Um muninn á skoðun og þekkingu

Show a cowboy watching 17 colorful pebbles lying on a wooden table. Photorealism.Ef einhver er sannfærður um eitthvað, þá er hann aðeins að segja skoðun sína og tilfinningu, en er hvorki að tjá þekkingu né staðreynd. Ef einhver segir satt um eitthvað, þá er hann ekki að tjá sannfæringu, heldur aðeins þekkingu og staðreynd.

Þegar fólk heldur að tilfinningar hafi meira gildi en staðreyndir, þá er ekkert sem mælir gegn því að manneskjan vaði uppi með fordóma og lygar - ef manneskjan verður viðmið um sannleiksgildi, og öllu sem hún segir er trúað, getur hún komist upp með hvað sem er. Staðreyndir geta hins vegar verið mótvægi við lygum og sýnt fram á með einföldum rökum og prófunum að eitthvað sé satt eða ósatt. 

Hugsaðu þér manneskju sem gerir ekki þennan greinarmun á þekkingu og skoðunum, það er hægt að sannfæra slíka manneskju um hvað sem er. Hugsaðu þér nú aðra manneskju sem telur að vægi skoðanna sé meiri en þekkingar, það þýðir að hún getur trúað hverju sem er svo framarlega sem það passar við fyrirframákveðnar skoðanir hennar, óháð sannleiksgildi þess. Hugsaðu þér þriðju manneskjuna sem metur þekkingu meira en skoðanir, en hún hefur staðreyndir sem viðmið til að meta hvort hlutir séu sannir eða ósannir. 

 


Bloggfærslur 13. september 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband