Snilldar frammistaða Ólafs Ragnars á BBC! (Myndband af YouTube)

Ólafur Ragnar hefur gefið skýr svör, fyrstur Íslendinga, og reynist með þessu viðtali sína að hann er raunverulegur leiðtogi, þó að ekki sé hann pólitískur leiðtogi. Einfaldlega frábær frammistaða.

Í framhaldi af því:

Ég er fyllilega sáttur við að lýðræðið ráði á Íslandi og fari gegn mínum eigin skoðunum. Það sama ætti að gilda um alla lýðræðisþegna.

Ríkið hefði aldrei átt að tryggja innistæður í íslenskum bönkum, hvorki fyrir Íslendinga né erlenda aðila, þar sem það er í raun ólögleg aðgerð. Þessi aðgerð kom Íslendingum í hræðilegt klandur, sem meðal annars birtist í kröfu Hollendinga og Breta um að sama skuli gilda yfir þá og yfir Íslendinga, sem er afar eðlileg krafa miðað við þessar gefnu forsendur.

Mér finnst að Íslendingar hafi ekki átt að borga innistæðueigur upp í topp, því að gjaldtakan fyrir þær greiðslur hefur valdið því að Seðlabanki Íslands og þjóðin eru á barmi gjaldþrots, og mér finnst óafsakanlegt að greiðendur séu þessir venjulegu Íslendingar sem létu plata sig til að kaupa fasteign og bifreið á lánum, hvort sem þau eru verðtryggð eða myntkörfu, sem og allir þeir Íslendingar sem borga skatta og þurfa á löskuðu velferðarkerfinu að halda.

Það voru afsakanleg mistök af ríkisstjórninni að leggja fram samning til samþykktar sem gætu bjargað innistæðum hugsanlega næstu 7 árin, en kæmu til með að leggja framtíð barna okkar í fjárhagslega rúst. Það sem er óafsakanlegt er hvernig fulltrúar ríkisstjórnar hafa brugðist við því hugrekki sem forseti lýðveldisins hefur sýnt, og kröfunni um þjóðaratkvæði. Það er hreint bull að þjóðaratkvæði sé óviðeigandi í þessu máli, sem og það að hið lýðræðislega málskot forseta Íslands hafi verið málstað þjóðarinnar hættuleg. Fulltrúar ríkisstjórnar segjast gera sitt besta til að skaðinn af ákvörðun forsetans verði sem minnst, á meðan mín upplifun er sú að víða um heim lítur fólk á þessa aðgerð með aðdáun, og sér skýrt og greinilega að þetta er rétta leiðin.

Engin þjóð, hvorki Íslendingar né aðrir, eiga að borga skuldir bankanna sem svikið hafa innistæðueigendur um pening sinn. Það á að draga réttu einstaklingana til ábyrgðar, dæma í þeirra málum hverju fyrir sig, og fá þá til að greiða sínar skuldir. Geti þeir það ekki með peningum, eða greiði þeir ekki af fúsum og frjálsum vilja, verða þeir að sitja í fangelsi í samræmi við þá upphæð sem þeir skulda.

Þetta þurfa þeir að gera sem skulda smáar upphæðir. Af hverju ætti ekki það sama að gilda yfir þá sem skulda gríðarlega háar upphæðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Enn á ný kemst íslenskur úrtölumaður upp með að bulla í frösum. Ólafur Ragnar sagði eins og Bjarni og Sigmundur og talsmenn InDefense "Auðvitað standa Íslendingar við skuldbindingar sínar"  Afhverju eru þessir menn ekki spurðir hreint út hverjar þær skuldbindingar eru að þeirra mati?

Annað sem orkaði tvímælis í svörum forsetans var tilvísun í lýðræðishefðir Íslendinga varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur, sem er náttúrulega tóm lygi. hefðin hér er að þjóðaratkvæðagreiðslur eru undantekning og málskotsréttur forsetans byggður á hans eigin túlkun. Ég efast um að nokkur Íslendingur vilji að forseti geti að eigin geðþótta synjað lögum staðfestingar framvegis. Þetta er afar hættulegt fordæmi og ég tel að þingið eigi alvarlega að íhuga að setja hann af.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2010 kl. 08:20

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þar liggja stóru mistökin í upphafi hrunsins.

Að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni. 

Ef það hefði ekki verið gert og jafnræði látið gilda. Þá væri ekkert ICESAVE og við ekki í teljandi vanda-í dag.

Nú er stóra málið að fá erlendan milligöngumann (sáttasemjara) sem verði leiðandi hjá þverpólitískum hópi Íslendinga við gerð samnings við Breta og Hollendinga- sem líkur þessu ömurlega máli- með sæmilegri sátt - allra...

Þjóðaratkvæði um fyrri samninga er ekki gæfulegt með öllum þeim átakaundanfara sem það útheimtir.

Sævar Helgason, 7.1.2010 kl. 08:40

3 identicon

Til að fá starfsleyfi sem banki á Evrópska efnahagssvæðinu þ.m.t. á Íslandi, þarf m.a. að baktryggja innistæður smárra innistæðueigenda. Rökstuðningurinn fyrir þessu fyrirkomulagi er í þá veru að almenningur sé ekki í aðstöðu til að kynna sér áræðanleika fjármálastofnanna og eigi rétt á að fá lágmarkstryggingu á smáum innistæðum. Ábyrgðin á áræðanleikakönnunum færist þá yfir á fjármálaeftirlit viðkomandi landa.

Það eru stjórnvöld hvers lands sem bera ábyrgð á framkvæmdinni á fjármögnun þessara innistæðutrygginga. Leið íslendinga til að tryggja innistæður almennings var títtnefndur Innistæðutryggingasjóður en hann var svo gott sem tómur þegar til átti að taka.

Þið Sævar skrifið eins og Icesave samningarnir gangi út á að tryggja allar innistæður á Icesave reikningunum. Það er ekki svo. Breska og Hollenska ríkið féllust á að lána innistæðutryggingasjóðnum íslenska til að greiða almennum innistæðueigendum allt að 20 þús evrum. Það sem þingmenn hafa verið að rífast um er hvort íslenska ríkið eigi að skrifa uppá hjá innitæðutryggingasjóðnum. Veita ríkisábyrgð á þessi lán.

Ef innistæðueigendur næðu fram kröfum um sambærilegar innistæðutryggingar og neyðarlögin veittu Íslendingum, þá erum við í verulega vondum málum. Þá þurfum við að standa skil á kröfum stofnanafjárfesta og þeirra sem áttu meira en 20 þús evrur inni á reikningunum.

Þessir samningar sem allir keppast við að tala niður ganga m.a. út á að ríkisvaldið í Bretlandi og Hollandi veitir ekki innistæðueigendum fulltingi til að sækja þesskonar mál. 

Grímur (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 09:32

4 identicon

Mæli með að þú skoðir þetta blogg skoðanabróður þíns http://maurildi.blogspot.com/2010/01/2-er-ekki-hgt-setja-samninga-milli-joa.html

datt þú í hug þegar ég las það ;)

Elín (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:05

5 identicon

En æðislegt, einn helsti stuðningsmaður útrásarvíkinga neitar að skrifa undir...
og er bara orðin að þjóðhetju.... vegna þess að hann hafnaði undirskrift.. til að fríkka sjálfan sig í augum landans...
Það er létt að vera í eilítu íslands.. fokka öllu upp og fá svo þakkir og álkuorðu fyrir vikið...

Ég er samt sammála því að skrifa ekki undir.. en plís ekki gera helsta talsmann útrásarvíkinga að þjóðhetju þegar hann er einfaldlega að bjarga eigin skinni

DoctorE (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 15:58

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

DoctorE:

  • forsetinn studdi alla útrás Íslendinga, ekki bara útrásarvíkingana, hann var svikinn eins og aðrir
  • rök forsetans voru skýr, hvort að aðgerðin hafi haft þær hliðarverkanir að einhverjir dýrki hann fyrir, er það náttúrulega jafn kjánalegt og þegar fólk skammast út í hann. En þannig eru öfgar. Að sjá bara svart og hvítt.
  • Ég er ekki að gera manninn að þjóðhetju. Hann er það algjörlega án minnar hjálpar.

Elín: Takk

Grímur: Takk fyrir útskýringuna, en maður tryggir nú samt varla eftirá.

Sævar: Nákvæmlega, hugsanlega hafa fordómar gagnvart útlendingum komið okkur í koll. Ég vissi að slíkir fordómar eru rangir, en ég vissi ekki að þeir gætu verið svona dýrir.

Jóhannes Laxdal: Það veit enginn hverjar þessar skuldbindingar eru í tölum. Þær eru fyrst og fremst vilji til að koma ástandinu í lag og hliðra fyrir réttvísinni... held ég.

Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 17:43

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Forsetin hugsaði ekki i hraðskák,heldur alvöru skák fram í tíman alla leiki,kallin er klár og veit um hvað málið sníðst,það gera ekki allir en gaspra samt/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.1.2010 kl. 20:43

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Halli gamli og Hrannar framsóknarmaður, íhugið orð mín. Svo spyrjum við að leikslokum

Ég er ekki jafn hrifinn af ákvörðun forsetans og þið eða eigum við að segja auðtrúa? Ólafur er þekktur uppskafningur og vindhani sem í krafti orðskrúðs hrífur fólk á stund augnabliksins en stundarhrifningin mun réna og málið verður verra fyrir vikið. Stjórnin hefur veikst og sundurlyndið með þjóðinni aukist. Rökin sem hann beitir eru veik og skírskotun til sterkrar lýðræðishefðar skrumskæling af verstu sort. Ég vissi að hann mundi nota orðið “samfélagsgerð” í upphafinni “orðræðu” og ég var sannspár. Kannski að gullfiskarnir á blogginu og á blöðunum rifji upp lagasetninguna um ESB aðildana á síðasta sumri og spyrji vindhanann á Bessastöðum afhverju hann hafi ekki synjað þeim lögum staðfestingar. Eða er lýðræðisástin nývöknuð? Eða er hann bara að bjarga eigin orðspori og laga laskaða ímynd? Svari hver fyrir sig.
Ég sagði strax að með synjuninni rétti hann óvitum eldspýtustokk og ég var sannspár. Síðan þá hefur maður gengið undir manns hönd að slökkva þá elda sem óvitarnir kveiktu og einhver árangur hefur náðst en það er ekki Ólafi að þakka enda hafa þeir sem málin varða þ.e. Bresk og Hollensk yfirvöld engan bilbug látið á sér heyra. Enda eigum við að borga þessa lágmarkstryggingu innistæðueigenda og það er til fyrir henni að mestum hluta. Eða eru menn að ætlast til að skuldin verði felld niður og við fáum samt þrotabú Landsbankans í London til ráðstöfunar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2010 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband