Hvernig vinahópurinn litar heimsmynd okkar

Það er góð hugmynd að kenna ungum börnum að lita og fræða þau aðeins um hvernig litirnir blandast saman. Yfirleitt uppgötva þau sjálf hvað gerist ef þau velja bjarta og glaðlega liti, þá lita þau bjartar og glaðlegar myndir. Ef þau velja hins vegar dökka liti lita þau líkast til frekar dökkar og drungalegar myndir.

Það sama gerist  þegar við veljum okkur vini eða félagsskap. Ef við veljum vini sem eru góðar fyrirmyndir, viturt fólk og dyggðugt, þá er afar líklegt að við lærum slíka góða hegðun og hugsunarhætti af þessu fólki, það verður að eðlilegum hluta af okkar tilveru. En ef við ákveðum frekar að velja vini sem eru frekar slakir í hegðun, ljúga og stela, og bera litla virðingu fyrir öðru fólki, þá erum við líkleg til að sjá slíka hegðun sem eðlilegan hluta af lífsmynstri okkar. 

Við berum okkur oft saman við þá sem eru í umhverfi okkar og eigum til með að dæma samfélagið og heiminn út frá þessum félagsskap. Því er mikilvægt að velja félagsskap sem fellur að þínum eigin gildum, og auk þess nauðsynlegt að velja þeir góð gildi sem þú vilti standa fyrir, því þegar einhver bregst þeim, þá getur þú brugðist við með sjálfstæðum hætti.

Rétt eins og einn dropi af bleki getur mengað hreint vatnsglas, getur slæmur félagsskapur mengað dómgreind okkar og hugarró. Gott er að hafa í huga að við þurfum ansi mikið vatn til að hreinsa blek úr hreinu vatnsglasi, en ansi lítið blek til að menga hreint vatnslglas.


Bloggfærslur 4. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband