Hvernig styðja Íslendingar Haiti í dag?

Heimurinn er stærri en bara Ísland, Bretland, Holland, Evrópa og ICESAVE málið.

Við erum orðin alltof sjálfhverf, og þurfum sjálfsagt að líta upp úr eigin koppi öðru hverju. Ekkert er hollara fyrir sálarlífið en að gefa af sér og koma þeim sem eru í neyð til aðstoðar.

Hvernig væri að styðja við bakið á þeirri þjóð öðruvísi en með skeyti?

Ekki eiga Íslendingar peninga, matvæli, mannskap eða aðrar nauðsynjar til að hjálpa Haitibúum?


mbl.is Gríðarlegt manntjón á Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu munu íslendingar styðja Haití. Landsbjörg er að senda mannskapinn sinn af stað! Hann fer í hádeginu.

http://landsbjorg.is/Article.aspx?catID=466&ArtId=1256&showDate=true

Arnar (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 07:39

2 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

35 björgunarsveitarmenn 10 tonn af búnaði með þotu á ellefta tímanum í dag .. bara næsta frétt á eftir forsíðu fréttinni ..


Eggert J. Eiríksson, 13.1.2010 kl. 07:41

3 identicon

Íslenska alþjóðasveitin er á leiðinni út á flugvöll í þessum töluðu orðum eins og sést í þessari frétt.

http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2010/01/13/bjorgunarsveitarmenn_a_leid_til_haiti/

Við höfum ekki margt að bjóða í peningamálum en reynslan hjá þessu fólki er gríðarleg.

Þetta er meðal annars sem flugeldasala björgunarsveitanna fjármagnar.

Andri Karl (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 07:42

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Það má ekki gleyma því hversu sterk staða það er að hjálpa fólki í neyð það kostar peninga að senda sveitir til björgunarstarfa en manslíf eru meira virði en nokkuð annað viðbrögð þjóðarinnar er góð og lyftir upp hjörtum vorum og hug til annarra þjóða í neyð Á þessum tíma er ekkert índisslegra en að veita aðstoð til þeirra sem eiga um sárt að binda og megi guð vera með mönnum okkar við þessar erfiðu aðstæðna og sendi ég þeim heilshugar mínar bestu kveðjur, Jón Sveinsson

Jón Sveinsson, 13.1.2010 kl. 08:56

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hreint afbragð að drífa sig til aðstoðar!

Össur fær prik í kladdann fyrir sitt hlutverk í þessu máli.

Hrannar Baldursson, 13.1.2010 kl. 09:11

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Following the great earthquake of Haiti decided Foreign Ministry, in  Iceland in cooperation with the team Landsbjörg in Iceland to offer assistance  The Icelandic help team, which is specialized in crash rescue.Sett á facebook.

Hörður Halldórsson, 13.1.2010 kl. 09:23

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Össur !!  fylgdi hann ekki bara með? mér finnst björgunarlið okkar eiga þennan heiður allan

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2010 kl. 11:47

8 Smámynd: Ómar Ingi

Ekki bendla honum við þetta Don.

Ómar Ingi, 13.1.2010 kl. 11:52

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er engin spurning að hópurinn sem fer út til björgunarstarfa fær stórt hrós, en gott hjá Össuri engu að síður að taka virkan þátt, þó að ég sé ekkert sérstaklega sáttur við hvernig hann hefur starfað vegna ICESAVE og ESB.

Hrannar Baldursson, 13.1.2010 kl. 11:56

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mjög gott, þátttaka af heilum hug án óska um endurgjald

Finnur Bárðarson, 13.1.2010 kl. 14:57

11 identicon

Í guðanna bænum ekki þakka Össuri fyrir eitthvað sem kemur honum ekkert við. Að sjálfsögðu hleypur hann á þetta tækifæri til þess að láta sjálfan sig líta vel út. Hann hringir eitt eða tvö símtöl og þú ert tilbúinn til þess að eigna honum heiðurinn. Stjórnmálamenn eru snillingar í því að stela heiðrinum frá þeim sem raunverulega vinna hetjudáðir.

Jón Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 15:25

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Er ekki í lagi að hrósa það sem vel er gert, þó maður sé nokkuð fúll út í þvermóðsku Samfylkingarinnar?

Hrannar Baldursson, 13.1.2010 kl. 15:31

13 identicon

Það er símasöfnun í gangi... ekki biðja bænir(tala við sjálf ykkur).. hringið

DoctorE (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 20:59

14 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Flottur pistill Hrannar og orð í tíma töluð.

Guðmundur St Ragnarsson, 13.1.2010 kl. 22:35

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

904 1500 er styrktarsími Rauða krossins. Ef hringt er í þetta númer þá styrkjum við Haiti um 1500krónur.

 Koma svo! Styrkjum Haiti!

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.1.2010 kl. 23:05

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allir sem geta hringja í 9041500 og gefa 1500 krónur til hjálparstafrsins.  Mér finnst verst að ogvodafone tók 79 krónur fyrir símtalið, ég hefði viljað sjá alla upphæðina fara til hjálparstarfsins. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.1.2010 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband