Um sannleika og fals

Show a cowboy doing a giant jigzaw puzzle of the world and his worry when a single piece turns out to be missing. Add some old tools and vehicles from the 1800s.Photorealism.

Ímyndum okkur að heimurinn sé eins og púsluspil. Við verjum barnæskunni og miklum hluta ævinnar í að púsla því saman og þegar við loks teljum okkur hafa klárað púslið, tökum við eftir að það vantar eitt púsl. Við leitum út um allt en finnum það ekki. Hvað gerum við þá? Sættum við okkur við að það vanti eitthvað í heildarmyndinni, festum við hana sem trú, eða höldum við áfram að leita eftir þessu síðasta púsli? 

Stundum fáum við að heyra sennilegar sögur sem fylla upp í eyðurnar. Þetta geta verið goðsögur og ævintýri, biblíusögur eða þjóðsögur, eitthvað skemmtilegt sem útskýrir þessa hluti sem passa ekki inn í heildarmyndina. Þegar við trúum þessum ósönnu hlutum er það svolítið eins og búa til nýtt púsl í staðinn fyrir það sem vantar. En það sem gerist er að púsluspilið verður þá ekki lengur í samræmi við heildarmyndina, hið ranga púsl skekkir útkomuna.

En ef þú gefst ekki upp, gerir allt sem í þínu valdi stendur til að finna púslið sem vantaði, sama hversu mikla vinnu og leit þú þarft að leggja á þig, þá er tvennt sem þú gerir. Annars vegar frestarðu því að svara einhverju sem þú átt ekkert svar við, og hins vegar byrjar þú rannsókn sem endar ekki fyrr en þú hefur fundið þetta týnda púsl, sama þó að þú þurfir jafnvel að kaupa annað púsl af sömu mynd, og finna þetta eina púsl sem vantar.

Með slíkum aga munt þú sjá heiminn í skýrara ljósi og það mun hjálpa þér að taka betri ákvarðanir, því þær verða byggðar á því sem er satt, en ekki því sem er sennileg.


Bloggfærslur 22. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband