Af hverju sendum við ekki vatn til Haiti með hraði?

Fréttir berast af vatnsskorti á Haiti, þar sem eftirlifendur segjast ekki hafa fengið vatnsdropa í 24 klukkustundir. Gætu Íslendingar ekki sent gáma fyllta af vatni með flugi til Haiti og útvegað fólkinu sem lifað hefur af þessa nauðsynjarvöru? 
 

Vatnið er mesta náttúruauðlind Íslendinga, en ég vil spá að vatn verði eftirsóttara en olía áður en þessi öld líður undir lok.

 

Mynd: NRK 


mbl.is Eitthvað mesta manntjón síðari ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til nóg af vatni á Haiti.  Líka í Dóminikanska Lýðveldinu sem deilir landamærum með Haiti.  Vatn sem er flogið yfir hálfan hnöttinn, jafnvel þótt það sé íslenskt, er yfirgengileg sóun. Jafnvel þótt að vatnsskortur væri slíkur að neyðarástand blasti við, væri mikið nær að fljúga með vatnið frá nálægum eyjum ellegarar suður eða mið Amerík.  Þó að íslenska vatnið sé frábært, er að ekki svona frábært.

Best að spyrja heimamenn hvernig sé best að hjálpa.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:21

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Teitur: sjálfsagt rétt hjá þér.

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 10:31

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Teitur það var flutt vatn með vélinni sem fór.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.1.2010 kl. 12:08

4 identicon

Það var bara fyrir hjálparsveitina. Svo hún væri sjálfri sér næg í byrjun hjálparstarfsins.

Albert Þór Sverrisson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 12:33

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Spurning hvort væri fljótara á leiðinni, vatn yfir landamærin eða gámur fullur af innpökkuðu vatni frá Íslandi. Það væri örugglega til bóta.

Hrannar Baldursson, 14.1.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband