Um að vera leiðtogi í eigin lífi

Show a cowboy merged in the form of clouds, as a hurricane and high waves surround a modern ship. Photorealism.

Getur það verið að leiðtogi sé eins og að vera skip sem siglir frá einni höfn til annarrar, fer bestu hugsanlegu sjóleiðina og að maður sjálfur sé áttavitinn sem stýrir því á áfangastað?

Rétt eins og áttavitar benda alltaf í norður, í það minnsta fyrir þá sem eru á norðurhveli jarðar, þá þarf sannur leiðtogi alltaf að miða við sitt besta sjálf. Þannig verður norðrið fyrir áttavitann, gildin og dygðirnar fyrir þig sem leiðtoga í þínu eigin lífi. Ef þú hefur hvorki gildi né dygðir munt þú villast af leið, rétt eins og hafnaboltakappinn orðheppni frá Bandaríkjunum sagði: “Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara, þá munt þú hafna nákvæmlega þar.” (Yogi Berra)

Við þurfum að leiða sjálf okkur með gildum okkar og dygðum, en ef við erum að leiða annað fólk, þá þurfum við að fylgja þessum sömu gildum og dygðum til að taka ákvarðanir fyrir hópinn. Þó að við skiptum um teymi sem við stjórnum, þá skiptum við ekki um gildi og dygðir. Gildin og dygðirnar stefna alltaf í norður, og við þurfum að hafa þau í huga, hvert sem við ætlum að fara, einsömul eða með hópi.

Rétt eins og skip, þurfum við vélar, segl eða árar til að knýja okkur áfram í rétta átt. Þú þarft því að átta þig fyrst á í hvaða átt þú stefnir og síðan knýja sjálfan þig áfram, eða fá félaga þína til að hjálpa þér í þessa átt. Sama þó að öldur séu háar og vindurinn blási sterkur á móti þér, þá veistu hvert þú ætlar og veist að þetta eru aðeins fáeinar af fjölmörgum hindrunum sem standa í vegi þínum. Þú lætur þessar hindranir ekki stoppa þig. Með seiglu kemst þú og teymið þitt í gegnum hvað sem er, hættir ekki fyrr en verkefnið er komið í höfn.


Bloggfærslur 24. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband