Um endalausa ánægju

Show a cowboy playing a first person shooter game on a computer.  Photorealism.

Við gætum haldið að ánægjan sé góð. Til dæmis ef mér finnst gaman að leika mér í tölvuleikjum, hvað er þá að því að spila stanslaust tölvuleiki, allan liðlangan daginn, eða ef mér finnst eitthvað sælgæti sérstaklega bragðgott, eitthvað sem gefur mér svo sannarlega ánægjulegt bragð, hvað er þá að því að fá sér stöðugt smásnakk af þessu nammi?

Börn sem vilja ekkert annað en leika sér í spjaldtölvu eða síma finna fyrir einhverri ánægju, en í raun er verið að taka frá þeim tækifæri til að vaxa og þroska á eigin forsendum, sérstaklega ef þau fá ekki að finna til annars en þess sem gefur þeim ánægju. Það gleymist stundum að okkur getur verið holt að leiðast, það er þá sem sköpunargleðin fer í gang, þar sem við finnum þörf til að búa eitthvað til, velta fyrir okkur, gera eitthvað annað en það eitt að láta okkur líða vel og njóta.

Þroskaþjófarnir leynast víða, og við þurfum að vera vakandi fyrir þeim, sérstaklega ef við berum ábyrgð á heilbrigði og hamingju barna.


Bloggfærslur 15. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband