Um 90% stuðningur við málstað Íslendinga erlendis frá?

Óskar Arnórsson setti tengla á afar áhugaverðar skoðanakannanir í The Guardian og The Wall Street Journal, með umræðu sem skiptir afar miklu máli fyrir málstað Íslendinga. 

Það virðist vera afar mikill samhljómur um að Íslendingum beri ekki skylda til að borga þennan pening sem Íslendingar eru rukkaðir um, og svolítið merkilegt að ég hef aðeins heyrt tvo hópa taka undir þá kröfu að Íslendingar borgi skuldir hinna hrundu einkafyrirtækja sem bankarnir voru:

Ríkisstjórn Íslands, bæði fyrrverandi og núverandi, og ríkisstjórnir Hollendinga og Breta.

Þetta fólk virðist ekki vera í neinum tengslum við veruleikann.

Smelltu á þessa tengla til að skoða skoðanakannarnir og til að taka þátt, en þegar þetta er skrifað eru um 90% þeirra sem tekið hafa þátt á þeirri skoðun að Íslendingar eigi ekki að borga neitt, sem mér finnst afar merkilegt, þó að málið snúist kannski ekki lengur fyrst og fremst um það óréttlæti í sjálfu sér.

Kosningin á Guardian

Kosning á The Wall Street Journal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta skiptir sköpum fyrir málstað Íslendinga og nú er ég viss um að ríkistjórnirnar pakka saman og gefi Íslendingum upp skuldina, AGS og Noröurlöndin dæli í okkur kassi, og matsfyrirtækin lækka álag, enda hafa þjóðirnar talað! Þetta er örugglega ekki minna marktækt en þegar Davíð Oddsson var kosinn versti skúrkur hrunsins á heimsvísu hjá einhverri útlendri fréttastofu fyrir ári eða svo! Auðvitað skipta svona atkvæðagreiðslur absólút engu máli og ekki nokkur maður tekur mark á þeim (þótt ég sé sannfærður um að DO sé hinn versti skúrkur, þá átti hann ekki mesta sök á heimskreppunni).

Og ekki sýnist mér þú helldur hafa fylgst með. Samhljómurinn um að Íslendingum beri ekki að borga er nú ekki meiri en svo að Bjarni Ben., Sigmundur Davíð og ÓRG lýsa nú hástöfum yfir að auðvitað borgi Íslendingar. Það vill nefnilega svo til að þessir kumpánar hafa eytt síðustu mánuðum í að draga þjóðina á tálar með því að gefa í skyn að við þurfum ekkert að borga, því að okkur beri engin lagaleg skylda til þess. En nú er allt í einu að koma í ljós að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla -- sem BB og SDG hafa sannfærst um að sé hin versta hugmynd, þótt þeir hafi sjálfir greitt atkvæði með henni á þingi fyrir rúmri viku síðan. Er nokkur furða þótt blaðamaður BT kalli Ísland bananalýðveldi.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 07:02

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fyrri ríkisstjórn hélt því fram að við ættum að borga og ber nákvæmlega jafn mikla ábyrgð og sú sem nú er við völd.

Ólafur Ragnar hefur talað um að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar, en talar ekkert um greiðslur í sjálfu sér.

Þakka þér annars innleggið Sigurður.

Ísland er kallað bananalýðveldi víða um heim vegna þess að þeir sem raunverulega ábyrgu einstaklingar hafa ekki enn verið ákærðir, dregnir fyrir dómstóla, neyddir til að borga til baka, eða fengið að dúsa í fangelsi.

Kíktu yfir færslur mínar frá mars 2008 til dagsins í dag og þá geturðu séð með eigin augum hversu vel eða illa ég hef verið að fylgjast með. Hægt er að nálgast allar þessar færslur hérna vinstra megin á síðunni.

Pólitískar þrætur vekja ekki áhuga minn. Það mikilvægara er að fólk finni leiðir til að fullnægja réttlætinu, bæði af hörku og sanngirni.

Hrannar Baldursson, 7.1.2010 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband