Um gagnrýni og traust

Show a confused cowboy sitting at an old wooden table being blamed by some and praised by others. Photorealism.

Það er mikilvægt að treysta þeirri manneskju sem gefur þér lof að skammir, og þetta samband vex ef þú getur leitað til hennar og spurt hvað það var sérstaklega sem henni fannst lofsvert eða hvað var svona illa gert. Gefi manneskjan ekki færi á slíkum samskiptum, þá er henni því miður ekki treystandi, og þá væri réttast fyrir þig, því miður, að hlusta ekki lengur á það sem hún hefur að segja.

Á endanum getum við aðeins gert það sem við gerum, eins vel og við getum það. Stundum verður okkur á, eins og tónlistarmanni á sviði sem slær á falska nótu. Sumir gætu rokið út í fússi og sagt að tónlistarmaðurinn sé ómögulegur. Þetta fólk má eiga sig. Aðrir gætu staldrað við áfram og samþykkt að tónlistarmaðurinn sé mannlegur, fyrirgefa honum feilnótuna og halda áfram að njóta þeirrar góðu listar sem hann stundar. 

Í lok tónleikanna munu sumir skamma hann fyrir þessi einu mistök og aðrir lofa hann fyrir að halda áfram þrátt fyrir mistökin. Sérstaklega ef hann viðurkennir þau, ypptir öxlum brosandi, og segir eitthvað eins og ‘obbossí’ og síðan mætti hann syngja:

 

“Því stundum verður mönnum á

styrka hönd þeir þurfa þá

þegar lífið, allt í einu, sýnist einskisvert.

Gott er að geta talað við

einhvern sem að skilur þig.

Traustur vinur getur gert kraftaverk.” 

 

(Texti eftir Jóhann G. Jóhannsson)

 


Bloggfærslur 8. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband