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra.

Og hvers vegna vekurðu sérstaka athygli á "frelsi til að hafa skoðanir óáreittar"?

Jóhanna: Ef ég hef neitað að svara vantrúramanni eins og Hjalta hja Vantrú sem setur fólk í 3. gráðu yfirheyrslu um sumt sem þeim er hjartans mál og fólk langar bara hreinlega ekkert að bera á borð fyrir hann  eða trúa honum fyrir, því hans uppáhald er að snúa útúr fyrir manni og leiða fólk í rökfræðigildrur,  þá er því brigslað  um skoðanaleysi. 

Oftast er þetta nú þannig að ég er að reyna að fá útskýringar á því hvað þú átt við með því sem þú hefur þegar skrifað, nýlega dæmi um "Guð er kærleikur" er fínt dæmi.

Svo finnst mér merkilegt að þú segir að það sé mitt "uppáhald" að snúa út fyrir manni. Viltu gjöra svo vel að benda á dæmi eða taka þessa ásökun til baka. Síðan veit ég ekki hvað þú átt við með "rökfræðigildrur".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.1.2010 kl. 16:10

91 identicon

HEHE :) hvernig gat blogg um gagnrýni á fjolmidla.......... og n.b. ágætlega rokstutt........ og alveg án tilraunar til ad verja mann eda annan....... bara benda a ad hægt er ad taka allt ur samhengi og gera ad odru en upphaflega er meint.

Oridid ad einhverju trúar/trúleysis bloggi .......i.   Algerlega buid ad taka bloggid sjálft úr samhengi vid upphaflegu meininguna..........

Karlotta (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 23:31

92 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hjalti: "Svo finnst mér merkilegt að þú segir að það sé mitt "uppáhald" að snúa út fyrir manni. Viltu gjöra svo vel að benda á dæmi eða taka þessa ásökun til baka. Síðan veit ég ekki hvað þú átt við með "rökfræðigildrur"

Hjalti ég nenni ekki að standa í því að leita í okkar orðræðum, útúrsnúningur er t.d. þegar þú þykist ekki skilja einfalda setningu eins og "Guð er kærleikur" og ferð að spyrja út í hvort ég sé að meina eitthvað allt annað. Mér fannst það útúrsnúningur en ef það er misskilningur þá tek ég það aftur. 

Rökfræðigildra er í mínum huga þegar þú reynir að fá viðmælanda til að svara já  einhverju sem hann er áður búinn að segja nei við eða í þeim dúr.  

Ég set svo punkt hér. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.1.2010 kl. 11:47

93 Smámynd: Óli Jón

Mér finnst rétt að halda til haga að Skrattinn hefur svarað Pat Robertson bréflega og finnst á sig hallað í þessu máli. Bréfið má finna hér á vef NPR.

Dear Pat Robertson

I know that you know that all press is good press, so I appreciate the shout-out. And you make God look like a big mean bully who kicks people when they are down, so I'm all over that action.

But when you say that Haiti has made a pact with me, it is totally humiliating. I may be evil incarnate, but I'm no welcher. The way you put it, making a deal with me leaves folks desperate and impoverished.

Sure, in the afterlife, but when I strike bargains with people, they first get something here on earth -- glamour, beauty, talent, wealth, fame, glory, a golden fiddle. Those Haitians have nothing, and I mean nothing. And that was before the earthquake. Haven't you seen "Crossroads"? Or "Damn Yankees"?

If I had a thing going with Haiti, there'd be lots of banks, skyscrapers, SUVs, exclusive night clubs, Botox -- that kind of thing. An 80 percent poverty rate is so not my style. Nothing against it -- I'm just saying: Not how I roll.

You're doing great work, Pat, and I don't want to clip your wings -- just, come on, you're making me look bad. And not the good kind of bad. Keep blaming God. That's working. But leave me out of it, please. Or we may need to renegotiate your own contract.

Best, Satan

Svo mörg voru þau orð!

Óli Jón, 17.1.2010 kl. 14:25

94 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna: Hjalti ég nenni ekki að standa í því að leita í okkar orðræðum, útúrsnúningur er t.d. þegar þú þykist ekki skilja einfalda setningu eins og "Guð er kærleikur" og ferð að spyrja út í hvort ég sé að meina eitthvað allt annað. Mér fannst það útúrsnúningur en ef það er misskilningur þá tek ég það aftur. 

Það er bara það, ég sný út úr með því að ljúga því að ég skilji ekki einhverja "einfalda" setningu. Setningin er vissulega einföld ef þú ert að tala um málfræði. Ég veit líka hvað "guð" og "kærleikur" þýðir, en mér finnst það mjög dularfullt hvað þú átt við þegar þú segir "Guð er kærleikur" alveg eins og ef þú myndir segja: "Forsetinn er ánægja." Og þú gast ekki einu sinni útskýrt almennilega hvað þú áttir við með þessari setningu!

Jóhanna: Rökfræðigildra er í mínum huga þegar þú reynir að fá viðmælanda til að svara já  einhverju sem hann er áður búinn að segja nei við eða í þeim dúr. 

Og geri ég það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.1.2010 kl. 14:55

95 identicon

Pressan er misgóð eða slæm. Mikið um prentvillur og rökvillur sumstaðar. Það er mikið til af fólki sem þykist vita allt og geta allt. Þetta er svosem ágætt er það ekki Hrannar?

Jón bóndi (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 16:41

96 identicon

Það er reyndar munur á að bera virðingu fyrir skoðunum einhvers, og að bera virðingu fyrir rétti hans til að hafa þær skoðanir.

Það má t.d. skilgreina umburðarlyndi þannig að það sé að virða rétt annara til að hafa rangt fyrir sér!

Nafnlaus (og huglaus þá væntanlega) (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 12:18

97 Smámynd: Hrannar Baldursson

Nafnlaus:

Áhugaverð pæling. Í fljótu bragði sýnist mér þetta vera heimspekilegur ágreiningur á inntaki 'virðingar'.

Í mínum huga ber maður ekki virðingu fyrir rétti einhvers til að hafa skoðun, heldur er það skylda okkar að hlíta þeim rétti að fólk getur haft ólíkar skoðanir. Mér ber siðferðileg skylda til að bera ákveðna virðingu fyrir þínum skoðunum, óháð þínum rétt um að hafa skoðanir. Ég get verið sammála eða ósammála þessum skoðunum þínum, og ég get barist gegn þeim af öllu mínu afli, án þess að vanvirða þann sem skoðunina hefur.

Ætli mætti ekki kallað þessa skoðun 'einhyggju um virðingu'. 

Það væri áhugavert að velta þessu nánar fyrir sér. Með fullri virðingu. :)

Hrannar Baldursson, 18.1.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband