Um lygar og veruleikann

Show a tired cowboy surrounded by bandits. Photorealism.

Hver kannast ekki við að fólk sjái veruleikann á afar ólíkan hátt, og jafnvel að einn atburður sé túlkaður með harðri dómgreind sem á sér engar stoðir í veruleikanum? Síðan þegar sönnunargögn eru skoðuð kemur í ljós að það var eitthvað annað sem réð för hjá viðkomandi en sannleiksleit. Í kjölfarið geta fylgt eftirmálar sem skaða alla þá sem að málinu koma.

Fyrir löngu síðan, einhvern tíma sem barn, tók ég þá ákvörðun að ljúga ekki. Ástæðan var byggð á tvennu, annars vegar að þegar það getur verið nógu erfitt að vera með sannleikann á hreinu, af hverju þá að flækja hann með lygum; og í öðru lagi mamma sagði mér að það væri ósiður að ljúga. Eftir að hafa pælt í þeirri staðhæfingu stundarkorn, var ég henni sammála. 

Samt viðurkenni ég að það er til ákveðin þörf fyrir ósannindi, og þeirri þörf veiti ég sjálfur í skáldskap, þegar ég skrifa sögur - en það er skýr rammi og leikreglur sem fylgja því að segja sögur og láta ekki eins og þær séu hluti af veruleikanum, en þegar kemur að því að átta mig á heiminum og því sem er, þá byggi ég aðeins á því sem ég veit að er satt og rétt. Ef mér verður á og ég byggi það sem ég trúi á einhverju ósönnu, þá geri ég mitt bestu til að uppræta þá trú í sjálfum mér, það er að segja, þegar ég átta mig á hvað hefur verið í gangi. Við þurfum nefnilega að uppræta eigin fordóma, annars grassera þeir.

 


Bloggfærslur 7. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband