Af hverju andmæla sumir staðreyndum?

DALL·E 2023-11-24 19.52.23 - A thoughtful cowboy contemplating the clouds in the sky, symbolizing the interpretation of information and building of one's worldview. The scene is s

Við fáum upplýsingar okkar héðan og þaðan, úr reynslu okkar, eða úr því sem við skynjum, dreymum og hugsum. Við fáum þær úr sögum sem gætu virst sannar og verið ósannar og úr sögum sem gætu virst ósannar og verið sannar. Við fáum upplýsingar úr tónlist, málverkum, ljósmyndum, kvikmyndum, jafnvel úr húsgögnum sem hafa verið smíðuð af einhverjum öðrum.

Hvernig við vinnum úr þessum upplýsingum er svo annað mál. Við gætum ákveðið að við ætlum að taka 100% mark á öllu því sem við upplifum, og að allar aðrar upplýsingar verða óáreiðanlegri í okkar huga, allt það sem við heyrum frá öðrum. 

Í raun er tvennt sem við þurfum til að byggja upp trausta heimsmynd af veruleikanum. Annars vegar eru það áreiðanlegar upplýsingar og hins vegar er það traust rökhugsun sem við notum til að flokka hugmyndir og átta okkur á hvernig allar þessar áreiðanlegu upplýsingar passa saman.

Ólíkt fólk velur upplýsingar með ólíkum hætti, en fræði- og vísindafólk byrjar á staðreyndum og því sem þykir áreiðanlegt og líklegt samkvæmt ströngum rannsóknarleiðum sem viðurkenndar eru af ólíkum fræðigreinum.

Sumir velja að taka orð stjórnmálamanna eða trúarleiðtoga sem áreiðanlegar upplýsingar, en það geri ég ekki, því slíkar upplýsingar byggja meira á skoðunum og lífsviðhorfum heldur en staðreyndum. Þó er hægt að læra margt af því sem fyrri kynslóðir hafa lært um heiminn og hægt að njóta margs af því sem menningin gefur okkur, hvort sem það eru listir, matargerð, ólíkur hugsunarháttur, og þar fram eftir götunum.

Sama hvort við byggjum okkar eigin heimsmynd og þekkingu á fræðum eða menningu, þá borgar sig að beita gagnrýnni hugsun til að átta okkur á hvað við samþykkjum og hvað við höfnum, sem og nógu mikilli auðmýkt til að sjá að við getum haft rangt fyrir okkur og þurft að endurskoða eigin hug ef hugmyndir okkar reynast stangast á við veruleikann.

Það að byggja heimsmynd sína á stjórnmálum, trúarbrögðum eða einhverju öðru svipuðu, eins og íþróttum, þá er það eins og að byggja heimsmyndina á útliti skýja sem fljóta yfir höfði okkar. Öll þessi fyrirbæri sem sjást í skýjunum geta þá talist til veruleikans. Ef við sættum okkur hins vegar við heim fræða og vísinda, gæti það duga okkur að vita að það sé skýjað og að hugsanlega gæti rignt í kjölfarið.

 


Bloggfærslur 24. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband