Um ţrjósku og stöđnun

 Show a stubborn cowboy head to head with a bull. Photorealism.

Hver ţekkir ekki ţrjósku týpuna, einhvern sem hefur tekiđ ákvörđun og stendur síđan viđ hana sama hvađ, nema kannski ţegar ţađ hentar honum ekki prívat og persónulega? Ég vil halda ţví fram ađ á međan ţrjóska getur gefiđ okkur ákveđinn skýrleika, ţví hún einfaldar heiminn og takmarkar hann viđ okkar eigin ákvarđanir, ţá er hún í eđli sínu afar óskynsamleg leiđ til ađ lifa lífinu.

Máliđ er ađ ef ţú tekur ákvörđun sem ţú ćtlar alltaf ađ standa viđ ţarftu ađ vera viss um ađ hún byggi á réttum upplýsingum og ađ niđurstađa ţín út frá ţessum upplýsingum sé ekki ađeins rétt í dag, heldur einnig um ókomna tíđ.

Ţrjóskan er afar almennt fyrirbćri, og sjálfsagt helsta ástćđan fyrir ţví ađ framfarir mannkyns taka afar langan tíma, ţví ţegar spurt er um réttmćti ţrjóskra ákvarđana, ţá verđur ţeim ekki haggađ fyrr en ţrjóska manneskjan er fallin frá eđa hefur misst völd sín. 

Ţađ segir sig sjálft ađ eftir ţví sem ţrjóska manneskjan hefur meiri völd í samfélaginu, ţví meira mun hún halda aftur af ćskilegum breytingum, ţróun og nýjum leiđum. Hún er fulltrúi stöđnunar, ađ heimurinn skuli vera í samrćmi viđ hennar eigin heimsmynd, frekar en ađ ţróast í eitthvađ nýtt sem gćti veriđ erfitt ađ stjórna.

 


Bloggfćrslur 3. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband