Um góðmennsku

Show a cowboy tending his garden in the 1800s with all the tools needed. Photorealism.

Ímyndum okkur að líf okkar sé heimili og hugur okkar garður framan megin og hjarta okkar garður bakdyramegin. Á vorin getum við plantað nýjum fræjum, klippt trén og hreinsað af þeim og reitt arfa, á sumrin vökvum við og sláum blettinn, og á haustin tökum við upp eitthvað af því sem við höfum sáð. Yfir veturinn fær garðurinn að vera í friði, kaldur undir frosti og snjó, en fullur af lífi og möguleikum, tilbúinn til að spretta aftur næsta sumar.

Hugsum okkur nú að allt sem við gerum fyrir garðinn er eitthvað sem við getum gert fyrir okkur sjálf. Fræin sem við sáum eru hegðun okkar og ákvarðanir. Þessi fræ eru til dæmis góðvild, samúð og samkennd. 

Það þarf líka að reita arfa og illgresi, en slíkt dafnar í hlutum eins og reiði, sjálfselsku og grimmd. Þegar þessi fræ fá að vaxa og dafna, þá munu þau taka yfir, og smám saman leggja hann í reiðuleysi og rúst. 

Góðmennska vex með námi og þroska. Hugurinn nærist á þekkingu en hjartað á visku. Lærðu af eigin mistökum, en ekki gera öll mistök sem hægt er að gera, lærðu líka af mistökum annarra. 

Sú ákvörðun að vera góð manneskja felur í sér mikla ábyrgð og vinnu sem tekur allt lífið að sinna. Þannig geturðu tryggt það að verða besta útgáfan af þér, þó að það þýði ekkert endilega að allur heimurinn taki þér þannig og leyfi þér að þroskast og dafna á hans forsendum. Samt er það þess virði, og í raun eina leiðin sem er örugg til að veita þér þann vöxt og þroska sem þarf til að gera garðinn þinn sem allra bestan.


Bloggfærslur 23. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband