Um siðferði og markmiðasetningu

Show a cowboy riding into the sunset. Photorealism.

Gamalt orðtæki sem hægt er að rekja aftur til 11. aldar í aðeins annarri mynd segir að vegurinn til heljar sé lagður í góðum tilgangi. Þessi hugmynd er rakin til abbotans heilags Bernarðs frá Clairvaux.

Stundum lendum við í aðstæðum þar sem við þurfum að taka ákvörðun um hvernig við eigum að haga okkur. Hvort við eigum við að einbeita okkur að siðferðilega réttri hegðun eða einbeita okkur að afleiðingum þess sem við ætlum okkur að gera, einbeita okkur að markmiðinu?

Ef við erum of markmiðamiðuð, þá getum við villst af leið og malbikað okkur til helvítis, sem þá væntanlega flestir mundu einhvern tíma vilja heimsækja, svo framarlega sem vegurinn er góður. Besti mögulegi heimurinn verður ekki til þegar fólk nær markmiðum sínum, heldur þegar það gerir það sem er rétt og í samræmi við það sem er réttlátt og dyggðugt. 

Markmið okkar eru takmörkuð og sum eru illa hugsuð, og sum jafnvel illviljuð. Markmið tengjast siðferði með engum hætti, það er jafnt hægt að setja sér markmið um að eyðileggja manneskju og að byggja hana upp. Það er nokkuð augljóst fyrir velviljaða manneskju hvort markmiðið er betra, en það krefst þess þó að manneskjan sé velviljuð.

Þessi góði vilji er nefnilega tengdur inn í siðferðilega hegðun, og er í raun mælikvarði á hvað er gott og hvað er illt, sem þýðir reyndar að viðkomandi þarf að hafa djúpan skilning á hvað er gott, hvað er illt, hvað er rétt, hvað er rangt, hvernig við byggjum upp dyggðuga hegðun og hvernig lestir brjótast fram, og sem hefur byggt eigin persónuleika á réttlæti, hugrekki og visku frekar en ranglæti, hugleysi og fávisku.

Samt þurfa þeir sem hafa góðan vilja að velta fyrir sér afleiðingum hegðunar sinnar. Segjum að þeir viti að það að berjast fyrir réttlæti gæti kostað þá og fjölskyldu þeirra lífið, vegna þess að ranglátt fólk fer með völdin. Hvað væri rétt að gera fyrir slíka manneskju, bíta í skjaldarendurnar, vera hugrökk og gera það sem er rétt, eða leyfa ranglætinu að halda áfram ferð sinni?

 


Bloggfærslur 9. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband