Um ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi

Öll upplifum við einhvern tíma í okkar eigin huga ótta, kvíða, öfund, illgirni og græðgi. Við gætum talið þessar tilfinningar óæskilegar, sérstaklega sem lífsreglur, enda sjáum við að afleiðingar þeirra geta verið afar slæmar bæði fyrir okkur sjálf í daglegu lífi, á hamingju okkar og sálarheill og á fólkið sem við umgöngumst, og jafnvel samfélagið allt ef við höfum slík völd. 

Mig langar að velta fyrir mér mögulegum afleiðingum þessara fyrirbæra í venjulegri manneskju innan fjölskyldu annars vegar, og í stjórnmálamanni hins vegar sem hefur vald yfir eigin þjóð, og set þetta fram í einfaldri töflu. 

Hver og einn getur velt fyrir sér hvort að eitthvað sé til í þessu, og þá kannski skilið aðeins betur þann vanda sem birtist í eigin umhverfi af þessum sökum. Annað mál og áhugavert að velta fyrir sér, er hvernig maður nær stjórn á slíkum tilfinningum í eigin huga.

 

Tilfinning

Einstaklingur (Innan fjölskyldu)

Stjórnmálamaður (Yfir þjóð)

Ótti

Forðast að bera ábyrgð

Ofverndar fjölskyldumeðlimi

Óöryggi í persónulegum samböndum

Of varkár

Forðast nauðsynlegar ákvarðanir

Gæti reynt að hræða þegna til að stjórna

Kvíði

Pirringur yfir öðrum fjölskyldumeðlimum

Erfiðleikar við ákvarðanatöku

Heilsubrestur eins og svefnleysi

Fljótfærnislegar eða illa hugsaðar ákvarðanir

Erfiðleiki með að hlusta á aðra

Meiri stjórnandi, minni leiðtogi

Öfund

Erfiðleikar í samböndum

Ósætti við eigin stöðu í lífinu

Löngun eftir því sem aðrir hafa


Fjandskapur gegn öðrum stjórnmálamönnum

Lög sett meira tengd hagsmunum fárra en þörf þegnanna

Spilling og ósanngjörn dreifing á auði

Illgirni

Baktal og lygar um fjölskyldumeðlimi

Vantraust innan fjölskyldunnar

Möguleiki á andlegu eða líkamlegu ofbeldi

Grafið undan eða reynt að eyðileggja mannorð andstæðinga

Dreifing á áróðri og lygum til almennings

Möguleiki á þvingunum, til dæmis efnahagslegum, gagnvart þegnum

Græðgi

Hömstrun á eignum innan fjölskyldunnar

Hunsun á þörfum fjölskyldunnar fyrir persónulegan ávinning

Stíf stjórnun á fjármálum heimilisins

Spilling og auðgunarbrot

Lög sem henta útvöldum hópi betur en öðrum

Illa farið með fjármál landsins





Bloggfærslur 19. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband